Morgunblaðið - 15.12.2005, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 15.12.2005, Blaðsíða 60
60 FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ Flott jólagjöf Laugavegi 54 sími 552 5201 Póstsendum ÞÁ er King Kong mættur, heim- urinn er búinn að bíða með óþreyju allt frá því það spurðist út að þessi gamla, góða ævintýramynd yrði næsta verkefni Peters Jackson eftir þrekvirkið Hringadróttinssögu. Jackson, þessi nýsjálenski H.C. Andersen samtímans, er greinilega mikill aðdáandi ævintýra og leitun er á efni af slíkri stærðargráðu sem handrit Merians C. Cooper og Er- nest Schoedsack býður upp á. Þeir Fran Walsh, Philippa Boyens og Jackson fylgja að miklu leyti eftir þræði frummyndarinar frá 1933, það inniheldur allt sem nauðsynlegt telst ósvikinni ævintýramynd (gamla myndin hefur ótrúlega lítið elst á sjötíu árum), og Jackson kryddar það með brellutækni sem engan heilvita mann dreymdi um fyrir tíu árum. King Kong hefst í New York á kreppuárunum miklu um og eftir 1930. Leikstjórinn Carl Denham (Black), er að sýna kvikmynda- framleiðendum nýjasta verk sitt, sem reynist ósýningarhæft. Í stuttu máli fær Denham frábæra hugmynd um hvernig hann geti bjargað klúðr- inu: Að bæta það með viðbót- artökum frá leyndardómsfullri eyju í Suðurhöfum. Hún er ekki til á landakortinu en menn sem fullyrða að hún sé þar syðra, hulin þoku, kvik af dýralífi árþúsundagömlu, því þar hafi tíminn staðið í stað. Denham vantar leikkonu í að- alkvenhlutverkið og finnur hana í Ann Darrow (Watts), aðþrengdri og atvinnulausri í eymdinni í New York. Denham tekst að sigla úr höfn með tæki sín og mannskap, þ.á m. handritshöfundinn Jack Driscoll (Brody), í þann mund sem lögreglan ætlar að stinga honum inn. Eyjan finnst og dýr og gróður svíkja ekki væntingar Denhams, uns þeir rekast á frumbyggjana og í framhaldinu, sjálfan King Kong, risaapa á annan tug metra. Nú ger- ast miklir og margvíslegir atburðir sem leiða þau saman Darrow og King Kong, sem skipverjar yfirbuga að lokum og taka með sér til New York. Denham hyggst bjarga fjár- málunum með því að halda sýningar á þessu „áttunda undri veraldar“, slíkt getur ekki endað öðruvísi en á versta veg. Tekst Jackson að uppfylla vænt- ingar allra þeirra milljóna sem bíða árangursins eftir hina seðmögnuðu Hringadróttins-þrennu? Því verður hver og einn að svara fyrir sig. Að þessu sinni hefur Jackson ómælt fjármagn (sem er ekki alltaf til góðs), og þrælsjóaða tæknimenn sem áttu stóran hlut í töfrum þrenn- unnar. Ekki vantar hráefnin, því allt er til staðar sem prýtt getur æv- intýri. Spenna, ástarsaga, skrímsli, átök, leyndardómsfull eyja, nefndu það. Myndin fer frábærlega í gang og kynningin á persónunum þétt, en er dálítið lengi að komast í samband við titilpersónuna. Þá tekur við mið- kafli á eyjunni, einkum og sér í lagi þar virðist Jackson ekki kunna sér hófs og ætlar aldrei að fá nóg af stafrænu tækninni. Það úir og grúir af forsögulegum kvikindum, eðlur, snákar, pöddur og afmyndaðir frumbyggjar, svo eitthvað sé nefnt, og yfir öllu gnæfir kóngurinn Kong. Árangurinn er nánast lýtalaus mynd í alla staði, það eina sem má finna að er að of mikið er af öllu, sem gerir að verkum að sýning- artími 2005 árgangsins er á fjórðu klukkustund, sem er svo sem hálf- tíma of mikið. Ég get lofað því líka að aðra eins ævintýramynd eigum við ekki eftir að sjá næstu árin. Fyrir utan átökin og spennuna hefur hún einnig þann nauðsynlega kost að vera tilfinn- ingum þrungin, líkt og þrennan góða. Líkt og í frummyndinni er það sögufrægt, ljúfsárt samband King Kong og Darrow, sem er taugakerfi verksins. Watts er senuþjófurinn í leikarahópnum og tekst að gera at- riðin á milli þeirra Kong, ótrúlega tilfinningarík og samband