Morgunblaðið - 15.12.2005, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 15.12.2005, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Lítið sem ekkert hef-ur verið um tilfellihettusóttar hér á landi frá því að bólusetn- ing hófst árið 1989 og sagt er að síðasti stóri farald- urinn hafi geisað hér á landi árið 1987 en þá voru 2.479 tilfelli skráð – þó ekki endilega staðfest. Ár- ið á eftir voru ekki nema rúmlega hundrað tilfelli skráð en það sem af er þessu ári hafa verið skráð um 73 staðfest tilfelli. Þór- ólfur Guðnason, yfirlækn- ir á sóttvarnarsviði, segir að búast megi við því að um fleiri tilfelli sé að ræða. Jafnframt vant- ar í þá tölu þau tilfelli sem komið hafa upp í desember. Þrátt fyrir að tilfellin séu ekki mörg miðað við tölur fyrri ára verður að taka mið af því að öll til- fellin í ár eru staðfest með blóð- prufu þannig að ekki er alveg sambærilegt að bera tölurnar saman. Eftir að strangar var tekið á skráningu hettusóttar komu upp mun færri tilvik og hennar hefur í raun ekki orðið vart á landinu síð- an árið 1997, þegar ellefu tilfelli voru skráð. Staðfest hefur verið að hettu- sóttarfaraldurinn í ár hafi borist hingað frá Bretlandseyjum en fyrstu tvö tilfellin sem upp komu í lok maí sl. voru hjá einstaklingum sem nýlega höfðu ferðast til Eng- lands. Samkvæmt tölublaði Far- sóttafrétta Landlæknisembættis- ins í ágústmánuði hafa Bretar verið í tímabundnum erfiðleikum með að ná fullnægjandi þátttöku í bólusetningu á undanförnum ár- um og hafa slíkir faraldrar sprott- ið upp. Þórólfur bendir jafnframt á að ef fólk hætti að láta bólusetja sig gæti slíkt hið sama gerst með t.a.m. mislinga. Talið var að hámarki faraldurs- ins hefði verið náð í lok júlí og byrjun ágúst en tilfellum fjölgaði nokkuð í september og þau náðu svo hámarki, að því er talið er, í nóvember þegar nítján tilfelli voru skráð. Í flestum tilfellum skaðlaus Hettusóttin leggst aðallega á einstaklinga fædda á árunum 1981 til 1985 en það eru þeir sem misstu af MMR-bólusetningunni sem hófst hjá 18 mánaða gömlum börnum á árinu 1989 og hjá níu ára gömlum börnum 1994. Í þeim hópi hafa 46 tilfelli verið skráð en til samanburðar eru tilfellin næst- flest hjá einstaklingum fæddum 1986 til 1990 eða 14. Svo virðist sem þar sé á ferð hópur af ungu fólki sem ekki var bólusett og virðist ekki hafa fengið hettusótt- ina í faraldrinum 1987 og er því óvarið þegar hún skýtur upp koll- inum nú, segir Þórólfur og telur erfitt að segja til um hvort farald- urinn sé loks í rénun, en vísbend- ingar eru um það. Þrátt fyrir það hefur nú verið hvatt til að þeir sem ekki hafa fengið hettusótt eða bólusetningu gegn henni, einkum einstaklingar sem fæddir eru á ár- unum 1981 til 1985, láti bólusetja sig sem fyrst. Einstaklingar á aldrinum 20 til 24 ára fá bólusetn- ingu án endurgjalds en litið er á hana sem lið í ungbarna- eða al- mennri bólusetningu. „Það eru langflestir af þessu árabili sem hafa sýkst og veikst. Þeir sem eldri eru hafa sennilega fengið hettusóttina og svo fengu þeir sem eru fæddir eftir 1985 bólu- setningu við níu ára aldur,“ segir Þórólfur sem telur mikilvægt að stemma stigu við faraldrinum en veiran getur verið mjög skæð – þó svo að í flestum tilfellum gangi hún niður án þess að valda nokkr- um varanlegum skaða. Getur leitt til ófrjósemi Hettusótt er veirusýking og einkenni meðal annars hiti, slapp- leiki og bólga í munnvatnskirtli sem liggur framan við eyrun og niður á kjálka. Þrátt fyrir að í flestum tilfellum sé sýkingin hættulaus getur hún í einstaka til- fellum verið langdregin í munn- vatnskirtlum og valdið mikilli bólgu, óþægindum og langvarandi veikindum. Hún getur jafnframt valdið heyrnarskaða, heyrnar- leysi og heilabólgu. Hjá karl- mönnum getur hún valdið sýkingu í eistum en í eggjastokkum kvenna og leitt til ófrjósemi. Þórólfur segir dæmi um að í nokkrum tilfellum hafi verið um sýkingar í eistum að ræða en erf- itt er að segja til um á þessari stundu hvort slíkt muni leiða til ófrjósemi. Þá hafa einstaklingar verið með langvarandi hita, mikla verki og verið lengi að ná sér eftir veikindin. „Ég veit ekki til þess að neinn hafi misst heyrn núna en við sáum það alltaf af og til áður fyrr þegar hettusóttin geisaði.