Morgunblaðið - 15.12.2005, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 15.12.2005, Blaðsíða 22
Skagafjörður | Verktakinn G. Hjálmarsson á Akureyri átti lægsta tilboð í endurgerð gatnamóta Hringvegar og Sauðárkróks- brautar í Varmahlíð í Skagafirði. Býðst hann til að vinna verkið fyrir 21,8 milljónir kr. sem er nærri átta milljónum undir kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar. Eitt annað tilboð barst í verkið, frá Firði ehf. í Varmahlíð. Vinna á verkið í ár þannig að unnt verði að skila fyrri áfanga í vor og þeim síðari í haust. Bauð best í gatnamót við Varmahlíð HRAFNHILDUR ARNARDÓTTIR A.K.A. SHOPLIFTER 028 Fimmtudagurinn 15. desember 28. tölublað 1. árgangur Forsíðumynd Silja Magg 12 FRÍTT Nýtt í Nonnabúð Jólavarningurinn 4 Jólafötin Uppstríluð og flott Best geymda leyndarmál Reykjavíkur Viltu koma í ratleik? 7 Hrópandinn í heita pottinum Rokland eftir Hallgrím Helgason Grátið bak við grímuna Identity Crisis eftir BradMeltzer og Rags Morales 8 Þokkagyðjan Svala Björgvins 10 Ampop Skyggni ágætt! Jólalagatalið Á X-FM 16 Daníel Ágúst Swallowed a Star plata vikunnar Jólahjól Dægurlagið 17 Górilla í hæstu hæðum King Kong er stórmynd 18 Takk fyrir addið Allir á MySpace Villta, villta vestrið Gun á PS2 20 Undir fjögur augu Árni Matthíasson 22 MÁLIÐ ER Í MIÐJUN NI Á MOG GANUM Í DAG Akureyri | Börnin á leikskól- anum Lundarseli voru í sann- kölluðu jólaskapi í gær, þar sem þau léku sér í snjóskafli við leikskólann sinn. Þau höfðu heimsótt Jólahúsið í Eyjafjarð- arsveit fyrr um daginn, þar sem þau hittu jólasveininn Stekkjarstaur, sem leysti þau út með gjöfum. Þá átti hún Steinunn, ein úr hópnum, fimm ára afmæli og því enn meiri ástæða til að vera í hátíð- arskapi. Veðrið var hins vegar nokkuð sérstakt, hiti yfir frost- marki, rok og rigning. Börnin létu það ekki á sig fá og skemmtu sér konunglega. Morgunblaðið/Kristján Heilsuðu upp á Stekkjarstaur Í jóla- skapi laginu Hjálpum þeim. Að- standendur og velunnarar fjölmenntu og rann að- gangseyrir óskiptur til þeirra sem eiga um sárt að binda vegna hamfaranna í Pakistan. Það var sr. Ósk- Tveir bekkir í Odd-eyrarskóla á Ak-ureyri, 1. og 6. bekkur, buðu nýlega til samkomu þar sem boðið var upp á jólalög, helgileik og glæsilegan flutning á ar H. Óskarsson, sókn- arprestur við Akureyr- arkirkju, sem veitti peningunum viðtöku fyrir hönd hjálparstarfs kirkj- unnar. Alls söfnuðust 40.481 króna. Söfnuðu fyrir hjálparstarf HÉÐAN OG ÞAÐAN Ljósvíkingurinn | Örn Elías Guðmunds- son frá Ísafirði, tónlistarmaðurinn Mug- ison, hefur gert lag með hljómsveitinni Hjálmum úr Kefla- vík. Lagið ber heitið Ljósvíkingurinn og gefst aðdáendum kostur á að sækja lagið sér að kostn- aðarlausu af heima- síðu Mugison, mug- ison.com. Kemur þetta fram á vef Bæj- arins besta á Ísafirði. Þess er getið að Mugison, Hjálmar og Trabant halda tón- leika á skemmtistaðnum Nasa í Reykjavík á morgun, föstudag. Á mugison.com er lof- að „rosa-jólastemningu“ á tónleikunum. Mugison ♦♦♦ Landið | Höfuðborgin | Austurland | Akureyri Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Svavar Knútur Kristinsson, svavar@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri Margrét Þóra Þórs- dóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, austurland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Helgi Bjarnason, helgi- @mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Úr bæjarlífinu HÉÐAN OG ÞAÐAN Innbrot í Ástjörn | Vegfarendur tóku eft- ir því að viðvörunarljós logaði á Sumarbúð- unum við Ástjörn eitt kvöld í vikunni. Þegar þeir fóru að athuga málið nánar