Morgunblaðið - 15.12.2005, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 15.12.2005, Blaðsíða 34
34 FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. St. Pétursborg | Borgarstjóri St. Pétursborgar, Valentina Matvíenkó, og Tomas Hallberg, fram- kvæmdastjóri ECAD (Evrópskar borgir gegn eiturlyfjum), skrifuðu í gær undir samning um þátttöku St. Pétursborgar í forvarnarverkefn- inu Ungmenni í Evrópu – gegn fíkniefnum, að viðstöddum forseta Íslands, Ólafi Ragnari Grímssyni, sem er verndari verkefnisins. Verk- efnið er á vegum ECAD, en stjórnað af Íslend- ingum og er Dagur B. Eggertsson, læknir og borgarfulltrúi, formaður stýrihóps þess fyrir hönd Reykjavíkurborgar. Hann var einnig viðstaddur undirritunina í gær, ásamt m.a. Róberti Wessmann, forstjóra íslenska lyfjafyrirtækisins Actavis Group, sem er fjárhagslegur bakhjarl forvarnarverkefnisins og leggur til 30 milljónir króna til verkefnisins sem mun standa í fimm ár, frá og með næsta ári til ársins 2010. St. Pétursborg er fyrsta borgin sem semur beint um þátttöku í verkefninu sem Reykjavíkurborg hefur í raun þegar samið um þátttöku í með undirritun samstarfsaðilanna sem fram fór á Bessastöðum í lok október sl. Byggt á íslenskum verkefnum Aðild munu eiga allt að tíu evrópskar borgir sem einnig eru aðilar að ECAD. Nú þegar er þátt- taka Óslóar, Stokkhólms, Helsinki, Vilnius, Riga, Sofiu, Belgrad og Istanbúl ákveðin. Verk- efnið byggist m.a. á niðurstöðum íslenskra rann- sókna og verkefninu um eiturlyfjalaust Ísland frá árunum 1997–2002. Niðurstöðurnar eru m.a. þær að þau börn sem verja a.m.k. klukkustund með fjölskyldu sinni á dag eiga mun síður á hættu að verða fíkniefnum að bráð en börn sem litlum sem engum tíma verja með foreldrum sín- um. Og þá er átt við hvers konar samveru, jafn- vel sjónvarpsáhorf. Einnig að ef unglingar byrja ekki að reykja eða drekka innan við 17 ára aldur eru líkurnar á að þau hefji fíkniefnaneyslu afar litlar. Íslenskar rannsóknir sýna ennfremur að skipulagt íþróttastarf, ekki endilega keppnisíþróttir, er s v e b g u v e y g m a Á S a t o u börnum og unglingum hollt og kemur í veg fyrir fíkniefnaneyslu. Íslenska nálgunin á forvarn- arstarf hefur þar að auki falist í öflugu foreldra- samstarfi sem hefur skilað miklum árangri. Forseti Íslands ávarpaði fulltrúa borgaryf- irvalda, þingmenn, starfsfólk ECAD í St. Pét- ursborg, blaðamenn og stúdenta við Háskólann í St. Pétursborg í tengslum við undirritunina og í máli hans kom fram að þessi atriði virtust ein- föld en þó svo áhrifarík í baráttunni gegn fíkni- efnum. Það hefði sýnt sig að hræðsluáróður eins og tíðkaðist fyrir 10–15 árum skilaði ekki þeim árangri sem vænst hafði verið og forvarnir af þessu tagi væru mun vænlegri. Engin borg gæti unnið baráttuna ein, sam- vinna þeirra væri nauðsynleg, og Íslendingar gætu lagt sitt af mörkum með þessum vís- indalega grunni. „Það má jafnvel segja sem svo að Ísland hafi verið nokkurs konar tilraunastofa og niðurstöður frá þeirri tilraunastofu geta aðrir nú nýtt sér.