Fréttablaðið - 01.02.2003, Síða 18

Fréttablaðið - 01.02.2003, Síða 18
18 1. febrúar 2003 LAUGARDAGUR Hlí›asmára 15 • Sími 535 2100 H el ga rf er ›i r H el ga rf er ›i r Barcelona Prag Búdapest 46.200 kr. 44.490 kr. 51.580 kr. 6. og 27. mars 13. og 20. mars 27. mars og 3. apríl Innif.: Flug, gisting í 3 nætur með morgunverður, flugvallarskattar og íslensk fararstjórn. Ferðir til og frá flugvelli erlendis kosta 1.700 kr. og eru valkvæðar. Innifalið er flug, gisting, morgunverður, flugvallarskattar og íslensk fararstjórn. Ferðir til og frá flugvelli erlendis kosta 1.600 kr. Innifalið er flug, gisting, morgunverður, flugvallarskattar og íslensk fararstjórn. Ferðir til og frá flugvelli erlendis kosta 1.600 kr. Löggæsla í íslensku fiskveiði-lögsögunni er í sögulegu lág- marki um þessar mundir. Þar sem Óðni var lagt um áramótin eru tvö varðskip Landhelgisgæslunnar við gæslustörf sem jafngildir því að eitt skip gæti 377.000 ferkíló- metra svæðis. „Við reynum að gera eins vel og við mögulega getum,“ segir Hafsteinn Hafsteinsson, forstjóri Landhelgisgæslunnar. „Við teljum eðlilegt að gera út þrjú varðskip vegna þess að okkar hlutverk er svo víðfeðmt. Samkvæmt alþjóð- legum samningum ber okkur að vera með skip á vissum svæðum eins og t.d. á Reykjaneshrygg og núna þegar Norðmenn fara að hefja loðnuveiðar við Grænland þurfum við að passa upp á að þeir skjótist ekki yfir til okkar. Til samanburðar má geta þess að landhelgi Færeyja er einn fjórði af okkar landhelgi, en þeir eru með þrjú skip sjálfir og eitt 3.000 tonna skip frá Dönum til að sinna löggæslu innan sinnar landhelgi.“ Samkvæmt stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar frá 2001 vantar Landhelgisgæsluna 50 til 80 milljónir króna á ári til þess að geta sinnt þeim verkefnum sem henni er falið. Þrátt fyrir þetta telur stofnunin að Landhelgis- gæslan hafi sinnt meginverkefn- um sínum af fagmennsku og kost- gæfni. Fjárveitingar ófullnægjandi Hafsteinn segir að enn hafi ekki verið brugðist við þessum niðurstöðum Ríkisendurskoðunar. Fjárveitingarnar séu alls ekki fullnægjandi og það torveldi rekstur Landhelgisgæslunnar. Hann segir að rekstrar- og við- haldskostnaður þyrlunnar, TF-Líf, sé mjög mikill þrátt fyrir að hún hafi verið sem ný þegar hún kom til landsins. Þessi aukni kostnaður hafi í raun komið Landhelgisgæsl- unni í þann fjárhagsvanda sem hún búi við í dag. Á sama tíma hafi Gæslunni verið falinn fjöld- inn allur af aukaverkefnum sem hún hafi ekki fengið sérstaka fjár- veitingu fyrir. Mikil breyting hefur orðið á umsvifum Landhelgisgæslunnar á hafi úti síðustu ár og áratugi. Nú þurfa skip að gæta mun stærra svæðis en þau gerðu áður. Að hluta til er skýringin sú að árið 1975 var fiskveiðilögsagan færð úr 50 sjómílum í 200. Það virðist hins vegar skjóta skökku við að þegar varðskipin þurfa að gæta rúmlega 750 þúsund ferkílómetra svæðis skuli vera skorið niður og aðeins tvö skip látin sinna lög- gæslu og eftirliti á hafinu. Árið 1960, þegar varðskipið Óðinn kom til landsins, voru sex varðskip við löggæslustörf á haf- inu, en auk þess var ein flugvél notuð við eftirlit. Auk Óðins voru það Albert, María Júlía, Sæbjörg, Þór og Ægir. Þá var fiskveiðilög- sagan 12 sjómílur, sem jafngilti því að eitt varðskip var á hverja 12.500 ferkílómetra. Þá voru varð- skipsmenn alls 114 og var skipt- ingin þannig að 27 manna áhafnir voru á þremur skipum og 11 manna áhafnir á öðrum þremur. Í dag eru 36 varðskipsmenn við störf, 18 á Ægi og 18 á Tý. Auk varðskipanna tveggja hefur Land- helgisgæslan yfir að ráða einni flugvél og tveimur þyrlum sem hafa meðal annars það hlutverk að stunda landhelgisgæslu úr lofti. Þyrlurnar eru hins vegar að- allega notaðar við björgunarstörf. Óðni lagt um áramótin Dómsmálaráðuneytið ákvað að leggja varðskipinu Óðni nú um áramótin. Var það bæði gert vegna þess að skipið þykir orðið gamalt, sem og til að mæta kröf- um um tveggja prósenta sparnað í ríkisrekstri. Með þessu spöruðust 40 milljónir króna. Þess ber að geta að Óðinn varð 43 ára á mánu- daginn, en Ægir og Týr, sem nú gæta landhelginnar, eru 38 og 28 ára. Landhelgisgæslan hafði gert ráð fyrir að kostnaður við viðhald á vélum Óðins myndi nema 40 til 80 milljónum og hafði það áhrif á þá ákvörðun ráðuneytisins að leg- gja skipinu. Landhelgisgæslan hafði gert ráð fyrir að kostnaður við viðhald á vélum Óðins, skv. kröfum flokkunarfélags varðskip- anna, Lloyds Register of Shipp- ing, næmi 40-80 milljónum króna á þessu ári. Við skoðun á fjórum stimplum í aðalvélum skipsins kom í ljós að þeir voru í góðu lagi og ákvað flokkunarfélag skipsins þess vegna að ekki þyrfti að taka upp fleiri stimpla í vélunum. Nú lítur út fyrir að kostnaður við að koma Óðni í nothæft ástand verði um 12 milljónir en ef ekkert hefði verið gert við skipið hefði verð- gildi þess líkast til verið talið í brotajárni. Til þess að draga úr neikvæð- um áhrifum lagningar Óðins ákvað Alþingi að leggja til að 24 milljónir króna yrðu settar til Landhelgisgæslunnar til að gera tilraun með leigu á skipi Hafrann- sóknastofnunar til landhelgis- gæslustarfa. Kostnaður við það er áætlaður um 1,2 milljónir á sólar- hring og því væri unnt að nota það í 20 daga til landhelgisgæslu- starfa. Er það mat Landhelgisgæsl- unnar að mun heppilegra sé að gera Óðin út áfram á meðan beðið er eftir nýju varðskipi heldur en að leggja honum og leigja haf- rannsóknaskipið. Takist að koma Óðni í haffært ástand sé hægt að nota hann áfram og jafnvel selja síðar. Vegna þessa telur Landhelg- isgæslan æskilegt að þær 24 millj- ónir sem fjárveitingavaldið hefur ætlað Landhelgisgæslunni til leigu á hafrannsóknarskipi fari í að auka skiparekstur stofnunar- innar. Vanbúnaður getur kostað mannlíf Hafsteinn segir að óskað hafi verið eftir því við ráðuneytið að þessi ákvörðun verði endurskoð- uð. Þar sem bæði Ægir og Týr séu komnir vel til ára sinna sé ekki hægt að gera þá út nema í mesta lagi í tíu mánuði á ári. Hann segir að þegar skipin hafi verið smíðuð hafi algeng stærð á flutningaskip- um verið 3.300 tonn, en í dag sé algeng stærð í kringum 20.000 tonn. „Það er brýnt að menn átti sig á því að það getur kostað mannslíf ef við erum ekki almennilega bún- ir,“ segir Hafsteinn. „Í einhverju veðri er nauðsynlegt fyrir okkur að geta sinnt okkar hlutverki ef stór skip lenda í háska, þannig að við getum bjargað þessum skip- um og áhöfnum þeirra, en það er erfitt með þessum litlu skipum sem við höfum í dag.“ Hafsteinn segir að það sé löngu kominn tími til þess að fá nýtt varðskip til landsins. Útboðslýs- ingin fyrir nýju skipi sé tilbúin hjá Ríkiskaupum og aðeins sé beð- ið eftir því að verkið verði boðið út. Hann segist reikna með því að það verði gert á næstu vikum, en að nýtt skip komi ekki til landsins fyrr en í fyrsta lagi árið 2005 til 2006. trausti@frettabladid.is Löggæsla á hafi í sögulegu lágmarki Tvö gömul varðskip gæta rúmlega 750 þúsund ferkílómetra svæðis. Dómsmálaráðuneytið ákvað að leggja Óðni um áramótin. Forstjóri Landhelgisgæslu Íslands segir að fjárveitingar séu alls ekki fullnægjandi og löngu tímabært að fá nýtt varðskip. KOMA VARÐSKIPSINS ÓÐINS ÁRIÐ 1960 „Hinn 27. janúar 1960 kom til landsins nýtt og fullkomið varðskip til Landhelgisgæslunnar sem hlaut nafnið Óðinn,“ skrifaði Sigurður Steinar Ketilsson skipherra í grein í Gæslutíðindum fyrir 11 árum. „Skipinu var fagnað innilega af miklum mannfjölda og blöktu fánar víða við hún í tilefni af komu skipsins. Bjarni Benediktsson þáverandi dómsmálaráðherra flutti ávarp af stjórnpalli skipsins, bauð skip og skipshöfn velkomna og árnaði sérstaklega forstjóra Landhelgisgæslunnar og skipherra heilla og sagði að þeir væru fyrirmyndar fulltrúar íslensku Landhelgisgæslunnar.“ ÓÐINN LIGGUR VIÐ BRYGGJU Í REYKJAVÍKURHÖFN Óðinn liggur nú við bryggju í Reykjavíkurhöfn þar sem Gæslan hefur ekki fengið fjárveitingar til viðhalds á skipinu. HAFSTEINN HAFSTEINSSON Forstjóri Landhelgisgæslunnar segir að það sé löngu kominn tími til þess að fá nýtt varðskip til landsins. Útboðslýsingin fyrir nýju skipi sé tilbúin hjá Ríkiskaupum og aðeins sé beðið eftir því að verkið verði boðið út.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.