Morgunblaðið - 15.12.2005, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 15.12.2005, Blaðsíða 20
20 FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Bagdad. AFP, AP. | Líklegt þykir að mikil kjörsókn verði í þingkosning- unum í Írak í dag og að bandalag Ibrahims al-Jaafaris forsætisráð- herra fái flest þingsæti. Íraska bandalagið, undir forystu Jaafaris, er spáð allt að 40% at- kvæðanna. Skoðanakannanir, sem gerðar voru fyrir Sameinuðu þjóð- irnar og fleiri alþjóðleg samtök, benda ennfremur til þess að flokk- ur Iyads Allawis, fyrrverandi for- sætisráðherra, fái um það bil 20% atkvæðanna. Bandalagi Kúrda er spáð þriðja sætinu og 15–20% kjör- fylgi. Í könnun sem birt var á miðviku- daginn var sögðust 93% aðspurðra ætla að kjósa og kannanirnar benda til þess að kjörsóknin verði mikil, að minnsta kosti 70%. Kann- anirnar byggjast á viðtölum sem hundruð manna tóku við fólk á kjörskrá í öllum héruðum landsins nema Anbar, helsta vígi uppreisn- armanna. Engar skoðanakannanir voru gerðar þar vegna hættu á árásum á spyrla. Búist er við að mikill meirihluti súnní-araba kjósi ólíkt þingkosn- ingunum í janúar þegar bráða- birgðaþingið var kosið. Yfir þúsund klerkar súnní-araba gáfu í gær út yfirlýsingu þar sem þeir mæltust til þess að allir súnn- ítar greiddu atkvæði. Stjórn Bandaríkjanna vonar að mikil kjörsókn meðal súnní-araba verði til þess að mynduð verði stjórn sem ávinni sér traust þeirra og dragi úr stuðningnum meðal þeirra við uppreisnarmenn. Geysiströng öryggisgæsla Gríðarmikill öryggisviðbúnaður verður í Írak í dag vegna hættu á árásum á kjörstaði. Akstur einka- bíla er til að mynda bannaður að mestu og aðeins sérmerktir bílar eru leyfðir á götunum. Útgöngubann var einnig í gildi í nótt og óbreyttum borgurum er bannað að bera vopn þar til á laug- ardaginn kemur. Flugsamgöngur lögðust niður og landamærin voru lokuð. Nánast allar öryggissveitir landsins, eða um 190.000 manns, eru á varðbergi. Ummælum um Sistani mótmælt Tveir lögreglumenn biðu bana í sprengjuárás nálægt kjörstað í borginni Mosul í gær og einn íbúa Bagdad lét lífið í sprengjutilræði í miðborginni í gærkvöldi. Uppreisn- armenn sprengdu einnig kjörstað í loft upp í grennd við borgina Fall- ujah í gær en engan sakaði. Hópur sjíta kveikti í skrifstofum flokks Iyads Allawis og íraska kommúnistaflokksins í bænum Nasiriyah í sunnanverðu landinu. Hermt er að hópurinn hafi ráðist á skrifstofurnar til að mótmæla um- mælum eins af bandamönnum Al- lawis í viðtali við arabíska sjón- varpið Al-Jazeera. Er hann sagður hafa sýnt Ali al- Sistani, æðsta klerk sjíta, óvirðingu í sjónvarpsviðtalinu með því að saka hann um að hafa stutt innrás- arherinn í Írak og setið á svikráð- um við súnní-múslíma. Mikilli kjörsókn spáð í Írak  + BC%&$' C&$ -"" > +)+ D() ! . / 0 EFC>%&$' E + 3 3 7 &89:;< =; ,41 ,  G / ,  / ,41 / ,41 G >/ >/ 01.234/.5 %5!>#(/?1,+?21/    35@A4 ,  / ,  6 ( 6 &   6 :>A  @A4 &1  >/  &  ;          !  "  #  $  %& '  ()*                 / *7   +8  9 +   7   .  : +*+: 1/ # .    'B C 8  *   8 :& " # @(++ 1 *!   .H:  @ 1.  ) * @ 1.  I "$  >/) 9: #  +  >( ) @: # - !  + 1 ! ) J, K 9: " - !  6  " @  +)   :@(++    + ) ++ : - ! +  , -  " # " ++% .   + 1 ! 3 ! >/ (++) &L  &   @(++    ;234<=2 >. )  !   + :  #! +* * ) @: +)++ @*!) @H  , ,   +)++   .  + !  +( , @ : * )      3 ,+) )  3   (! 5"+   ! * *:& # "    8:$    # 8>   * ' 8   # ! * #    @( )  @(++   6)  3 H4 @(++  H  (!    !9  ++ +*! !  5)@    :    # - !  +*   H) @+( !) , : : HA) )     Reuters Íraskur piltur gægist út um glugga bíls sem íraskir lögreglumenn stöðvuðu á þjóðvegi í suðurhluta Íraks í gær. Talið að bandalag Jaafaris forsætis- ráðherra fái allt að 40% fylgi Bagdad. AFP. | Önnur þeirra er frjáls- lynd og aðhyllist veraldarhyggju en hin íhaldssöm í trúmálum. Safiya al- Suheil og Amira al-Baldawi eru báð- ar sjítar og í framboði í þingkosning- unum í Írak í dag en ekki í sama flokki. Suheil og Baldawi eru nær örugg- ar um að ná kjöri á þingið vegna ákvæðis í stjórnarskránni um að konur eigi að fá fjórðung þingsæt- anna. Hlynntar dauðarefsingum Þótt viðhorf þeirra séu að mörgu leyti ólík eru þær á einu máli um að það hafi verið rétt hjá bráðabirgða- stjórninni að taka upp dauðarefs- ingar að nýju eftir að hernáms- stjórnin afnam þær. „Þingmenn studdu frumvarpið um að taka upp dauðarefsingar að nýju,“ sagði Baldawi og bætti við að dauðadómar væru nauðsynlegir í baráttunni við hryðjuverkamenn. Baldawi átti sæti á bráðabirgða- þinginu og er í stærsta stjórn- málaflokki sjíta, Íraska bandalag- inu. Suheil, sem segist leggja áherslu á mannréttindamál, er á sama máli. „Írakar standa frammi fyrir hryðju- verkum og alvarlegum lögbrotum, meðal annars morðum og sprengju- árásum, og þeir sætta sig ekki við lawis sem óháður leiðtogi með eigin hugmyndir.“ Klæðaburður kvennanna tveggja og viðhorf þeirra til trúmála eru hins vegar ólík. Suheil er fertug, glæsileg og klædd samkvæmt nýj- ustu tísku, og fer ekki leynt með frjálslyndi sitt í trúmálum. Suheil tók þátt í kosningafundum og blaðamannafundum Allawis. Hún fylgdi honum meðal annars til Najaf, hinnar helgu borgar sjíta, þar sem andstæðingar hans gerðu aðsúg að honum, köstuðu í hann grjóti og skóm. Hún kom fram í sjónvarpi með honum og fordæmdi árásina. Suheil er gift fyrrverandi ráð- herra mannréttindamála, Bakhtiar Amin. Hún segist hafa hafið póli- tíska baráttu sína þegar hún var þrettán ára og flúði til Beirút ásamt líbanskri móður sinni og íröskum föður sem Saddam Hussein mun hafa látið myrða síðar. Baldawi er 49 ára, látlaus í klæða- burði og notar höfuðblæju. Hún kvartar yfir því að athygli fjöl- miðlanna beinist aðeins að „þunga- vigtarmönnum“ í flokki hennar. Baldawi er jarðræktarfræðingur og kennari við Bagdad-háskóla. Hún er hlynnt því að hvert trúarsamfélag í Írak fái að setja sínar eigin reglur um mál eins og erfðarétt, hjónabönd og skilnaði. neitt minna en dauðarefsingu,“ sagði hún. Suheil hefur ekki átt sæti á þinginu og er nú í framboði fyrir Íraska landslistann, flokk Iyads Al- lawis, fyrrverandi forsætisráðherra. Segjast vera óháðar Báðar konurnar segjast vera „óháðar“ og bjóða sig fram á eigin forsendum þótt þær hafi gengið til liðs við flokkana tvo. „Ég hef aldrei tilheyrt stjórnmálaflokki,“ sagði Su- heil. „Ég er frambjóðandi á lista Al- Sækjast eftir þingsæti á eigin forsendum Reuters Írösk kona í Teheran heldur á mynd af kvenframbjóðanda í kosn- ingunum í Írak. Yfir 80.000 Írakar kusu í gær á kjörstöðum utan Íraks.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.