Fréttablaðið - 01.02.2003, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 01.02.2003, Blaðsíða 20
20 1. febrúar 2003 LAUGARDAGUR Þegar íslensku tónlistarverð-launin voru afhent fyrir skömmu steig fram nett og pen kona og fór á kostum við verð- launaafhendinguna. Hún tók þar við heiðursverðlaunum og þakk- arræða hennar var ekki löng en því eftirtektarverðari. „Æsku- dýrkun á Íslandi er ekki eins mik- il og menn halda,“ var inntakið. Ingibjörg Þorbergs er komin á áttræðisaldur, ekur enn bifreið og vílar ekki fyrir sér að aka til Keflavíkur og heimsækja þar ætt- ingja sína ef svo ber undir. Hún býr með manni sínum, Guðmundi Jónssyni píanóleikara sem margir minnast frá fyrri tíð, í Kópavogin- um. „Elsku komdu inn og fáðu þér kaffi, það er tilbúið,“ segir hún og býður að uppdekkuðu borði. Við borðsendann situr Guðmundur, heilsar og brosir hlýlega. „Mér þótti óskaplega vænt um þann heiður sem mér var sýndur með þessum verðlaunum og átti alls ekki von á að þeir myndu eftir mér,“ segir Ingibjörg um leið og hún skenkir kaffinu. Heimili þeirra hjóna er ein- staklega hlýlegt og notalegt. Ingi- björg segir þau hafa það gott og dagarnir líði án þess að þeim leið- ist nokkurn tíma. „Mér finnst ég alltaf hafa svo mikið að gera að ég má aldrei vera að neinu. Verst er að ég gef mér of sjaldan tíma til að semja vegna anna.“ Guðmund- ur skýtur inn í að hún hafi alltaf samið mest þegar minnstur tími hafi verið til þess. „Þannig er það oft, maður má aldrei vera að neinu þegar tíminn er nægur. Ætl- ar alltaf að gera allt á morgun og ekkert verður að neinu,“ segir hún. Söng fyrst í útvarp tólf ára Ingibjörg Þorbergs er fædd við Laugaveginn seint á árinu 1927. Hún kveðst eiga ættir að rekja vestur í Breiðafjörð, í Borgar- fjörðinn og Skagafjörð. „Ætli sönggleðin komi ekki þaðan,“ seg- ir hún og bendir á söngelsku Skag- firðinga, hún hljóti að hafa eitt- hvað af henni. Fjölskyldan flutti snemma í Skerjafjörðinn en þegar herinn kom var húsið þeirra rifið og þau settu sig niður við Óðinsgötu 32. „Þar átti ég heima allt til ársins 1967 þegar við hjónin fluttum á Kaplaskjólsveg og síðan í Kópa- vog. Ég kann óskaplega vel við mig hér og ansa því ekki þegar fólkið okkar er að nefna að húsið sé orðið okkur þungt og of stórt og við ættum að fá okkur elliíbúð,“ segir hún og af svipnum má ráða að sjálf muni hún taka ákvörðun um það þegar þar að kemur. Ingibjörg segist ekki muna eft- ir sér öðruvísi en syngjandi. Móð- ir hennar átti orgel og nam sjálf söng hjá Sigurði Birkis. „Ég fór að læra á orgelið þegar ég var níu ára og fór um svipað leyti í barna- kór. Söng síðan einsöng í útvarp- inu tólf ára gömul.“ Ingibjörg segir það hafa verið skemmtilega reynslu og það vakti athygli í henni smáu Reykjavík þeirra ára. „Það var eins og núna þegar ég fékk heiðursverðlaunin; allir að óska mér til hamingju. Síð- ar fór ég í útvarpskórinn og svo náttúrlega vann ég þar í innheimt- unni til að byrja með.