Morgunblaðið - 15.12.2005, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 15.12.2005, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 2005 37 UMRÆÐAN Á ALÞJÓÐADEGI fatlaðra hinn 3. desember sl. var Múrbrjóturinn af- hentur. Landssamtökin Þroskahjálp veita þessa viðurkenningu til verk- efna sem þykja hafa rutt nýjar braut- ir fyrir fatlaða í jafnréttisátt á við aðra í samfélaginu. Að þessu sinni var það atvinna með stuðningi (ams) sem fékk viðurkenninguna. Atvinna með stuðningi gengur út á að aðstoða fatl- aða við að fá störf á almennum vinnu- markaði, þjálfun og aðlögun á vinnu- staðnum og stuðningur eftir þörfum. Svæðisskrifstofa Reykjaness fór að nota vinnubrögð byggð á hug- myndafræði ams í kringum 1990 og hafa þau skilað góðum árangri. Vinnuveitendur og fyrirtæki hafa verið jákvæð og viljug í samstarf. Í dag starfa á vegum Svæðisskrifstofu Reykjaness 90 einstaklingar í atvinnu með stuðningi á almennum vinnu- markaði í álíka mörgum fyrirtækjum á höfuðborgarsvæðinu. Fyrir starfsfólk sem starfar við at- vinnu með stuðningi er það bæði heiður og hvatning að hljóta Múr- brjótinn. Undirritaðar vilja af þessu tilefni þakka þeim fyrirtækjum sem hafa verið í samstarfi við Svæðisskrifstofu Reykjaness fyrir gott samstarf. Um leið er von okkar sú að enn fleiri fyr- iræki á vinnumarkaðnum veiti fötl- uðum tækifæri til að taka þátt í at- vinnulífinu. HELGA RÚNA GÚSTAFSDÓTTIR, INGIBJÖRG MARGRÉT ÍSAKSDÓTTIR, ráðgjafaþroskaþjálfar hjá Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra á Reykjanesi. Atvinna með stuðningi er múrbrjótur Frá Helgu Rúnu Gústafsdóttur og Ingibjörgu Margréti Ísaksdóttur: BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is Í FRÉTTABLAÐINU 10. des- ember sl. birtist frétt undir fyr- irsögninni: Yfirtaka Atorku er ekki óvinsamleg. Í fréttinni er vísað til samtals við Guðmund Þóroddsson, stjórnarformanns Jarðborana hf. og forstjóra Orkuveitunnar. Guð- mundur gætir hagsmuna Orkuveit- unnar, sem er stærsti hluthafi Jarðborana, með um 12,98% eign- arhlut. Ekki er hægt að skilja fréttina og orð Guðmundar á ann- an hátt en svo að það sé nánast formsatriði að ganga frá þessum viðskiptum. Munu hluthafar í Jarðbor- unum fá greitt með bréfum í Atorku. Miðað er við að gengi Jarðborana verði 25 og greitt verði með bréfum í Atorku á genginu 6. Ef orð forstjóra Orkuveitunnar hafa verið skilin rétt má telja þá fyrirætlan furðulega í ljósi þess að greiningadeild KB banka hefur nýlega gert verðmat á Jarð- borunum. Samkvæmt því verðmati er virði Jarðborana verulega hærra en það verð sem Atorka hefur nú boðið. Að mati grein- ingardeildar KB banka miðast verð- mat Jarðborana við gengið 31, sem er um 24% hærra gengi en felst í tilboði Atorku. Það má einnig velta því fyrir sér hvort Orkuveitan sé ekki betur sett með því að halda eignarhlut sín- um í Jarðborunum fremur en að taka við eignarhlut í Atorku. Jarðboranir er traust fyrirtæki sem starfar á markaði sem Orkuveitan þekkir vel til og fellur starfsemi þess vel að starfs- umhverfi Orkuveitunnar. Megin- umsvif Atorku eru í atvinnurekstri óskyldum starfsemi Jarðborana og Orkuveitunnar. Þau félög sem Atorka hefur fjárfest í og Orku- veitan mun öðlast eignarhlut í, verði fallist á yfirtökutilboð Atorku í Jarðboranir, starfa t.d. við framleiðslu hverfisteyptra pla- steininga, sölu lækningatækja, eld- hústækja og iðnaðartækja, inn- flutning á lyfjum, íþróttavörum, víni, snyrtivörum o.fl. Ekki þarf að fjölyrða að megin- áherslur og umsvif Atorku eru á erlendri grundu. Þá hefur reynslan sýnt að við- skipti með hlutabréf í Atorku eru lítil og því óvíst um raunveruleg verðmæti stærri eign- arhluta hyggist hlut- hafar losa um þá. Í öllu falli hlýtur það að vera krafa stjórnar Orkuveitunnar að greitt sé með pen- ingum í slíkum við- skiptum en ekki hluta- bréfum sem kunna að hafa óvíst verðgildi á markaði. Það hlýtur að vera markmið stjórnar Orkuveitunnar, þar sem R- listinn ræður nú meirihluta, að varð- veita eignir fyrirtæk- isins og gæta hags- muna fyrirtækisins við ráðstöfun þeirra. Ráð- stöfun eigna almenn- ings upp á 1,3 millj- arða með þessum hætti felur í sér rausn- arlegan fjárstuðning R-listans til Atorku. Samkvæmt verðmati KB banka nemur fjár- stuðningur R- listans til Atorku 312 milljónum króna og verður greiddur af eignum al- mennings. Að auki felst í slíkri ráðstöfun stefnumarkandi ákvörð- un, sem væntanlega hefur áhrif á greiðslur til annarra hluthafa Jarðborana. Skorað er á stjórn Orkuveitunnar að hafna yfirtöku- tilboði Atorku í eignarhlut fyr- irtækisins í Jarðborunum en ella að fá tvö óháð verðbréfa- eða end- urskoðendafyrirtæki til að meta sjálfstætt virði Jarðborana. Ætlar R-listinn að veita Atorku hf. fjárstuðning? Davíð Ólafur Ingimarsson fjallar um viðskipti Orkuveit- unnar, Jarðborana hf. og Atorku hf. Davíð Ólafur Ingimarsson ’Það hlýtur aðvera markmið stjórnar Orku- veitunnar, þar sem R-listinn ræður nú meiri- hluta, að varð- veita eignir fyr- irtækisins og gæta hagsmuna fyrirtækisins við ráðstöfun þeirra.‘ Höfundur er hagfræðingur og hluthafi í Jarðborunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.