Fréttablaðið - 01.02.2003, Side 30

Fréttablaðið - 01.02.2003, Side 30
Það hefur verið viðloðandi tón-listarbransann að allt sem sé svalt snúist um „kynlíf, dóp, rokk og ról“. Fyrsta alvöru kynlífsbylt- ingin í gegnum poppmenningu átti sér stað á hippatímanum. Blóm, friður og „frjálsar ástir“ þóttu sjálfsagðir hlutir en áður hafði daður við erótík aðeins verið til þess að gleðja augað. Ræturnar liggja þó dýpra. Ára- tug áður ögraði Elvis Presley fína fólkinu með mjaðmahreyfingum sínum sem þóttu langt yfir vel- sæmismörkum á sínum tíma. Margar af þekktari kvikmynda- stjörnum Hollywood prýddu flug- vélar, sprengjur og veggi her- mannaskála á fimmta og sjötta áratugnum. Þá þótti ekki tiltöku- mál þegar kvikmyndastjörnur á borð við Marilyn Monroe, Ritu Hayworth, Jayne Mansfield og fleiri létu mynda sig í ögrandi klæðnaði og jafnvel allsnaktar. Staðreyndin er sú að popptón- listarmenn og kvikmyndastjörnur hafa lengi notað kynþokka sinn til þess að koma sér á framfæri. Það virðist þó alltaf jafnauðvelt að hneyksla almenning. Kynhvötin er ein af frumhvötum mannsins og því verður kynþokki vopn sem alltaf bítur þá sem feimnari eru. Tískan hefur orðið til þess að al- menningur virðist umburðarlynd- ari gagnvart erótísku efni. Aðrir hafa svo réttilega áhyggj- ur af því hvaða áhrif það hafi á börn þeirra að ungar föngulegar stúlkur á nærbuxunum hristi rass- inn framan í þau daglega á sjón- varpsskjánum. Munurinn er kannski að mestu leyti sá að áður fyrr var daðrað við erótík, í dag er daðrað við klám. Áhrif Madonnu Kynlíf var alltaf viðloðandi diskóhreyfinguna á áttunda ára- tugnum. Það var þó ekki fyrr en áratug seinna þegar Madonna not- aði kynþokka sinn markvisst til þess að markaðssetja sig að al- menningur fór að roðna. Lag henn- ar frá 1984, „Like a Virgin“, fjall- aði í rauninni um ástina en samlík- ingin, þar sem sögupersónan minntist þess hvernig það var að vera saklaus og forvitin um kynlíf, vakti usla. Madonna lék sér með kynferðisdaður sitt með því að liggja uppi í rúmi á plötuumslag- inu með beltissylgju þar sem á var ritað „Boy Toy“. Á tónleikaferð sinni „Blonde Ambition Tour“ sem hún fór í árið 1990 lék hún á hverju kvöldi sjálfsfróunaratriði þegar hún tók lagið. Það er svo hægt að sjá í mynd hennar „In Bed With Madonna“ sem kom út ári síðar. Í nokkrum ríkjum í Bandaríkjun- um átti hún á hættu að verða handtekin fyrir athæfið. Árið 1992 steig hún skrefið til fulls með bók sinni og ljósmyndarans Steven Meisel, „Sex“, sem inni- hélt nektarmyndir af henni auk vangaveltna um kynlíf. Nýlega greindi Madonna frá því að eftir að hún varð móðir hafi hún iðrast þessa alls og stöðvaði hún meðal annars endurútgáfu bókar- innar „Sex“ sem áætluð var í fyrra. Í kjölfar Madonnu fylgdu nokkrar stúlkur í poppinu sem gerðu nær eingöngu út á kynþokka sinn. Hin breska Samantha Fox fékk plötusamning eftir að hún birtist berbrjósta á síðu 3 í The Sun og átti nokkrum vinsældum að fagna með laginu „Touch Me“ árið 1986. Varla birtust myndir af henni og Sabrinu (sem söng „Boys, boys, boys“) án þess að sjá mætti glitta í geirvörtur þeirra. Söngkonan Gloria Trevi, sem oft hefur verið kölluð hin mexíkanska Madonna, fór svipaða leið og þær tvær í upphafi tíunda áratugarins. Hún var handtekin í Brasilíu árið 2000 fyrir að hafa haldið stúlku undir lögaldri í kynlífsánauð ásamt umboðsmanni og kærasta. Hún var í fangelsinu í tvö ár, varð þar