Fréttablaðið - 01.02.2003, Blaðsíða 26
26 1. febrúar 2003 LAUGARDAGUR
Kjósendur eru ánægðastir meðstörf Davíðs Oddssonar forsæt-
isráðherra samkvæmt nýrri skoð-
anakönnun Fréttablaðsins. Úrtak
könnunarinnar var 600 manns og
spurt var með störf hvaða núverandi
ráðherra fólk væri ánægðast. Davíð
ber höfuð og herðar yfir samráð-
herra sína og þegar horft er til lands-
ins alls er fólk ánægðast með störf
hans í stjórnarráðinu og þegar höfuð-
borgarsvæðið er skoðað eitt og sér
eykst ánægjan svo til muna. Davíð
gerir það einnig gott hjá báðum kynj-
unum þó karlar séu sýnu ánægðari
með hann en konur.
Halldór Ásgrímsson, utanríkis-
ráðherra og formaður Framsóknar-
flokksins, kemst ekki með tærnar
þar sem Davíð er með hælana og svo
einkennilega vill til að það er vara-
formaður flokksins, landbúnaðarráð-
herrann Guðni Ágústsson, sem
kemst næst Davíð hvað varðar
ánægju kjósenda. Þannig er til að
mynda mest ánægja með hann á
landsbyggðinni og þar verður Davíð
að láta sér lynda annað sætið á með-
an Halldór verður að láta sér nægja
fimmta sætið á eftir Valgerði Sverr-
isdóttur, iðnaðar- og viðskiptaráð-
herra.
Þegar ánægja með störf ráðherr-
anna er skoðuð eftir stuðningsmönn-
um stjórnmálaflokkanna vekur það
óneitanlega mesta athygli að Davíð
er efstur á lista kjósenda VG. Vinstri
grænir hafa verið öflugir í andófi
sínu gegn áformum stjórnarinnar í
heitustu deilumálum kjörtímabilsins
og talsmenn flokksins gefa þar fyrir
utan lítið fyrir persónudýrkun í
stjórnmálum. Þessi niðurstaða bend-
ir þó til þess að sterkir leiðtogar
höfði til kjósenda VG enda eiga þeir
Davíð og Steingrímur J. Sigfússon,
formaður flokksins, ýmislegt sam-
eiginlegt og eru báðir óumdeildir for-
ingjar sinna fylkinga.
Það er einnig eftirtektarvert að
þeir sem eru óákveðnir eru ekkert
ýkja ánægðir með störf ráðherranna
og yfir helmingur nefnir ekki einn
ráðherra fram yfir annan.
Kalt á toppnum hjá einu
konunni
Valgerður er eina konan sem læt-
ur að sér kveða í ráðherraliðinu og
ánægja fólks með störf hennar er
umtalsverð þegar tekið er tillit til
þess að öll spjót hafa staðið á henni í
erfiðum og hörðum málum. Svanfríð-
ur Jónasdóttir, þingmaður Samfylk-
ingarinnar, og Gunnar Steinn undrast
það bæði að karlar skuli ekki sýna
henni meiri stuðning þar sem hún
hefur sýnt mikla seiglu í karllægum
heimi bankasölu og virkjana. Konur
eru mun hliðhollari Valgerði og Svan-
fríður segist ekki telja að það hafi
neitt með pólitíska afstöðu hennar að
gera, kynsystur hennar séu einfald-
lega ánægðar með úthald hennar í
fyrrnefndum málum.
Hafrarnir skilja sig frá sauð-
unum í sjónvarpinu
Þeir Guðni og Davíð hafa ákveðna
sérstöðu og þar sem þeir eiga fátt
sameiginlegt annað en að eiga það til
að vera fyndnir má ætla að þjóðin
kunni að meta ráðherra með húmor.
Halldór, Geir H. Haarde fjármála-
ráðherra og Valgerður mega una
sæmilega sátt við sinn hlut. Jón
Kristjánsson, heilbrigðisráðherra, er
svo sem ekki aðsópsmikill en þykir
standa sig býsna vel í óvinsælu ráðu-
neyti. Aðrir ráðherrar komast varla á
blað og falla alveg í skuggann og
sjávarútvegsráðherrann Árni
Mathiesen var einfaldlega aldrei
nefndur á nafn í könnuninni.