“ Umfangsmikið forvarnaátak í Pétursborg Valentina Matvíenkó, borgarstjóri St. Péturs- borgar, tók undir orð forsetans og sagði að vissulega gætu Rússar þegið hjálp í baráttunni við fíkniefnin. Í Rússlandi hefði áhersla verið lögð á forvarnir og tekist hefði að draga nokkuð úr fíkniefnaneyslu en alltaf mætti gera betur. Pétursborg mun með þátttöku í verkefninu hefja umfangsmikið forvarnaátak þar sem lögð er áhersla á samvinnu borgaryfirvalda, íþrótta- félaga og annarra frjálsra félagasamtaka, fjöl- skyldna og skóla. Í verkefninu felst samvinna borganna tíu á sviði forvarna og stefnumótunar þar að lútandi. Samráðsfundir verða haldnir og samanburð- arrannsóknir gerðar, auk þess sem háskólar borganna munu vinna saman. Íslensku rann- sóknarniðurstöðurnar eru kynntar fyrir fleiri þjóðum innan verkefnisins og hvatt er til hlið- stæðra rannsókna á þessu sviði. Háskóli Íslands og Háskólinn í Reykjavík taka þannig þátt á Ís- landi. Í verkefninu felst að þrjár samanburðarrann- Einföld atriði áhrifarík í bar V Forseti Íslands viðstaddur undirskrift borgarstjóra St. Pétursborgar að for- varnaverkefni ECAD gegn fíkniefnum Eftir Steingerði Ólafsdóttur steingerdur@mbl.is MANNRÉTTINDAFULLTRÚI Evr- ópuráðsins mælir með því, að íslensk stjórnvöld endurskoði núverandi að- ferðir sem notaðar eru til að skipa dómara í Hæstarétt til að tryggja bet- ur sjálfstæði réttarins. Þetta kemur fram í skýrslu, sem hann kynnti í gær. Þá mælir mannréttindafulltrúinn einnig með því, að íslensk stjórnvöld afnemi 24 ára aldurstakmark, sem sett hefur verið fyrir dvalarleyfi út- lendinga á grundvelli hjónabands eða sambúðar. Sendinefnd Evrópuráðsins var hér á landi í sumar og heimsótti m.a. fangelsið á Litla-Hrauni, búðir fyrir flóttamenn, Keflavíkurflugvöll og neyðarmóttöku fyrir fórnarlömb kyn- ferðisofbeldis. Einnig hittu sendi- nefndirnar fulltrúa íslenskra stjórn- valda. Alls eru tillögur mannrétt- indafulltrúans í 23 liðum. Þar kemur meðal annars fram að 24 ára aldurstakmarkið skerði með greinilegum hætti rétt útlendinga til þess að sameinast fjölskyldum sínum á Íslandi. Íslensk stjórnvöld hafi bent á að fjölskyldumeðlimir útlendinga sem hér búa fái oft dvalarleyfi á öðr- um forsendum en þeirri að um hjóna- band sé að ræða, svo sem vegna at- vinnu eða skólagöngu. Mannréttindafulltrúinn lýsir ánægju með að 24 ára aldurstakmark- ið hafi í raun ekki haft víðtækar af- leiðingar hér á landi. Hægt sé hins vegar að grípa til annarra og hnitmið- aðri aðgerða í því skyni að koma í veg fyrir nauðungarhjónabönd og mansal. Því eigi íslensk stjórnvöld að afnema aldurstakmarkið. Umræða leitt til umbóta á Norðurlöndum Varðandi skipun dómara í Hæsta- rétt segir í skýrslu mannréttinda- fulltrúans, að mikil umræða hafi verið á Norðurlöndunum undanfarinn ára- tug um hvernig eigi að tryggja sjálf- stæði dómstóla. Þessi umræða hafi leitt til mikilla umbóta og þótt allar norrænu ríkisstjórnirnar hafi form- lega skipunarrétt hafi umbæturnar verið í þá átt, að óháðar nefndir og æðstu dómstólarnir sjálfir fjalli um umsækjendur. Með þessum hætti fari ríkisstjórnir ekki gegn áliti þessara ráðgjafa þótt þær séu ekki bundnar af því lagalega. Fram kemur í skýrslunni, að ís- lenska dómsmálaráðuneytið telji að núverandi aðferðir við skipan hæsta- réttardómara tryggi með fullnægjandi hætti sjálfstæði séu aðferðirnar notaðar eru an löndum. Það, að ekki bundinn af umsækjendur, e yrði, sé alls ek urlöndum. Í skýrslunni k nefndin taldi að vel viðunandi. H stjórnvöld hvött fangar hafi aðga í fangelsum og að fangar hafi fangelsum. Þá eru stjórnv þess að endursk um gæsluvarðha tryggja að aðein ræðis þegar alge Tryggi sta mannrét Fjallað er um samtök og í ský hvött til að try þjónustu þeirra með því að styð samtök eða kom Þá eru stjórnvö hvort umboðsm hafa