Morgunblaðið - 15.12.2005, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 15.12.2005, Qupperneq 44
44 FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Steinunn Haf-stað fæddist í Vík í Staðarhreppi í Skagafirði 19. jan- úar 1919. Hún lést á Sólvangi 8. desem- ber síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Árni Hafstað bóndi í Vík, f. 23. maí 1883 á Hafsteinsstöðum, d. 22. júní 1969, og Ingibjörg Sigurðar- dóttir, f. 16. júlí 1893 í Valadal, d. 4. okt. 1932. Systkini Stein- unnar eru: Árni, f. 2. feb. 1915, lát- inn; Sigurður, f. 27. júlí 1916, lát- inn; Páll, f. 8. des. 1917, látinn; Haukur, f. 23. des. 1920; Erla, f. 6. des. 1921, látin; Halldór, f. 21. maí 1924; Margrét Sigríður, f. 14. maí 1925, dó á öðru ári; Sigríður Mar- grét, f. 19. jan. 1927; Guðbjörg, f. 25. júní 1928, látin; og Valgerður, f. 1. júní 1930. Steinunn giftist 23. des. 1955 Jóni Guðmundssyni yfirlögreglu- þjóni, f. 21. okt. 1905 í Hafnarfirði, d. 19. maí 1962. Heimili þeirra var í Arnarhrauni 40. Sonur þeirra er Guðmundur Jónsson, f. 29. júlí 1956. Kona hans Sigrid Foss, f. 20. jan. 1954. Börn þeirra eru Laufey, f. 4. okt. 1985, Steinunn Ruth, f. 14. des. 1987, Þór, f. 13. okt. 1990, og Jón Foss, f. 10. jan. 1997. Steinunn vann ým- is störf, má þar telja Hótel Björninn í Hafnarfirði, hjá Guð- rúnu Eiríksdóttur, sjúkrahús í Glasgow, Vivex veitingahús Kaupmannahöfn, símamær á Land- símanum, ráðskona hjá Kaupfélaginu Þór á Hellu og hjá Ásólfi bónda á Ásólfsstöðum þar sem var vinsæll sumardvalarstað- ur. Eftir það varð ekki aftur snúið frá veitingarekstrinum og nam hún hótelfræði í Lewis Hotel Tra- ining School í Washington á árun- um 1945 til 1947. Eftir að hún kom heim frá námi varð hún hótelstjóri á ýmsum stöðum, fyrst á Hótel KEA á Akureyri, Stúdentagarðin- um í Reykjavík, Varmalandi í Borgarfirði, Hótel Borgarnesi, Kvennaskólanum Blönduósi, Hól- um í Hjaltadal, Hótel Selfossi, og síðast á Hótel Þóristúni en þar rak hún sitt eigið hótel um árabil. Eftir þetta flutti hún að nýju í Arnar- hraun 40 í Hafnarfirði. Útför Steinunnar verður gerð frá Hafnarfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Í dag þegar ég kveð tengdamóður mína, hana Steinunni, er mér þakk- læti efst í huga. Ákveðin, sterk og alltaf, alltaf tilbú- in til að hjálpa og aðstoða ef þörf var á. Hennar mottó var: Þú getur allt sem þú vilt. Og hún gerði það. Hún fór sínar leiðir og fékk að starfa við það sem henni fannst mest gaman, hót- elrekstur. Vinnugleðin var ótrúleg. Hún var að frá morgni til kvölds, óþreytandi í sínu starfi. Hún hafði gaman af að spila og þá helst bridge. Þegar hún bjó á Selfossi hittust hún og vinahópurinn reglulega til að spila. Ég var svo heppin að vera kölluð til þegar spilafélaganir voru í fríi eða veikir. Flensutímabilið var gósentíð fyrir mig. Barnabörnin hennar nutu þess að vera með henni. Hún spilaði við þau, sagði þeim sögur og kenndi þeim sönglög. Hún gaf þeim það sem mestu máli skiptir, tíma og ást. Þau sakna nú ömmu kóngs eins og yngsta barna- barnið kallar hana. Þótt