Gunnar Steinn Pálsson, almanna-
tengill, bendir þó á að þessi niður-
staða sé ekki jafn mikill áfellisdómur
yfir störfum skuggaráðherranna
eins og ætla mætti í fyrstu. „Þegar
svona er spurt er bara pláss fyrir eitt
nafn hjá hverjum og einum og þeir
sem eru í sviðsljósinu taka 90% at-
kvæðanna. Mér finnst merkilegt að
framsóknarmennirnir mælast nokk-
uð vel. Davíð er alltaf fremstur með-
al jafningja og ef hans nyti ekki við
væri þetta svolítið framsóknarleg út-
koma. Í því felast svo aftur alvarleg
skilaboð til formanns Framsóknar-
flokksins sem er ekki fremstur með-
al jafningja.“
Gunnar Steinn segir það engum
vafa undirorpið að skopskynið geri
mikið fyrir þá stjórnmálamenn sem
geti brugðið því fyrir fyrir sig án
þess þó að missa trúverðugleikann
um leið. Svanfríður tekur undir það
að þjóðin virðist kunn að meta fynd-
na stjórnmálamenn en setur spurn-
ingarmerki við það hvort það sé hlut-
verk ráðherra að vera skemmtikraft-
ar. Gunnar Steinn segir það einnig
deginum ljósara að þeir skori mest
sem hafi innri sjarma og og séu al-
mennt flinkir í samskiptum sínum
við fjölmiðla. „Það er bara þannig í
stjórnmálum dagsins í dag að áran í
sjónvarpi skiptir miklu máli. Davíð
er mjög flinkur í þessu og Guðna líð-
ur vel á skjánum. Halldór og Geir eru
ekki spaugarar en þykja traustir og
eru ásamt Valgerði sympatískir per-
formerar í sjónvarpi.“
Þeir ráðherrar sem koma illa út
að mati Gunnars Steins, ekki náð að
hrífa fólk eins mikið með sér þegar
þeir koma fram. „Fjölmiðlahæfnin
hefur, því miður, að því er virðist oft
miklu meira að segja en dagleg störf
stjórnmálamanna þegar það kemur
að því að afla sér vinsælda hjá kjós-
endum.“
Ólík staða formannanna
Gunnar Steinn segir erfiða stöðu
Halldórs að mörgu leyti skiljanlega.
Hann sé í klemmu á milli Austfjarða
og Reykjavíkur og hafi ekki náð að
koma inn aftur úr veikindum sínum
af nógu miklum myndugleik. Svan-
fríður telur að skugginn sem Guðni
varpar á Halldór sé helsti veikleiki
hans og dregur í efa að Halldór kom-
ist nokkurn tíma alla leið til byggða á
meðan Guðni sé holdgerfingur kaup-
félaganna og sveitarinnar.
Davíð er, ólíkt Halldóri, óumdeild-
ur leiðtogi síns flokks en það stingur
nokkuð í stúf að hjá stuðningsmönn-
um Sjálfstæðisflokksins er mest
ánægja með störf hans og Geirs en
fleiri ráðherrar flokksins komast
ekki á blað og í stað þeirra raða fram-
sóknarráðherrar sér í sætin á eftir
Davíð og Geir. Svanfríður telur styrk
Davíðs hjá karlmönnum sýna fram á
að hann hafi „þessa karllægu, gamal-
dags ímynd valdsins“, sem sé í raun
bæði styrkur og helsti veikleiki Sjálf-
stæðisflokksins.
thorarinn@frettabladid.is
Kjósendur eru ánægðastir með störf Davíðs Oddssonar og Guðna Ágústssonar samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins. Ánægjan er
áberandi meiri með þá ráðherra sem eru mikið í sviðsljósinu og ætla má að framkoma í fjölmiðlum vegi þyngra en dagleg störf. Þeir sem
kunna ekki að láta ljós sitt skína virðast því ekki eiga sér viðreisnar von þegar sterkar persónur eru á sviðinu.