vald til að stóla og hvort e boðsmanns barn Mannréttindafulltrúi Evrópusambandsins birtir skýrsl Aðferðir við skipun dóma Hæstarétt verði endurskoð Segir 24 ára aldurstakmark skerða rétt útlendinga BLESS, G-10? Íslenzkir samningamenn sitja nú viðsamningaborðið á fundi Heimsvið-skiptastofnunarinnar (WTO) í Hong Kong. Þar berjast þeir ekki sízt fyrir tveimur markmiðum. Annars vegar vill Ísland að viðskipti með sjávarafurðir séu sem frjálsust og niðurgreiðslur og ríkisstyrkir til sjávar- útvegs sem minnstir. Í þessum efnum tekur Ísland afstöðu með ríkjum, sem kalla sig „vini fisksins“ og eru m.a. Bandaríkin, Perú og Ástralía. Hins vegar skipar Ísland sér í hóp með ríkjunum, sem eru afturhaldssöm- ust hvað varðar frelsi í viðskiptum með landbúnaðarvörur. Þetta er G-10-hópur- inn svokallaði, sem m.a. samanstendur af Noregi, Sviss, Japan og Búlgaríu. Þessi ríki vilja fara sem hægast í að lækka tolla á landbúnaðarvörum og draga sem minnst úr niðurgreiðslum og ríkisstyrkjum. Þau tala gegn málflutn- ingi t.d. Bandaríkjanna og Ástralíu í þessum málaflokki. Hvernig ætli þessi tvö markmið fari saman? Tveir hagfræðingar, þeir Tryggvi Þór Herbertsson og Halldór Benjamín Þor- bergsson, skrifuðu grein í Morgunblaðið í gær, þar sem þeir hvöttu íslenzk stjórn- völd til að segja skilið við G-10-hópinn og afnema innflutningshöft og ríkisstyrki til landbúnaðar. Rök greinarhöfunda eru að Ísland myndi græða á slíku. Undir þá skoðun getur Morgunblaðið tekið. Í gær greindi Samkeppniseftirlitið t.d. frá nið- urstöðum á rannsókn á matvörumark- aðnum á Norðurlöndunum og í Evrópu- sambandsríkjunum. Ein ástæða þess að matvöruverð er 42% hærra hér á landi en í ESB er höft á innflutningi landbún- aðarafurða. Tryggvi og Halldór færa rök fyrir því að ekki myndi Ísland aðeins græða, eins og öll önnur vestræn ríki, á að koma á frjálsum viðskiptum með landbúnaðar- afurðir. Hlutfallslega myndu hin fátæku þróunarríki græða miklu meira á því að Vesturlönd opnuðu þeim markaði sína. Með því að fylgja þeim ríkjum, sem draga lappirnar í WTO-viðræðunum um frelsi í viðskiptum, tekur Ísland þátt í að skaða hagsmuni þróunarríkjanna. Við erum það vestræna ríki, sem leggur einna minnst til beinnar þróunaraðstoð- ar – sem greinarhöfundar vilja raunar ekki gefa mikið fyrir; telja frjáls við- skipti miklu vænlegri leið til að hjálpa fátækum ríkjum til sjálfshjálpar. En í of- análag gefum við svo þá mynd af sjálfum okkur í hópi hinna ríkjanna 148 í WTO, að við séum einna tregust til að hjálpa þróunarríkjunum með því að stuðla að auknu frelsi í viðskiptum. Ætli þetta verði hjálplegt í baráttunni fyrir kjöri Íslands til Öryggisráðs Sameinuðu þjóð- anna? Lykilatriði í grein þeirra Tryggva og Halldórs er þetta: „… ef þessi greinar- stúfur fjallaði um gildi frjálsra viðskipta í verzlun, iðnaði og þjónustu myndu vel- flestir taka umræðunni sem gefnum hag- fræðilegum sannindum.“ En ríkisstjórn Íslands, landsins sem hefur aukið frjáls viðskipti á flestum sviðum undanfarin ár, vill engu að síður fara sem allra hæg- ast í að innleiða viðskiptafrelsi í land- búnaði. Hvers vegna? Hluta af skýringunni nefna þeir Hall- dór og Tryggvi í grein sinni; samtök landbúnaðarins eru einna bezt skipu- lagði þrýstihópurinn í landinu. Þau eru miklu betur skipulögð og hafa miklu meiri pólitísk áhrif en samtök neytenda. Þau njóta líka mun hærri ríkisstyrkja. Svo má reyndar til sanns vegar færa