Morgunblaðið - 15.12.2005, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 15.12.2005, Blaðsíða 68
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 2005 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. Opið 8-24 alla daga í Lágmúla og Smáratorgi Opið til 22 til jóla! Arnaldur heldur efsta sætinu ARNALDUR Indriðason held- ur efsta sætinu á Bóksölulista Morgunblaðsins en glæpasaga hans, Vetrar- borgin, var mest selda bókin á landinu dagana 6. til 12. desem- ber samkvæmt samantekt Félagsvísindastofnunar HÍ. Harry Potter og Blendings- prinsinn eftir J.K. Rowling kemur sem fyrr á hæla Vetrarborginni og bókin Með lífið að láni – Njóttu þess eftir Jóhann Inga Gunnarsson og Sæmund Hafsteinsson er í þriðja sæti. Landsliðsréttir Hagkaupa koma svo í fjórða sæti og fimmta söluhæsta bókin á landinu er Fíasól í hosiló eftir Kristínu Helgu Gunn- arsdóttur. | 32 Arnaldur Indriðason FULLT var út úr dyrum á fundi Reykjavíkurdeild- ar Félags leikskólakennara um launamál leikskóla- kennara sem haldinn var í gær á Grand Hóteli. Yf- irskrift fundarins var Til hvers að mennta sig? – Skiptir menntun engu máli? Í lok fundarins var samhljóma samþykkt ályktun með yfirskriftinni „Þolinmæðin er á þrotum“. Í ályktuninni segir m.a.: „Leikskólakennarar fagna kjarabótum annarra starfsmanna leikskóla en sætta sig ekki við að leikskólakennarar hafi lægri laun en réttindalausir starfsmenn og krefjast launa í samræmi við menntun sína og mikilvægi starfsins. Fundurinn skorar á Launanefnd sveitarfélaga að taka strax til endurskoðunar kjarasamning leik- skólakennara. Ella blasir við að leikskólakennarar í Reykjavík grípi til örþrifaráða og segi upp störf- um.“ Þá segir að árum saman hafi leikskólakennarar beðið þolinmóðir eftir þeim degi er starf þeirra og menntun verði metin að verðleikum í launum. Segja þolinmæðina á þrotum Áfangasigrar hafi unnist, launin smám saman batnað og aukinn skilningur fengist á mikilvægi starfa sem unnin séu í leikskólum. Leikskólakenn- arar hafi sýnt mikla ábyrgð í kjarasamningagerð síðustu ára en nú sé þolinmæðin á þrotum. Hvað eftir annað hafi borgaryfirvöld, með Steinunni Val- dísi Óskarsdóttur borgarstjóra í broddi fylkingar, sýnt leikskólakennurum og menntun þeirra lítils- virðingu og hroka. Steininn hafi tekið úr þegar gerður var kjarasamningur við aðra starfsmenn í leikskólum borgarinnar sem feli í sér að þeir eru á hærri launum en það fólk sem hafi tilskilda háskóla- menntun til að sinna þessum störfum. „Mér heyrðist baráttuandinn hafa verið þónokk- ur, fólk er tilbúið í allt, held ég,“ sagði Björg Bjarna- dóttir, formaður Félags leikskólakennara, eftir fundinn. „Mér fannst ánægjulegt að sjá hversu margir mættu, það var troðfullt alveg út úr dyrum og það er hugur í fólki. Mér heyrðist að fólk muni ekki sætta sig við það að vera á lægri launum en fólk sem hefur ekki réttindi til starfa,“ sagði Björg. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Grípa til uppsagna ef samning- ur fæst ekki endurskoðaður Eftir Sigurhönnu Kristinsdóttur siguhanna@mbl.is  Endurskoðunarákvæði | 6 yfirtökuskyldu. Var salan tilkynnt í Kauphöllinni nokkrum mínútum eftir að álitið lá fyrir í gærmorgun en máls- aðilar höfðu fengið vitneskju um álit nefndarinnar á þriðjudag og gengið var frá samningum í fyrrinótt. Setur yfirtökunefnd í vanda Greiningardeild KB banka bendir á það í Hálffimmfréttum sínum í gær að með umræddum afleiðusamningi hafi félögin gert framvirkan samning og komist hjá yfirtökuskyldu. Bent er á að umræddir samningar hljóti að setja yfirtökunefndina í vanda. Það SAMHLIÐA sölu Oddaflugs, eignar- haldsfélags Hannesar Smárasonar, og Baugs Group á samanlagt 10% hlut í FL Group til Landsbankans í gær, var gerður svonefndur afleiðu- samningur við bankann sem felur í sér að félögin bera bæði fjárhagslega áhættu og njóta fjárhagslegs ávinn- ings af umræddum hlutabréfum. At- kvæðisréttur bréfanna er hins vegar hjá Landsbankanum. Sala bréfanna var gerð í kjölfar álits yfirtökunefndar Kauphallar Ís- lands, þess efnis að samanlagður hlut- ur félaganna upp á tæp 50% hafi þýtt liggi í hlutarins eðli að fyrst hægt sé að hanna samninga með þessum hætti til að komast hjá yfirtökuskyldu verði úrræði nefndarinnar að teljast bitlítil. „Hins vegar má til dæmis velta því fyrir sér í hvaða stöðu Landsbankinn væri ef kosið yrði á að- alfundi félagsins, er líklegt að bank- inn mundi kjósa gegn viðskiptavinum sínum? Er það jafnframt heppilegt fyrir aðra hluthafa félagsins að banki fari með 10% atkvæðisréttar án þess að bera neina fjárhagslega áhættu af bréfunum? Niðurstaða yfirtöku- nefndar í dag skilur eftir fleiri spurn- ingar en hún svarar,“ segir greining- ardeild KB banka. Skarphéðinn Berg Steinarsson, stjórnarformaður FL Group, segir yfirtökunefndina hafa látið þá vita, sem málið varðaði, á þriðjudaginn og þá hafi menn farið yfir málið og ákveðið að bregðast við með þessum hætti. Skarphéðinn segir það hafa tekist þótt það hafi kostað nokkra nætur- vinnu en fyrir vikið hafi ekki orðið órói á markaðnum. Baugur og Oddaflug seldu LÍ hluti í FL Group eftir álit um yfirtökuskyldu Greining KB banka telur úrræði yfirtökunefndar vera bitlítil  Álit yfirtökunefndar | 6, B 12–13 SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT Íslands hyggst skerpa reglur um boðsgesti úr röðum áskrifenda á lokuðum tónleikum á borð við tónleika hljómsveitarinnar með Bryn Terfel í síðustu viku. Þetta var rætt á stjórnarfundi hljómsveitarinnar í gær. Að sögn Þorkels Helgasonar, stjórnarformanns, hefur hann heyrt um fólk sem lengi hafi verið áskrifendur og samt ekki fengið boðsmiða á tónleikana. „Ef við höldum þessu áfram, sem er ekkert sjálfgefið, ætlum við að skerpa reglurnar um hvernig við útdeilum þessum miðum til áskrifenda,“ seg- ir hann. Ennfremur kom fram á fundinum sú tillaga að hluti miðanna að slík- um tónleikum yrði seldur á opnum markaði. | 33 Fyrirhugað að skerpa reglur um boðsgesti Morgunblaðið/Kristinn PLATA Garðars Thors Cortes er langmest selda plata vikunnar samkvæmt Tón- listanum. Í öðru sæti er Ár og öld Björgvins Hall- dórssonar og í því þriðja Ég skemmti mér með Guðrúnu Gunnars og Friðriki Ómari. Salan er enn að aukast enda styttist til jóla og seljast allar plöt- urnar á topp tíu og flestar plöt- urnar á listanum í þó nokkuð fleiri eintökum en vikuna á undan. | 62 Garðar Thor söluhæstur Garðar Thor Cortes Í haldi vegna falsaðra vegabréfa KARLMAÐUR um þrítugt sem tal- inn er vera frá Afganistan var í gær úrskurðaður í einnar viku gæslu- varðhald að kröfu lögreglunnar í Reykjavík þar sem lögregla telur að fullkomin óvissa ríki um hver mað- urinn er. Skömmu áður en úrskurður um gæsluvarðhald var kveðinn upp ósk- aði maðurinn eftir hæli hér á landi. Þegar lögregla hafði afskipti af honum í fyrradag framvísaði hann vegabréfi sem er talið falsað og við rannsókn fannst annað vegabréf sem maðurinn er talinn hafa notað og leikur vafi á því að það sé ósvikið, að sögn Harðar Jóhannessonar, yfir- lögregluþjóns í Reykjavík. ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.