þú sért farin, Steinunn, ert þú samt hér með okkur í hafsjó af góðum minningum. Ég þakka þér samfylgdina. Steinunn. Elsku amma mín, ég kveð þig með tár í augum en á þó allar minning- arnar um þig. Ég og Steinunn Ruth sóttum mikið til þín og gistum oft um helgar. Þá var tekið vel á móti okkur. Ég fékk lifrarpylsu sem er eitt af því besta sem ég fæ og Steinunn Ruth fékk vellinginn sinn. Svo spiluðum við saman og á kvöldin sagðir þú okkur sögur um hana Fóu feykirófu. Mikið sakna ég þess. Það var alltaf gott að koma til þín. Þú varst svo hlý og nota- leg. Svo varst þú alveg meistarakokk- ur og maturinn þinn alveg himneskur. Mér finnst líka alveg magnað hversu dugleg og viljug þú varst. Þegar þú varst ung að aldri tókst þú við móð- urhlutverkinu með hjálp föðursystur þinnar og ömmu. Það hefur verið al- veg heljarinnar vinna. Þú varst hörkukona og fyrirmynd mín. Ég sakna þín mikið en veit að þú ert kom- in á betri stað. Guð geymi þig, amma mín. Laufey. Í dag kveðja ættingjar og vinir Steinunni Hafstað. Ég man ljóslega þegar ég sá hana fyrst, þá var ég skólastelpa á Akur- eyri og ég og vinkona mín gengum inn úr vetrarkuldanum inn í salinn á Hót- el KEA og fengum okkur kaffi og rjómaköku. Þetta var ekki vanalegt og algjör lúxus í okkar augum. Þá hafði ég talsvert heyrt talað um nýja hótelstjórann, unga fallega konu sem hafði lært hótelrekstur í Ameríku. Á þessari konu vissi ég líka nokkur deili því ég hafði verið með tveim systrum hennar í bekk í Ingimarsskólanum í Reykjavík. Hún var ættuð frá Vík í Skagafirði. Allt í einu gekk hún inn í salinn, heilsaði til beggja handa en hvarf svo inn um dyr á hinum enda salarins. Þetta var glæsileg kona sem bar mikla persónu. Margir hafa kynnst Steinunni sem hótelstýru, en hún hefur séð um hót- elrekstur nokkuð víða. Alls staðar hef- ur hún sett sinn persónulega og smekklega svip á þau hótel sem hún hefur séð um eða rekið. Má þar nefna m.a. sumarhótelin í Húsmæðraskól- anum Varmalandi og Kvennaskólan- um á Blönduósi og Hótel Borgarnes. Síðast átti hún Hótel Þóristún á Sel- fossi og rak það í allmörg ár. Sjálf átti ég því láni að fagna að tengjast henni fjölskylduböndum þegar ég giftist yngsta bróður henn- ar, Halldóri, árið 1958. Systkinin í Vík, þau sem upp kom- ust, voru tíu talsins, fimm bræður og fimm systur og var Steinunn sú fjórða í aldursröðinni, en elst þeirra systra. Ingibjörg móðir þeirra lést árið 1932, þá aðeins 39 ára. Þá var Steinunn á 14. aldursári, en yngsta barnið, Valgerð- ur, aðeins tveggja ára. Árni hélt fast utan um barnahópinn sinn með hjálp fjölskyldu sinnar. Þar má helst nefna systur hans Valgerði og Bjarna eig- inmann hennar, sem fluttu úr Reykja- vík norður í Vík, þar sem Valgerður sá um heimilið í hálft annað ár og Sigríði, hina systurina, en hjá henni og manni hennar Pétri Snæland dvöldu sjö systkinanna við nám í Flensborg í Hafnarfirði. Móðuramman, Ingibjörg Halldórsdóttir, lá heldur ekki á liði sínu, en snemma tók Steinunn mikla ábyrgð á heimilishaldi og uppeldi yngri systkina. Einkenni allra Víkursystkinanna