ófrísk á dularfullan hátt og eignaðist son bak við lás og slá. Snemma á þessu ári var hún framseld til heimalands síns þar sem hún mun bráðlega svara til saka. Upphaf klámtískunnar Um miðjan tíunda áratuginn fór að bera á myndböndum sem studd- ust við svipaða myndatöku og þekkist í klámljósmyndum og kvikmyndum. Þetta var aðallega í hiphop-myndböndum. Tvær dömur sem voru á snær- um Puff Daddy og Notorious B.I.G. gengu sérstaklega langt í þessum efnum. Þær voru heldur ekkert að fela hvaðan þær drægju ímynd sína. Lil’ Kim gaf út breið- skífuna „Hard Core“ árið 1996 og var myndin af henni á plötu- umslaginu eins og klippt út úr klámblaði. Hún var afar léttklædd, krjúpandi á loðfeldum. Foxy Brown var kannski aldrei jafn kræf í sinni ímyndarsköpun en greip þó athygli karlpeningsins. Fram að þessu höfðu það að mestu verið karlmenn sem döðr- uðu við klám í hiphoppi og þá aðal- lega textum. Snoop Dogg gerði það að yrkisefni á plötu sinni „Doggy- style“ og N.W.A. kenndu munngæl- ur í einu laga sinna. Snoop gekk síðar alla leið og gerði stutta klám- mynd sem bar sama nafn og áður- nefnd breiðskífa hans frá árinu 1993. Klámtískan var orðin að stað- reynd og það er engin tilviljun að karlatímarit á borð við FHM, Stuff for Men og Maxim voru öll stofnuð á þessum tíma. Hollywood fékk einnig klám á heilann og myndin „Boogie Nights“, sem gaf raunsæja mynd af heimi klámmyndaiðnaðarins, leit dagsins ljós árið 1997. Í kjölfar hennar fylgdu raun- verulegar heimildarmyndir þar sem skyggnst var á bak við tjöldin. Gerð var heimildarmynd um klám- myndaleikkonuna Annabel Chong á þeim tíma er hún hafði mök við 251 karlmann á einum degi. Fyrr- um húsmóðirin Stacy Valentine leyfði kvikmyndatökuliði að fylgj- ast með sér í vinnunni og nú síðast var það Íslands-“vinurinn“ Ron Jeremy sem var gerður ódauðleg- ur í heimildarmynd. Áhugi Hollywood á klámi virð- ist ekkert vera að dvína og nýlega bárust fregnir af því að Angelina Jolie muni fara með aðalhlutverkið í mynd um „Deep Throat“-leikkon- una Lindu Lovelace. Klámið kemst í poppið Það varð æ algengara að ljós- myndir og jafnvel auglýsingar í tískublöðum væru á erótísku nót- unum. Það ætti því ekki að hafa komið neinum á óvart að ungar poppstjörnur á borð við Britney Spears, Christinu Aguilera, Jenni- fer Lopez og Kylie Minouge hafi allar notað kropp sinn sem hjálp- artæki upp á stjörnuhimininn. Í tónlistarbransanum er hug- takið „The Whole Package“ oft notað. Það vísar til þess að stúlk- urnar þurfi: a) að geta sungið eins og englar, b) að geta dansað eins og Michael Jackson, c) að vera vel vaxnar (helst af náttúrunnar hendi) og d) að kunna fyrirsætu- störf. Það eru sem sagt ekki litlar kröfur sem lagðar eru á ungar stúlkur í stéttinni. Athygli vekur að tónlistarhæfileikar eru aldrei nefndir þegar hugtakið er notað. Þetta er gífurlega harður heimur og allar klær eru úti. Af einhverjum ástæðum hefur Britney Spears alltaf verið tengd þessari bylgju þrátt fyrir að hafa haldið sig að miklu leyti frá henni. Hún sást dansa um á nærbuxunum í kvikmyndinni „Crossroads“ auk þess sem það olli miklu umtali þeg- ar hún réð fyrrum klámmyndaleik- stjóra til þess að gera eitt mynd- banda sinna. Allt umtal um kynlíf og Britney Spears fór á flug eftir að hún fullyrti að hún ætlaði að fara sem hrein mey inn í brúðkaupsnótt sína. Kylie Minogue endurvakti feril sinn með einu pari af gylltum stutt- buxum er hún klæddist