Fréttablaðið - 01.02.2003, Blaðsíða 1
HÁTÍÐ
Þorrablót hjá
Pottormum
bls. 14
Þverholti 9, 105 Reykjavík — sími 515 7500 Laugardagurinn 1. febrúar 2003
Tónlist 34
Leikhús 34
Myndlist 34
Bíó 36
Íþróttir 10
Sjónvarp 38
KVÖLDIÐ Í KVÖLD
STJÓRNMÁL Fulltrúaráð Samfylking-
arinnar í Reykjavík gengur frá list-
um Samfylkingarinnar í Reykjavík-
urkjördæmum í dag. Fundurinn
verður haldinn á Grand Hótel
Reykjavík, Sigtúni 38, og hefst
stundvíslega kl. 14.
Samfylking
gengur frá listum
LEIKHÚS Maðurinn sem hélt að konan
hans væri hattur eftir Peter Brook
og Marie-Hélène Estienne verður
frumsýnt á Nýja sviði Borgarleik-
hússins í kvöld klukkan 20.00.
Frumsýning á
Nýja sviðinu
FUNDUR Ármann Jakobsson ís-
lenskufræðingur ver doktorsrit-
gerð sína, Staður í nýjum heimi:
Konungssagan Morkinskinna. Dokt-
orsvörnin fer fram í Hátíðasal Há-
skóla Íslands, aðalbyggingu, og
hefst klukkan 14.00.
Konungssagan
Morkinskinna
ÚTIVERA Gigtarfélag Íslands stendur
fyrir gönguferð um Laugardal. Hist
verður við inngang Gigtarfélagsins
að Ármúla 5 klukkan 11.00. Gert er
ráð fyrir fremur þægilegri klukku-
tíma göngu sem ætti að henta flest-
um.
Göngutúr um
Laugardal
VIRKJUN
Mikilvægt
að mótmæla
LAUGARDAGUR
27. tölublað – 3. árgangur
bls. 20
FÓLK
Átti ekki von
á að þeir myndu
eftir mér
bls. 22
STJÓRNMÁL Kjósendur eru ánægð-
astir með störf Davíðs Oddssonar
forsætisráðherra, samkvæmt
nýrri skoðanakönnun Fréttablaðs-
ins.
Davíð gerir það gott hjá báðum
kynjunum þó karlar séu sýnu
ánægðari með hann en konur. Það
vekur athygli að Guðni Ágústsson
landbúnaðarráðherra fylgir á
hæla Davíðs og virðist almennt
njóta meiri hylli en Halldór Ás-
grímsson utanríkisráðherra.
Valgerður Sverrisdóttir, iðnað-
ar- og viðskiptaráðherra, er eina
konan sem lætur að sér kveða í
ráðherraliðinu og ánægja fólks
með störf hennar er umtalsverð,
ekki síst þegar tekið er tillit til
þess að öll spjót hafa staðið á
henni í erfiðum og hörðum mál-
um. Konur eru áberandi ánægðari
með störf Valgerðar en karlar.
Svanfríður Jónasdóttir alþing-
ismaður segir könnunina styðja
það að þjóðin kunni að meta
spaugsama ráðherra og Gunnar
Steinn Pálsson almannatengill tel-
ur það merkilegt hversu vel fram-
sóknarráðherrarnir mælast.
„Davíð er alltaf fremstur meðal
jafningja og ef hans nyti ekki við
væri þetta svolítið framsóknarleg
útkoma. Í því felast svo aftur al-
varleg skilaboð til formanns
Framsóknarflokksins, sem er ekki
fremstur meðal jafningja,“ segir
Gunnar Steinn meðal annars.
Nánar bls. 26 og 27.
REYKJAVÍK Vestlæg átt,
5-10 fyrripart en norðvestan
8-13 m/s síðdegis.
VEÐRIÐ Í DAG
VINDUR ÚRKOMA HITI
Ísafjörður 10-15 Él 5
Akureyri 10-15 Él 5
Egilsstaðir 5-7 Skýjað 6
Vestmannaeyjar 8-13 Éljagangur 5➜
➜
➜
➜
-
-
-
-
BORGARSTJÓRINN KVEÐUR Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hætti formlega sem borgarstjóri Reykjavíkur í gær. Nóg var að gera á síðasta
vinnudeginum og þegar ljósmyndari Fréttablaðsins leit í heimsókn niður í Ráðhús var hún að fara yfir gögn ásamt Önnu Kristínu Ólafs-
dóttur, aðstoðarmanni sínum. Nú taka við ný verkefni hjá fráfarandi borgarstjóra. Landsmálin bíða.