finnst mér vera einstök samheldni þeirra, sönggleði og áhugi á ljóðum og vísum. Steinunn vitnaði stundum í skemmtilegu kvöldvökurnar í Vík þegar kveðist var á, sungið og lesið upp, en jafnamt unnið af kappi við tó- skap. Þar fengu börnin gott veganesti til framtíðar. Þegar Steinunn rak Sumarhótelið á Varmalandi kynntist hún einum gesta sinna, Jóni Guðmundssyni yfirlög- regluþjóni í Hafnarfirði, en hann var þá ekkjumaður. Jón var glæsimenni og góður og traustur maður. Þau gift- ust árið 1955 og eignuðust soninn Guðmund. Steinunn fluttist til Jóns í Hafnarfjörðinn þar sem þau eignuð- ust fallegt heimili í nýju húsi. En ham- ingja þeirra entist ekki lengi, því Jón lést í maí 1962 eftir stutta, en erfiða sjúkdómslegu. Síðust árin hefur Steinunn dvalið á Sólvangi og látið vel af sér þrátt fyrir þrengslin, en henni hefur alltaf þótt gott að hafa fólk í kring um sig. Sól- argeislinn hennar, hann Guðmundur, hefur komið til hennar flesta daga á leiðinni úr vinnunni. Í haust þegar ég heimsótti Stein- unni ásamt Halldóri manni mínum lá hún fyrir. „Hvað ert þú nú að hugsa, Nunna mín?“ spyr hann. „Ég er að láta tímann líða með því að heimsækja bæina á Langholtinu í huganum,“ svaraði hún. Atvik gærdagsins voru þurrkuð burtu úr minninu og senni- lega einnig það, sem gerst hafði að morgni þessa líðandi dags, en enn mundi hún nöfnin á nágrannabæjum bernskustöðvanna og enn mundi hún vísur sem hún hafði lært í föðurhús- um. Hugurinn var heima í Vík. Elsku Guðmundur og Sigrid. Fjöl- skyldan frá Útvík sendir ykkur og börnunum innilegar samúðarkveðjur. Solveig Arnórsdóttir. Nunna frænka var alltaf mín stóra fyrirmynd í lífinu, ekki bara vegna þess að ég hét í höfuðið á henni heldur ekki síður vegna þess að hún var stór persónuleiki og mikil kjarnorkukona. Hún var elsta systir móður minnar og þurfti snemma að bera ábyrgð á hús- móðurstörfum heima í Vík eftir að móðir hennar lést þegar hún var 14 ára gömul. Eftir að hún lauk gagn- fræðanámi í Flensborg og fór að vinna fyrir sér í Reykjavík hélt hún heimili fyrir yngri systur sínar þegar þær komu einnig suður til skólanáms. Æv- intýralöngunin dró Nunnu unga til út- landa – hún fór bæði til Skotlands og Danmerkur og seinna, eftir að seinni heimsstyrjöldin hófst, fór hún til Am- eríku og menntaði sig í hótelfræðum. Nunna var mjög sjálfstæð mann- eskja og varð fyrst kvenna hótelstjóri á Íslandi. Hún var komin hátt á fer- tugsaldur og búin að reka nokkur hót- el þegar hún hitti stóru ástina í lífi sínu, hann „Jón bónda minn“, eins og hún kallaði hann gjarnan og fluttist til hans í Hafnarfjörð. Það var mikið áfall þegar Jón féll frá eftir allt of fá en hamingjurík ár í hjónabandinu og einkasonurinn Guðmundur bara sex ára gamall. En Nunna var ekki sú manngerð að leggjast í sorg eða sút heldur hélt hún áfram sínu striki í hót- elbransanum og að búa syni sínum góða tilveru. Það var alltaf stíll yfir frænku minni, glæsileg föt, stór breið belti, hálsfestar og klingjandi armbönd á sí- vinnandi höndum og svo allir flottu hattarnir sem hún bar. Það fylgdi