Morgunblaðið - 15.12.2005, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 15.12.2005, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 2005 21 ERLENT Tómt, en lofar góðu. 0,0% HUNDRUÐ milljóna barna sæta mis- munun og misnotkun víða um heim og á ári hverju bætist gífurlegur fjöldi í hópinn, sem í raun er ósýnilegur öðr- um íbúum veraldar. Þetta er fullyrt í nýrri skýrslu Barnahjálpar Samein- uðu þjóðanna (UNICEF). Í ársskýrslu samtakanna, sem gerð var opinber í gær, segir að þessi lýsing eigi við um börn, sem seld séu, og sum hver neydd til að sinna svonefndri „kynlífsþjónustu“. Þetta eigi einnig við um börn, sem dragi fram lífið á götum borga og njóti ekki skólagöngu og heil- brigðisþjónustu. Þá sé algengt að börn séu ekki skráð við fæðingu og það auki líkur á að þau hverfi og bætist í hóp „gleymdu milljónanna“. Ann M. Veneman, framkvæmda- stjóri UNICEF, greindi frá helstu nið- urstöðum skýrslunnar á blaðamanna- fundi í Lundúnum í gær. Lagði hún áherslu á að háleit markmið á borð við þau að minnka fátækt í heiminum yrðu aldrei uppfyllt nema sérstök áhersla yrði lögð á að bæta líf barna í þeim löndum heims þar sem kjörin væru bágust og hætturnar mestar. „Viðvarandi árangri verður ekki náð ef við höldum áfram að horfa framhjá þeim börnum, sem mest þurfa á að- stoð umheimsins að halda, þeim sem búa við mestu fátæktina, þeim sem fá ekki varist og þeim sem sæta misnotk- un,“ sagði Veneman. Tugir milljóna hvergi til Í skýrslunni kemur fram það mat, að rúmur helmingur þeirra barna, sem fæðast í þróunarríkjum, sé ekki skráð- ur. Tölur þessar eiga ekki við um Kína. Í Suður-Asíu einni eru um 24 milljónir barna ekki skráðar við fæð- ingu á ári hverju. Í löndunum sunnan Sahara ræðir um 18 milljónir barna árlega. Þetta hafi í för með sér að börnin séu ekki skráð sem ríkisborgarar í við- komandi löndum. Bein afleiðing þessa sé sú, að börnin njóti hvorki mennt- unar, heilsuþjónustu né annarra sam- félagslegra réttinda. Að auki geri þetta ástand mannræningjum lífið léttara; óskráð börn geti auðveldlega horfið og illmennin þurfi síður að ótt- ast refsingu. Veneman lagði áherslu á að líta bæri á barnasölu sem alþjóð- legan vanda. Fráleit væri sú nálgun að hann væri bundinn við þróunarríkin. „Eftirspurn“ eftir börnum þessum væri oftar en ekki að finna í þeim ríkj- um, sem þróuð teldust. Höfundur skýrslunnar, David Ant- hony, lagði fyrir sitt leyti einkum áherslu á mikilvægi þess að líf og hagsmunir „gleymdu barnanna“ sneru ekki einvörðungu að stjórnvöldum. Mál þetta snerti samfélagið allt. Þörf væri á afdráttarlausum aðgerðum í fjölmörgum ríkjum til að takast á við vandann. Það er mat skýrsluhöfundar að um tvær milljónir barna tilheyri nú „kyn- lífsiðnaðinum“ svonefnda um heim all- an. Erfitt er sagt að fá fram nákvæma tölu um barnasölu en telja megi að um þrettán hundruð þúsund börn séu seld á ári hverju. Um þessi börn gildi al- mennt að þeirra bíði ömurlegt hlut- skipti og þau hverfi í raun úr samfélagi manna. Talið er að um 8,4 milljónir barna vinni við „skelfilegar aðstæður“. Þau séu neydd til þrælkunarvinnu, „kynlífsþjónustu“, þátttöku í hern- aðaraðgerðum og annars ólöglegs at- hæfis. Talið er að hvorki meira né minna en 171 milljón barna starfi við aðstæður, sem teljast hættulegar lífi þeirra og heilsu. Það á m.a. við um vinnu í námum, við hættulegar vélar í verksmiðjum og með eitruð efni í land- búnaði. Af þessum fjölda eru 73 millj- ónir yngri en tíu ára. Í fátækustu ríkjum heims nýtur gíf- urlegur fjöldi barna hvorki menntunar né heilsuþjónustu. Sjötta hvert barn nær ekki fimm ára aldri. Tíunda hvert barn nær ekki að verða eins árs. Helmingur stúlkna á grunnskólaaldri fær ekki menntun. Þriðja hvert barn undir fimm ára aldri – hér ræðir um 42 milljónir barna – er vannært. Fjórða hvert barn fær ekki sprautu gegn mislingum, sem leggja meira en hálfa milljón barna í gröfina á ári hverju. Þriðja hver stúlka er gift fyrir 18 ára aldur Í skýrslu UNICEF er sérstaklega vikið að giftingum barnungra stúlkna. Segir þar að hjónaband í æsku geti orðið til þess að svipta viðkomandi tækifærum til menntunar. Þetta fyr- irkomulag auki líkur á að viðkomandi bíði misnotkun á heimili og kynferð- islegt