Morgunblaðið - 15.12.2005, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 15.12.2005, Blaðsíða 42
42 FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Helgi Loftssonfæddist í Reykjavík 31. mars 1945. Hann lést á heimili sínu 7. des- ember síðastliðinn. Foreldar hans voru Loftur Helgason að- albókari, f. 22. apríl 1910, d. 8. júlí 1983, og Helga Sigríður Lárusdóttir hús- freyja, f. 31. októ- ber 1912, d. 26. ágúst 1994. Systkini Helga eru Ingi- björg, f. 11. júlí 1935, Ólafur, f. 10. ágúst 1943, og Lárus f. 9. október 1946. Hinn 17. ágúst 1968 kvæntist Helgi Ólöfu Erlu Í. Waage, f. 28. ágúst 1943. Foreldar hennar voru Ingólfur Ó. Waage, f. 6. september 1902, d. 21. september 1989, og Guðbjörg Vilhjálmsdótt- ir, f. 4. janúar 1914, d. 15. júlí 1949. Börn Helga og Ólafar eru: 1) Ingólfur Örn, f. 6. mars 1963, kvæntur Eddu Bryndísi Örlygs- dóttur, f. 12. september 1963. Börn þeirra er Kolbrá, f. 19. júní 1994, Diljá, f. 14. desember 1998, og Ísak Ernir, f. 12. september 2001. 2) Ævar Páll, f. 15. maí 1969, kvæntur Maribeth Encar- quez Ycot, f. 20. mars 1977. 3) Guð- björg, f. 7. mars 1975. Sonur hennar Helgi Leó, f. 26. nóvember 2004. Helgi lauk hefð- bundinni skóla- göngu frá Austur- bæjarskóla og Gagnfræðaskóla Austurbæjar. Hann lauk námi í bakaraiðn og síðar í kjötiðn. Vann hann við bæði þessi störf þangað til yfir lauk. Síðustu tvö og hálft ár hjá Kjötvinnslunni Esju. Hann þjálfaði yngri flokka í knattspyrnu í tæp 30 ár, t.d. hjá Val, Fylki, Leikni, Stjörnunni, IK, einnig kvennaflokk KR. Hann var virkur Kiwanismaður hjá El- liða í 30 ár. Útför Helga verður gerð frá Fríkirkjunni í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Helgi mágur og svili okkar dó á þann hátt sem allir vilja deyja, bráð- kvaddur heima í rúmi, en kallið kom bara alltof fljótt. Hann var rólynd- ismaður og farsæll í sínu lífi, enda fékk hann í vöggugjöf þann hæfi- leika að kunna að njóta góðra stunda og gefa frá sér gleði og hlýju. Alltaf tilbúinn til að aðstoða ef hann gat. Veislurnar mörgu sem hann stóð að eða átti hlut að á ýmsan hátt voru einstaklega skemmtilegar og alltaf var mikið sungið, enda Helgi og hans fólk gætt mikilli sönggleði sem útrás fékk á góðra vina fundum. Síð- asta stórveislan hans Helga var brúðkaup sonar þeirra og þar var gaman. Helgi ólst upp í Valshverfinu í Eskihlíð, hjá góðum foreldrum, þeim Helgu og Lofti, og voru systkinin fjögur, þar af ein systir, Ingibjörg sem var elst og tók hún ríkan þátt í umönnun bræðranna þriggja sem allir urðu Valsarar og voru í fótbolt- anum, og hafa þeir allir, Óli, Helgi og Lárus verið umtalsverðir mátt- arstólpar í þeirri íþrótt. Helgi ann- aðist þjálfun yngri flokka og ung- linga í fótbolta í fjölda ára hjá Val og fleiri félögum og er óhætt að segja að hann vann hug og hjarta þeirra sem komust undir hans stjórn þar. Félagslíf og störf voru alla tíð Helga líf og yndi og er víst að Kiwanis- klúbburinn Elliði syrgir nú dugmik- inn og vinsælan félaga. Starfsvettvangur Helga var tví- skiptur, því hann lærði bæði bakstur og kjötiðn og má segja að hann hafi starfað sitt á hvað við báðar iðnirn- ar, enda þoldi hann ekki bakstur til langs tíma í senn sökum ofnæmis og þá tók hann til við kjötiðnina, sem hann hafði líka mjög gaman af og kom fram með ýmsar nýjungar á þeim vettvangi sem settar voru á markað. Það