þeirra að burðarási myndarinnar – þrátt fyrir allar brellurnar. Apinn er ótrúlega mannlegur í öllum sínum hrikaleik, en Darrow er álíka stór og SS-pylsa í lófanum á ófreskjunni. Aðrir leikarar eru vel valdir og standa sig yfirleitt sómasamlega, einkum Kretschman í hlutverki skipstjórans. Maður hafði vissar efasemdir um Black, en hann er bráðnauðsynlegur til að létta á hlut- unum sem bjartsýnismaðurinn Den- ham sem aldrei tapar gróðavoninni. Chandler er litlu síðri sem hetju- leikarinn Baxter, sem segir sem svo þegar á reynir „Ég er bara hetja á hvíta tjaldinu, í raunveruleikanum eru þær yfirleitt miðaldra, sköll- óttar með bjórvömb.“ Brellurnar eru magnaðar, með King Kong í fararbroddi, að vísu eru átökin á milli tölvuteiknuðu furðudýranna á stöku stað fullmikið af því góða og þau sístu. Tækni- deildin á því heiður skilinn (og sjálf- sagt eitthvað af Óskurum), og tón- list James Newton Howard er snilld. Jackson réðst ekki á garðinn þar sem hann var lægstur; frummyndin King Kong, er ein af fáum sígildum verkum ævintýramyndanna, átökin á Empire State, eitt frægasta atriði allrar kvikmyndasögunnar. Jackson hefur tekist það ótrúlega, að gera verk sem stenst samanburð við fyr- irmyndina og laga það að samtím- anum. Ein snjallasta hugmyndin var að gera nýju myndina á krepputím- unum, önnur að glæða hana róm- antík og mannlegum tilfinningum. King Kong sópar örugglega ekki til sín verðlaunum að hætti þrenn- unnar, en hún verður enginn eft- irbátur hvað aðsókn snertir. KVIKMYNDIR Sambíóin, Háskólabíó, Laug- arásbíó Leikstjóri: Peter Jackson. Aðalleikarar: Naomi Watts, Jack Black, Adrien Brody, Thomas Kretschmann, Colin Hank, Ja- mie Bell , Evan Parke, Kyle Chandler. 187 mín. Nýja-Sjáland/Bandaríkin 2005. King Kong  Sæbjörn Valdimarsson „Árangurinn er nánast lýtalaus mynd í alla staði, það eina sem má finna að er að of mikið er af öllu, sem gerir að verk- um að sýningartími 2005 árgangsins er á fjórðu klukkustund, sem er svo sem hálftíma of mikið,“ segir m.a. í dómi. Darrow og dýrið SÖNGVARINN og tónlistarmaðurin Jón Jósep Snæ- björnsson heldur útgáfutónleika í Fríkirkjunni í Reykjavík í kvöld. Tónleikarnir eru haldnir í tilefni af útgáfu fyrst sóló- plötu söngvarans sem ber einfaldlega nafnið Jónsi og inniheldur að stærstum hluta lög eftir hann sjálfan. Á tónleikunum mun hann flytja lög af plötunni ásamt jólalögum og öðrum lögum sem hafa verið hon- um efst í huga und- anfarin ár en honum til halds og traust eru sömu hljóðfæraleik- arar og léku með hon- um inn á plötuna: Karl O. Olgeirsson á píanó og er hann jafnframt hljómsveitarstjóri, Ómar Guðjónsson á gítar, Tómas Tómas- son á bassa og Birgir Baldursson á tromm- ur. Platan hefur verið tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna í flokknum poppplata ársins en Jónsi er auk þess tilnefndur sem söngvari árs- ins. Tónleikarnir hefjast kl. 21. Tónlist | Jónsi í Fríkirkjunni í kvöld Jón Jósep Í sparifötum Bandaríska leikkonan VictoriaPrincipal, sem m.a. lék hlut- verk Pamelu Ewing í sjónvarpsþátt- unum Dallas, mun að öllum líkindum verða fyrsta konan sem fer út í geim- inn sem ferðamaður. Mun hún hafa greitt sem svarar tæpum 13 millj- ónum króna fyrir far með flaug Sir Richards Bransons, sem ætlar að hefja farþegaflug út í geiminn 2008. Alls hafa 120 manns keypt far, en ferðin á að taka hálfan þriðja tíma, að því er breska blaðið Daily Mirror greinir frá. Victoria er ekki eina stjarn- an sem hefur áhuga á að kom- ast út í geiminn. Fyrir nokkru bárust fregnir af því að leikarinn Tom Hanks hefði beðið bandarísku geimvísindastofnunina, NASA, um að flytja sig til tunglsins og leyfa sér að fara þar í gönguferð. Fólk folk@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.