ofbeldi, sem vara kunni alla ævi. Fram kemur að í þróunarríkjum gift- ist þriðja hver stúlka áður en hún nær 18 ára aldri. Í löndunum þar sem skorturinn er mestur verður þetta hlutskipti helmings þeirra stúlkna, sem yngri eru en 18 ára. Hjónaband í æsku auki og líkur á ótímabærum þungunum, sem aftur auki hættu á dauða bæði móður og barns. Gleymdu og ósýnilegu börnin Í nýrri skýrslu Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna segir að hundruð milljóna barna sæti mismunun og misnotkun Reuters Eftir Ásgeir Sverrisson asv@mbl.is MAHMOUD Ahmadinejad, forseti Írans, lýsti yfir því í gær að helför gyðinga í síðari heimsstyrjöld væri þjóðsaga ein og flytja ætti gyðinga- ríkið til Alaska. Ummæli forsetans voru fordæmd víða um heim og sögð „yfirgengileg“. „Þeir hafa fundið upp þjóðsögu um fjöldamorð á gyðingum og setja þetta ofar Guði, trúarbrögðum og spá- mönnunum,“ sagði Íransforseti í m.a. ræðu sem sýnd var beint í íranska rík- issjónvarpinu. „Ef einhver í landi þeirra viðrar efasemdir um Guð segir enginn neitt, en ef einhver lýsir efasemdum um að gyðingar hafi verið drepnir byrja há- talarar Zíonista og ríkisstjórna, sem eru leppar Zíonista, að öskra. Okkar tillaga er þessi: Gefum þeim hluta af landi ykkar í Evrópu, Banda- ríkjunum, Kanada eða Alaska svo þeir geti stofnað eigið ríki. Verði það gert mun íranska þjóðin ekki lengur mótmæla ykkur og mun styðja ákvörðun ykkar,“ sagði Ahmadine- jad. Forsetinn hefur áður valdið alþjóð- legu uppnámi með ýmsum ummælum sem hann hefur látið falla um Ísrael. Í októbermánuði sagði hann að þurrka bæri Ísraelsríki af landakortinu og í liðinni viku sagði hann Ísrael vera „æxli“ sem flytja bæri til Þýskalands eða Austurríkis. Hann hefur hins vegar ekki fyrr af- neitað helförinni með jafnbeinum hætti og nú. Talið er að þýskir nas- istar hafi drepið sex milljónir gyðinga á árunum 1933 til 1945. „Ef þið segið að það sé satt, að sex milljónir gyðinga hafi verið drepnar á árum síðari heimsstyrjaldarinnar, hvers vegna eiga þá Palestínumenn að gjalda þess? Hvers vegna, undir yfirskini þessa fjöldamorðs, hafið þið komið inn í hjarta Palestínu og ísl- amska heimsins … Hvers vegna hafið þið stofnað zíonistaríki?“ sagði forset- inn. „Afbrigðileg heimssýn“ Talsmaður Ísraelsstjórnar sagði síðustu ummæli forsetans til marks um þá „afbrigðilegu sýn til heimsins“ sem einkenndi stjórnvöld í Teheran. Talsmaður Bandaríkjaforseta sagði yfirlýsinguna „yfirgengilega“ og kvaðst telja að „ábyrgir leiðtogar“ um heim allan gerðu sér það ljóst. Breski ráðherrann Douglas Alex- ander fordæmdi yfirlýsingar forset- ans í nafni Evrópusambandsins. Sagði hann þau „ólíðandi með öllu“. Stjórnvöld í Þýskalandi brugðust við með því að kalla fulltrúa sendiherra Írans í landinu á fund í utanríkisráðu- neytinu. Frank-Walter Steinmeier utanríkisráðherra sagði yfirlýsingar íranska forsetans með „öllu óþolandi“ og „uggvænlegar“. Frances Harrison, fréttaritari breska ríkisútvarspsins, BBC, í Te- heran, segir að dagblöð í Íran hafi fagnað mjög ummælum forsetans. Þau séu „rökrétt“ og beinskeyttari en yfirlýsingar fyrri ríkisstjórna í Íran. Íransforseti afneitar helför gyðinga Reuters Mahmoud Ahmadinejad Írans- forseti flytur ræðu sína í Zahedan. KONA hefur fundist á lífi í húsa- rústum í Pakistan, tveimur mán- uðum eftir að jarðskjálfti, sem reið yfir Kasmírhérað, lagði hús hennar í rúst. Leit hafði löngu verið hætt á svæðinu en að sögn danskra fjöl- miðla var það hrein tilviljun að kon- an fannst. Danskur læknir veitir henni aðhlynningu. Að sögn fréttavefjar Jyllands- Posten lá Naqsha Bibi, sem er fer- tug að aldri, í 63 daga grafin undir húsarústum í þorpinu Kamsar. Konan fannst á sunnudag þegar frændi hennar og fleiri menn voru að róta í rústunum í leit að bygg- ingarefni. Svo virðist sem Naqsha Bibi hafi lifað þessa raun af með því að drekka rigningarvatn, sem seytlaði niður til hennar, og borða rotna ávexti sem hún náði til. Konan liggur nú á sjúkrahúsi í borginni Muzaffarabad þar sem danski læknirinn Martin Nørgaard stundar hana. Hann segir að það sé kraftaverk að konan hafi lifað þetta lengi við þessar aðstæður. Tvo mánuði á lífi í rústunum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.