var árið 1968 sem Helgi festi ráð sitt og giftist henni Lóló sinni, eða Ólöfu Erlu Waage og var það gæfuspor. Þau hjón voru all tíð sam- hent í öllu því sem þau tóku sér fyrir hendur og gleðin ríkti oft á þeirra heimili. Börnin urðu þrjú, Ingólfur Örn, Ævar Páll og Guðbjörg og syrgja þau öll góðan föður og Lóló góðan eiginmann. Við biðjum góðan Guð að styrkja þau á þessum erfiðu tímum og kveðjum Helga með virðingu og þökk. Gunnar I. Waage og Ásdís Hannesdóttir. Stundum er sagt að hláturinn lengi lífið. Ef það væri tekið bók- staflega hefði Helgi frændi getað keppt um aldursmet. Glaður í bragði og skemmtilegur þannig að auðvelt var að hrífast með. Helgi þjálfaði um langt skeið yngri flokka í knatt- spyrnu, m.a. hjá Fylki. Góðlegt yf- irbragð hans var ekki alltaf góður fyrirboði á þrekæfingum. Á köflum var engu líkara en hann sækti í smiðju til Austur-Evrópu þeirra tíma. En uppskorið var eins og til var sáð. Sagt hefur verið að Guð sé gamanleikari sem leiki fyrir áheyr- endur sem eru of hræddir til að hlæja. Í þessu er e.t.v. sannleikskorn en orðanna hljóðan á ekki sérstak- lega vel við menn á borð við Helga. Hans verður sárt saknað. Ástvinum öllum eru færðar samúðarkveðjur. Loftur Ólafsson. Kveðja frá Knattspyrnufélaginu Val Knattspyrnufélagið Valur er byggt upp af fjölda fólks á öllum aldri sem styður félagið hvert með sínum hætti, allt frá því að stunda æfingar og keppni, sækja leiki og samkomur á vegum félagsins til þess að vera eingöngu málsvari í um- ræðunni á kaffistofum. Allir eru mikilvægir hlekkir í keðjunni. Í dag kveðjum við Valsmenn sterkan hlekk í Valskeðjunni. Það er Helgi Loftsson sem nú er látinn langt um aldur fram. Helgi var snemma kominn í stuttbuxurnar á Hlíðarenda og æfði og keppti með Val fram á fullorðinsárin. Helgi var mikilvægur hluti Valsheildarinnar og var vinsæll félagi og hjá Helga var alltaf stutt í brosið. Þegar keppnisferlinum lauk tók við farsæll þjálfaraferill og naut Valur krafta Helga til fjölda ára á þeim vettvangi. Helgi var jafnframt duglegur að sækja leiki félagsins og skemmtanir og verður nú sannarlega skarð fyrir skildi, þegar Helgi er horfinn úr hópi Valsmanna á Hlíðarenda. Helgi var gæfumaður í lífi og starfi og á þessari sorgarstund hugsa margir Valsmenn hlýlega til góðra kynna sinna af Helga. Knatt- spyrnufélagið Valur þakkar Helga fyrir afar traustan stuðning og gott starf alla tíð um leið og fjölskyldu Helga eru sendar hugheilar samúð- arkveðjur. Grímur Sæmundsen, formaður. Okkur Elliðafélögum var brugðið er við fengum þá frétt að morgni 7. desember sl. að einn af máttarstólp- um Kiwanisklúbbsins Elliða, Helgi Loftsson, væri allur. Hann hafði kvöldið áður ásamt konu sinni Lóló, verið í heimsókn hjá einum félaga okkar og var þá hress og kátur eins og hans var vani, en dauðinn gerir ekki boð á undan sér. Það er sárt að missa góðan félaga en þó enn sárara fyrir fjölskyldu hans á þessum tíma, jólaaðventunni að sjá á eftir ástvini yfir móðuna miklu. Helgi hafði þann góða eiginleika að geta alltaf glatt alla með sínu hlýja viðmóti og skemmtilega hlátri sem smitaði alla í kringum sig. Helgi tók virkan þátt í öllum störfum Kiwanisklúbbsins El- liða en hann var búinn að vera í klúbbnum í rúm 30 ár og var tvisvar búinn að gegna embætti sem forseti klúbbsins og tók þátt í flestöllum nefndum klúbbsins. Á skemmtunum