Fréttablaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurfebrúar 2003næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2627282930311
    2345678
    9101112131415
    16171819202122
    2324252627281
    2345678

Fréttablaðið - 01.02.2003, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 01.02.2003, Blaðsíða 10
HANDBOLTI Þau tíðindi gerðust á fimmtudag að Evrópumeistarar Svía voru slegnir út úr keppni eft- ir tap gegn heimsmeisturum Frakka. Svíar lenda því í 9.-17. sæti á HM eins og Danir, sem slegnir voru út gegn Króötum. Danir náðu þriðja sætinu í síðustu Evrópukeppni og er niðurstaðan því líka mikil vonbrigði fyrir þá. Ísland er því eina Norður- landaþjóðin sem komst í hóp þeir- ra átta bestu í HM. Þetta er langslakasti árangur Svía undir stjórn Bengt Johans- son landsliðsþjálfara, sem tók við liðinu árið 1988 og stýrði því til sigurs í sinni fyrstu stórkeppni á HM í Tékkóslavíu árið 1990. Á 15 ára þjálfaraferli Johansson hefur liðið alltaf náð verðlaunasæti á stórmóti nema í Evrópukeppninni árið 1996 þegar liðið lenti í fjórða sæti. Svíar hafa orðið fjórfaldir Evrópumeistarar undir hans stjórn og tvöfaldir heimsmeistarar. Þeir hafa hins vegar aldrei orðið Ólympíumeist- arar. Svíar voru síðast slegnir svo snemma úr keppni á HM árið 1982, átta árum áður en hin svo- kallaða gullöld í sænskum hand- bolta rann upp. „Svona er þetta í lífinu. Stund- um vinnur mað- ur og stundum tapar maður. Það gerðu allir sitt besta,“ sagði Bengt Jo- hansson eftir leikinn við Frakka. „Ég er s v e k k t a s t u r með að hafa tap- að fyrir Slóven- íu í riðlakeppn- inni. Við lentum í vandræðum með meiðsli í haust og kannski náðum við okkur ekki á strik af þeim sökum. En ég er fullviss um að það muni birta til aftur hjá okkur.“ Magnus Wislander, hinn gam- alreyndi leikmaður Svía sem leikið hefur á átta heimsmeist- aramótum, var einnig svekktur í leikslok. „Næst er það Evrópu- keppnin sem haldin verður á næsta ári. Nú þurfum við að taka okkur tak, æfa vel og byggja upp liðið að nýju.“ Torben Winther, landsliðsþjálf- ari Danmerkur, var einnig ósáttur eftir sex marka tap gegn Króatíu í fyrrakvöld. „Þetta fer í reynslu- bankann hjá okkur. Við náðum ekki markmiðum okkar en það hefur ekki hjálpað okkur að vænt- ingarnar hafa verið miklar. Það hefur ekki bara haft áhrif á leik- mennina heldur einnig andstæð- ingana, sem hafa verið upptrekkt- ir gegn okkur,“ sagði Winther. „Ég er samt ekki í vafa um að við séum á rétti leið. Ég hef trú á að við höfum leikmennina til að ná langt. En það eru nokkur atriði sem við þurfum að lagfæra þegar við komum heim.“ ■ 10 1. febrúar 2003 LAUGARDAGUR HANDBOLTI Guðmundur býst við hörkuleik í dag. „Við höfum tæki- færi til þess að tryggja okkur inn á Ólympíuleikana. Fyrsti mögu- leikinn er á móti Rússum og það er auðvitað mjög sterkt lið. Við erum samt búnir að sýna það að við getum staðið í hvaða liði sem er og unnið einhver þeirra á góðum degi. Við vitum að það þarf margt að ganga upp til þess,“ segir Guðmundur. Hann segir að menn hafi gefið allt í leikinn gegn Spánverjum. „Það vantaði herslumuninn. Við nýtt- um ekki stöðuna í seinni hálfleik þegar við vorum einum fleiri og það var ákveðinn vendipunktur í leiknum.“ Að sögn Guðmundar þarf helst að auka stöðugleikann í íslenska liðinu fyrir leikinn í dag. „Við þurfum á því að halda þegar við erum komnir á móti þetta sterk- um liðum að sem flestir leikmenn séu að spila vel.