henni alltaf ákveðinn hressleiki og kraftur og þess vegna var svo skemmtilegt að fá hana og Gvönd í heimsókn á Tjörn. Þá var mikið spilað, spjallað og hlegið og ilmandi Hellas sígarettulyktin leið um allt húsið. Alla mína barnæsku tengdi ég sígarettu- lykt við þessa léttu og skemmtilegu stemmningu þannig að þegar reyk- ingamaður kom í heimsókn og sígar- ettulyktin lá í loftinu varð uppvaskið í eldhúsinu (sem var nánast óendan- legt) eitthvað svo miklu viðráðan- legra. En Nunna var ekki bara skemmti- lega og hressa frænkan, hún var óspör á að leiðbeina og uppfræða unga fólkið í kringum sig, hvort sem um var að ræða heimsbókmenntir eða hótelstörf. Við frænkurnar í fjölskyld- unni nutum þess að fá að vinna hjá henni á hótelunum sem hún rak og þegar ég var orðin nógu gömul til þess að fá sumarvinnu var hún komin á Hótel Selfoss og jafnframt farin að reka sitt eigið gistiheimili við Þórist- ún. Hún gerði miklar kröfur til „stúlknanna sinna“ alveg eins og hún gerði miklar kröfur til sjálfrar sín. Mörgum fannst hún kannski fullharð- ur húsbóndi en sú harka mýktist upp af manneskjuheitunum og húmorn- um. Ég man til dæmis eftir atviki að loknum annasömum sunnudegi í veit- ingasalnum og uppgjörið úr peninga- kassanum stemmdi ekki. Þegar hún hafði skammað mig rækilega brast ég í grát, þreytt og úrvinda eftir erfiðan dag. Þá sneri hún umsvifalaust við blaðinu, tók mig í fangið og huggaði mig. Auðvitað ætlaði hún ekki græta mig heldur bara kenna mér réttu vinnubrögðin við uppgjörið. Annað dæmi um manneskjulegheit Nunnu og það sem ég vil kalla víðsýni og fordómaleysi var afstaða hennar til unga fólksins. Síðasta sumarið sem ég vann hjá henni á Selfossi réð hún jafn- framt fjórar vinkonur mínar og skóla- systur úr MA til starfa á hótelinu. Þetta var á þeim árum sem hljóm- sveitin Mánar frá Selfossi var sem vinsælust og spilaði á sveitaböllum, ýmist á Borg, Flúðum, Aratungu eða Árnesi um hverja helgi. Við stunduð- um þessi sveitböll grimmt og mættum oft lítið sofnar og frekar illa fyrirkall- aðar á vaktina daginn eftir. Aldrei minnist ég þess að hún hafi amast út í þetta eða gefið til kynna að við skyld- um hægja á okkur í skemmtanalífinu. Að leiðarlokum vil ég þakka Nunnu frænku fyrir allt sem hún var mér um leið og við Þröstur og börnin sendum Guðmundi, Siggu og ömmubörnunum innilegustu samúðarkveðjur okkar við fráfall Nunnu. Steinunn Hjartardóttir. Ólundin, sá illi gestur, aldrei hafði frið ef þíns hláturs hrossabrestur heyrðist kveða við. Svo kvað Jón Helgason eitt sinn um vinkonu sína Steinunni Hafstað. Það var alltaf líf og fjör í kringum hana. Systkinin tíu frá Vík voru náin. Það átti við um móður mína og Nunnu og þær voru tíðir gestir hvor hjá annarri. Þessum skemmtilegu hrossabrestum varð ég því snemma kunnugur. Nunna sagði frá og hló dátt að sögum annarra. Í bernsku kallaði ég hana Tóu, annars var hún alltaf kölluð Nunna. Hún var sterka og stóra systirin, og orðið „sterka“ má undirstirka. Þegar móðirin dó frá mörgum og ungum börnum voru viðbrögð Nunnu þau að flýta sér eins og