Morgunblaðið - 15.12.2005, Síða 37

Morgunblaðið - 15.12.2005, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 2005 37 UMRÆÐAN Á ALÞJÓÐADEGI fatlaðra hinn 3. desember sl. var Múrbrjóturinn af- hentur. Landssamtökin Þroskahjálp veita þessa viðurkenningu til verk- efna sem þykja hafa rutt nýjar braut- ir fyrir fatlaða í jafnréttisátt á við aðra í samfélaginu. Að þessu sinni var það atvinna með stuðningi (ams) sem fékk viðurkenninguna. Atvinna með stuðningi gengur út á að aðstoða fatl- aða við að fá störf á almennum vinnu- markaði, þjálfun og aðlögun á vinnu- staðnum og stuðningur eftir þörfum. Svæðisskrifstofa Reykjaness fór að nota vinnubrögð byggð á hug- myndafræði ams í kringum 1990 og hafa þau skilað góðum árangri. Vinnuveitendur og fyrirtæki hafa verið jákvæð og viljug í samstarf. Í dag starfa á vegum Svæðisskrifstofu Reykjaness 90 einstaklingar í atvinnu með stuðningi á almennum vinnu- markaði í álíka mörgum fyrirtækjum á höfuðborgarsvæðinu. Fyrir starfsfólk sem starfar við at- vinnu með stuðningi er það bæði heiður og hvatning að hljóta Múr- brjótinn. Undirritaðar vilja af þessu tilefni þakka þeim fyrirtækjum sem hafa verið í samstarfi við Svæðisskrifstofu Reykjaness fyrir gott samstarf. Um leið er von okkar sú að enn fleiri fyr- iræki á vinnumarkaðnum veiti fötl- uðum tækifæri til að taka þátt í at- vinnulífinu. HELGA RÚNA GÚSTAFSDÓTTIR, INGIBJÖRG MARGRÉT ÍSAKSDÓTTIR, ráðgjafaþroskaþjálfar hjá Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra á Reykjanesi. Atvinna með stuðningi er múrbrjótur Frá Helgu Rúnu Gústafsdóttur og Ingibjörgu Margréti Ísaksdóttur: BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is Í FRÉTTABLAÐINU 10. des- ember sl. birtist frétt undir fyr- irsögninni: Yfirtaka Atorku er ekki óvinsamleg. Í fréttinni er vísað til samtals við Guðmund Þóroddsson, stjórnarformanns Jarðborana hf. og forstjóra Orkuveitunnar. Guð- mundur gætir hagsmuna Orkuveit- unnar, sem er stærsti hluthafi Jarðborana, með um 12,98% eign- arhlut. Ekki er hægt að skilja fréttina og orð Guðmundar á ann- an hátt en svo að það sé nánast formsatriði að ganga frá þessum viðskiptum. Munu hluthafar í Jarðbor- unum fá greitt með bréfum í Atorku. Miðað er við að gengi Jarðborana verði 25 og greitt verði með bréfum í Atorku á genginu 6. Ef orð forstjóra Orkuveitunnar hafa verið skilin rétt má telja þá fyrirætlan furðulega í ljósi þess að greiningadeild KB banka hefur nýlega gert verðmat á Jarð- borunum. Samkvæmt því verðmati er virði Jarðborana verulega hærra en það verð sem Atorka hefur nú boðið. Að mati grein- ingardeildar KB banka miðast verð- mat Jarðborana við gengið 31, sem er um 24% hærra gengi en felst í tilboði Atorku. Það má einnig velta því fyrir sér hvort Orkuveitan sé ekki betur sett með því að halda eignarhlut sín- um í Jarðborunum fremur en að taka við eignarhlut í Atorku. Jarðboranir er traust fyrirtæki sem starfar á markaði sem Orkuveitan þekkir vel til og fellur starfsemi þess vel að starfs- umhverfi Orkuveitunnar. Megin- umsvif Atorku eru í atvinnurekstri óskyldum starfsemi Jarðborana og Orkuveitunnar. Þau félög sem Atorka hefur fjárfest í og Orku- veitan mun öðlast eignarhlut í, verði fallist á yfirtökutilboð Atorku í Jarðboranir, starfa t.d. við framleiðslu hverfisteyptra pla- steininga, sölu lækningatækja, eld- hústækja og iðnaðartækja, inn- flutning á lyfjum, íþróttavörum, víni, snyrtivörum o.fl. Ekki þarf að fjölyrða að megin- áherslur og umsvif Atorku eru á erlendri grundu. Þá hefur reynslan sýnt að við- skipti með hlutabréf í Atorku eru lítil og því óvíst um raunveruleg verðmæti stærri eign- arhluta hyggist hlut- hafar losa um þá. Í öllu falli hlýtur það að vera krafa stjórnar Orkuveitunnar að greitt sé með pen- ingum í slíkum við- skiptum en ekki hluta- bréfum sem kunna að hafa óvíst verðgildi á markaði. Það hlýtur að vera markmið stjórnar Orkuveitunnar, þar sem R- listinn ræður nú meirihluta, að varð- veita eignir fyrirtæk- isins og gæta hags- muna fyrirtækisins við ráðstöfun þeirra. Ráð- stöfun eigna almenn- ings upp á 1,3 millj- arða með þessum hætti felur í sér rausn- arlegan fjárstuðning R-listans til Atorku. Samkvæmt verðmati KB banka nemur fjár- stuðningur R- listans til Atorku 312 milljónum króna og verður greiddur af eignum al- mennings. Að auki felst í slíkri ráðstöfun stefnumarkandi ákvörð- un, sem væntanlega hefur áhrif á greiðslur til annarra hluthafa Jarðborana. Skorað er á stjórn Orkuveitunnar að hafna yfirtöku- tilboði Atorku í eignarhlut fyr- irtækisins í Jarðborunum en ella að fá tvö óháð verðbréfa- eða end- urskoðendafyrirtæki til að meta sjálfstætt virði Jarðborana. Ætlar R-listinn að veita Atorku hf. fjárstuðning? Davíð Ólafur Ingimarsson fjallar um viðskipti Orkuveit- unnar, Jarðborana hf. og Atorku hf. Davíð Ólafur Ingimarsson ’Það hlýtur aðvera markmið stjórnar Orku- veitunnar, þar sem R-listinn ræður nú meiri- hluta, að varð- veita eignir fyr- irtækisins og gæta hagsmuna fyrirtækisins við ráðstöfun þeirra.‘ Höfundur er hagfræðingur og hluthafi í Jarðborunum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.