Fréttablaðið - 01.02.2003, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 01.02.2003, Blaðsíða 24
24 1. febrúar 2003 LAUGARDAGUR LEIKLIST Nemendaleikhúsið frum- sýndi í gær leikritið Tattú eftir Sig- urð Pálsson. Þetta er undarlega heillandi og kraftmikil leiksýning sem vart lætur marga áhorfendur ósnortna. Það leynir sér heldur ekki að leikhópurinn hefur haft óstjórn- lega gaman af því að glíma við þetta leikrit, sem gerist á tattú- stofu í bakhúsaþyrpingu við Hlemm. Þar kemur jafnt látið fólk sem lifandi við sögu. „Þetta er mög sérstakt verk,“ segir Ilmur Kristjánsdóttir, sem er ein úr leikhópnum. „Það verður hver að skilja það fyrir sig.“ Leikararnir átta eru á síðasta ári í leiklistarnámi við Listahá- skóla Íslands. Sýningin er hluti af lokaprófi þeirra við skólann. „Þetta verk er svo margslungið. Að ákveðnu leyti er það ofsalega gáfulegt, en að öðru leyti er það mjög einfalt,“ segir Þorleifur Örn Arnarsson, sem leikur Vikar, eig- anda tattústofunnar. „Eins og Rúnar sagði við okkur, þá fjallar þetta einfaldlega um eina stelpu sem ætlar að láta setja á sig tattú og aðra stelpu sem ætl- ar að láta taka af sér tattú,“ segir Ilmur. „Á hinn bóginn er þessi sígilda krafa um upphaf, miðju og endi á leiksýningu þverbrotin,“ segir Þorleifur. „Samt er það ekki gert með neinu offorsi eða átaki.“ Tíminn gegnir miklu hlutverki í leikritinu. Persónurnar eru flestar að reyna að hreiðra notalega um sig í tímanum, sem heldur stans- laust áfram að líða af algeru misk- unnarleysi. „Við erum svo miklir grænjaxlar“ Af einhverjum ástæðum verða sýningar Nemendaleikhússins oft á tíðum meira spennandi en leik- sýningar í atvinnuleikhúsum, þar sem þrautreyndir leikarar fara með öll hlutverk. Hinir ungu nem- ar kunna ýmsar skýringar á því. Björn segir frá því að eftir sýn- ingu á leikritinu Skýfall, sem þau settu upp fyrr í vetur, hafi reyndur leikari komið til þeirra og sagt: „Mikið rosalega var maður grænn í Nemendaleikhúsinu. Ég myndi aldrei láta hafa mig út í svona vit- leysu í dag.“ „Þetta er kannski ein ástæðan fyrir þessu,“ sagði Björn. „Við erum svo miklir grænjaxlar. Mað- ur kemur svo voðalega opinn inn í alla hluti. Maður byrjar bara og svo kemur kannski í ljós seinna að þetta var alger steypa, en maður gerir það samt.“ „Við höfum náttúrlega engu að tapa,“ segir Ilmur. „Þetta er að ein- hverju leyti tilraunaleikhús.“ „Hér eru tvö leikhús sem eru mikið styrkt af opinberu fé. Annað þeirra helmingi meira en hitt,“ segir Þorleifur. „Leikhús sem hafa þetta mikið af almannafé ættu að standa meira í tilraunastarfsemi. Það er að vísu verið að gera ýmsar tilraunir á Nýja sviðinu í Borgar- leikhúsinu. Og Þjóðleikhúsið mætti fylgja því eftir. Hérna eru samt oft á tíðum eftirtektarverð- ustu sýningarnar einfaldlega af því að hér er gefið grænt ljós á að gera hluti, jafnvel þótt við vitum ekkert hvert við erum að fara.“ Mannréttindabrot í hverri viku „Þetta er heldur ekkert þannig hjá okkur að maður þurfi að stökkva frá kannski klukkan tvö til að tala inn á einhverja auglýs- ingu og fara síðan upp á Sagafilm til þess að gera eitthvað annað. Við erum bara í skóla hérna og samkvæmt námsskrá er einfald- lega skylda að hafa ákveðna við- veru. Við verðum bara að fylgja því,“ segir Björn. „Hér eru líka engar reglur um vinnutíma,“ segir Þorleifur. „Við þverbrjótum hérna í hverri viku ekki bara Evrópusambandslögin um vökutíma heldur vökulögin frá 1929. Þótt við séum að tala hér um grundvallarmannréttindi, þá er það bara eitthvað sem allir eru tilbúnir til að gangast undir.“ Á hverju ári útskrifar Listahá- skóli Íslands átta nýja leikara. Reynslan hefur verið sú að ein- ungis hluti þess hóps sem út- skrifast hverju sinni starfar til frambúðar að leiklistinni. Skyldu þau ekki hafa neinar áhyggjur af því? „Ég held reyndar að þetta sé mikið að breytast,“ segir Þorleif- ur. „Þegar fólk kemur héðan út hugsar það fyrst og fremst um að finna sér eitthvað að gera sjálft. Það eru ekki lengur allir að stef- na að því að fara beint upp í Þjóð- leikhús og á samning.“ Ilmur tekur undir þetta: „Ég held að fæstir vilji fara beint á samning. Auðvitað vilja allir leika, en ekki endilega binda sig einhvers staðar.