hún mögulega gat að verða fullorðin. Fimmtán ára tók hún við forráðum innanstokks í Vík og hafði þau tvö næstu árin og gekk þá yngri systrum sínum í móður stað, og gegndi því hlutverki jafnvel áfram úr fjarlægð. Hún ætlaði sér alltaf að „verða eitthvað“ og 18 ára sigldi hún til Skotlands að læra hjúkrun. En það reyndist ekki vera rétta „köllunin“. Eftir á að hyggja taldi hún að húsmóð- urstarfið á gestrisnu sveitaheimili hefði einhvern veginn ýtt sér rökrétt- um skrefum út í hlutverk gestgjafans. Hún var kjarkmikil, félagslynd og stjórnsöm og gestamóttaka átti við hana. Starfið hóf hún fyrir alvöru 1944 þegar hún stjórnaði mötuneyti Kaup- félags Rangæinga á Hellu. Við fyrsta tækifæri eftir stríðið flaug hún með herflutningavél til Wasington, í skóla í hótelfræðum. Eftir þetta stundaði Steinunn Haf- stað nær samfelldan hótelrekstur, smærri eða stærri. Mér er nær að halda að hún hafi verið hreinn braut- ryðjandi á Íslandi í rekstri sumarhót- ela, í heimavistarskólum sem hún tók á leigu. Hótelrekstur var þá vanþró- uð, erfið og óstöðug atvinnugrein í landinu og Steinunn Hafstað flutti rekstur sinn oft úr einum stað í annan. Hún mátti ekkert vera að því að gifta sig og varðist vel, allt þar til hún var orðin 36 ára en þá var hún sigruð af ástinni. Þegar hún gifti sig þá varaði hún Jón mann sinn við og sagðist varla treysta sér til að fórna „köllun“ sinni mjög lengi. Jón tók því sem bet- ur fór af mestu karlmennsku. Eftir tvö ár í hjónabandi var hún aftur farin að reka sumarhótel með Gvönd son sinn á höndum eða hnjótandi kringum sig. Þetta lífsviðhorf hennar og orkan ódrepandi sem því tilheyrði kom sér vel þegar hún skömmu síðar missti ástkæran eiginmann og mátti bjarga sér sem einstæð móðir. Steinunn Haf- stað haslaði sér völl í sex eða sjö sýslum í röð, og rak sitt hótel alltaf af ráðdeild og myndarskap. Það eru fjögur ár síðan Nunna kom norður í síðustu ferð. Líkaminn orð- inn lítilfjörlegur. Hún kom í Tjörn milli jóla og nýárs og ætlaði svo í Skagafjörð fyrir áramótin enda hefur móðir mín þann fasta sið að vera þar hjá bræðrum þeirra um áramót. Nú var tíðin óstöðug og spáin mjög vond. Útvarpið sagði að Öxnadalsheiði væri alveg að verða ófær. „Þá er okkur ekki til setu boðið,“ sögðu þær systur hvor við aðra, settust upp í einfaldan Hyundai-bíl og geystust af stað. Þær voru hróðugar þegar sagt var að þær hefðu verið einn síðasti bíllinn sem sloppið hefði yfir heiðina í það sinnið. Nunnu þótti ferð sín norður miklu betri fyrir vikið og hló dátt. Kjark- urinn gat ekki bilað. Þannig var Nunna. Þórarinn Hjartarson. Steinunn móðursystir mín hefur kvatt þetta jarðlíf eftir nokkur veik- indi og skilur eftir sig stórt skarð. Æviferill hennar var litríkur og glæsilegur. Hún fór ung sínar eigin leiðir, sigldi út í heim og menntaði sig. Sjálfstæði var sterkur þráður í henni alla tíð. Eftir að hún kom heim fór hún í hótelrekstur sem varð hennar ævi- starf. Það var hennar líf og yndi að taka á móti gestum, hún var fæddur gestgjafi. Frá unga aldri dvaldi ég hjá henni á ýmsum hótelum, ýmist