Morgunblaðið - 15.12.2005, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 15.12.2005, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 2005 19 FRÉTTIR Má spara þér sporin? „ÞAÐ hefur verið algjör stöðnun í verslunarfrelsi með matvöru á Ís- landi í mjög langan tíma og ég vil hvetja stjórnvöld til að grípa til að- gerða og láta verkin tala í því að lækka hér álögur,“ sagði Finnur Árnason, forstjóri Haga, um skýrsl- una um matvörumarkaðinn. Hann sagði að skýrlan staðfesti málflutning þeirra undanfarin ár. Annars vegar kosti búvaran allt of mikið og hins vegar sé þessi sam- þjöppun í matvöru ekkert einsdæmi hér á Íslandi. Hún sé til dæmis meiri í Svíþjóð en hér og allar Norð- urlandaþjóðirnar séu á svipuðu róli að því leyti. „Það sem mér finnst kannski vanta er að það er ekki bara mat- varan sem er skattlögð hér úr hófi heldur almenn matvara,“ sagði Finnur. Hann benti á að appelsínusafi fengi á sig að minnsta kosti 66% op- inberar álögur frá því hann kæmi hér í höfn og þar til hann væri kom- inn í hendur neytenda. Þar væri um að ræða skatta, tolla og aðrar slíkar opinberar álögur og engin álagning væri þar tekin með. Finnur bætti því við að síðan væru ýmsar vörur sem spurning væri hvort flokka ætti sem búvörur eða ekki, eins og kjúklingar, en kjúk- lingarækt væri í rauninni iðn- aðarframleiðsla. Til dæmis hefði verið skortur á kjúklingabringum undanfarnar vikur og þær fengjust ekki 2–3 daga í viku í ákveðnum verslunum af þeim sökum. Þeir fengju hins vegar ekki að kaupa þær erlendis frá, því álögurnar á kjúk- lingabringur væru 325% ef reynt væri að flytja þær hingað til lands erlendis frá. Álagning ekki hærri „Ég held því statt og stöðugt fram að álagning í matvöruverslun á Ís- landi er ekki hærri heldur en í okkar nágrannalöndum,“ sagði Finnur að- spurður hvort verðmismunur hér á landi og í nágrannalöndunum í þess- um efnum skýrðist að öllu leyti af innflutningshöftum. „Verndartollar og tæknilegar hindranir gera það að verkum að matvara hér er dýrari heldur en í okkar nágrannalöndum,“ bætti hann við. Finnur benti á að 70% af inn- kaupum matvöruverslunar hér væru af innlendum aðilum, þ.e. annars vegar búvörur og hins vegar ýmiss konar mat- og iðnaðarvara fram- leidd á Íslandi. Um 30% væru inn- flutningur og um tveir þriðju hlutar þar af eða um 20% af heildinni væru keypt af heildsölum. Innan við 10% væri eigin innflutningur þeirra í gegnum Aðföng. Finnur sagði aðspurður að al- mennt talað hefði vöruúrval á Ís- landi aukist verulega á und- anförnum áratug. Að sjálfsögðu gæti það verið að vöruúrval væri minna hér en hann teldi að það væri fremur í landbúnaðarvörum eins og osti, kjötáleggjum og slíkum hlutum. Vöruúrval væri tiltölulega gott til al- þjóðlegrar matargerðar og til dæmis væri töluvert meira hér af banda- rískri vöru en í evrópskum versl- unum. Finnur bætti því við að umræða um markaðshlutdeild Haga hefði verið á villigötum og þessi skýrsla nálgaðist raunveruleikann í þeim efnum. Skýrslan væri almennt í samræmi við málflutning þeirra og þeir væru tilbúnir til þess að vinna af heilindum að því að upplýsa um hvað eina í þessum efnum því þeir hefðu ekkert að fela og hefðu haldið því fram að það væru utanaðkomandi þættir sem yllu því að hér væri alltof hátt verðlag á matvöru. „Skýrslan staðfestir málflutn- ing okkar undanfarin ár“ Eftir Hjálmar Jónsson hjalmar@mbl.is „MÉR finnst alveg tímabært að samkeppnisyfirvöld skoði matvöru- markaðinn og það sé komist til botns í því hvernig hann virkar og að skoð- að verði gagnrýnum huga hvort þessi uppsetning sem er á honum núna geti hreinlega staðist og sé eðli- leg, þ.e.a.s. þessi yfirburðamarkaðs- staða eins aðila“ sagði Sigurður Arn- ar Sigurðsson, forstjóri Kaupáss, aðspurður, um álit á skýrslu um mat- vörumarkaðinn. Sigurður sagði að sú niðurstaða skýrslunnar að það sem skýrði meg- inmuninn á matvælaverði milli landa væru innflutningshöft á landbúnað- arvörum kæmi ekki á óvart. „Hins