Fréttablaðið - 01.02.2003, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 01.02.2003, Blaðsíða 21
21LAUGARDAGUR 1. febrúar 2003 lögin hans Fúsa þegar þau fóru að koma út á plötum. Það voru nátt- úrlega bara 78 snúninga hljóm- plötur á þessum tíma. Ættjarðar- lögin nutu einnig mikilla vinsælda og mikið var beðið um þau.“ Stundum óskuðu hlustendur eftir lögum með Ingibjörgu og segist hún alltaf hafa verið hálf feimin við að spila lög með sjálfri sér. „Ég man nú ekki hvernig ég kyn- nti það en ég forðaðist að nefna sjálfa mig,“ segir hún. Boðið í sjónvarp í Ameríku Eitt sinn kom til landsins kór frá Bandaríkjunum sem verið hafði í söngferðalagi um Evrópu og söng við góðar undirtektir. Ingibjörg var svo lánsöm að henni var boðið út til tveggja mánaða dvalar í Washington á vegum kórsins. „Það var spennandi reynsla. Þá var þrettán tíma flug út og mikið ævintýri að fljúga. Ég bjó inn á heimili eins kórfélagans en ferðaðist aðeins um til að skoða. Þá henti mig skemmtilegt atvik. Ég var á götu í New York þegar kona stöðvaði mig. Hún sagði að sig vantaði fólk í sjón- varpsþátt á vegum CBS sjónvarp- stöðvarinnar. Hann gekk út á að þekkja lög sem spiluð voru og bauð mér að koma og taka þátt í því um kvöldið. Ég sagði henni að ég væri nú bara gestur en hún sagði það í lagi og hvatti mig óspart til að koma. Bíll yrði send- ur eftir mér. Ég lét undan og þeg- ar ég kom heim þar sem ég bjó hjá vinkonum eins kórfélagans sagði ég þeim frá boðinu. Þær litu undrandi á mig og sögðu þetta örugglega einhverja vit- leysu því það væri mjög erfitt að komast að í svona þætti. Konan hefði örugglega verið útsendari einhverra bófa og nú ætti að selja mig í kvennabúr til fram- andi landa. Ég var með nafn- spjald konunnar og þær ákváðu að hringja til að kanna málið. Jú, jú, það stóð allt heima, ég átti að koma þar sem valið yrði í næsta þátt og þær trúðu vart sínum eigin eyrum. Ég fór og keppnin gekk út á að byrjað var að spila lag og ég átti að þekkja hvaða lag væri um að ræða. Mér gekk vel og þegar upp var staðið vorum við aðeins tvö eft- ir, ég og einhver maður. Við kepptum síðan til úrslita og ég hafði betur. Mig minnir að ég hafi þekkt öll lögin nema tvö. Þeir spurðu hvort ég gæti sungið eða dansað og ég svaraði að ég hefði eitthvað fengist við að syngja. Ég gerði það og þeir vildu endilega fá mig og sögðu að þátt- urinn yrði áfram fram eftir vetri. Ég taldi alla annmarka á að ég gæti verið í þessum þáttum því ég væri að fara heim. Þeir bentu mér þá á að ég fengi vel greitt fyrir þetta en ég tók ákvörðun um að fara heim.“ Ingibjörg segist ekki sjá eftir því, ómögulegt væri að segja hvað hefði gerst ef hún hefði ákveðið að vera eftir. „Það voru allt aðrir tímar en nú. Bandaríkin voru langt í burtu og það var meira en að segja það að taka svona ákvörðun.“ Hún vill samt ekki við- urkenna að þarna hafi hún kannski misst af frægð og frama í Ameríku; nokkuð sem fæstum hlotnast en fleiri þrá. „Nei, blessuð vertu, ég hugsa ekki um það og hef sjaldan velt þessu fyr- ir mér,“ segir Ingibjörg og ekki er að finna eftirsjá í orðum hennar. Hafði ekki tíma til að eiga börn Ingibjörg var komin yfir fer- tugt þegar hún batt sig Guðmundi. Hann starfaði einnig við Ríkisút- varpið og er mörgum kunnur frá þeim tíma. „Ég þekkti hann fyrir af Óðinsgötunni en á milli okkar var ekkert fyrr en ég var búin að vinna í mörg ár á útvarpinu. Hann hafði verið giftur en var skilinn þegar við fórum að draga okkur saman,“ segir hún og lítur hlýlega á mann sinn. Guðmundur á börn frá fyrra hjónabandi en þau Ingibjörg eignuðust engin saman. „Ég mátti ekkert vera að því að eiga börn eða gifta mig fyrr,“ segir hún. „Guðmundur á hins vegar fjögur börn og þau duga mér vel. Það var bara svo gaman að lifa og mikið að gera. Ég var meðal annars í Þjóðleikhúskórnum og því fylgdi að vera með í óperum og söngleikjum. Ég var einnig að kenna á þessu tímabili og það var ógurlega gaman.“ Þeir eru fáir sem ekki þekkja Aravísur sem fjalla um hann Ara sem spurði heil ósköp. „Það vildi þannig til að Tage Ammendrup, sem var með hljómplötuútgáfu, fékk mig til að semja lag og syngja þessar vísur Stefáns Jónssonar. Mig minnir að það hafi verið í kringum 1953 sem ég söng inn á þessa plötu. Á þessum árum þekktist það varla að það kæmi eitthvað út sem ein- göngu var ætlað börnum,“ rifjar Ingibjörg upp. Hún samsinnir því að platan hafi orðið vinsæl og mikið verið spiluð. „Ég hafði mikið gaman af því þegar tónlist- arverðlaunin voru afhent að hlusta á Selmu Björnsdóttur syngja vísurnar. Hún gerði það mjög vel og skemmtilega enda vísurnar um Ara alveg frábærar. Ég hafði ekki minna gaman af að heyra Jóhönnu Vigdísi syngja nýtt lag eftir mig við texta Krist- jáns Hreinssonar, Skerjafjarðar- skáldsins.“ Líf Ingibjargar hefur meira eða minna snúist um tónlistina. Hún hefur alltaf gefið sér tíma til að semja og það eru ófá lögin sem hafa verið á vörum manna í gegn- um árin, hvort sem er ljóð eða lag. Hún segist enn setjast niður við að semja. Á sjötugsafmæli hennar fyrir nokkrum árum gaf Kópavogskaupstaður út öll lögin hennar í veglegu nótnahefti henni til heiðurs. „Mér þótti mjög vænt um það. Þeir hafa alltaf verið góðir við mig hérna,“ segir hún. Þakklát fyrir að fá að verða gömul Þau hjón eru við þokkalega heilsu. Að vísu fékk Guðmundur slag fyrir tæpum tuttugu árum sem hann hefur ekki náð sér eftir og á ekki gott með gang. Þau taka ekki sérstaklega þátt í starfi eldri borgara en hafa í gegnum árin farið mikið í sund. „Það er orðið þó nokkuð síðan við fórum síðast og við þurfum endilega að drífa okkur af stað aftur,“ segir hún og lítur á bónda sinn. Hann svarar því til að ekki standi á sér. „Við getum farið allt sem við viljum því ég hef bílinn í skúrnum. Ætli ég hafi ekki ekið í yfir 50 ár en það voru fáar konur sem óku bíl þegar ég tók próf á sínum tíma. Þá köll- uðu krakkar á eftir manni: „Sjáið þið, kelling að keyra.“ Þau eru sammála um að lífið hafi verið þeim ánægjulegt og svo sé með ellina einnig. „Við getum þakkað fyrir að fá að vera svona gömul jafnvel þó ég sé hölt. Er það ekki Guðmundur?“ segir Ingi- björg og lítur hlýlega á mann sinn. Þau eru sammála um að þau opni ekki lengur svo blað að einhver sem þau þekki sé ekki kvaddur þann daginn. „Annars erum við alltaf heima og förum ekki langt. Það er nánast hægt að ganga að okkur vísum hér í Kópavoginum.“ bergljot@frettabladid.is KYNNTUST Á ÚTVARPINU Ingibjörg var komin yfir fertugt þegar þau rugluðu saman reytum, hún og Guðmundur. Hann var þá fráskilinn og átti börn en saman hafa þau ekki eignast börn. NÓTURNAR AF ARAVÍSUM „Ari er lítill, hann er átta ára trítill.“ Það er varla til það mannsbarn á Íslandi sem ekki getur sungið Aravísur. ÞAKKLÁT FYRIR AÐ FÁ AÐ VERÐA GÖMUL Ingibjörg segist vera þakklát fyrir að fá að eldast. Hún er við góða heilsu og nýtur þess að vera heima í rólegheitum. Þær litu undrandi á mig og sögðu þetta örugglega einhverja vitleysu því það væri mjög erfitt að komast að í svona þætti. Konan hefði örugglega verið útsendari einhverra bófa og nú ætti að selja mig í kvennabúr til framandi landa.“ ,,

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.