Fréttablaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurfebrúar 2003næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2627282930311
    2345678
    9101112131415
    16171819202122
    2324252627281
    2345678

Fréttablaðið - 01.02.2003, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 01.02.2003, Blaðsíða 25
25LAUGARDAGUR 1. febrúar 2003 Ég hafði náttúrlega ekkert umþetta að segja en ég heiti eftir móðurafa mínum sem hét Randver Hallsson. Honum kynntist ég aldrei. Afi var kyndari á Goðafossi og dó þegar skipið var skotið niður í stríðinu,“ segir Randver Þorláks- son leikari um nafn sitt. Ljóst má vera að Randver hefur ekki lagst í djúpar pælingar um nafn sitt. „Ég held að nafnið þýði sækonungur og merkilegt má einnig teljast að sjálft nóbelsskáld- ið lét sína fyrstu stóru skáldsagna- persónu bera þetta nafn.“ Randver hefur ekki rekist á marga nafna sína enda nafnið sér- stakt. „Ég veit að ég á nokkra nafna. Einn þeirra er frændi minn sem búsettur er fyrir austan þaðan sem ég er ættaður að hluta. Hann heitir í höfuðið á afa einnig. Nú kann ég ekki frá að segja en hugs- anlegt er að á ákveðnum tíma Ís- landssögunnar hafi verið í tísku að nefna börn sérkennilegum nöfnum. Þannig er ein í ættinni, samtíma afa Randvers, sem heitir Hallbera.“ Ekki getur Randver stutt þessa kenningu sína neinum vísindaleg- um rökum. Aðspurður segist hann aldrei hafa misst svefn þrátt fyrir viðleitni samferðamanna sinna til að stríða sér á nafninu. „Ég hef verið kallaður ýmsum nöfnum. Mikið verið kallaður Randi, sumir kölluðu mig Veri og einn vinur minn kallaði mig alltaf Rana. Stríðnin lá mest í einhverju Randi randafluga og einhverjum slíkum skemmtilegheitum... Randi fjandi var eitt. En ég er ekki Regnboga- barn þess vegna, þar búa aðrar ástæður að baki.“ Hvernig tilfinningar hann hefur til nafns síns getur Randver engan veginn gert upp við sig. Það er hvorki né - hann hefur til að mynda aldrei hugleitt að skipta um nafn. „Helsti gallinn er hversu illa þetta nafn berst um símalínur. Menn hvá alltaf þegar ég kynni mig og þarf ég oftast að endurtaka mig: RAND- VER heiti ég!“ ■ Randver Þorláksson leikari segist ekki hafa misst svefn þrátt fyrir tilraunir félaga sinna til stríðni í tengslum við nafnið. Rani, Veri og Randi randafluga eru dæmi um slík skemmtilegheit. RANDVER heiti ég! Nafnið mitt RANDVER ÞORLÁKSSON: Nafnið Randver berst einhverra hluta vegna illa um símalínur og þarf hann oft að end- urtaka nafnið þegar hann kynnir sig. Þegar Árni M.Mathiesen sjávarút- vegsráðherra er spurð- ur um uppáhaldsbæk- urnar í bókaskápnum nefnir hann fyrst ástr- alska rithöfundinn Morris West, sem ný- lega er látinn. „Ég held ég hafi lesið allar bækurnar hans,“ segir Árni. „Þær eru gjarnan pólitískar og fjalla sumar um kaþ- ólsku kirkjuna. ‘Í fótspor fiskimannsins’ er mér alltaf hugstæð. Ég fékk meira að segja að skrifa ritgerð um hana þegar ég var í Flensborg.“ Árni hefur einnig lesið mikið eftir þá John le Carré og James Mitchell. „Sumt hef ég lesið sem er aðeins í þyngra lagi líka. Eftirminnileg er til dæmis The Blood of Others eftir Simone de Beauvoir. Svo var það eitt sumarið fyrir nokkrum árum að ég fór í gegnum Sturlungu. Ég er líka hreykinn af því að hafa klárað Glæp og refsingu eftir Dostojev- skí. Hún er mjög þung og var lengi á náttborðinu hjá mér.“ Aðeins ein þeirra bóka sem hann nefnir tengist sjávarútveg- inum, en það er Hafnarfjarðar- jarlinn eftir Ásgeir Jakobsson. „Hún er ævisaga Einars Þorgils- sonar, sem var langafi minn. Þetta er samt miklu meira en bara per- sónusaga hans, því þetta er í raun atvinnusaga sjávarútvegsins á Ís- landi.“ Sjávarútvegsráðherra segist hins vegar ekki hafa haft mikinn tíma aflögu til lestrar undanfarin ár. „Þegar maður er í annasömu starfi og með lítil börn á heimilinu þá eru það aðallega hraðlesnir reyfarar, sem ég les þá helst á ferðalögum. Og svo á ég vasa- söguatlas, sem ég hef alltaf með mér.“ ■ Kaþólskur Ástrali og ævisaga langafa ÁRNI M. MATHIESEN Sjávarútvegsráðherra hefur að vonum haft lítinn tíma aflögu til lestrar síðustu árin. Bókahillan mín

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað: 27. tölublað (01.02.2003)
https://timarit.is/issue/263554

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

27. tölublað (01.02.2003)

Aðgerðir: