Fréttablaðið - 01.02.2003, Blaðsíða 8
Nýr borgarstjóri tekur formlegatil starfa í dag, 1. febrúar 2003.
Af því tilefni, en einnig af því að ég
hafði lofað nemendum mínum að
næsti pistill minn í Fréttablaðinu
myndi að einhverju leyti fjalla um
þá, bað ég þessa ágætu nemendur
um að gefa nýjum borgarstjóra,
Þórólfi Árnasyni, nokkur góð ráð.
Nemendurnir sem um er að ræða
eru í 10. bekk Ölduselsskóla og
kenndi ég þeim íslensku í forföll-
um síðastliðinn mánuð. Ég vil nota
tækifærið og þakka þeim sem og
nemendum í 8. og 9. bekk fyrir
samveruna en þó sérstaklega fyrir
umburðarlyndi í garð önnum kaf-
ins borgarfulltrúa sem ekki hefur
kennt í hartnær áratug.
Ráðin voru af ýmsum toga og til
þess að fá skýrari mynd af því sem
þeim lá á hjarta skipti ég þeim í
kunnuglega málaflokka:
Skólamál: Eins og við mátti bú-
ast varð skólinn þeim ofarlega í
huga þegar þau völdu ráð til nýja
borgarstjórans: „Leggðu til að gerð
verði a.m.k. hálftíma svefnpása í
öllum skólum og líka framhalds-
skólum.“ „Styrktu krakka með
línu- og rúðustrikuð blöð, strokleð-
ur og þess háttar.“ „Komdu í skól-
ann og ræddu við krakkana og
fræddu okkur um borgarstjóra-
starfið.“ „Við viljum styttra skóla-
ár og lengra sumarfrí. Elskulegi
borgarstjóri, sumarið er yndisleg-
asti tími ársins, fyrir utan aðfanga-
dag og gamlársdag.“ Ég gat ekki
annað en bent þeim á að einhver
myndi glotta við gagnrýni þeirra á
lengra skólaár vegna þess að ég
var formaður samninganefndar
kennara þegar um það var samið í
kjarasamningum. Þau göptu af
undrun og einn sagði: „Ég trúi
þessi ekki upp á þig, Guðrún
Ebba!“
Kjaramál: Þrátt fyrir styttra
sumarfrí ætla þau bersýnilega
flest að sækja um starf hjá Vinnu-
skóla Reykjavíkur og telja að þar
þurfi að hækka launin.
Samgöngumál: „Ódýrara í
strætó. Það þarf ekki öll þessi um-
ferðarljós. Fólk á að geta náð í
leigubíla alls staðar.“
Íþrótta-, tómstunda- og menn-
ingarmál: „Bæta íþróttaaðstöðuna,
handbolti er framtíðaríþrótt Ís-
lendinga og bæta snjóframleiðslu á
skíðasvæðum.“ „Bæta aðstöðu fyr-
ir samkvæmisdansara og byggja
danshöll þar sem er góð æfinga- og
keppnisaðstaða.“ „Það vantar
skemmtistað fyrir unglinga yngri
en 16 ára til að koma í veg fyrir að
þeir hangi úti drekkandi landa.“
„Viðhalda góðri menningu og halda
áfram með Unglist. Opnaðu
Tívolí!“
Skipulagsmál: „Ekki byggja á
Alaskalóðinni.“ „Tepptu frekari
fólksflutninga til nærliggjandi
bæjarsamfélaga.“
Velferðarmál: „Hengdu upp koj-
ur fyrir rónana á Hlemmi.“
Aðrir flokkar: Nýi borgarstjór-
inn fékk einnig persónulegar ráð-
leggingar. „Ekki hætta fyrr en
kjörtímabilinu er lokið.“ „Ekki
gera skandal.“ „Vertu aðeins
skemmtilegri og líflegri í viðtöl-
um.“ „Ekki lofa öllu sem hægt er að
lofa, lofaðu frekar minna en stattu
við það því ekki er hægt að standa
við allt.“ „Vertu góður við fólkið.
Hafðu húmor!“
Svo þetta: „Taktu niður jólaserí-
urnar í miðbænum og frelsaðu
storkinn í Húsdýragarðinum!“
Ég vil að lokum gefa honum
sjálf nokkur heilræði: Ég hvet nýja
borgarstjórann til að hlusta vel á
málflutning okkar sjálfstæðis-
manna í borgarstjórn en ég öfunda
hann ekki af því að ætla sér að
halda utan um R-lista samstarfið
en það er nú efni í annan pistil. ■
8 1. febrúar 2003 LAUGARDAGUR
LÖGREGLUFRÉTTIR
Útgáfufélag: Frétt ehf.
Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson
Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson
Ritstjórnarfulltrúar: Reynir Traustason
og Steinunn Stefánsdóttir
Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson
Ritstjórn, auglýsingar og dreifing:
Þverholti 9, 105 Reykjavík
Aðalsími: 515 75 00
Símbréf á fréttadeild: 515 75 06
Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is
Símbréf á auglýsingadeild: 515 75 16
Rafpóstur: auglysingar@frettabladid.is
Setning og umbrot: Frétt ehf.
Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf.
Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð-
borgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá
blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni.
Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu
sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði.
Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni
blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum
án endurgjalds.
BRÉF TIL BLAÐSINS
Ingibjörg
og börnin
PÉTUR G. KRISTBERGSSON SKRIFAR:
Ingibjörg Sólrún kveður við börn-
in sín:
Ég er frjáls og ég er fær
ég færði ykkur trúna.
En loforðin sem ég gaf í gær
gilda ekki núna.
Skiptar skoðanir Evrópusambands-
ríkja á afstöðunni til Íraks grafa
undan viðleitni sambandsins til að
skapa sér eina öfluga rödd um utan-
ríkismál, segir leiðarahöfundur Fin-
ancial Times. Hann segir að þó
klofningur í röðum Evrópuríkja í ut-
anríkismálum sé hvorki óumflýjan-
legur né taki til annarra atriða en
Íraksdeilunnar geti hann haft mikil
og erfið langtímaáhrif. Noti Frakk-
land neitunarvald sitt í öryggisráð-
inu en Bandaríkin og Bretland ráð-
ist samt inn í Írak, studd af þeim
Evrópuríkjum sem undirrituðu
stuðningsyfirlýsinguna við Banda-
ríkin á miðvikudag, getur það leitt
til langvinns klofnings Evrópuríkja.
Þetta verði Frakkar að íhuga þegar
þeir gera endanlega upp hug sinn til
innrásar í Írak.
Stuðningsyfirlýsing átta Evrópu-
ríkja við Bandaríkin er veikleika-
merki frekar en styrkleikamerki að
mati leiðarahöfundar The
Independent. Henni er líkt við starf-
semi breska Verkamannaflokksins
upp úr 1980 þegar menn kepptust
við að safna undirskriftum um
stefnumótun og rifust svo um vægi
undirskriftanna. Undirskriftalist-
inn nú sýnir hvernig Tony Blair
snýr alltaf baki við Evrópu þegar
hann vill treysta tengslin við Banda-
ríkin. Hann er þó ekki einn sekur
um klofninginn í Evrópusamband-
inu, þar eiga Gerhard Schröder og
Jacques Chirac einnig hlut að máli
fyrir að nota Íraksdeiluna til að
staðfesta bandalag þjóða sinna.
Leiðarahöfundur Politiken vill fyrst
og fremst kenna þeim pólitísku öfl-
um sem neitað hafa stuðningi við
hernaðaraðgerðir gegn Írak um
klofninginn sem orðinn er innan
Evrópusambandsins. Nefnir hann
þar Gerhard Schröder, kanslara
Þýskalands, fremstan í flokki. Að
sama skapi lítur hann svo á að með
því að leggja áherslu á ábyrgð ör-
yggisráðs Sameinuðu þjóðanna í
stuðningsyfirlýsingu sinni við
Bandaríkin hafi Evrópuríkin átta
varpað ljósi á það ábyrgðarleysi
sem aðrir ráðamenn álfunnar hafi
sýnt. Að lokum ítrekar leiðarahöf-
undur að ef óeining er til staðar inn-
an sambandsins sé best að til upp-
gjörs komi nú, því annars geti það
orðið um seinan. ■
Er Evrópa að klofna?
Alþjóðakjarnorkuráðið:
Boðað til neyðarfundar
VÍN, AP Mohamed ElBaradei, yfir-
maður Alþjóðakjarnorkuráðsins,
segist vonast til að ráðið haldi
neyðarfund um kjarnorkuáætl-
un Norður-Kóreubúa 12. febrúar
næstkomandi þrátt fyrir að
skiptar skoðanir séu um það
meðal aðildarríkja ráðsins.
Næst þegar ráðið fundar um
málið verður það reglum sínum
samkvæmt að vísa því til örygg-
isráðs Sameinuðu þjóðanna
vegna vanefnda Norður-Kóreu-
manna á alþjóðlegum skuldbind-
ingum.
Sendiherra Norður-Kóreu í
Rússlandi sagði að ríkisstjórn
sín myndi hunsa fundinn þar
sem ráðið gengi erinda Banda-
ríkjamanna. ■
SKÝR SKILABOÐ
„Miskunnarlaus hefnd fyrir heimsvalda-
stefnu Bandaríkjanna,“ segir á norður-
kóresku plakati.
Sýknaður af hraðakstri:
Lögreglu-
mynd of
óskýr
DÓMSMÁL Karlmaður hefur verið
sviptur ökuréttindum í þrjá
mánuði eftir að hann var sekur
fundinn um að hafa ekið án bíl-
belta. Með brotinu fór maðurinn
upp fyrir þann refispunkta-
fjölda sem leyfilegur er.
Maðurinn var hins vegar
sýknaður af ákæru um of hrað-
an akstur. Hraðamyndavél lög-
reglu hafði tekið mynd af bíl
sem ók á 91 km hraða á Sæbraut
en þar er 60 km hámarkshraði.
Dómari í Héraðsdómi Reykja-
ness sagði myndina svo ógreini-
lega að ekki væri hægt að skera
úr um hvort ökumaðurinn var sá
sem ákærður var eða bróðir
hans, sem einnig hafði aðgang
að bílnum. ■
VÖRUBÍLL VALT Vöruflutninga-
bíll valt á hliðina í Mjóafirði í
Ísafjarðardjúpi um áttaleytið í
fyrrakvöld. Mikil hálka var á
þessum slóðum og snarpir vind-
ar. Ökumaður var einn í bílnum
og sakaði ekki.
Nokkur góð ráð til
nýs borgarstjóra
borgarfulltrúi Sjálf-
stæðisflokksins gefur
borgarstjóra góð ráð.
GUÐRÚN EBBA
ÓLAFSDÓTTIR
Um daginn
og veginn
Deilur evrópskra þjóða um hvort styðja
skuli framgöngu Bandaríkjanna í Íraks-
deilunni eða leggja áherslu á friðsamlega
lausn valda deilum sem geta grafið und-
an draumi Evrópusambandsins um að
vera sterk rödd á alþjóðavettvangi.
Leiðarar
MMC Pajero 3.5 Gdi Hyundai H-100 Hyundai Teracan
Einn með öllu (2 stk.) sendibílar bensín Turbo dísil/bensín (3 stk.)
Skráðir jún.-júl. 2002 Nýir óskráðir (7 stk.) Skráðir jún.-júl. 2002
Leitið upplýsinga um þessa bíla sem eru á mjög góðu verði í síma 557-2212 eða 695-2423