Fréttablaðið - 01.02.2003, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 01.02.2003, Blaðsíða 6
6 1. febrúar 2003 LAUGARDAGURVEISTU SVARIÐ? Svörin eru á bls. 46 1. 2. 3. Settur heilbrigðisráðherra hefur úrskurðað í kærumálum vegna Norðlingaölduveitu. Hvert verður hámarksyfirborð hins nýja lóns? Sýslumaður í Reykjavík hefur sett lögbann á tónlistarflutning í einu veitingahúsa í Reykjavík. Hvaða staður er þetta? Súpermódel eignaðist sitt fyrsta barn þegar lítill drengur leit dags- ins ljós í London á fimmtudag. Hvaða módel er þetta? GENGI GJALDMIÐLA Bandaríkjadalur 76.98 -1.36% Sterlingspund 127.15 -0.76% Dönsk króna 11.2 -0.73% Evra 83.27 -0.69% Gengisvístala krónu 121,47 -0,41% KAUPHÖLL ÍSLANDS Fjöldi viðskipta 366 Velta 5.545 m ICEX-15 1.352 -0,38% Mestu viðskipti Bakkavör Group hf. 171.692.478 Samherji hf. 99.022.000 Búnaðarbanki Íslands hf. 80.685.568 Mesta hækkun Hampiðjan hf. 17,86% Sölumiðstöð Hraðfrystih. hf. 2,00% Flugleiðir hf. 1,46% Mesta lækkun ACO-Tæknival hf. -8,00% Nýherji hf. -4,71% Baugur Group hf. -3,77% ERLENDAR VÍSITÖLUR DJ*: 8039,7 1,2% Nasdaq*: 1322,9 0,0% FTSE: 3563,8 -0,4% DAX: 2722,1 1,1% Nikkei: 8339,9 0,3% S&P*: 847,4 0,3% *Bandarískar vísitölur kl. 17.00 Samkeppni: Flugleiðir jafna Iceland Express SAMGÖNGUR Flugleiðir ætla að bjóða ferðir til Kaupmannahafn- ar og London í vor á 14.900 krón- ur. Með því jafna Flugleiðir til- boð nýja félagsins Iceland Ex- press, sem hefur flug í næsta mánuði til þessara borga á ná- kvæmlega sama verði. Tilboð Flugleiða gildir aðeins ef pantað er á Netinu og er tekið fram að sætaframboð sé takmarkað, „fyrstir koma, fyrstir fá“ eins og segir í tilkynningu frá félaginu. Þá bjóða Flugleiðir með sama hætti flug til annarra stórborga í Evrópu á 19.800 krónur en það er sama verð og Iceland Express býður í næstlægsta gjaldflokki sínum. Í tilboði Flugleiða er há- marksdvöl 21 dagur en hjá Iceland Express ráða viðskipta- vinir sjálfir hversu lengi þeir dvelja ytra. Tilboð Flugleiða gildir frá 1. mars. ■ HART BARIST Slagur um farþega lækkar verð á flugfarseðlum. Þjónustumiðstövar: Stefnt að fjölgun BORGARMÁL Borgaryfirvöld hafa sam- þykkt að kanna möguleika á að fjöl- ga þjónustumiðstöðvum í Reykjavík. Tveir þjónustumiðstöðvar eru reknar í borginni. Miðgarður í Graf- arvogi hóf starfsemi 1997 og Vestur- garður í Vesturbæ fyrri hluta ársins 2002. Nú á að hefja undirbúning að stofnun fleiri þjónustumiðstöðva til að færa þjónustuna nær íbúum og samþætta starfsemi fjölskyldustofn- ana. Borgaryfirvöld telja að með samþættingu þjónustu fáist langtímahagræðing. Hvorki er gert ráð fyrir fækkun eða fjölgun starfs- fólks við fyrirhugaðar breytingar. ■ Aldagamlar erjur blossa upp Snurða er hlaupin á þráðinn í samskiptum Tælands og Kambódíu. Ráðist var á tælenskar stofnanir og fyrirtæki í Kambódíu í vikunni og í kjölfarið gripu Tælendingar til rótækra aðgerða gegn nágrönnum sínum. Nýr samningur hjá DeCode: Samstarf um lyfjaprófanir LYFJASAMNINGUR Íslensk erfða- greining hefur gert samning við Vertex Pharmaceuticals um rann- sóknir í lyfjaerfðafræði. Sam- kvæmt samningnum munu Ís- lenskar lyfjarannsóknir ehf., dótt- urfélag Íslenskrar erfðagreining- ar, sjá um klínískar lyfjaprófanir og rannsóknir í lyfjaerfðafræði fyrir Vertex. Möguleikar Ís- lenskrar erfðagreiningar í lyfja- erfðafræði munu gera Vertex kleift að greina niðurstöður lyfja- prófana í tengslum við erfðaþætti sem hafa áhrif á svörun sjúklinga við lyfjameðferð. Ef rannsóknirn- ar sem samningurinn nær til skila markverðum niðurstöðum er mögulegt að fyrirtækin muni auka við samstarfið. Ekki var greint frá fjárhagshlið samnings- ins. „Þessi samningur er staðfest- ing á gæðum þjónustu okkar á þessu mikilvæga og vaxandi sviði starfsemi okkar,“ segir Kári Stef- ánsson, forstjóri Íslenskrar erfða- greiningar. Upphæð samningsins og tekjur