Morgunblaðið - 15.12.2005, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 15.12.2005, Blaðsíða 64
64 FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ Ástin lífgar þig við. Stattu á þínu og láttu það vaða. KING KONG kl. 5 - 7 - 9 og 11 b.i. 12 ára Harry Potter og eldbikarinn kl. 6 og 9 b.i. 10 ára Ferðalag keisaramörgæsanna kl. 6 Green Street Hooligans kl. 8 og 10.15 b.i. 16 ára Noel kl. 6 og 8 Lord of War kl. 10 b.i. 16 ára Reese Witherspoon Mark Ruffalo FRÁ ÓSKARSVERÐLAUNALEIK- STJÓRANUM PETER JACKSON **** E.P.Ó. **** kvikmyndir.com RAPPSVEITIN Goldie Lookin Cha- in kemur frá bænum Newport í Suð- ur-Wales á Bretlandi. Óstaðfestar frásagnir herma að upphaf sveit- arinnar sé að finna í alltof miklum frí- tíma ungra manna í Suður-Wales í upphafi þessarar aldar, sem leituðu leiða til að drepa tímann sem mynd- aðist á milli þess sem bjórdósin klár- aðist og þess að vefja eina jónu. Húmorinn var frá fyrstu tíð mjög stór hluti af tónlistinni og textar sveitarinnar eru enn í dag fullir af háði – og þegar þeim tekst best til – háðsádeilu á þann ímyndaða heim sem rapparar í Bandaríkjunum búa sér til og miðla til ungra hvítra krakka í Suður-Wales … og ef til vill norðar á bóginn. Goldie Lookin Chain (GLC) eða The Chain eins og hún er kölluð í daglegu tali, á að baki heilar átta breiðskífur. Fyrstu sex skífurnar voru að vísu framleiddar og gefnar út af þeim sjálfum en eftir að þeir gerðu samning við plötufyrirtækið East/ West hafa tvær stórar hljóðvers- plötur komið út; The Greatest Hits, sem inniheldur meðal annars lög á borð við „Guns don’t Kill People, Rappers Do“ og „Your Mother’s Got a Penis“, og svo Safe As Fuck sem kom út á þessu ári en sagan hermir að borgarstjóri Newport hafi kallað þá félaga á fund sinn þegar hann heyrði af nafni þeirrar plötu. Hljómsveitin telur hátt í þrjátíu meðlimi þegar hún kemur fram í Newport en í grunninn er hún skipuð átta meðlimum: Duain Xain Zedong, 2Hats, Maggot, Billy Webb, Eggsy, Mike Balls, Adam Hussein og þann sem undirritaður ræddi við, Mysti- kal. 2.000 ára drúídi Umboðsmaður The Chain, Colin Dodd, tilkynnti mér áður en ég hringdi í Mystikal (og eftir að ég hafði eytt rúmum tíu mínútum í að kenna honum að bera nafnið mitt fram sómasamlega, auk allskyns út- úrdúra um hljómsveitina Husker Du sem af eðlilegum ástæðum bar mikið á góma) að hann væri 2.000 ára gam- all drúídi. Án þess að vita hvernig ég ætti að taka þessum upplýsingum þakkaði ég fyrir mig og sló næst á þráðinn til rapparans. Mér til mik- illar skelfingar var það djúpróma rödd sem svaraði mér með virktum á hinni línunni og með fullkomnum framburði sagði: „Höskuldur, ég var að bíða eftir því að þú hringdir.“ Ég byrjaði á því að spyrja hann að því hvað honum fyndist um það að vera að koma til Íslands. „Við getum varla beðið. Mér skilst að við séum að spila á stað sem heitir NASA. Ég er ekki viss hvort það sé planið að senda okkur til tunglsins en nafnið hljómar mjög vel.