Fréttablaðið - 01.02.2003, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 01.02.2003, Blaðsíða 14
Það var glatt á hjalla í kjallaraLaugardalslaugarinnar í há- deginu í gær þegar hinir svokölluðu Pottormar fögnuðu þorra. Um 30 manns stripluðust þar á sundskýlum og smjöttuðu af bestu lyst á góðgætinu. „Þetta er félagsskapur fólks sem stundar sundlaugarnar í há- deginu á hverjum degi. Flestir fara alltaf í sama pottinn,“ út- skýrir Sigrún Axelsdóttir, for- maður Pottorma. „Þetta er hóp- ur sem hefur haldið saman í gegnum tíðina.“ Sigrún formaður, sem jafn- framt er einn stofnfélaga, var lasin í gær en lét það þó ekki aftra sér frá því að mæta í blót- ið. En vegna lasleikans ákvað hún að klæðast ekki sundboln- um að þessu sinni. Pottormarnir áttu erfitt með að koma sér saman um hvenær félagið var stofnað, sumir sögðu fyrir 25 árum, aðrir 40. Pottorm- arnir blóta ekki bara þorrann því á jólunum er boðið upp á glögg. „Það þarf bara að mæta og vera almennilegur og taka þátt í gleðinni með okkur,“ segir Sigrún formaður þegar hún er innt svara um hvernig fólk gerist félagi í Pottormum. Meðal Pottormanna eru mörg fræg andlit svo sem Steingrímur Hermannsson, fyrrverandi for- sætisráðherra, Guðmundur Ein- arsson trommuleikari og Baldur Scheving rafvirki. Yngsti meðlimur Pottormanna er um fimmtugt en sá elsti, Elías Valgeirsson, varð níræður á síð- asta ári. Svo vildi til að afmælið kom upp sama dag og þorrablótið. Í tilefni þess var Elías gerður að heiðursfélaga Pottormanna og leystur út með ýmsum gjöfum. „Þá sungum við líka mikið og hann syngur eins og engill,“ segir formaðurinn. Sigrún var eina konan sem mætti á þorrablót Pottormanna í ár. Hún segir það ekki erfitt að vera ein innan um alla karlana enda hefur hún séð þá hálfnakta á hverjum degi í tugi ára. „Við erum búin að þekkjast í svo mörg ár. En ef ég væri að hitta þá í fyrsta skip- ti yrði ég ábyggilega feimin,“ seg- ir Sigrún. Sigrún segir ekki gæta öfundar hjá öðrum sundlaugargestum í garð Pottormanna. „Við heyrum þá stundum segja: „Jæja, á nú að fá sér að borða.“ En það gætir engrar öfundar hjá þeim. Það eru ekki allir sem kæra sig um félags- skapinn.“ En hvað er það sem Pottorman- ir sækjast eftir? „Við sækjum í þetta út af félagsskapnum, sam- kenndinni og gleðinni. Svo ræðum við um allt milli himins og jarðar, heimsmálin, um hvert annað eða segjum brandara,“ segir Sigrún og bætir við að Pottormarnir hafi jafn misjafnar skoðanir og þeir eru margir. kristjan@frettabladid.is 14 1. febrúar 2003 LAUGARDAGUR Stór hópur fólks sem stundar heitu pottana í Laugardalslauginni á hverjum degi efndi til þorrablóts í kjallara sundlaugarinnar. Mikil stemning var hjá ormunum, sem eru á öllum aldri en sá elsti varð níræður í fyrra. Þorrablót hjá Pottormum Jón pottormur: Býður upp á súrt rengi Jón Einarsson, verslunarstjóri íNóatúni, hefur séð um veiting- arnar á þorrablótum og jólahlað- borðum Pottormanna frá upphafi. „Boðin voru á vegum Sunnu- kjörs í 20 ár en þegar ég fór yfir í Nóatún fylgdi kvöðin með,“ segir Jón. Jón segir Pottormana taka vel til matar síns í veislunum enda gætir þar ýmissa kræsinga. Hangikjöt, svið, sviðasulta, há- karl og annað góðgæti sem þekk- ist í þorrablótum. „Við erum líka með það sem aðrir eru ekki með, það er súrt rengi. Við fluttum frosið rengi inn frá Noregi og Hvalur hf. sá um að súrsa það fyr- ir okkur. Það var kveikt undir pottunum í Hvalfirði og rengið soðið þar. Þeir sem sáu um pott- ana áður voru komnir á eftirlaun en þeir voru settir í málið.“ Jón býður gestum einnig upp á gos og pilsner. „Þeir sem koma með sterkari drykki með sér fara labbandi heim eða eru sóttir,“ seg- ir Jón Einarsson pottormur. ■ ÞORRAMATUR Jón Einarsson, verslunarstjóri í Nóatúni, býður Pottormunum upp á súrt rengi á þorranum. Hér virða Jón og Sigrún Axels- dóttir, formaður Pottormanna, góðgætið fyrir sér. SKÁL FYRIR POTTORMUM Steingrímur Hermannsson, fyrrverandi forsætisráðherra, bauð upp á kínverskt hrísgrjónavín með íslenska þorramatnum. HEIÐURSFÉLAGINN Elías Valgeirsson var gerður að heiðursfélaga á þorrablótinu á síðasta ári en sama dag varð hann níræður. POTTORMARÞað er mikið fjör hjá Pottormunum. Þeir gera sér dagamun á þorra og um jól og efna þátil veislu í kjallara sundlaugarinnar. POTTORMAR MATAST Pottormarnir voru glaðir í bragði í gær þegar þeir fengu sér þorramat úr smiðju Jóns Einarssonar, verslunarstjóra Nóatúns. Af nógu var að taka. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.