Íslenskrar erfðagrein- ingar af honum eru ekki gefnar upp. ■ Reykjavíkurborg: Launalækk- un borgar- fulltrúa BORGARMÁL Borgaryfirvöld hyggjast breyta launakerfi borgarfulltrúa þannig að laun þeirra muni lækka. Ástæðan er sú að kostnaður við nýtt launakerfi sem tekið var í notkun síðasta sumar fór fram úr áætlun- um. Samkvæmt breytingunum munu grunnlaun borgarfulltrúa skerðast sitji þeir í færri en þremur fasta- nefndum borgarinnar í stað skerð- ingar við setu í færri en tveimur fastanefndum áður. Sitji borgarfulltrúi í tveimur fastanefndum skerðast laun hans um 20%, en sitji hann aðeins í einni eða engri fastanefnd skerðast þau um 40%. Áður skertust launin um 15%, ef setið var aðeins í einni fastanefnd, en um 30% ef ekki var setið í fastri nefnd. Grunnlaun fyrsta varamanns hvers framboðslista skerðast einnig. ■ ÞJÓÐVERJAR DÆMDIR Tveir Þjóð- verjar hafa verið fundnir sekir um að selja Írökum tæknibúnað sem þeir geta notað til að byggja sér langdrægar risafallbyssur. Annar maðurinn var dæmdur í rúmra fimm ára fangelsi en hinn fékk tveggja ára skilorðsbundinn dóm. NÝR SAMNINGUR Íslensk erfðagreining bætti enn einum samningi í sarp sinn. Fyrirtækið hefur gert samning um lyfjaprófanir við Vertex Pharmaceuticals. EVRÓPA KAMBÓDÍA, AP Tæland hefur slitið öllu stjórnmálasambandi við Kambódíu, flutt hundruð tæ- lenskra ríkisborgara frá landinu og lokað landamærum sínum í kjölfar mikilla óeirða sem geisað hafa í nágrannalandinu að undan- förnu. Um miðbik vikunnar réð- ust stórir hópar Kambódíumanna á sendiráð Tælands í höfuðborg- inni Phnom Penh auk þess sem kveikt var í fjölmörgum tælensk- um fyrirtækjum í borginni. Sendi- herrann átti fótum sínum fjör að launa og hundruð tælenskra ríkis- borgara sem flúið höfðu óeirðirn- ar voru sótt á flugvöll Phnom Penh af tælenskum herþotum og flutt til heimalands síns. Átökin eiga sér töluverðan að- draganda en kveikjan að þeim var grein sem birtist í tælensku dag- blaði fyrir tveimur vikum síðan. Þar var fullyrt að tælensk sjón- varpsleikkona hefði haldið því fram að þjóðarstolt Kambódíu, hofið Angkor Wat, væri réttmæt eign Tælendinga. Vakti þetta afar hörð viðbrögð meðal Kambódíu- manna og virtist það litlu skipta þó leikkonan neitaði þráfaldlega allri sök og ritstjóri blaðsins við- urkenndi að fullyrðingin hefði verið byggð á sögusögnum einum saman. Það ætti því að vera ljóst að leita þarf lengra aftur í tímann til að finna raunverulega ástæðu átakanna. Samband Tælendinga og Kambódíumanna hefur ávallt verið þrungið spennu en svo öld- um skiptir hafa þessar nágranna- þjóðir deilt og barist um land- svæði og völd. Á síðari árum hef- ur að mestu ríkt friður í samskipt- um þjóðanna, sem einkum má þakka sívaxandi viðskipta- og stjórnmálatengslum þeirra í mill- um. Það ber þó að athuga að Kam- bódía er töluvert vanþróaðra ríki en Tæland og efnahagur þess að sama skapi bágborinn. Þetta hef- ur vissulega valdið ákveðinni tog- streitu þjóðanna í milli og hafa Kambódíumenn meðal annars ít- rekað sakað Tælendinga um arð- rán og valdníðslu. En þó aldagamlar erjur hafi verið leystar úr læðingi binda báðir aðilar vonir við að sættir ná- ist að nýju áður en langt um líður. Yfirvöld í Kambódíu hafa þegar farið að ósk nágranna sinna og beðið þá formlega afsökunar auk þess sem boðnar hafa verið bætur fyrir það tjón sem óeirðaseggirnir ollu. ■ ÓEIRÐIR Tælendingar brugðust ókvæða við árásum Kambódíumanna á tælensk fyrirtæki og stofnanir. Í Bangkok safnaðist mannfjöldi saman við sendiráð Kambódíu og brenndi fána landsins í mótmælaskyni. VALT Á ÓLAFSFJARÐARVEGI Árekstur varð á Ólafsfjarðarvegi á níunda tímanum í fyrrakvöld. Annar bíllinn valt eftir að tengi- vagn á hinum fór utan í hann. Ökumaður var fluttur á sjúkra- hús en er ekki talinn mikið meiddur. LÖGREGLUFRÉTTIR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.