Svarthvítir stjórnmála-menn
og hetjur í lit
Harður og
sniðugur
Gunnar Steinn
Pálsson: „Davíð heldur sinni stöðu
sem vel máli farinn harðstjóri. Ósvíf-
inn á köflum en innblásinn þess á
milli. Honum tekst að vera allt í senn
húmoristi, skáld og mjög harður
stjórnmálamaður. Þetta er ágætis út-
koma fyrir hann að mínu viti og það
verður ekki af honum tekið að hann
hefur ótrúlega tilfinningu fyrir því
hvenær það á að tala og hvenær
ekki og það er ekki hægt annað en
að hæla honum.
Svanfríður Jónasdóttir: „Það slær
mann strax með Davíð hvað hann er
sterkur hjá körlunum. Hann er þessi
gamaldags ímynd valdsins og hefur
þessa karllægu ímynd sem er bæði
styrkur Sjálfstæðisflokksins og veikleiki
hans. Davíð getur líka verið sniðugur
og þjóðin kann greinilega að meta
ráðherra sem slá á létta strengi.“
Traustur
með
þægilega
áru
Gunnar Steinn Pálsson: „Geir H.
Haarde hefur að mínu viti unnið
fyrst og fremst sem traustur embætt-
ismaður og lætur verkin tala. Hann
segir aldrei mikið og maður veit ekk-
ert sérstaklega hvaða pólitískar skoð-
anir hann hefur í einstökum málum.
Hann kemur hins vegar vel fyrir þeg-
ar hann kemur fram, er traustur og
nýtur þess sem betur fer að vera
vandaður maður. .“
Svanfríður Jónasdóttir: „Geir hefur
ekki verið mjög áberandi undanfarið
en hann þykir farsæll. Hann hefur á
sér jákvæðan blæ og nýtur hlutfalls-
lega meiri kvenhylli en Davíð enda
er hann öllu mýkri. Það er merkilegt
að fjármálaráðherra skuli hafa þessa
mýkt. Hann hefur yfir sér ákveðna
þægilega áru sem heldur honum
hátt uppi þó hann hafi ekki verið að
gera neitt sérstakt.“
Á villi-
götum
Gunnar Steinn
Pálsson: „Mér þykir Sólveig Péturs-
dóttir stundum taka skrítinn pól í
hæðina og hún hefur ekki lagt neitt
sérstaklega mikið upp úr því að út-
skýra fyrir þjóðinni hvað hún er að
spá og hún líður fyrir það.“
Svanfríður Jónasdóttir: „Sólveig
ætlar, ólíkt Páli Péturssyni, í framboð
og er sú kona sem lengst hefur
komist innan Sjálfstæðisflokksins og
staða hennar hlýtur að vera henni
og öðrum mikið umhugsunarefni.
Jákvæðar
fréttir
duga ekki
Gunnar Steinn Pálsson: „Tómas Ingi
Olrich er óskrifað blað sem mennta-
málaráðherra og ég get eiginlega
ekkert sagt um hann.“
Svanfríður Jónasdóttir: „Tómas Ingi
kemur stundum fram tvisvar í sama
fréttatímanum og jafnan í jákvæðum
málum þar sem hann er að undirrita
samninga og opna eitthvað og fær
því að vera í eyðsluhlutverki. Það
dugar honum samt ekki þannig að
fólk er kannski farið að hafa áhyggj-
ur af ríkiskassanum. Þá held ég að
hann hafi misstigið sig heiftarlega
varðandi Kvikmyndasjóð og Þorfinn
Ómarsson og ég tel að það muni há
honum.“
Nær ekki
að hrífa fólk
Gunnar Steinn Páls-
son: „Árni Mathiesen er
í fyrsta lagi sjávarútvegsráðherra þar
sem ekkert er í fókus sem höfðar til
þjóðerniskenndar, engin þorskastríð eða
smugudeilur. Það eru því heimavanda-
mál íslensku þjóðarinnar sem eru í
brennidepli og þar er erfitt að stíga öld-
una. Hann er svo einn af þeim ráðherr-
um sem hefur ekkert sérstaklega náð
að hrífa þjóðina með sér þegar hann
kemur fram í fjölmiðlum.“
Svanfríður Jónasdóttir: „Það er athygl-
isvert með Árna að hann er nýbúinn að
auka við kvótann
og maður hefði