vegar kemur þarna fram ótvírætt að sá aðili sem hefur mark- aðsráðandi stöðu hér á íslenska markaðnum, að hann er með óeðli- lega stóran hlut af markaðnum,“ sagði Sigurður. Hann sagði að vísu skæru Norð- urlöndin sig dálítið úr hvað þetta varðar miðað við önnur lönd, en hann teldi þó að það væri alveg ljóst að samkeppnisyfirvöld þyrftu að beita sér mun meira í þessum efnum, þ.e.a.s. skoða hvort það gæti verið eðlilegt að einn aðili hefði slíka yf- irburðamarkaðsstöðu, eins og Baug- ur hefði. Seldi undir kostnðarverði Hann sagði að Baugur hefði stýrt þessum markaði að verulegu leyti þar til Kaupás hefði farið í herta samkeppni með Krónuna og þá hefði allur markaðurinn farið á stað. „Það sem er hins vegar óeðlilegt í því er það að þessi stóri markaðs- ráðandi aðili bregst þannig við sam- keppninni að selja vörur í stórum stíl og skipulega undir kostnaðarverði. Það hefur alla vega verið minn skiln- ingur í þeim efnum að markaðsráð- andi fyrirtæki væri bannað að selja vörur undir kostnaðarverði. Ég held að það sé full ástæða fyrir sam- keppnisyfirvöld að skoða þennan markað mun betur heldur en nokk- urn tíma hefur verið gert og við fögnum því bara,“ sagði Sigurður ennfremur. Hann sagði, er hann var spurður hvort smærri aðilar ættu erfitt með að komast inn markaðinn hér vegna stórra innkaupafyrirtækja og hvort hér væri minna vöruúrval af þeim sökum, að hann teldi ekki að vöruúr- val væri minna hér en víða erlendis. Hins vegar væri það alveg rétt að hér væru tvö stór innkaupafyrir- tæki, Aðföng og Búr. Eitt af fyrstu verkunum eftir að Norvik keypti Kaupás hefði verið að segja upp samstarfinu við Búr. Þeir vildu ráða sínum innkaupum sjálfir, en Búr hefði upphaflega verið innkaupa- samband Kaupáss og Samkaupa. Þeir hefðu ekki talið það þjóna sínum hagsmunum að vera í samfloti þar um og önnuðust nú sín innkaup sjálf- ir. „Hins vegar verður auðvitað að hafa það í huga að þessi markaður er lítill og þess vegna þarf kannski að gera ennþá ríkari kröfu á samkeppn- iyfirvöld að þau passi það að eitt fyr- irtæki nái ekki slíkri yfirburðastöðu á markaðnum eins og til dæmis Baugur hefur haft. Við höfum fundið það í samskiptum okkar við innlenda framleiðendur og heildsala að þeir beinlínis óttast viðbrögð frá þeim að- ila,“ sagði Sigurður einnig. Tímabært að samkeppn- isyfirvöld skoði matvörumarkaðinn GUÐNI Ágústsson landbúnaðar- ráðherra segist vera að fara yfir skýrslu sem Samkeppniseftirlitið kynnti í gær um matvælaverð og segir Guðni að í henni sé í raun- inni ekkert nýtt. Skv. skýrslunni er verð á mat- vörum í verslunum á Íslandi 42% hærra en í löndum ESB. Þar segir að innflutningshömlur á búvörum virðist vera helsta ástæðan fyrir þessu. Guðni bendir á að rannsóknir hafi sýnt að landbúnaðarvörur sem framleiddar eru á Íslandi, séu hlutfallslega ekkert dýrari en aðr- ar vörur. „Þær eru heldur ekkert dýrari en innfluttar landbúnaðar- vörur sem eru hlutfallslega dýrari hér en t.d. í Danmörku og öðrum nálægum löndum. Íslenska land- búnaðarvaran sem framleidd er hér hefur því ekkert verið að skera sig úr í þessum efnum,“ segir hann. Mismunandi virðis- aukaskattur og þrjár verslunarkeðjur Guðni segir að sér virðist m.a. að mismunandi álagning virðis- aukaskatts í samanburðarlöndun- um hafi áhrif á niðurstöður skýrsl- unnar. „Hér er hann 14% en til samanburðar er hann t.d. 7% á matvöru í Þýskalandi. Svo sýnist mér að samkeppnin ráði kannski meiru en annað. Hér ráða þrjár verslunarkeðjur 82% af matvæla- markaðinum, og tvær eru lang- stærstar. Þetta er því eitthvað sem við þurfum líka að hugleiða.“ Guðni bætir við að svo virðist sem vörur og ýmis þjónusta hér á landi sé eitthvað dýrari en annars staðar „en það er kannski að hluta til vegna þess að við erum velmeg- unarþjóð, gerum miklar kröfur og borgum góð laun. Landbúnaður- inn hefur ekkert skorið sig úr í þessum efnum“. Innlendar landbúnaðar- vörur ekki dýrari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.