að landbúnaðurinn njóti ákveðinnar sögulegrar sérstöðu sem hin gamla und- irstöðuatvinnugrein landsins og að fara verði hægt í að innleiða frelsi í greininni, vilji menn varðveita tiltekna menningu og búsetuhætti. Það vill bara svo óheppilega til að þetta eru líka hvort tveggja ástæður þess að stjórnvöld í ríkjum, sem niður- greiða sjávarútveg og leggja háa tolla á sjávarafurðir, vilja ekki hlusta á Íslend- inga þegar þeir tala fyrir frjálsum við- skiptum með fisk. Samtök sjávarútvegs- ins eru þar öflugur þrýstihópur og atvinnugreinin er á opinberu framfæri af „félags- og menningarlegum ástæðum“. Er ekki kominn tími til að íslenzk stjórnvöld hætti þessum tvískinnungi og geri eins og hagfræðingarnir leggja til; kveðji afturhaldið í G-10 og gerist sjálf- um sér samkvæm í WTO-viðræðunum? Við eigum heima í hópi ríkjanna, sem eru frjálslynd í viðskiptamálum, ekki hjá aft- urhaldinu. YFIRTÖKUNEFND OG FL GROUP Yfirtökunefnd Kauphallar Íslands ogfleiri aðila á fjármálamarkaði komst í fyrradag að þeirri niðurstöðu að yfir- tökuskylda hefði myndazt í FL Group hf. og Baugi Group bæri að gera öðrum hluthöfum yfirtökutilboð. Niðurstaða yf- irtökunefndar byggist á því að Baugur og Oddaflug ehf., sem samanlagt áttu tæplega helming í félaginu, hafi átt með sér samstarf um að ná yfirráðum í því. Yfirtökunefnd er ekki opinber eftir- litsnefnd. Forsenda þess að hún geti þjónað því hlutverki sínu að fjalla um yf- irtökuskyldu á hlutabréfamarkaðnum er að fyrirtæki, sem í hlut eiga, fari að til- mælum hennar. Það er út af fyrir sig já- kvætt hversu skjótt Baugur Group og Oddaflug, félag Hannesar Smárasonar forstjóra FL Group, brugðust við. Fé- lögin seldu hvort um sig 5% í FL Group í gærmorgun og sameiginlegur eignar- hlutur þeirra fór því niður fyrir þau 40%, sem lög kveða á um að myndi yfirtöku- skyldu. Í framhaldinu lýsti yfirtöku- nefndin því yfir að skylda til að gera yf- irtökutilboð væri ekki lengur fyrir hendi. Engu að síður vekur það spurningar, hvernig félögin ákváðu að bregðast við. Bæði seldu Landsbankanum bréf sín og gerðu svokallaða afleiðusamninga, sem fela í sér að hvort félag um sig ber áfram fjárhagslega áhættu og nýtur fjárhags- legs ávinnings af gengi bréfanna. Menn hljóta að spyrja hvað þetta þýði. Þýðir það að sala bréfanna sé í raun eins konar málamyndagerningur? Félögin geta auðvitað bent á að með þessu afsali þau sér atkvæðisrétti í félaginu sem nemur 10% eignarhlut, og það þýði að þau geti ekki ráðið kjöri meirihluta stjórnar. En á móti má spyrja: Er líklegt að banki, sem gerir slíkan samning, gangi gegn hagsmunum félaganna, sem um ræðir, við stjórnarkjör? Gerningur af þessu tagi kann að vera í samræmi við íslenzk lög, en væri hann í samræmi við lög um verðbréfaviðskipti og hlutafélög í nágrannalöndum okkar? Er ekki full ástæða til að fá úr því skorið og meta í framhaldinu hvort eðlilegt sé að íslenzk lög séu með öðrum hætti? Það vekur einnig athygli í þessu máli að yfirtökunefnd tókst ekki, þrátt fyrir ítrekaða eftirgrennslan, að fá nákvæman lista um hluthafa í FL Group. Hvorki vildu sumir bankanna upplýsa hverjir hefðu gert við þá framvirka samninga, né fékkst upplýst hverjir stæðu að baki Arion-safnreikningi svokölluðum. Er það eðlilegt að ekki sé hægt að fá grein- argóðar upplýsingar um það hverjir eigi eitt af stærstu fyrirtækjunum í Kauphöll Íslands?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.