“ Bólusetning gegn hettusótt Bóluefnið sem notað er gegn hettusótt kallast MMR og er sam- sett bóluefni sem einnig verkar gegn rauðum hundum og misling- um. Mikil reynsla er komin á þessa framkvæmd bólusetningar og aukaverkanir eru fáar og flest- ar meinlausar. Flestar bólusetn- ingar geta valdið vægum auka- verkunum eins og hita, roða og þrota á stungustað, tímabundinni vanlíðan og niðurgangi. Bólusetn- ing gegn hettusótt getur ennfrem- ur valdið vægum hita eftir viku til tólf daga. Fréttaskýring | Tilfellum hettusóttar hér hefur farið fjölgandi að undanförnu Hámarkinu líklega náð Einstaklingar fæddir 1981 til og með 1985 hvattir til að láta bólusetja sig Ungt fólk er hvatt til að fara í bólusetningu. Það sem af er árinu eru um 73 staðfest tilfelli  Lítið sem ekkert hefur verið um tilfelli hettusóttar undan- farin ár eða síðan síðasti stóri faraldurinn geisaði 1987. Stað- fest hefur verið að faraldurinn hafi borist hingað frá Bretlands- eyjum þar sem hettusótt hefur verið vandamál upp á síðkastið. Talið var að faraldurinn hefði náð hámarki í lok júlí og byrjun ágúst en tilfellum hefur jafnt og þétt fjölgað síðan þá og voru aldrei fleiri en í nóvember. Eftir Andra Karl andri@mbl.is Skagafjörður | Búið er að kunngera niðurstöður úr hinni árlegu lamba- skoðun hjá skagfirskum sauð- fjárbændum. Var hún að umfangi svipuð og síðustu ár en lömbin betri að gerð. Þannig var Skagafjarð- armetið í bakvöðva jafnað en fyrra metið var frá góðærinu 2003. Bakvöðvi, sem nú er alltaf mæld- ur með ómsjá, var að jafnaði álíka og í góðærinu 2003 og lærahold það besta sem Eyþór Einarsson sauð- fjárræktarráðunautur hefur mælt síðan hann tók við þessu starfi. Þennan árangur þakkar ráðunaut- urinn hagstæðu árferði, sífellt betri haustmeðferð lambanna, stórauk- inni þátttöku í sæðingum og al- mennum áhuga fyrir rækt- unarstarfinu. 38 mm þykkur bakvöðvi Á bænum Syðra-Skörðugili mældist lambhrútur með 38 mm þykkan bakvöðva. Þetta er gríð- arlega þykkur vöðvi og jöfnun á Skagafjarðarmeti sem mældist haustið 2003 á lambhrút á Þrasa- stöðum í Fljótum. Þetta lamb vó 57 kíló og stigaðist samtals upp á 86,5 stig og stóð efst allra lambhrúta í sýslunni í haust. Níu aðrir fylgdu þó fast á eftir með sama stigafjölda og í heild leiddi skoðunin í ljós að mik- ið var um úrvalsgóð hrútsefni í hér- aðinu. Af veturgömlum hrútum kom 191 til dóms í haust og þar stóð efst- ur Hrókur á Syðri-Hofdölum með 86 stig. Hrókur er tilkominn úr sæðingu, faðir hans er hinn lands- kunni kynbótagripur Dreitill frá Oddgeirshólum í Hraungerð- ishreppi. Alls voru skoðuð tæplega 5.470 lömb í héraðinu í haust, þar af 910 hrútlömb. Sífellt færist í vöxt að bændur láti ómmæla gimbrarlömb. Fá með því móti þykkt vöðva og fitu og einnig einkunn fyrir lærahold og hafa svo hliðsjón af þessari mæl- ingu þegar þeir velja gimbrarlömb til ásetnings. Skagafjarðarmetið í bakvöðva jafnað með glæsibrag Lærahold með besta móti Morgunblaðið/Örn Þórarinsson Unnið við mælingar lamba á Syðra-Skörðugili í haust, f.v. Eyþór Einarsson ráðunautur, þýskur aðstoðarmaður, Einar Gíslason fyrrverandi bóndi og ráðunautur, Elvar Einarsson bóndi og Eiríkur Loftsson ráðunautur. Hrútlamb á Syðra-Skörðugili – jafnaði metið í bakvöðva.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.