Morgunblaðið - 15.12.2005, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 15.12.2005, Blaðsíða 26
daglegtlíf ídesember JÓLAKÚLUR Í ÚTLÖNDUM TRYGGINGAR ÍMundakoti á Eyrarbakka erbúð sem selur pólskar jóla-kúlur. Það eru hjónin Sig-urður Arnarson og Monika Arnarson sem eru eigendur hennar. „Það var fyrst árið 1995 sem ég fór til Póllands og keypti nokkur stykki af kúlunum og svo eftir þriggja ára umhugsun byrjuðum við að selja þær fyrir alvöru,“ segir Sigurður um tildrög kúlusölunnar. Hingað til hafa þau selt kúlurnar heima hjá sér en í nóvember opnuðu þau búðina. „Það var búið að standa til í mörg ár að opna búð undir kúl- urnar. Við létum svo verða af því þegar við fluttum í Mundakot en búðin er í litlu húsi við íbúðarhúsið,“ segir Sigurður en þau selja líka kúl- ur í Jólaþorpinu í Hafnarfirði og á netinu. Monika er pólsk og segir Sigurður það vera ástæðu þess að þau fóru að flytja inn kúlurnar. „Hún var alltaf að tala um þessar fallegu glerkúlur í Póllandi og það væri ekki til neitt þessu líkt hér á landi og það varð úr að við fórum að flytja þetta inn og selja. Í Póllandi er fjölskyldufyr- irtæki sem handmálar kúlurnar fyr- ir okkur. Fjölskylduformið er öðru- vísi þar en hér, íbúðarhúsin eru stór og það búa a.m.k. tveir ættliðir á hverju heimili og því er svona heim- ilisiðnaður nokkuð algengur. Í Evr- ópu seljum við mest af kúlum frá þessari fjölskyldu.“ Íslenskar kirkjur á kúlunum Pólsku jólakúlunum hefur verið vel tekið hér á landi enda gleðja þær augað. „Pólverjar voru ein- göngu með handmálaðar gler- kúlur áður fyrr. Kúlurnar okkar eru allar úr munnblásnu gleri og þær eru ekki eins viðkvæmar og fólk heldur.“ Sigurður hef- ur átt ein jól með Moniku í Póllandi og segir jólahald- ið þar ólíkt því hérna heima. „Þar er bara ein gjöf á mann og ekki öll þessi neysluhyggja.“ Þau eru með mikið úrval af mismunandi kúlum í búðinni en Sigurður segir jóla- sveinakúlurnar alltaf vera vinsælar. „Við höfum líka látið mála kirkjur á Suðurlandi og víðar af landinu á kúl- urnar. Þær kúlur eru vinsælar enda hefur fólk sérstakar tilfinningar til þessara bygginga.“ Það eru eingöngu jólavörur í búðinni en auk jólakúlnanna er hægt að fá þar kertaskálar og bjöllur, allt frá sama fjöl- skyldufyrirtækinu í Póllandi. Mundakot er beint á móti kirkjugarðinum á Eyrarbakka, búðin er bara opin fyrir jólin en hægt er að opna hana eftir samkomulagi á öðrum árstím- um. Á netinu er hægt að panta jóla- kúlur allan ársins hring. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Allar jólakúlurnar eru munnblásnar og handmálaðar í Póllandi. Hér er Sigurður ásamt Elfari syni sínum í búðinni á Eyrarbakka. Bara ein gjöf á mann Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Vefslóð jólakúlusölunnar á Eyr- arbakka er: www.simnet.is/ jolakulur. Búðin er opin á virkum dögum frá kl. 15:30 til 21:00 og um helgar frá 14:00 til 19:00, fram að jólum. Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is JÓLATRÉ er í augum okkar flestra fallega skreytt sígrænt barrtré. Það getur verið íslenskt eða útlenskt, þinur, greni eða fura, jafnvel eilíft plast, allt eftir hugmyndum okkar og óskum. Fjölmargar sögur eru til um að barrtré sé tákn um kristni. Ein þeirra nær aftur til sögunnar um Adam og Evu og hljóðar svo: Þegar Eva tók forboðinn ávöxt af skilningstrénu í aldingarðinum Eden, breyttust lauf trésins í barr. Tréð laufgaðist ekki aftur fyrr en Jesús fæddist. Ólíklegt er að mönnum þyki þessi saga trúverðug, en önnur og enn furðulegri saga greinir frá því að Adam hafi laumað trjágrein með sér út úr Eden og gróðursett hana. Af greininni hafi síðan vaxið sígrænt barrtré. Þess vegna megi sem sagt tengja barrtré við jóla- hald kristinna manna. Heiðið tákn um frjósemi Sumir vilja meina að jólatré hafi ekkert að gera með jól, held- ur sé einvörðungu um að ræða tákn um frjó- semi að heiðnum sið eða einfaldlega tákn um karl- mennsku. Árni Björnsson fjallar meðal annars um jólatré í Bjöllunni 1983 og segir þar að elstu heim- ildir um jólatré á Íslandi séu frá því um 1850. Á þeim tíma voru það einkum efnaðir Danir sem settu upp jólatré, en smám saman jókst áhugi Íslendinga á þessu sígræna tákni um jólahátíð. Árið 1952, um 100 árum eftir að Danir og vinir þeirra fóru fyrst að setja upp jólatré á Íslandi, gáfu íbúar Óslóar Reykvíkingum stórt jólatré að gjöf. Var trénu fundinn staður í miðborg Reykjavíkur, á Austurvelli. Á hverju ári, við upp- haf aðventu, er nú kveikt á ljósum hins svokallaða Óslóartrés og segja má að það marki upphaf að- ventu hjá mörgum.  JÓLATRÉ Barrtré tákn um kristni  JÓLASKRAUT | Jólakúlubúðin Mundakot á Eyrarbakka Ó ! · 8 1 6 8 AUSTURHRAUNI 3 • 210 GAR‹ABÆ • SÍMI 533 3805 • MÁN. - FÖS. 10-18 • LAU. 11-14 F R A N S K U R Ú R V A L S K V E N F A T N A ‹ U R H V E R N IG K E M U R H A N N S V O N A F A LL E G R I F LÍ K Í S V O N A L IT LA Ö S K JU Á N fi E S S A ‹ K R U M P A H A N A ? - S E T U R G J A F A B R É F Í Ö S K J U N A
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.