Fréttablaðið - 01.02.2003, Blaðsíða 23
23LAUGARDAGUR 1. febrúar 2003
ODDUR, SNÆBJÖRN OG GUNNAR
„Efst í huga ríkir sorg yfir því að ráðast eigi
í þessa framkvæmd á hálendinu.“
Oddur, Snæbjörn
og Gunnar:
Þau éta
börnin sín
Oddur Ástráðsson, SnæbjörnGuðmundsson og Gunnar Ey-
þórsson eru 18 ára menntaskóla-
nemar. Þeir segjast reiðir og sárir
þeim sem ekki velti fyrir sér af-
leiðingum framkvæmda vegna
Kárahnjúkavirkjunar. „Efst í huga
ríkir sorg yfir því að ráðast eigi í
þessa gríðarlegu framkvæmd á
hálendinu og um leið eyðileggja
eina af helstu náttúruperlum Evr-
ópu,“ segir Oddur. Hann segir tár
koma til með að blika á hvarmi
komandi kynslóðar vegna tilhugs-
unar um framkvæmdirnar. Sér í
lagi þegar virkjunin verður orðin
óstarfhæf og lónið hefur fyllst leir-
burði og sandi.
Strákarnir sögðust horfa fram á
veginn þegar kæmi að þessum
framkvæmdum. „Ríkisstjórnin er í
raun að éta börnin sín. Það verður
hugsað til þeirra sem studdu þessa
framkvæmd með andúð þegar leir
og sandur eru farin að fjúka úr
fullu lóninu yfir gróðurlendi há-
lendisins,“ segir Oddur. ■
ELÍSABET JÖKULSDÓTTIR
Elísabet bendir á vefsíðuna halendi.is. Á
henni sé að finna undirskriftalista fólks
sem skori á stjórnvöld að efna til þjóðarat-
kvæðagreiðslu um málefni Kárahnjúka-
virkjunar. Þá hafi Ósk Vilhjálmsdóttur verið
ráðin sem framkvæmdastjóri hópsins.
Elísabet Jökulsdóttir:
Stærsta
mál Íslands-
sögunnar
Það er ótrúleg tilfinning að sjáþennan fjölda sem hingað er
mættur,“ segir Elísabet Jökuls-
dóttir rithöfundur um hóp mót-
mælenda sem mættur var á Aust-
urvelli síðasta þriðjudag til að
mótmæla byggingu Kárahnjúka-
virkjunar. Elísabet tilheyrir þeim
hópi sem fyrstur fór að mótmæla
á Austurvelli. „Ég var í raun búin
að finna andstöðuna allan tímann.
Mikil fræðsla hefur átt sér stað í
vetur og fólk er orðið öruggara í
sinni sannfæringu. Hvar sem ég
hef komið hefur fólk verið að velta
þessu málefni fyrir sér.“
Elísabet segir engan bilbug að
finna á mótmælendum. Ætlunin sé
að halda áfram og hittast á Austur-
velli.
Elísabet segist skora á fólk að
kynna sér málefni Kárahnjúka-
virkjunar. „Þetta er stærsta mál
Íslandssögunnar. Þetta snýst ekki
um hvort menn fái atvinnu á Aust-
urlandi heldur kristallar sjálfs-
mynd okkar. Það vekur upp spurn-
ingar umhvar við erum stödd á
sviði verkfræði, sagnfræði, lög-
fræði, í raun öll svið mannlífsins,“
segir Elísabet að lokum og tekur
undir hróp mótmælenda „Aldrei,
aldrei, Kárahnjúkavirkjun. Verj-
um, verjum Þjórsárver.“ ■
Þegar ég var yngri dreymdimig um að verða dýralæknir.
Ég taldi að það myndi henta mér
vel en svo villtist ég af leið í
skólakerfinu og varð stjórn-
málafræðingur,“ segir Þórunn
Sveinbjarnardóttir alþingis-
kona. „Það var reyndar margt
sem mig langaði til að verða.“
Dýralæknadrauminn fékk
Þórunn þegar hún var sjö til átta
ára. Hún segist þó ekki hafa far-
ið í dýralæknisleik með gælu-
dýrin sem hún átti.
„Ég hugsaði bara vel um dýr-
in mín. Fyrst áttum við kisu sem
hét Mjása og síðan áttum við tík
sem hét Lotta. Hún var mikil
öðlingstík, blendingur,“ segir
Þórunn.
Dýralæknadraumarnir fóru
út um þúfur þegar Þórunn varð
unglingur. „Þá fékk ég áhuga á
einhverju allt öðru,“ segir hún
hlæjandi.
Þórunn segist ekki sjá eftir
því að hafa ekki látið dýra-
læknadrauminn rætast. „Ég
þekki til nokkurra dýralækna og
veit að blessuð heimilisdýrin
hér á landi eru í góðum höndum.
Ég held að ég hefði svo sem ekki
bjargað neinu, ég sneri mér
frekar að því að bjarga heimin-
um.“
„Ég held að það sé ekki
hægt að vera í pólitík
öðruvísi en að maður
haldi að það sé hægt að
breyta einhverju. Það
er að minnsta kosti
þannig í mínu tilfelli,
er algjör grundvall-
arforsenda,“ segir
Þórunn Sveinbjarn-
ardóttir alþingis-
kona. ■
Villtist af leið frá
dýralæknadraumi
ÞÓRUNN
SVEINBJARNARDÓTTIR
Átti sér draum um að verða dýra-
læknir en villtist af leið og ákvað
að bjarga heiminum.
Ég átti mér
draum