klúbbsins var hann alltaf boðinn og búinn að undirbúa og taka þátt í að skemmta okkur félögunum með ýmsum skondnum uppákomum í gegnum árin. Þegar kom að því að afla tekna til styrktarsjóðs Elliða var Helgi alltaf tilbúinn að fara í fyr- irtæki og afla vinninga í happdrætti HELGI LOFTSSON ✝ Ingimar Sig-urðsson fæddist á Litlu-Giljá í Aust- ur-Húnavatnssýslu, 3. ágúst 1924. Hann lést á Landspítalan- um við Hringbraut 7. desember síðastlið- inn. Foreldrar hans voru hjónin Kristín J. Jónsdóttir, f. 29.8. 1891, d. 20.6. 1984, og Guðmundur Sig- urður Jóhannesson, f. 20.5. 1895, d. 27.12. 1960. Bræður Ingimars voru: a) Björn, f. 4.6. 1918, d. 29.5. 1959, maki Guðrún Ebene- serdóttir. b) Jóhannes Sölvi, f. 11.6. 1921, maki Halldóra Ólafsdóttir. c) Þórketill, f. 25.7. 1930, d. 24.10. 1995, maki Jóhanna Guðlaugsdótt- ir. Tvo hálfbræður samfeðra átti Ingimar, d) Friðrik Sigurð Elvan, f. 29.4. 1924, d. 3.9. 1969, maki Björg Jóhanna Ólafsdóttir, e) Sigurð Hilmar, f. 4.3. 1927, maki, Ása Leós- dóttir. Hinn 10.12. 1949 giftist Ingimar, Þorbjörgu Huldu Alexandersdótt- 13.2. 1964, þau eiga eina dóttur, Birgittu Rún, f. 12.9.2002. Dóttir Brynju og Jóns Rúnars Arilíusson- ar er Helena, f. 23.3. 1991. b) Elsa Huld f. 26.6. 1975, búsett í Hollandi. Ingimar lærði fyrst málmsteypu- iðn hjá Málmsteypunni og síðar vél- virkjun hjá Landssmiðjunni og varð seinna meistari í iðninni. Lengst af starfaði hann hjá Vegagerð ríkisins þar af í rúm 30 ár sem verkstjóri í járnsmiðju þeirra eða allt til ársins 1993 er hann lét af störfum fyrir aldurssakir. Ingimar var alla tíð virkur í félagsmálum, hann sat m.a í stjórn Félags járniðnaðarmanna um nokkurra ára skeið og átti sæti í stjórn ASÍ 1956 til 1958. Hann tók virkan þátt í stjórnmálum um tíma og starfaði í Samtökum frjáls- lyndra og vinstrimanna í Kópavogi. Hann var einn af stofnendum Lionsklúbbsinns Muninn í Kópa- vogi og félagi þar til æviloka og hlaut Melvin Jones orðuna. Hann var tengiliður og einn af stofnend- um Lionessuklúbbsins Ýr í Kópa- vogi. Ingimar var fulltrúi klúbbsins við stofnun Sunnuhlíðarsamtak- anna í Kópavogi og sat í fulltrúa- ráði þeirra samtaka um hríð. Síð- ustu vikur ævi sinnar dvaldi hann á Hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð. Útför Ingimars verður gerð frá Kópavogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. ur, f. 28.2. 1927, d. 14.3. 2005, foreldrar hennar voru Magnea Guðrún Erlendsdóttir og Alexander Guð- jónsson. Börn þeirra Ingi- mars og Þorbjargar Huldu eru: 1) Alex- ander, f. 17.03. 1951, maki Edda Ástvalds- dóttir, f. 10.1. 1953, dóttir þeirra er Em- ilía, f. 16.3. 1990. 2) Guðmundur Sigurð- ur, f. 6.6. 1955, sonur hans og Korneliu Eyrósar Galecia, f. 11.11. 1964, er Alexander Már, f. 27.11. 1999. 3) Birna Rúna, f. 19.7. 1959, sambýlismaður Friðþjófur Thorsteinsson Ruiz, f. 3.1. 1964, börn þeirra eru: Sunna, f. 23.12. 1985, Fannar Ingi, f. 30.10. 1991, og Logi Steinn, f. 8.9. 1995. Fóstur- dóttir Ingimars og dóttir Þorbjarg- ar Huldu er: Guðrún Kristinsdóttir, f. 17.7. 1945, maki Helgi Hinrik Stefánsson, f. 2.6. 1945. Dætur þeirra eru: a) Brynja, f. 1.8. 1966, maki Skúli Rúnar Hilmarsson, f. Það urðu kaflaskil hjá okkur af- komendum foreldra minna miðviku- daginn 7. desember sl. en þann dag dó faðir okkar eftir margra ára slæma heilsu. Mamma okkar dó í mars sl. frekar óvænt og var það okk- ur sárt að missa hana því hún hafði verið mun betri til heilsunnar en pabbi. Pabbi var einn af þeim mönn- um sem upplifðu nær alla breytingu Íslensks samfélags á síðustu öld, og var því með sanni fulltrúi 20. aldar- innar í augum okkar, barna hans, og ekki síst barnabarna. Hann fæddist í torfbæ og ólst upp í torfbæjum vítt og breitt um landið því foreldrar hans flæktust víða í atvinnuleit og leit að betri lífskjörum. Það var snemma sem pabbi var sendur að heiman til dvalar hjá vandalausum og fékk hann snemma að kynnast því að ekki eru allir jafnhæfir til að hafa börn í vist og sagði okkur frá ótrúlegri vonsku fólks við börn þar sem hann hafði verið. Þetta tel ég að hafi verið ástæðan fyrir því að alla tíð hefur hann laðað að sér börn og unglinga og talaði alltaf við þau sem jafningja og hafði gaman af að leiðbeina og segja sögur frá sínum uppvexti bæði til varnaðar og eins til skemmtunar. Bærinn Dalbær í Hrunamanna- hreppi er sá bær sem við systkinin þekkjum nánast hverja þúfu og allt heimilisfólkið með nafni, sem þar var þegar pabbi átti þar dvöl á unglings- árum sínum, þrátt fyrir að við höfum ekkert okkar komið þar á bæ né á nokkurn hátt kynnst því fólki sem þar bjó. Í Dalbæ átti heima fólk sem mótaði hann, gaf honum ást og hlýju, sýndi honum virðingu, sem unglingar þurfa oft á mótunarárum sínum. Pabbi flyst til Reykjavíkur með foreldrum sínum skömmu fyrir seinni heimsstyrjöld og bjuggu þau fyrstu árin á mörgum stöðum í bæn- um. Hann fer að læra málmsteypu í Málmsteypunni og lýkur þar sveins- prófi, hann hættir fljótlega í þeirri iðn því lungun hans þoldu illa rykið sem fylgdi þessu starfi. Hann söðlaði um og lærði vélvirkjun hjá Lands- smiðjunni og lýkur sveinsprófi í þeirri grein og seinna fær hann svo meistararéttindi í vélvirkjun. Hann vann hjá Landssmiðjunni til ársins 1959 er hann hefur störf hjá Vega- gerð ríkisins og verður þar fljótlega verkstjóri í járnsmiðju sem Vega- gerðin var að setja á stofn á þessum tíma, til þess m.a. að vinna undirbún- ingsvinnu á stálbitum til brúargerð- ar. 1965 flyst þessi smiðja í bragga- skemmur sem Vegagerðin hafði látið reisa við Grafarvog í Reykjavík, sem þá þótti frekar afskekkt, í smiðjunni vann pabbi allt til ársins 1993 er hann hætti fyrir aldurs sakir og heilsan einnig farin að gefa sig. Í smiðjunni vann í gegnum tíðina fjöldi ungra manna og kvenna sem þar stigu sín fyrstu spor á vinnumarkaðinum, þarna var oft líf og fjör á sumrin þeg- ar verið var að bora brúarbita, beygja stál og annað sem þurfti að gera hjá svo stóru fyrirtæki sem Vegagerðin er. Pabbi hafði mjög gaman af sínu starfi, hafði ákveðnar skoðanir á verkum sem hann tók að sér og þróaði, bætti og smíðaði marga hluti til að gera þessa vinnu auðveldari og hættuminni, og ef hann fékk hrós frá verkfræðingum fyrir það sem hann lagði til málanna var hinn sami strax settur á stall í hans huga, á sama hátt átti sá, sem fann að því sem hann gerði, ekki upp á pall- borðið hjá honum lengi á eftir. Pabbi og mamma gifta sig 1949 og stofna sitt fyrsta heimili á Laugar- nesvegi 83 í kjallara, í skjóli foreldra móður okkar og seinna byggja þau hús að Rauðalæk 17 ásamt fleirum, búa þar til ársins 1961 er þau selja þá íbúð og hefja byggingu á húsinu Hraunbraut 41 í Kópavogi ásamt Jórunni móðursystir okkar og henn- ar manni