“ Hún segir að á þessum árum hafi verið gam- an að vinna á útvarpinu. „Það var eiginlega Pétur Pétursson þulur sem kom mér til að syngja ein- söng aftur. Hann kallaði á mig og spurði hvort ég gæti ekki sungið fyrir hann lokalag í þætti sem hann var með. Ég man alltaf að það var „Sonur minn sofðu í ró...,“ eftir Mozart,“ segir hún og syngur áfram: „...hlustandi hvíldu í ró... Eftir það var ég beðin að syngja í Bangsímon sem Helga Valtýsdótt- ir var þá að lesa í útvarp.“ Eftir þrjú ár á innheimtudeild- inni bauð Jón Þórarinsson Ingi- björgu vinnu á tónlistardeildinni. „Vissi sem var að mig langaði að vinna þar,“ segir hún hlæjandi. Þar starfaði hún allar götur síðan nema þrjú síðustu árin þegar hún leysti Hjört Pálsson dagskrár- stjóra af. „Það var óskaplega spennandi að vinna á útvarpinu. Fólk fylgdist vel með og lét mann vita á götu ef því líkaði það sem gert var. Ég var með þætti, var þulur og einu sinni las ég fréttir. Það kom til vegna forfalla. Þá hringdi Jón Magnússon til mín tíu mínútum áður en útsending hófst og bað mig að koma í einum hvelli til að lesa fréttirnar því enginn væri til þess. Ég bjó á Óðinsgöt- unni og hljóp í spretti niður eftir. Hann sagði að ef ég vissi ekki hvernig ætti að bera eitthvað fram þá skyldi ég bara gera það nógu óskýrt. Mér tókst ágætlega upp og andaði léttar.“ Litla flugan vinsæl Á löngum ferli Ingibjargar í ríkisútvarpinu starfaði hún með mörgu skemmtilegu fólki. „Axel Thorsteinsson las alltaf fréttir á morgnana. Hann kom með blöðin af telexinu og þýddi beint um leið og hann las. Þegar ég var á vakt í þularherberginu hafði ég alltaf mestar áhyggjur af að hann kæmi ekki í tíma og margoft var ég búin að setja mig inn í þær aðstæður ef svo færi. Axel var svo rólegur í tíðinni. En það kom aldrei fyrir að hann mætti ekki. Þrátt fyrir ró- legheitin hafði hann sitt á hreinu,“ rifjar Ingibjörg upp. Ingibjörg hafði umsjón með óskalagaþætti sjúklinga, sem var óhemju vinsæll. „Vinsælustu lög- in þá? Ég man það bara ekki. Heiðin um vetrardag... Jú, ætli það ekki.“ Guðmundur minnir hana á Bjössa á mjólkurbílnum og Ingibjörg tekur undir það, en man svo eftir Litlu flugunni eftir Sig- fús Halldórsson. „Það var allra vinsælasta lagið og svo var með Átti ekki von á að þeir myndu eftir mér Þau okkar sem slitið hafa barnsskónum höfum ekki gleymt því þegar ein stöð hljómaði á öldum ljósvakans. Útvarpið var stór hluti tilverunnar og menn uxu upp með því sem þar hljómaði. Ingibjörg Þorbergs var hluti þeirrar veraldar. SÖNGURINN HEFUR FYLGT HENNI Ingibjörg var 12 ára þegar hún söng fyrst einsöng í útvarp. Enn hefur hún gaman af að taka lagið. ALLTAF NÓG AÐ GERA Henni leiðist aldrei og hefur alltaf nóg að gera. „Maður má aldrei vera að neinu þegar tíminn er nægur. Ætlar alltaf að gera allt á morgun og ekkert verður að neinu.“ Þá hringdi Jón Magnússon til mín tíu mínútum áður en útsending hófst og bað mig að koma í einum hvelli til að lesa fréttirnar því enginn væri til þess. Ég bjó á Óðinsgötunni og hljóp í spretti niður eftir.“ ,,FRÉTTABLAÐIÐ/V IL H EL M

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.