Skoðanakönnun um ágæti ráðherranna:
Guðni er á hælum Davíðs
GENGISÞRÓUN Krónan hefur styrkst
verulega að undanförnu gagnvart
helstu gjaldmiðlum. Það sem af er
ári hefur krónan styrkst um tæp
3%.
Verð dollara í krónum hefur lækkað
verulega, en styrkingin gagnvart
evru er minni. Á einu ári nemur
lækkun dollara gagnvart krónu
25%. Evran hefur styrkt stöðu sína
gagnvart dollaranum. Evran er
6,5% ódýrari en hún var fyrir ári.
Miklar hrakspár voru uppi um evr-
una þegar hún hóf göngu sína.
Ingólfur Bender, hagfræðingur hjá
Íslandsbanka, segir menn reyndar
lengi hafa spáð því að evran myndi
styrkjast. „Sérfræðingar voru bún-
ir að spá því svo lengi án þess að
það gerðist að sumir voru farnir að
draga í land.“ Að hans sögn er mik-
ill viðskiptahalli Bandaríkjanna
helsta ástæða veikingar dollara.
„Viðskiptahallinn var fjármagnað-
ur með erlendri fjárfestingu. Erfið-
leikar á bandarískum hlutabréfa-
markaði hafa orðið til þess að er-
lendir fjárfestar hafa dregið sig til
baka. Þeir vinna því ekki lengur á
móti viðskiptahallanum, sem þýðir
að dollarinn lækkar.“
Evran fór fram úr dollaranum í
nóvember og hefur verið verðmæt-
ari gjaldmiðill síðan. Styrkingu
krónunnar frá þeim tíma sem hún
var lægst má rekja til margra þátta.
Styrking krónunnar að undanförnu
helst í hendur við vaxandi vænting-
ar um virkjanir og stóriðju. Þegar
Seðlabankinn hætti að verja krón-
una féll hún skarpt. Síðan hún var
sett á flot hefur styrkur hennar
ekki mælst meiri en nú. Ingólfur
segir flest benda til þess að krónan
muni halda áfram að styrkjast á
næstunni, þó ekki jafn mikið og að
undanförnu.
Styrkingin þýðir að innfluttar
vörur verða ódýrari, en að sama
skapi lækkar verð fyrir útflutnings-
vörur. Samkeppnisstaða þeirra á er-
lendum mörkuðum versnar. Raun-
gengið er hins vegar svipað og það
var í byrjun síðustu uppsveiflu.
Staða útflutningsgreina er því betri
en oft áður, þó ekki sé hún eins góð
og þegar krónan var veikust.
haflidi@frettabladid.is
Krónan hefur styrkst
mikið gagnvart dollar
bls. 30
TÍSKA
Klámið
tröllríður
poppinu
bls. 16
STJÓRNMÁL
Forseti flauels-
byltingarinnar
kveður
Nýbýlavegi 2 • 200 Kópavogi
S. 570 5300
www.arctictrucks.is
markaður jeppamannsins
Opið í dag, laugardag
kl. 10 - 16
ÞRUSU
ÚTSALA
NOKKRAR STAÐREYNDIR UM
MEÐALLESTUR FÓLKS Á ALDRINUM 12 TIL 80 ÁRA
Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU ER 69,6% SAMKVÆMT
FJÖLMIÐLAKÖNNUN GALLUP Í OKTÓBER 2002.
Fr
é
tt
a
b
la
ð
ið
M
o
rg
u
n
b
la
ð
ið
Meðallestur vikunnar
meðal 25 til 49 ára
samkvæmt
fjölmiðlakönnun
Gallup frá
október 2002
29%
D
V
80.000 eintök
70% fólks les blaðið
Hvaða blöð
lesa 25 til 49
ára íbúar á
höfuðborgar-
svæðinu?
62%
72%
Krónan hefur styrkst verulega síðasta árið. Dollarinn er nú 25 prósentum ódýrari en fyrir ári.
Bandarískar vörur hafa því lækkað í innkaupum, en styrking krónunnar er neikvæð fyrir út-
flutning og innlenda framleiðendur sem keppa við innflutning.
Dollari
Evra
Gengisvísitala krónu*
jan.02 feb.02 mar.02 apr.02 maí.02 jún.02 júl.02 ágú.02 sep.02 okt.02 nóv.02 des.02 jan.03
70
80
90
100
110
120
130
140
*Lækkandi vísitala þýðir sterkari króna.
ÞRÓUN MEÐALGENGIS GJALDMIÐLA SÍÐASTA ÁR
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/R
Ó
B
ER
T