í mynd- bandi lagsins „Spinning Around“ frá árinu 2000. Eftir það hefur hún verið gjörn á að sýna skinn og lék meðal annars í djarfri undirfata- auglýsingu sem var bönnuð í bresku sjónvarpi. Sú sem hefur verið hvað kræfust í þessum efnum er án efa Christina Aguilera. Hún virðist vísvitandi hafa ákveðið að nota kynþokka sinn til þess að vekja á sér athygli. Það virðist líka ganga afar vel hjá henni. Myndband hennar „Dirrty“ þykir vera alveg á mörkunum og nýlega birtist hún nakin framan á forsíðu Rolling Stone. Hún hefur svo greinilega lent í því alþekkta vandamáli að „eiga ekkert til þess að fara í“ fyrir síðustu myndatökur því hún hefur nánast án undantekn- inga verið nakin. Ef það er list að ganga fram af sem flestum með ögrandi ímynd hlýtur hún að vera sigurvegarinn. Spurningin er því, ef ekki er hægt að ganga lengra, hvað er þá til ráðs? Neyðin kennir víst naktri konu að spinna. Hafið þið ekki áhyggjur, samkvæmt þeirri reglu ætti Christ- ina að verða klæðameiri í framtíð- inni. biggi@frettabladid.is 30 1. febrúar 2003 LAUGARDAGUR G æ ð i á N e tt o v e rð i. .. P R E N T S N I Ð ASKALIND 3 - KÓPAVOGI - SÍMI: 562 1500 VIÐ RÝMUM FYRIR NÝJUM GERÐUM OG BJÓÐUM BAÐINNRÉTTINGAR Á BOTNVERÐI 120 cm innrétting (5 skápar, höldur, ljósakappi með 3 halogenljósum, borðplata og spegill) Botnverð 59.900,- 90 cm innrétting (3 skápar, höldur, ljósakappi með 3 halogenljósum, vaskborðplata og spegill) Botnverð 65.900,- 150 cm innrétting (4 skápar, 2 hillur, höldur, ljósakappi með 3 halogen- ljósum, borðplata og spegill) Botnverð 72.900,- Við bjóðum einnig eldhúsinnréttingar, þvottahúsinnréttingar og fataskápa á frábæru verði ÞAÐ BORGAR SIG AÐ VERSLA Í FRÍFORM . . . Hver einasta bylgja á sérmótsvar. Þannig ætti það ekki að koma neinum á óvart að nokkr- ar ungar og upprennandi tónlistar- stúlkur í Bandaríkjum hafi sam- einast í ákvörðun sinni að nota ekki kynþokka sinn til þess að koma sér á framfæri. Þar á meðal má nefna Avril Lavigne, Noruh Jones, Vanessu Carlton, Fionu Apple, Aliciu Keys og Michelle Branch. Þær eru allar af nýrri kynslóð söngkvenna sem semja sjálfar lög sín og flytja. Allar bera þær þokka og virðast staðráðnar í því að skapa sér persónulegri stíl og láta tónlistina eina tala sínu máli. ■ AVRIL LAVIGNE Er ein þeirra söngkvenna sem segist ekki ætla að nota kynþokka sinn til þess að koma sér á framfæri. Hún virðist ekki þurfa þess og hefur nú þegar unnið til fjölda verðlauna fyrir frumraun sína, „Let Go“, sem hún gaf út á síðasta ári. NORAH JONES Er talin ein efnilegasta djasssöngkona Bandaríkjamanna. Hún sópaði til sín Grammy-verðlaunum um daginn. Hún hefur tónlistina í blóðinu, er dóttir Ravi Shankar, sem vann m.a. með Bítlunum. Ungar tónlistarstúlkur: Stelpur gegn klámtísku Við lifum á tímum er landamæri kláms og poppmenningar eru oft óljós. Stærstu poppstjörnurnar ráða til sín klámmyndaleikstjóra fyrir myndbandagerð. Leið stúlkna upp á stjörnuhimininn er í gegnum síður karlatímarita. Er þetta nýtt fyrirbrigði? Ef ekki, hvað hefur þá breyst? Klámið tröllríður poppinu CHRISTINA AGUILERA Þótti fyrst afar ögrandi í myndbandi lags- ins „Lady Marmalade“. Þá var hún, ásamt Pink, Lil’ Kim og Myu, að leika franska vændiskonu frá París við lok 19. aldar. Hefur í dag tamið sér það að ögra fólki með ímynd sinni. Nýjasta breiðskífa hennar heitir til dæmis „Stripped“.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.