Fréttablaðið


Fréttablaðið - 01.02.2003, Qupperneq 48

Fréttablaðið - 01.02.2003, Qupperneq 48
Veikindadagar eru fyrirferðar-miklir í íslensku atvinnulífi. Þykja sjálfsagðir og fólk tekur þá út eins og sumarfrí. Reiknar þá út á mánaðarbasis og nýtir í botn. Veikindadagar eru hluti af kjara- samningum og einhver glæstasti árangur verkalýðshreyfingarinn- ar í viðleitni hennar til að láta fólk vinna sem minnst. Að vísu veikjast sumir. Aðrir hvíla sig. Í Bandaríkjunum er annað uppi á teningnum. Þar hafa menn hvorki tíma né kjark til að verða veikir. Þar verða menn að standa sína pligt því annars gengur ein- hver annar í starfið og það jafn- vel til frambúðar. Þess vegna eru verslanir í Ameríku fullar af með- ulum sem varna því að fólk fái kvef, hálsbólgu eða hósta. Fékk þetta þrennt einu sinni ytra og fór þá í Wal Mart. Keypti eiturgult flensumeðal í sírópsformi sem hét Day-break. Það átti að taka á daginn. Annað fjólublátt fylgdi og það hét Night-break. Átti að taka á næturnar. Viðkomu eins og klístraður kandís og sagt sterkara en hitt. Skellti í mig sopa af þessu eit- urgula á götu úti. Útlimir dofnuðu og urðu loftkenndir. Áhrifin á heilann svipuð. Fór inn á Star- bucks og pantaði mér kaffi á dönsku. Þorði ekki að taka þetta fjólubláa. Fyrr en um daginn þeg- ar ég fékk hastarlegt kvef í frost- inu í Reykjavík. Hafði ekki tíma til að vera veikur. Skrúfaði tappann af Night- breakinu og hellti fjólubláum, seigfljótandi vökvanum í tappa sem fylgdi. Drakk eins og snaps og settist niður til að fylgjast með leik Íslendinga og Spánverja í Portúgal. Eftir nokkrar mínútur leið mér eins og á ópíumbúllu. Ís- lensku strákarnir á skjánum breyttust í litfögur fiðrildi og íbúðin í geimfar. Ef maður talaði dönsku eftir Day-breakið þá hugs- aði maður á kínversku eftir Night-breakið. Vaknaði upp morguninn eftir og fékk að vita að strákarnir okk- ar hefðu tapað. Ég hafði hins veg- ar sigrað kvefið. Stálsleginn sem aldrei fyrr. Bandaríska aðferðin hafði sigrað íslensku veikindadag- ana. Kannski ætti ASÍ að ná sér í umboðið? SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00, fax: 515 75 16 Ritstjórn: 515 75 05, fax: 515 75 06, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - fax 515 75 16, auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 00, dreifing@frettabladid.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 515 7500 www.IKEA.is 50% afsl. í dagí Nammilandi Hagkaup Smáralind og Kringlunni Made in USA Bakþankar Eiríks Jónssonar Geymt en ekki gleymt Laugardaga ..................kl. 10:00 - 18:00 Sunnudaga....................kl. 12:00 - 18:00 Mánudaga - föstudaga...kl. 10:00 - 18:30 (( 250 kr. 990 kr. 1.990 kr. 790 kr. 1.750 kr. 8.900 kr. 1.490 kr.990 kr. 990 kr. BRANÅS karfa 32x35 sm HÅBOL kassi m/loki 39x26x17,5 sm, 2 í pk. LIDINGBY karfa 28x28x30 sm KNEP kassi m/loki 39x48x34 sm 2 í pk. MOPPE smáhirsla 32x19x33 sm MACKIS kassar m/loki 3 í pk. GASTA kassi m/ loki 55x43x18 sm 2 í pk. EMU kassi m/loki 2 í pk IVAR hillueining 83x50, H179 sm

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.