kom í ljós að brotist hafði verið inn í eitt húsanna og eldvarnarviðvörunarkerfið farið af stað vegna reykinga að því er fram kemur á vef- síðunni dettifoss.is. Lögreglan var kölluð til en talið var að um fólk í eiturlyfjaneyslu væri að ræða sem vantaði afdrep. Lítið var skemmt og virtist engu vera stolið en svolítill sóðaskapur var af heimsókninni. Einar K. Guðfinns-son sjávarútvegs-ráðherra varð fimmtugur 2. desember sl. og orti Halldór Blöndal limru af því tilefni: Standa hamsar hans hjarta næst. Hákarlsbeita ef fæst er hans veisludiskur og fiskur og fiskur súr hvalur og skata kæst. Séra Hjálmar Jónsson dómkirkjuprestur orti vitaskuld einnig til Ein- ars: Kannski prýðir piltinn mest pólitíska listin. Annað finnst mér allra best: Einar er líka kristinn. Davíð Hjálmar Haralds- son yrkir jólastemmn- ingu, en ekki fyrir hrúta! Hangiketslykt nærir nef, nú fer mig að svengja. Aðeins hrútar annan þef óðar jólum tengja. Þá Sigrún Haraldsdóttir: Nóttin lengist, nálgast jól, nagar frostið vanga. Lýsir himin lágreist sól, litar fell og dranga. Hann á afmæli … pebl@mbl.is Selfoss | Kjörnefnd fulltrúaráðs sjálf- stæðisfélaganna í Sveitarfélaginu Árborg hyggst leggja til að prófkjör verði viðhaft við uppstillingu á lista flokksins við kom- andi sveitarstjórnarkosningar. Kom það fram á fundi hjá sjálfstæðismönnum um helgina. Tillaga nefndarinnar verður lögð fram á fundi fulltrúaráðsins sem haldinn verður fljótlega á nýju ári, að sögn Ólafs Hafsteins Jónssonar, formanns fulltrúaráðsins. Þeg- ar hafa tveir menn lýst því yfir að þeir gefi kost á sér í fyrsta sæti listans, Páll Leó Jónsson bæjarfulltrúi og Sigurður Jóns- son, fyrrverandi forseti bæjarstjórnar. Þá hefur Þórunn Jóna Hauksdóttir lýst því yf- ir að hún gefi kost á sér í 2. sæti listans. Fleiri eru að íhuga framboð. Tillaga um prófkjör D- lista í Árborg ♦♦♦ FM Óðal hefur útsendingar | Árlegt jólaútvarp unglinga í Borgarbyggð, FM Óðal 101,3, fór í loftið fyrr í vikunni og hófst útsending með ávarpi útvarpsstjóra, Írisar Gunnarsdóttur, formanns nemendafélags- ins. Sent er út frá félagsmiðstöðinni Óðali í Borgarnesi og er næsta víst að það verður fjör þegar bekkjaþættir og unglingaþættir fara í loftið, segir á vef Borgarbyggðar. Dagskrá yngri bekkja er tekin upp fyr- irfram en unglingaþættir eru í beinni út- sendingu. Fréttastofa verður á sínum stað í hádeginu alla daga og sérstakur bæjar- málaþáttur í beinni útsendingu kl. 13 á morgun, föstudag, en þar mæta fulltrúar bæjarstjórnar og fleiri gestir. Unglingar frá Varmalandi verða með þætti í útvarpinu og ungmenni úr Mími ungmennahúsi verða með sérþátt á fimmtudagskvöld. Hægt er að nálgast útsendingu á netinu á heimasíðu Óðals, www.borgarbyggd.is/ odal. Undirbúningur og handritagerð ung- linga í 8. og 9. bekk er liður í íslenskunámi og framsögn.    Jólatónleikar í Duus | Þessa vikuna og fram á mánudag munu kennarar Tónlistar- skóla Reykjanesbæjar, einn eða fleiri sam- an, halda jólatónleika með nemendum sín- um. Tónleikastaðir eru Listasafn Reykja- nesbæjar, Ytri-Njarðvíkurkirkja og salir skólans á Austurgötu og Þórustíg. Lúðrasveitir skólans, A-, B- og C-sveit, halda jólatónleika sína í dag, fimmtudag, kl. 19.30 í Kirkjulundi. Léttsveit skólans, yngri, heldur jólatónleika sína sunnudaginn 18. desember nk. kl. 19.30 í Frumleikhús- inu. Strengjasveitir skólans, A- og B- sveit, halda jólatónleika sína mánudaginn 19. des- ember nk. kl. 19.30 í Ytri-Njarðvíkurkirkju. Aðgangur á alla þessa tónleika er ókeyp- is og allir eru hjartanlega velkomnir.   
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.