“ Rússland hefur ekki staðið undir væntingum á HM. Liðið hefur tapað tveimur leikjum og gert eitt jafntefli, sem ekki telst góður árangur þar á bæ. Rússar hafa engu að síður á sterku liði að skipa. Af sterkum leikmönnum liðsins má nefna þá Koktsjarov, Pogorelov og línu- manninn Torgovanov. Ekki má þó gleyma hinum fertuga markverði Andrei Lavrov. Hann hefur leikið 281 landsleik og hefur því gífur- lega reynslu að baki. Lavrov er einnig tröll að burðum: 197 cm og 94 kíló. Það verður því erfitt fyr- ir íslensku leikmennina að koma boltanum framhjá honum, eins og þeir hafa reyndar fengið að kynnast í gegnum tíðina. Leikurinn í dag hefst á hádegi og verður sýndur í beinni útsend- ingu í Ríkissjónvarpinu. Útsend- ing hefst klukkan 11:35 en leikurinn sjálfur klukkan 12:00. ■ Stöðugleikann þarf að auka Íslendingar mæta Rússum í dag í fyrri leik sínum um 5. til 8. sætið á HM í Portúgal. Sigurvegari leiksins tryggir sér sæti á næstu Ólympíu- leikum. Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari segir að auka þurfi stöðugleika íslenska liðsins frá tapleiknum gegn Spánverjum. SIGFÚS Þjóðverjinn Christian Schwarer reynir markskot í leiknum gegn Íslandi í riðlakeppninni. Sigfús Sigurðsson fylgist með. Þjóðverjar eru komnir í undanúrslit á HM og mæta þar heimsmeisturum Frakka. ÁRANGUR SVÍA Á STÓRMÓTUM Ól ´92: 2. sæti HM ´93: 3. sæti EM ´94: 1. sæti HM ´95: 3. sæti EM ´96: 4. sæti Ól ´96: 2. sæti HM ´97: 2. sæti EM ´98: 1. sæti HM ´99: 1. sæti EM ´00: 1. sæti Ól ´00: 2. sæti HM ´01: 2. sæti EM ´02: 1. sæti HM ´03: 9.-17.sæti LEIKIR RÚSSA Á HM Rússland - Egyptaland 29 : 22 Rússland - Danmörk 35 : 28 Rússland - Frakkland 15 : 31 Rússland - Sádi-Arabía 34 : 17 Rússland - Króatía 26 : 28 Rússland - Argentína 26 : 26 Rússland - Ungverjaland 31 : 30 LEIKIR UM 5.-8. SÆTI Ísland-Rússland: Kl. 12.00 Júgóslavía-Ungverjaland: Kl. 9.30 Sigurliðin leika um fimmta sætið kl. 9.00 á morgun Tapliðin leika um sjöunda sætið kl. 11.30 á morgun. UNDANÚRSLIT Frakkland-Þýskaland: Kl.15.00 Króatía-Spánn: Kl.17:30 Úrslitaleikurinn verður háður á morgun kl. 17.00 MARBERT www.forval.is NÝTT NÝTT MARBERT eru sérfæðingar í farða, og hefur nú rannsóknarstofu MARBERT tekist að búa til nýja tegund farða sem sameinar kosti allra annarra farða sem þú hefur áður kynnst. Það er blautt viðkomu líkt og kökufarði en matt líkt og púðurfarði. Anti-age Compact Powder Foundation er fyrir allar húðgerðir. Þökk sé þeirra sérstöku vítamínbættu og kremkenndu, en þó 100% olíulausu formúlu, mattar það feita og blandaða húð og nærir þurra. Það endist vel á húðinni og jafnar út misfellur. Áhrifin eru einstök. Silkimött en jafnframt geislandi áferð og húðin verður mjúk og vel varin. Þessi einstaka nýjung frá MARBERT inniheldur vörn 15. Líttu við á næsta MARBERT útsölustað og prófaðu! Vonbrigði Svía og Dana Frændur okkar, Svíar og Danir, ollu miklum vonbrigðum á HM í Portúgal. Svíar voru síðast slegnir svo snemma úr keppni á HM árið 1982. Þjálfari Dana segir liðið vera á réttri leið. WISLANDER Svíinn Magnus Wislander í leik gegn Ungverjum á miðvikudag. Wislander var að taka þátt í sinni áttundu heimsmeistarakeppni. AP /M YN D ÍÞRÓTTIR UM HELGINA LAUGARDAGUR 12.00 RÚV HM í handbolta 14.45 Stöð 2 Enski boltinn 16.00 DHL-höllin Karfa kvenna (KR - Keflavík) 16.30 Ásgarður Handb. kv. (Stjarnan - ÍBV) 17.00 RÚV HM í handbolta 22.25 Sýn Hnefaleikar-Vernon Forrest SUNNUDAGUR 13.45 Sýn West Ham - Liverpool 14.35 RÚV HM í handbolta 16.00 Sýn Aston Villa - Blackburn 17.10 RÚV HM í handbolta 19.15 DHL-höllin Karfa karla (KR - Tindastóll) 19.15 Smárinn Karfa karla (Breiðab. - Snæfell) 19.15 Ásvellir Karfa karla (Haukar - Valur)

x

Fréttablaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1670-3871
Tungumál:
Árgangar:
23
Fjöldi tölublaða/hefta:
7021
Gefið út:
2001-2023
Myndað til:
31.03.2023
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað
Styrktaraðili:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað: 27. tölublað (01.02.2003)
https://timarit.is/issue/263554

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

27. tölublað (01.02.2003)

Aðgerðir: