Morgunblaðið - 15.12.2005, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 15.12.2005, Blaðsíða 46
46 FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Ómar S. Zóp-haníasson fædd- ist í Reykjavík 25. september 1936. Hann lést á heimili sínu 5. desember síðastliðinn. For- eldrar hans voru Jóna Marta Guð- mundsdóttir hús- móðir, f. 27.7. 1905, d. 28.8. 1979, og Zóphanías Sigurðs- son bifreiðastjóri og seinna afgreiðslu- maður, f. 24.12. 1905, d. 27.9. 1982. Ómar kvæntist 24.12. 1960 Kristínu Theódórsdóttur, f. 1.12. 1936. Foreldrar hennar voru hjónin Sigurlaug Sigurðardóttir, f. 8.6. 1903, d. 14.11. 1970, og Theódór Kr. Guðmundsson, f. 25.7. 1905, d. 27.5. 1969. Börn Óm- ars og Kristínar eru: 1) Theódór Kr., f. 1955, maki Hafdís Sigur- steinsdóttir, f. 1955. Börn þeirra a) Svava Berglind, f. 1971, maki Davíð Ólason, f. 1971. Börn þeirra Theódór Óli, f. 1996, og Aron Snorri, f. 1999. b) Kristín Guðfinna, f. 1983, maki Sigurð- ur, f. 1982. c) Ómar Ágúst, f. 1987. 2) Marta Gígja, f. 1964, maki Höskuldur Ragnarsson, f. 1964. Börn þeirra: a) Höskuldur Þór, f. 1984. b) Edward Al- exander, f. 1987, maki Erla Brimdís, f. 1986. c) Vera Dögg, f. 1988. d) Bjarney Sara, f. 1996. e) Benjamín Snær, f. 1998. Ómar var kjörbarn foreldra sinna og á hann tvö hálfsystkin sammæðra, Tove Hvass og Gert Hvass. Ómar ólst upp í Kópavogi og hóf þar sín fyrstu störf. Seinna starfaði hann hjá Bifreiðaeftirliti ríkisins og lauk starfsferli sínum sem prófdómari hjá prófdeild Umferðarráðs. Útför Ómars verður gerð frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Elsku pabbi, ekkert er verra en að vera vakin eldsnemma að morgni og fá þær fréttir að þú hafir kvatt þenn- an heim, svo algjörlega fyrirvara- laust. Ekkert getur lýst þeirri sorg er nístir hjartað á þeirri stundu. Við fráfall þitt leitar hugurinn yfir þær stundir sem við höfum átt saman og eru þær ófáar. Ekkert var þér óvið- komandi ef það sneri að mér, bróður mínum eða einhverjum af okkar fólki, vildir þú allt fyrir okkur gera. Ekki taldir þú eftir þér að rífa þig upp hvort heldur sem var að degi eða nóttu ef okkur vantaði eitthvað. Ekki minnist ég þess að nokkru sinni hafi mér verið neitað um pössun fyrir barnabörnin sem þú unnir svo heitt. Þakka skal það að börnin manns skuli fá að eiga afa sem þig, því ekki eru allir svo heppnir að afi megi vart af þeim sjá og leggi mikið á sig til að fá að sjá þau daglega. Þau eiga nú um sárt að binda en segja mér þó að ég þurfi ekki að gráta svona mikið því að afi sé nú hjá guði og hann sé góður við hann. Þessi trú barnanna er yndisleg og huggar mikið. Eldri barnabörnin sjá nú ekki bara á eftir afa sínum heldur líka félaga því oft var kátt á hjalla hjá ykkur og mikið hlegið. Ég er þakklát fyrir að hafa fengið að vaxa og dafna undir hand- leiðslu þinni og mömmu og að þið hafið verið svo gæfusöm að ganga saman í gegnum lífið í blíðu og stríðu. Alltaf þurftir þú að vita hvað ég væri að gera og ef ég brá mér út úr bænum vildir þú vita hvenær ég hafði náð áfangastað svo þú gætir verið rólegur. Ekki veit ég hvert ég tilkynni mig núna því þetta var orð- inn hluti af ferðunum og Hössi spurði mig oft: „Ertu búin að láta pabba þinn vita?“ Sjálfsagt munt þú ekkert hætta að fylgjast með núna frekar en þá. Ég veit að þú og Hössi minn voruð kærir hvor öðrum og mun honum bregða við að tengdó komi ekki lengur í hesthúsið eða á aðra þá staði þar sem hann er eitt- hvað að bjástra á nema í anda. Ekki kæmi mér á óvart ef þú tækir að þér að stjórna umferðinni þarna fyrir handan eins og þú gerðir í jarð- nesku lífi, því oft hefur verið gantast með það, hvað það var þér mikið hjartans mál að allir færu nú að lög- um, umferðarlögum. Og ekki væri verra ef einhverjir þyrftu að þreyta ökuprófin því ekki gætu þeir fengið betri prófdómara. Oft höfum við mamma verið nafnlausar því við vor- um ýmist konan hans Ómars eða dóttir hans Ómars en svo þekktur og vel liðinn varst þú að það kom aldrei að sök. Við fjölskyldan erum dofin og það er sem við göngum við hlið okkar og það mun taka tíma að skilja það sem er að gerast núna. Ég veit að þú munt halda þinni verndandi hendi yfir okkur áfram og er styrkur í því. Mamma mun þurfa á styrk þínum að halda þegar hún heldur nú út í lífið ein eftir 54 ára samveru við þig. Það er huggun í harmi að þú skyldir ekki þurfa að þjást og að þú hafir getað kvatt þetta jarðlíf með reisn. Við hér í Gauksásnum eigum eftir að sakna þín mikið. Megi minningin um þig lifa í hjarta okkar um ókomin ár. Er við kveðjum þig með sorg í hjarta og þökkum þér samfylgdina þá mátt þú vita það að í huga okkar er ekki til betri faðir, tengdafaðir og afi. Hvíldu í friði, elsku pabbi Marta Gígja Ómarsdóttir og fjölskylda. Með þessum ljóðum langar mig að kveðja elskulegan tengdaföður minn sem kallaður var frá okkur svo snöggt. Margt fer um hugann við þessi sorglegu tímamót, en árin 32 sem við höfum þekkst hafa liðið ljúf og margs er að minnast. Ljúfur var hann og greiðvikinn, alltaf tilbúinn að hjálpa. Ég bið algóðan guð að styrkja og styðja tengdamóður mína og fjölskyldu. Vort líf er svo ríkt af ljóssins þrá, að lokkar oss himins sólarbrá, og húmið hlýtur að dvína, er hrynjandi geislar skína. Vor sál er svo rík af trausti og trú, að trauðla mun bregðast huggun sú, þó ævin sem elding þjóti, guðs eilífð blasir oss móti. Vort hjarta er svo ríkt af hreinni ást, að hugir í gegnum dauðann sjást. – Vér hverfum og höldum víðar, en hittumst þó aftur – síðar. (Jóhannes úr Kötlum.) Margs er að minnast, margt er þér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. (V. Briem.) Hafdís. Kæri Ómar, þá er komið að kveðjustund. Eins og hendi sé veifað ert þú hrifinn á brott frá elskandi eiginkonu, fjölskyldu og vinum. Þó vitað væri að þú hefðir ekki verið heilsuhraustur s.l. ár hafði þér liðið svo vel undanfarið að við vonuðum að árin yrðu miklu fleiri sem þú fengir að vera hjá okkur. 50 ár eru síðan Kristín systir mín kynnti þig fyrir okkur, háan, rólegan og glæsilegan mann. Eftir öll þessi ár hefur aldrei brugðið skugga á okkar vinskap og má segja að ást- arblikið á augum ykkar hjóna hafi lýst upp ykkar líf alla tíð. Tvö ynd- isleg börn eignuðust þið, síðan komu tengdabörnin, barnabörnin og lang- afabörnin. Afar stoltur varst þú af þeim öllum og ánægðastur varst þú þegar fjölskyldan kom öll saman í sælureitinn ykkar í sveitinni. Sárt er vinar að sakna, sorgin er djúp og hljóð. Minningar mætar vakna, margar úr gleymsku vakna. Svo var þín samfylgd góð. Daprast hugur og hjarta. Húmskuggi féll á brá. Lifir þó ljósið bjarta, lýsir upp myrkrið svarta, vinur þó félli frá. Góða minning að geyma, gefur syrgjendum fró. Til þín munu þakkir streyma. Þér munum við ei gleyma. Sofðu í sælli ró. (Höf. ók.) Megi englar alheimsins vaka yfir Kristínu systur minni og veita fjöl- skyldu ykkar styrk á þessum erfiða tíma. Hvíl í friði, Ómar minn. Sigrún, Birgir og Erlendur. Elsku afi Ómar, það er ólýsanlega sár tilfinning að vita það að þú sért farinn frá okkur. Þú sem varst svo stór partur af lífi okkar og ef eitt- hvað bjátaði á þá tókst þú okkur upp á þína arma, það má segja það að við fráfall þitt misstum við einn af okkar bestu vinum. Þær verða ávallt sterk- ast í minningu okkar allar ferðirnar sem við fórum saman, hvort sem var veiðiferðir, bústaðurinn eða bara ferðalögin sem þið amma voruð svo duglega að fara með okkur í. Þú varst alltaf glaður og umburðarlynd- ur í okkar garð, sama hvað okkur datt í hug að bralla heima hjá þér og ömmu. Oft var það þannig að við fífl- uðumst svo mikið með þér að við vor- um allir að kafna úr hlátri og þú tókst þátt í þessu með okkur af öllu hjarta og varst stundum ekki barnanna bestur. Sterkt er í minningunni þegar við komum heim til ykkar ömmu, þar sem þú situr inni í sjónvarpsherbergi í hægindastólnum þínum að horfa á sjónvarpið og fá þér smók úr pípunni þinni. Við munum þig líka í góðu yf- irlæti hennar ömmu, þar sem hún færði þér oft kaffibollann sem var oftast samsettur af sykri með smá kaffi og mjólk, þetta leiddist þér ekki. En alltaf varst þú tilbúinn a stökkva úr stólnum og redda því sem redda þurfti, svo ekki sé talað um alla ómældu kílómetrana sem þú skutlaðir okkur frændum. Lengi gætum við setið hér og rifj- að upp þær stundir sem við áttum saman, en þær geymum við í hjarta okkar um ókomin ár og einnig minn- inguna um þig, elsku afi. Vonandi munum við eiga fleiri góðar stundir þegar leiðir okkar liggja aftur saman handan móðunnar miklu. Elsku afi okkar Ómar, þú munt áfram verða okkur fyrirmynd og við komum aldrei til með að gleyma þér. Eins innilega og við vildum óska þess að við hefðum fengið fleiri stundir saman þökkum við fyrir þær liðnu. Elskum þig ávallt, Þín barnabörn Edward og Ómar. Elsku, elsku afi minn, sem mér þótti svo vænt um er nú farinn frá okkur. Hann var tekinn í burtu svo snöggt að ég fékk ekki tíma til að kveðja. Ég er bara svo heppin að mín síðasta minning af honum er frá því á laugardagskvöldið þegar amma hélt uppá afmælið sitt og ég og Siggi vor- um að kveðja og amma kom með okkur fram í forstofu. Afi kom líka labbandi fram og út á stétt og brosti breitt til mín þegar ég var að kveðja og ganga í burtu. Það er mér meira virði en mig óraði fyrir og ég þakka afa óendanlega mikið fyrir að hafa gert það, því þetta er hlutur sem flestum finnst sjálfsagður. Afi var sérstakasti maður sem ég hef þekkt og það kemur enginn til með að koma í hans stað eða líkjast honum, það verður bara til einn afi Ómar. Hann hafði sérstakt lag á hlutun- um og sérstakar skoðanir á öllu. All- ar minningarnar sem maður á núna eru ómetanlegar. Hlutir eins og píp- an hans góða og tóbakið, krossgát- urnar og veðurfréttirnar, hárið hvíta og hann í gúmmítúttunum í sveitinni, eru ógleymanlegir. Það er sárt og skrýtið þegar afi sem ég er búin að þekkja alla ævi er ekki hérna lengur, og ég þarf að bíða heila eilífð til að fá að hitta hann aftur. Mér fannst nógu sárt þegar ég var yngri og þið fluttuð úr Fögrukinn og ég var alveg viss um að jólin yrðu aldrei eins aftur, en afa og ömmu tókst það svo sannar- lega þó að það væri breytt. Núna eru jólin að koma og ég fæ aldrei að hafa þau eins aftur, það verður sárt því hann afi er svo mikið jólin fyrir mér. Það mátti alls ekki klikka að við vær- um hjá ömmu Kiddu og afa Ómari á aðfangadag og báðum við systkinin alveg spes um það öll jól því annars kæmu jólin ekki. Núna ganga mikla breytingar í garð og ég er fullviss um það að hann hjálpar okkur í gegnum þær og þessa erfiðu tíma þar sem hann er núna, hann var svo hjálpsamur og góður meðan hann var hjá okkur og ég er handviss um að hann á sér stað í hjarta flestra sem hann hefur átt samskipti við á sinni ævi. Ég bið góð- an guð að geyma þig og passa þig jafnvel og amma Kidda gerði. Þín Didda litla Kristín Guðfinna. Elsku afi Ómar. Andlát þitt kom eins og þruma úr heiðskíru lofti. Við vorum öll saman á laugardagskvöldi, og svo ertu farinn rúmum sólarhring síðar. Okkur er ómetanleg sú kvöld- stund sem við áttum saman og borð- uðum góðan mat, sem ömmu Kiddu er einni lagið að útbúa. Það er margt sem fer um hugann á þessari stundu. Það verður skrýtið að tala ekki lengur við þig um um- ferðina, veðrið og flugvélar og heyra þig ekki lengur spila á orgelið, sem þú kenndir mér mörg lögin á, í Fögrukinninni. En vegir Guðs eru víst órannsakanlegir. Elsku afi Ómar, við kveðjum þig með söknuði og biðjum engalana að passa þig. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Elsku amma Kidda, pabbi og Marta. Megi Guð og englarnir vaka yfir ykkur. Ykkar, Svava Berglind, Davíð, Theodór Óli og Aron Snorri. Elsku Ommi. Eftir snöggt fráfall þitt langar okkur með nokkrum orð- um að kveðja þig í hinsta sinn og þakka þér ævilanga vináttu og góða nærveru í svo mörg, mörg ár. Marg- ar góðar minningar fara nú um huga okkar og munu þær geymast í hjört- um okkar. Guð veri með þér í nýrri framtíð fjarri ástvinum en þó svo nærri í heimi andans. Himneskur friður fullur kærleika ylríkur sefar einmana sál á framandi slóðum. Farðu frjáls áfram veginn til góðra verka í eilífðar faðmi um aldir alda. (Jóna Rúna Kvaran.) Elsku Kidda mín, besta frænka, Marta Gígja, Teddi og fjölskylda ykkar, megi Guð vera með ykkur á þessum erfiða tíma og halda sinni verndarhendi yfir ykkur öllum. Blessuð sé minning þín, elsku Ommi. Arndís, Kristján og fjölskylda. Árið 1992 tók Umferðarráð við umsjón ökunáms í landinu og þar með ökuprófum. Bættist þá við til- tölulega fámennt starfslið stofnunar- innar allstór hópur prófdómara sem margir hverjir höfðu unnið árum saman við það vandaverk að meta hæfni próftaka. Einn þeirra var Óm- ar Zóphaníasson, sem um árabil hafði starfað við prófdæmingar í ökuprófum hjá Bifreiðaeftirliti ríkis- ins og síðar hjá Bifreiðaprófum rík- isins, sem var sjálfstæð stofnun um nokkurra ára skeið áður en Umferð- arráð tók við þessu mikilsverða verkefni. Á sama hátt og í ökukennslu reyn- ir í starfi prófdómara mjög á hæfi- leika þeirra sem slíkum störfum gegna að kunna að koma fram við hvern einstakling með virðingu og á þann hátt að þeim sem í hlut á geti liðið sem best hverju sinni. Þetta var Ómari eiginlegt. Hann sinnti starfi sínu á hljóðlátan og fumlausan hátt og naut virðingar meðal samstarfs- manna, ökukennara og nemenda. Honum farnaðist því vel í þessu starfi og gegndi því allt þar til ákveð- ið var að fela einkaaðilum fram- kvæmd ökuprófa árið 2002. Við þau tímamót var Ómar ákveð- inn í því að nú skyldi lokatónn brauð- stritsins sleginn. Við tækju aðrir tónar, náttúrutónar við sumarhúsið fyrir austan með fagrar hlíðar Ing- ólfsfjalls í bakgrunni, hljóðfæraleik- ur fyrir sína nánustu í Fögruhlíð 5. Nú skyldi lífsins njóta. Þessar fögru hlíðar eru nú myrk- ar. Hljóðfærið góða þagnað. En það birtir á ný. Jólaserían nýja sem hann keypti daginn áður en hann dó bregður vonandi einhverri birtu jólanna inn í skammdegið svarta og þegar dagar líða hefja barnabörnin merki afa á loft og setjast við hljóð- færið. Smám saman verða þeir tónar fyllri og minna í auknum mæli á af- ann góða. Fyrir hönd Umferðarráðs og sam- starfsmanna Ómars, bæði hér í Reykjavík og víðar um land, þakka ég áralangt farsælt framlag hans til umferðarmála og vinsemd alla. Kristínu, börnum, tengdabörnum og barnabörnum og öllum öðrum að- standendum sendi ég hugheilar sam- úðarkveðjur. Blessuð sé minning Ómars vinar míns Zóphaníassonar. Óli H. Þórðarson. ÓMAR S. ZÓPHANÍASSON LEGSTEINAR Englasteinar Helluhrauni 10 220 Hfj. S. 565-2566 Morgunblaðið birtir minningar- greinar alla útgáfudagana. Skil Minningargreinar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is (smellt á reitinn Morgun- blaðið í fliparöndinni – þá birtist valkosturinn „Senda inn minning- ar/afmæli“ ásamt frekari upplýs- ingum). Undirskrift Minningargreinahöf- undar eru beðnir að hafa skírnar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Minningar- greinar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.