Morgunblaðið - 15.12.2005, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 15.12.2005, Blaðsíða 54
Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn TIL AÐ SVARA SPURNINGUM YKKAR... JÁ... ... ODDI GERIR ÁHÆTTUATRIÐIN SÍN ALLTAF SJÁLFUR HVAÐ Á ÉG AÐ GERA. HÚN ER FLUTT BURT OG ÉG SÉ HANA ALDREI AFTUR.. EF HÚN VÆRI HÉRNA ÞÁ GÆTI ÉG SAGT HENNI HVAÐ ÉG ER HRIFINN AF HENNI ÉG GÆTI BEÐIÐ HANA AÐ HALDA Í HENDINA Á MÉR. VIÐ GÆTUM GERT HLUTI PABBI, ÉG ER MEÐ SPURNINGU ENDILEGA KALVIN, HVAÐ VILTU VITA? EF MAÐUR LOKAR AUGUNUM, HELDUR FYRIR MUNNINN OG NEFIÐ OG HNERRAR SVO... ÉG VAR NÚ AÐ VONAST EFTIR SPURNINGU UM HEIMANÁMIÐ ÉG ÞORI BARA EKKI AÐ PRÓFA HVAÐ GERIST? FER HNERRINN ÚT UM EYRUN EÐA SPRINGUR HAUSINN ÉG ER KOMINN TIL AÐ INNHEIMTA ÞUMALSKATT HVAÐ ER ÞUMALSKATTUR? EF ÞÚ BORGAR EKKI... ... ÞÁ HEGGUR HANN AF ÞÉR ÞUMAL ÉG SAGÐI ÞÉR AÐ GIRÐINGIN VÆRI Í ÞESSA ÁTT!!! ÆTLAÐIR ÞÚ EKKI AÐ ELDA Í KVÖLD? ÆI, GETUR ÞÚ EKKI GERT ÞAÐ? ÉG VEIT AÐ ÞÉR FINNST GAMAN AÐ MÁLA EN ÞÚ GETUR EKKI VANRÆKT SKYLDUR ÞÍNAR ÉG ER AÐ FINNA SJÁLFA MIG. HVAÐ MEÐ ÞAÐ ÞÓ ÉG LÁTI ÓMERKILEGA HLUTI EIGA SIG JÁ, Á MEÐAN ÉG MAN. EF ÞÚ MÆTIR EKKI BRÁÐUM Í VINNUNA ÞÁ VERÐUR SKRIF- STOFAN ÞÍN LEIGÐ ÚT AF- HVERJU GETIÐ ÞIÐ EKKI LÁTIÐ MIG Í FRIÐI! ÞETTA ER MYND AF TARANTÚLUNNI! HANN VINNUR FYRIR EINRÆÐISHERRANN Í HEIMALANDI MÍNU EN HANN HJÁLPAÐI LÖG- REGLUNNI HVÍ ÆTTI HANN AÐ VERA AÐ ELTA ÞIG? ÉG GET EKKI ÚTSKÝRT ÞAÐ. ÉG VERÐ AÐ FARA Dagbók Í dag er fimmtudagur 15. desember, 349. dagur ársins 2005 Víkverja finnst ágættað vera kenndur við vík og ennþá betra að búa í grennd við eina slíka. Víkur eru góðar til síns brúks, um það er ekki deilt. Hvers vegna er Vík- verji að fjasa um þessi almæltu tíðindi? Jú, það er til þess að draga úr gremju sem Hafn- firðingar gætu hugs- anlega fundið fyrir, haldi þeir áfram að lesa. Það er nefnilega svo að kunningi Vík- verja upplýsti hann fyrir skömmu um að samkvæmt land- fræðilegri skilgreiningu teldist Hafn- arfjörður alls ekki vera fjörður. Stað- reyndin væri nefnilega sú að til að hægt væri að kalla tiltekið fyrirbæri fjörð yrðu að vera ákveðin hlutföll á milli dýptar (lengdar) og breiddar. Hafnarfjörður stæðist ekki þessar kröfur og því væri um að ræða rang- nefni, í raun og veru ætti Hafn- arfjörður að heita Hafnarvík eða hugsanlega Hafnarvogur. x x x Þar sem þessi kunningi Víkverjatók á sínum tíma nokkrar ein- ingar í landafræði í háskóla hallast Víkverji að því að treysta honum. Hafn- firðingar sem Víkverji hefur rætt við hafa á hinn bóginn undan- tekningarlaust vísað þessum upplýsingum út í hafsauga og gert lítið úr landafræði- kunnáttu kunningjans. Allir sem einn hafa þeir þverneitað að vera kall- aðir Hafnvíkingar, eins og hefði í sjálfu sér ver- ið ágætt, ekki síst þar sem Fjörukráin, fræg- asti víkingaveitinga- staður landsins, er ein- mitt í Hafnarfirði (-vík) og gæti nafnbreyting því boðið upp á sniðuga orðaleiki í auglýsingum. x x x Enn síður tóku Hafnfirðingarnir íþá hugmynd að breyta stað- arnafninu í Hafnarvogur og að þeir yrðu hér eftir kallaðir Hafnar- vogsbúar, en það orð er óneitanlega ekki eins hljómfagurt og orðið Hafn- firðingar. Hver myndi líka nenna að segja Hafnfirðingabrandara ef þeir hétu Hafnarvogsbúabrandarar? Örugglega enginn. Það var þó miklu verra, sögðu þeir, að orðið er óþyrmi- lega líkt orðinu Kópavogsbúar. Víkverji skrifar... | vikverji@mbl.is       Tónlist | Árlegir jólatónleikar Karlakórs Reykjavíkur verða í Hallgrímskirkju á laugardaginn kl. 17.00 og kl. 22.00 og á sunnudaginn kl. 20.00. Karlakórinn flytur hefðbundin aðventu- og jólalög frá ýmsum tímum. Sérstakur gestur kórsins er Drengjakór Reykjavíkur, sem starfar í Hallgrímskirkju. Í drengja- kórnum eru fjörutíu drengir og syngja kórarnir saman í fjórum lögum. Drengjakórinn flytur m. a. lagið Jól eftir Jórunni Viðar, við ljóð Stefáns frá Hvítadal. Einsöngvarar eru Ísak Ríkharðsson drengjasópran, Árni Þór Lár- usson drengjasópran og Þóra Sif Friðriksdóttir sópran. Trompetleikarar eru Ásgeir H. Steingrímsson og Eiríkur Örn Pálsson, á flautu leikur Guðrún S. Birgisdóttir. Orgelleikari er Lenka Máteova. Stjórnandi jólatónleikanna er Friðrik S. Kristinsson. Morgunblaðið/Golli Samsöngur karla og drengja MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Aug- lýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.600 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr. Orð dagsins: Ég elska þig, Drottinn, þú styrkur minn. Drottinn, bjarg mitt og vígi og frelsari minn. (Sl. 18, 1.–2.)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.