“ Einstaklingshyggja ryður sér til rúms „Ég held að einhver einstak- lingshyggja sé að ryðja sér til rúms, ákveðin framtakssemi. Fólk hefur verið að sjá að það er alveg hægt að stofna hóp og legg- ja af stað út í eitthvað ævintýri,“ segir Þorleifur. „Umhverfið hefur líka breyst svakalega mikið,“ segir Björn. „Ekki síst með tilkomu Evrópu- báknsins auk þess sem ríki og borg hafa komið inn í þetta á síð- ustu árum. Ungt fólk hefur allt í einu tækifæri til þess að vinna faglega að uppsetningum sem eru annað hvort greiddar upp í topp eða að hluta úr þessum sjóð- um. Það sprettur svo mikið upp úr því að litlir leikhópar geti far- ið af stað og unnið sjálfstætt að sínum verkefnum.“ „Þetta gefur fólki tækifæri á að þroskast sjálft og þróa sitt leik- hús. Einfaldlega að stofna leikhóp og byrja,“ segir Þorleifur. „Þetta mun svo skila sér síðar í ennþá betra leikhúsi því þetta gefur fólki tækifæri til að þroska sinn stíl. Það þarf ekki að byrja strax undir einhverri efnahagspressu um að þurfa að búa til toppstykki og mega ekki klikka.“ „Vesturport er einmitt talandi dæmi um þetta,“ segir Björn. „Fólk fær bara einhverjar hug- myndir og veðjar á þær. Rómeó og Júlía er flottasta sýningin í bænum, þótt hún hafi verið unnin fyrir litla peninga.“ gudsteinn@frettabladid.is Nemendaleikhúsið er farið af stað með nýtt íslenskt leikrit eftir Sigurð Pálsson. Ungu leiklistarnemarnir horfa björtum augum til framtíðar í leikhúsheiminum. Allt fram streymir LEIKHÓPUR NEMENDALEIKHÚSSINS Björn Thors, Bryndís Ásmundsdóttir, Þor- leifur Örn Arnarsson, Esther Talia Casey, Maríanna Clara Lúthersdóttir, Davíð Guð- brandsson og Ilmur Kristjánsdóttir. Á myndina vantar Maríu Hebu Þorkelsdóttur. Á TATTÚSTOFUNNI ERU DRAUGAR FORTÍÐAR ENN Á SVEIMI Björn Thors, Ilmur Kristjánsdóttir og Davíð Guðbrandsson í hlutverkum sínum. Nemendaleikhúsið hefur fráupphafi valið verk til sýninga á mjög eftirtektarverðan hátt,“ segir Sigurður Pálsson rithöfund- ur, en leikhúsið frumsýnir nýtt leikrit eftir hann á föstudaginn. „Leikhúsið kallar fyrst eftir nokkrum einföldum hugmyndum og af þeim eru fjórar valdar til frekari vinnslu. Þau fá það sem kallað er treatment í kvikmynda- bransanum, gerð er atriðaskrá og sýnishorn af heilu atriðunum eru skrifuð upp. Því næst er eitt leikrit valið til sýninga og fullunnið.“ Leikrit Sigurðar, Tattú, gerist eins og nafnið bendir til á tattú- stofu. „Hún er í bakhúsaþyrpingu við Hlemm, þar sem áður var kaffihúsið Café Henríetta. „Þarna mætast tvennir tímar. Viðskipta- vinir tattústofunnar eru aðallega ungt fólk sem lifir hér og nú. Henríetta og hennar fólk halda svo að miklu leyti til á stofunni og í gegnum það kynnast áhorfendur veröld sem var, heimi kaffihússins og sögu þeirra sem tengdust því.“ Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Sigurður kemur að starfsemi Nemendaleikhússins en hann samdi fyrsta verkið sem leikhús- ið setti á fjalirnar, Undir suðvest- urhimni, árið 1976. „Ég kenndi við Leiklistarskól- ann, skrifaði leikritið og leik- stýrði því sjálfur. Ég hef alltaf verið hrifinn af þessu fyrirkomu- lagið enda er Nemendaleikhúsið upplagt fyrir ýmsar tilraunir í leikritun sem yrði erfiðara að út- færa í atvinnuleikhúsi. Þessi vett- vangur er nokkuð sérstæður og nágrannar okkar á Norðurlöndum horfa til dæmis öfundaraugum til Nemendaleikhússins.“ Undir suðvesturhimni var samið við tónlist Gunnars Reynis Sveinssonar og Sigurður fékk ný- listadeild Myndlistar- og handíða- skólans til að gera leikmyndina. „Mér fannst mjög æskilegt að fá fólk í ólíkum listgreinum til að vinna saman. Þetta er í raun grunnhugmyndin að Listaháskóla Íslands, að láta listgreinarnar tala saman.“ Sigurður segist ekki hafa verið með puttana í öllu sköpunarferli Tattús. „Ég var svolítið með þeim í blábyrjun en lét þau svo að mestu í friði. Listræn ábyrgð á leiksýn- ingu er alfarið á höndum leikstjór- ans og þar finnst mér höfundurinn ekki vera neinn hæstiréttur.“ thorarinn@frettabladid.is Höfundurinn er enginn hæstiréttur Sigurður Pálsson samdi Tattú sérstaklega fyrir Nemendaleikhúsið. Hann samdi einnig og leikstýrði fyrsta verkinu sem leikhúsið setti á svið en hefur verið minna með puttana í því nýja. SIGURÐUR PÁLSSON Kann að meta sköpunarferlið sem fer af stað þegar Nemendaleikhúsið velur verk. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.