haldið að það
væri fallið til vin-
sælda einhvers
staðar. Hann
virðist ekki hafa
náð sér í prik út
á það. Fólki
finnst þetta
kannski tortryggi-
leg aðgerð. Ann-
ars er hann þessi teflon maður sem tal-
að var um að hann væri þegar hann
byrjaði í ráðuneytinu. Það virðist ekkert
tolla við hann og það hlýtur að vera
umhugsunarefni fyrir hann þar sem
hann er mikið í sviðsljósinu.“
Á röngum
stað
Gunnar Steinn
Pálsson: „Siv
Friðleifsdóttir er frambærilegur ráð-
herra en henni hefur mistekist mest
af öllum að vinna úr þeim tækifær-
um sem hún ætti að hafa fengið
sem umhverfisráðherra. Hún hefur
ekki gert sig að þeim útverði um-
hverfismála sem hún hefði hugsan-
lega getað orðið. Það gætu hafa ver-
ið mistök hjá henni að segja sig frá
Norðlingaölduveitu.“
Svanfríður Jónasdóttir: „Hin konan
í Framsóknarflokknum fær ekki
merkilega útkomu. Það snýst ekki
um það hvað hún er að gera rétt
eða rangt hún er einfaldlega með
rangt ráðuneyti. Hún hefði til dæmis
notið sín miklu betur í félagsmála-
ráðuneytinu. Hún geldur fyrir að
hafa gefið Norðlingaölduveituúr-
skurðinn frá sér. Hún tókst ekki á við
þetta ögrandi og stóra verkefni. Hún
er einfaldlega ekki á réttum stað
hún Siv.
Hljóðlát
nærvera
Gunnar Steinn Pálsson:
„Jón Kristjánsson er
kannski ekki maður mikilla afreka sem
eftir hefur verið tekið en sem heilbrigð-
isráðherra hefur hann verið farsæll og
seigur. Hann hefur hljóðláta nærveru
sem vinnur á. Það dregur það enginn í
efa að hann er mjög vandaður maður
og það hefur verið ákveðinn töggur í
honum í umhverfismálunum.
Svanfríður Jónasdóttir: „Jón Kristjáns-
son er að fá ótrúlega jafna kosningu í
öllum hópum.
Hann hefur
staðið í erfiðum
málum eins og
komugjöldum á
heilsugæslu-
stöðvum en
hann var líka að
opna barnaspít-
ala og þar var
sungið lag eftir
texta hans, en
þjóðin virðist elska skáld og hagyrðinga
og það getur verið bónus fyrir heilbrigð-
isráðherra í óvinsælum málum að geta
ort vísur og Jón getur það vel.“
Ánægja með störf ráðherra
Allt landið
1. Davíð Oddsson 33%
2. Guðni Ágústsson 18%
3. Geir Haarde 14%
4. Halldór Ásgrímsson 14%
5. Valgerður Sverrisdóttir 13%
6. Jón Kristjánsson 5%
7. Tómas Ingi Olrich 1%
8. Siv Friðleifsdóttir 1%
9. Sólveig Pálsdóttir 1. atkvæði
10. Páll Pétursson 1. atkvæði
11. Sturla Böðvarsson 1. atkvæði
12. Árni M. Mathiesen 0. atkvæði
ÁLITSGJAFAR
Gunnar Steinn Pálsson og
Svanfríður Jónasdóttir.
Ekki
kominn
til Reykja-
víkur
Gunnar Steinn Pálsson: „Það hlýtur
að vera ákveðið áhyggjuefni fyrir Hall-
dór Ásgrímsson að fólk virðist ekki
hafa það á tilfinningunni að hann sé
almennt að stjórna flokknum sínum af
myndugleik. Hann hefur flokkinn ekki
alveg með sér, ekki bara í Evrópumál-
unum heldur líka Kárahnjúkamálinu
og það virðist ekki alveg passa að vera
að ganga erinda Austfirðinga á sama
tíma og hann er að bjóða sig fram í
Reykjavík í fyrsta skipti. ..“
Svanfríður Jónasdóttir: „Það er
merkilegt með Halldór að hann virð-
ist ekki hafa tekist að komast alla
leið til Reykjavíkur í hugum fólks. Ég
held að Guðni sé helsti veikleiki
Halldórs en á meðan hann er
dóminerandi, holdgervingur kaupfé-
laganna og sveitarinnar, kemst Hall-
dór kannski aldrei til byggða.“