Lórens Rafn. Þarna ólumst við upp öll börn þessara systra á efri og neðri hæð hússins. Það var lán okkar að geta alist upp með móður okkar sem heimavinnandi húsmóður og eiga Jórunni frænku í húsinu ef mamma brá sér af bæ. Samband þeirra systra var alveg einstakt og hafa Jórunn og Lórens alla tíð reynst foreldrum okkar alveg einstaklega vel og ber að þakka það hér af mikl- um hlýhug. Árið 1993 flytja þau síðan að Kópavogsbraut 1b í hús sem Sunnuhlíðarsamtökin reistu, en þau pabbi og mamma tóku frá upphafi virkan þátt í að koma því verki af stað, sem félagar í Lionshreyfing- unni, sem eru einir af bakhjörlum þeirrar stofnunar. Foreldrar okkar hafa alla tíð kennt okkur börnum sín- um góða siði og hafa alla tíð hvatt okkur til náms og annarra góðra verka. Ekki má gleyma umhyggju þeirra fyrir barnabörnum og barna- barnabörnum, það leið aldrei sá dag- ur að ekki var hringt í eitthvert okkar til að spyrjast fyrir um börnin okkar og ef einhver varð veikur voru sím- tölin mörg á dag til að fylgjast með líðaninni. Pabbi átti alltaf eitthvað í skápnum sínum til að gleðja unga fólkið í fjölskyldunni og ef það var ekki sælgæti voru það einhverjir hlutir sem hann hafði keypt eða látið kaupa fyrir sig til að geta glatt ung- viðið. Sem dæmi má nefna að fáum dögum fyrir andlát sitt frétti hann af lukkupakkauppboði á Hjúkrunar- heimilinu í Sunnuhlíð, sem hann dvaldi síðasta mánuðinn fyrir andlát- ið, fékk eina hjúkrunarkonuna til að keyra sig þangað í hjólastól, svo að hann gæti keypt eitthvað fyrir öll yngri börnin og fært þeim lukku- pakka þegar hann hitti þau næst, sem hann náði að afhenda þeim 2 vik- um fyrir andlát sitt í íbúðinni sinni. Einnig var hann búinn að gera ráð- stafanir til að allir fengju sína jóla- gjöf og helst það sem þá langaði mest í. Hann tók hrakandi heilsu af miklu jafnaðargeði og virtist sætta sig við fötlun sína svo undrun sætti því ekki var hann skaplaus, hann átti til að vera viðskotaillur við þann sem hon- um þótti ekki gera sér til hæfis. Hugsun hans hélst skýr alveg til síð- asta dags og þótti honum alltaf gam- an að segja sögur og gat lýst mörgum atburðum, sem hann hafði lent í, mjög nákvæmlega til síðustu stundar í lífi sínu. Pabbi vildi aldrei vera baggi á neinum og bað örsjaldan um aðstoð nema mikið lægi við og var þá oft vanafastur á aðstoðina, síðustu árin stytti hann sér stundir við að skrifa á tölvu minningar úr bernsku sinni og eins frá árum sínum hjá Vegagerðinni, ásamt því að skrifa smásögur og fleira, liggja eftir hann fleiri hundruð síður af rituðu efni um menn og málefni, sem gaman verður að lesa við tækifæri. Að leiðarlokum vil ég þakka for- eldrum mínum fyrir það líf sem þau gáfu mér og það gleður mig að eiga góðar minningar um foreldra, sem veittu mér, konu minni og dóttur alla þá ástúð sem þau gátu gefið okkur. Ég mun sakna þess að geta ekki farið að spjalla við þau þegar ég þarf á nærveru þeirra og góðum ráðlegg- ingum að halda. Blessuð sé minning þeirra. Alexander Ingimarsson og fjölskylda. INGIMAR SIGURÐSSON Takk fyrir mig. Jæja þá hefur stóri kallinn uppi í stórubrekku kvatt. Og litli strákurinn neðan úr litlubrekku þakkar fyrir sig. Ofar moldinni lifa ógleym- anlegar minningar um höfð- ingjann Ingimar Sigurðsson. Gangi þér vel. Skúli Rúnar. HINSTA KVEÐJA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.