“ Eru margar rapphljómsveitir starfandi í Wales þessa dagana? „Nei, (hlæjandi) ekki svo margar. Það hefur lengi verið mjög alvarleg neðanjarðar hiphop-sena í og í grennd við Cardiff en við fáum yf- irleitt allt hingað til Wales sem verð- ur vinsælt í London. Ég get samt ekki sagt að það séu margar rapp- sveitir sem komi frá Wales“ Hvað aðskilur ykkur frá öðrum hiphop-hljómsveitum á Bretlandi? „Ég held að það sé óþarfi að láta staðar numið við Bretland vegna þess að það eru svo fáar hiphop- hljómsveitir í Bretlandi en ef ég ætti að taka það til sem aðskilur okkur frá öllum öðrum hljómsveitum sem ég hef heyrt í, þá röppum við um það sem hendir okkur í okkar daglega lífi en ekki um það að keyra um í lágreið með gyllta hjólkoppa og glingur um hálsinn. Við gætum vel gert það eins og aðrar sveitir hafa gert en við myndum ekki hafa minnstu hugmynd um hvað við værum að rappa.“ En á hvaða stigi kemur húmorinn og háðið inn í textana? „Ég held að fólk flokki okkur sem grín-rappsveit vegna þess að það á í erfiðleikum með að flokka okkur öðruvísi en ef við fáum fólk til að hlæja um leið og það hlustar á tónlist- ina okkar er það bara plús. Mig grun- ar samt að Newport hafi haft mikil áhrif okkur og það sem við lendum í í Newport sem er á köflum svo súr- realískt að það er ekki hægt að með- taka það án þess að snúa því upp í grín.“ Charlotte Church Ég hafði áður haft af því spurnir að eitthvert mál hefði komið upp á milli Goldie Lookin Chain og landa þeirra, söngkonunnar Charlotte Church og spyr Mystical út í það. „Oooo Churchy,“ segir hann þá eins og hann sé (á mjög dónalegan hátt) að rifja upp kynnin af gamalli kærustu. „Við hittum hana eftir allt vesenið og ég held að stríðsöxin hafi verið grafin. En þetta er mjög fyndin saga. Þetta var á þeim tíma sem við vorum enn að selja plöturnar okkar á krám og í sjoppum Newport og einn daginn hringir einhver blaðamaður frá London – sem ætti í raun að vera nóg til að fólk tryði ekki orði af þessu öllu – og spyr: „Sælir strákar, hvað eruð þið margir, hvað er að gerast, hvernig tónlist er þetta?“ og þar fram eftir götunum. Þú verður að skilja að Englendingar líta á Wales sem pínu- lítinn stað þar sem allir eiga að þekkja alla svo að þegar við sögðum blaðamanninum frá því að einn okkar ætti kærustu sem væri nýorðin átján og væri nýkomin með bílpróf, væri samt atvinnusöngkona og gréti það ekki að fá sér í tána; þá lagði hann saman tvo og tvo og fékk út fimm- tán.“ Ég skil. „Hins vegar skal ég viðurkenna það fyrir þér að um leið og við sáum að þessi blaðamaður væri algjör kjáni, þá ýttum við aðeins undir orð- róminn. Blaðamenn hringdu í hrönn- um og spurðu okkur út í þetta; „Svo að Churchy er kærasta einhvers ykk- ar? Þá svöruðum við yfirleitt mjög loðið; „Kannski, það gæti verið, hvað finnst þér?“ Svo fór þetta úr bönd- unum.“ Hótaði fyrirtækið hennar ekki að kæra ykkur? „Nei, nei … eða ég man það ekki, kannski. Þegar plötufyrirtækið henn- ar hafði samband við okkur, buðumst við til að sýna þeim póstinn sem fór á milli okkar og blaðamannsins og þar var hægt að sjá, á svörtu og hvítu, að þessi blaðamaður spann þetta upp frá rótum … með smá hjálp frá okk- ur.“ En þið hafið sem sagt hitt hana síð- an? „Ó, já. Hún er mjög fín stelpa og vildi að við hittum ömmu hennar og afa.“ HA? „Já, ég segi það satt. Þetta var í janúar þegar Tsunami-tónleikarnir voru haldnir. Við hittum hana bak- sviðs og hún bauð okkur í húsbílinn sinn og kynnti okkur fyrir ömmu hennar og afa og svo var dottið í það.“ Stærsti smellurinn ykkar „Guns Don’t Kill People, Rappers Do“, inni- heldur mikið grín á kostnað banda- rískra rappara, ekki satt? „Þú gætir sagt að það væri á kostnað þeirra. En svo gætirðu líka sagt að þetta væri byggt á mjög vís- indalegum athugunum á skaðsemi rappara annars vegar og skotvopna hins vegar. Ég held þegar öllu er á botninn hvolft sé þetta spurning um að snúa hlutunum á hvolf því að þessi rapp- og tónlistarheimur er orðinn svo skrumskældur að hinn venjulegi tónlistaraðdáandi er fyrir löngu kom- inn úr tengslum við innihald text- anna.“ Heldurðu að fólk eigi eitthvað sam- eiginlegt lengur með 50 Cent eða Eminem? „Nei, … að vísu er til fullt af við- bjóðslega ríku fólki í heiminum sem ætti að skilja hvað þeir eru að blaðra um en við hin getum ekki með nokkr- um hætti samsamað okkur við þá með sama hætti. Sá dagur mun aldrei rísa að ég eigi eftir að ganga niður að- algötuna í Newport með gullfestar um hálsinn og tíkur upp á báða arma – að vísu hefur það gerst en þá var það í myndbandi sem við gerðum og ég þurfti að láta mér nægja platgull og tíkur sem voru frekar við- mótsillar.“ Eruð þið spilaðir mikið á bresku útvarpsstöðvunum? „Já, já. Nokkur laganna hafa náð ágætum árangri á listunum en það er mjög varasamt að taka mark á því ef mið er tekið af öllu draslinu sem þar er spilað. Það er samt fyndið, við vor- um að tala um það um daginn að við höfum oft heyrt lög sem komust ekki jafnhátt og okkar lög sem voru samt umsvifalaust notuð í sjónvarps- auglýsingar fyrir hitt og þetta eða heimildarþætti ýmiss konar. Ein- hverra hluta vegna verða lögin okkar ekki fyrir valinu, … ég furða mig á því … “ Er það takmarkið? „Það yrði viðbjóðslega fyndið, eða hvað? Að vera að horfa á hálfleik í fótbolta og svo myndi „Half-Man Half-Machine“ allt í einu hljóma und- ir þvottaefna-auglýsingu. Frábært.“ Verðið þið byrjaðir að túra þegar þið komið hingað? „Uuuuh, nei. Tónleikarnir á Íslandi verða þeir fyrstu áður en við förum í stórt hljómleikaferðalag um Stóra- Bretland. Mér skilst að við fáum að hanga á Íslandi í tvo, þrjá daga áður en sá túr hefst.“ Hverju geta tónleikagestir átt von á? „Margir sem sjá okkur spila segja að þá fyrst byrji lögin að smella sam- an því að þau fjalla öll á einhverju stigi málsins um að skemmta sér. En það er mismunandi hvernig ólíkar þjóðir upplifa tónleikana okkar. Þeir sem skilja ekki textana hafa hingað til hrósað okkur fyrir tónlistina eina, sömplin og hljóðin og svo það að það er mjög fyndið að sjá átta fábjána hoppandi um sviðið, bölvandi eins og þeir eigi lífið að leysa.“ Tónlist | Velska hiphop-sveitin Goldie Lookin Chain heimsækir Ísland í febrúar á næsta ári Málpípur með- almannsins Hiphop-sveitin Goldie Lookin Chain er frá bænum Newport í Wales. Goldie Lookin Chain leikur á NASA föstudaginn 10. febrúar. Miðasala hefst í dag kl. 10 og fer miðasala fram í verslunum Skífunnar í Reykjavík, verslunum BT á Ak- ureyri og Selfossi, á Event.is og á Miði.is. Miðaverð er 3.700 + mið- agjald og aðeins 550 miðar eru í boði. Eftir Höskuld Ólafsson hoskuldur@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.