ein eða með mömmu og bræðrum mínum. Borg- arnes, Varmaland, Blönduós, Hólar og Selfoss eru nokkrir staðir sem tengjast henni í mínum huga. Ég vann um tíma hjá henni og var það góður skóli. Miklar kröfur gerðar, enda markvisst unnið að því að gera mig að hótelstýru. Samband hennar og Erlu móður minnar var alla tíð mjög náið og fannst mér ég oft vera dóttir þeirra beggja. Það var alltaf upplífgandi að vera nálægt Nunnu og sönn skemmtun. Hún var grallari í sér og hafði gaman af alls kyns orðatiltækjum og orða- leikjum. Sagðist hún hafa þurft að geta strítt bræðrum sínum sem vildu vera nákvæmir í málfari. Eins og systkinin öll hafði hún unun af góðum skáldskap og gat auðveldlega hrifið aðra með sér ef eitthvað stórkostlegt rak á fjörur hennar. Alltaf þótti mér stæll yfir Nunnu, bæði í klæðnaði og framkomu. Hún var frjálsleg og hress. Armböndin sjö sem hún bar í mörg ár voru einskonar einkennismerki. Auðvelt var að stað- setja hana í stórum húsum því það hringlaði svo skemmtilega í þeim. Það var gaman að vera nálægt þegar þær systur komu saman tvær eða fleiri. Það brást sjaldnast, að farið væri að skiptast á flíkum, máta, skoða og býtta, svona eins konar skiptimarkað- ur. „Verði þér að sigurfati,“ sagði Nunna í hvert sinn sem hún gaf mér flík. Oft naut ég oft góðs af gestrisni hennar og hvatningu á skólaárunum. Helgarnar hjá Nunnu á Hótel Þór- istúni voru sannkallaðir dekurdagar og minningarnar um sögurnar, hlát- urinn og öll skemmtilegheitin munu ylja mér um ókomin ár. Blessuð sé minning hennar. Anna Sigríður. Í dag göngum við síðasta spölinn með Nunnu föðursystur okkar. Með henni er gengin markverð kona fyrir margra hluta sakir en fyrst og fremst var hún þó stórfrænka okkar og fyr- irmynd í svo mörgu. Þegar við vorum krakkar heima í Vík var það alltaf til- hlökkunarefni þegar von var á henni í heimsókn. Hún var konan sem stjórn- aði sínu eigin hóteli og var sveipuð æv- intýraljóma. Hún var glæsileg og hló svo smitandi hlátri að enginn fékk við neitt ráðið. Hún var full af lífskrafti og hafði yfirbragð heimskonunnar og henni fylgdi ferskur framandi gustur. Þó var eins og hún væri ætíð komin heim þegar hún kom á sitt bernsku- heimili, til föður síns og bræðra. Æskuár hennar í Vík og uppeldi hafa vafalaust mótað viðhorf hennar og breytni í mörgu. Ingibjörg amma dó ung frá tíu börnum og var Nunna, elsta systirin, þá einungis 12 ára göm- ul. Segja má að hún hafi gengið yngri systkinum sínum í móðurstað og lagði sitt af mörkum til að halda heimilinu saman. Miklir kærleikar hafa ætíð verið með þeim systkinum og sam- band þeirra einkenndist af einlægri vináttu og hlýju, sem vonandi hefur orðið okkur afkomendum þeirra til eftirbreytni. Við systkinin í Vík, börn Hauks og Áslaugar, áttum því láni að fagna að dvelja hjá Nunnu þegar við vorum unglingar send suður í gagnfræða- skóla. Nunna var ánægð með að geta fetað í fótspor Sigríðar föðursystur sinnar sem tók einnig á móti henni og systkinum hennar þegar þau voru STEINUNN HAFSTAÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.