Fréttablaðið - 01.02.2003, Síða 46

Fréttablaðið - 01.02.2003, Síða 46
Það hefur dregist nokkuð aðVinstri grænir í kraganum gengju frá framboðslista og eru margir orðnir langeygir eftir því að starfi uppstillingarnefndar ljúki. Það kom bersýnilega í ljós á félagsfundi í Hafnarfirði á mið- vikudagskvöld. Eftir langar um- ræður um hin ýmsu mál kom til harkalegra og háværra deilna þegar sumir fundarmenn fóru að krefjast skýringa af uppstilling- arnefndarmönnum um hvað væri á seyði og vönduðu þeim ekki kveðjurnar, enda biðlundin á þrotum. Arnar Jónsson hélt upp á sex-tugsafmæli sitt á dögunum eins og frægt er orðið en svo skemmtilega vildi til að persónan sem hann leikur í leikritinu Veisl- unni í Þjóðleikhúsinu fagnar ein- mitt einnig 60 ára afmæli í veisl- unni sem verkið fjallar um. Það var því slegið upp sérstakri há- tíðarsýningu í Þjóðleikhúsinu á afmælisdegi Arnars og hann hélt upp á það í tvennum skilningi. Arnar fékk miða á sýninguna til ráðstöfunar og bauð vinum og vandamönnum á hana. Að sýning- unni lokinni ávarpaði Stefán Baldursson þjóðleikhússtjóri mannskapinn og bauð öllum upp í Kristalssal til að fagna með leik- aranum. Þar söfnuðust vinir og venslamenn Arnars saman, ásamt öðrum sýningargestum, þar sem vel var veitt. Þegar gleðskapnum lauk segir sagan að Arnari hafi verið afhentur reikningurinn fyr- ir herlegheitunum og allt útlit er fyrir að hann sitji uppi með hann. 46 1. febrúar 2003 LAUGARDAGUR ÓKEYPIS Í faðmi flokksins og stemningsfjölskyldu Guðrún Ebba Ólafsdóttir er fjörutíu og sjö ára í dag. Hún er mikil afmælisstelpa enda heldur stórfjölskyldan henni við efnið þegar svo ber undir. 47 ÁRA „Jájá, ég er voðalega mikil afmælisstelpa. Í gamla daga hélt mamma alltaf fínar afmælisveislur og til eru ekta sætar myndir af kjólklæddum litlum stelpum við dekkað borð; afmælistertur með kertum, servíettur, litlar kókflöskur með lakkrísröri og öllu því sem tilheyrir,“ segir afmælisbarn dagsins, borgarfulltrúinn Guð- rún Ebba Ólafsdóttir. Guðrún Ebba er titluð kenn- ari í símaskrá og var hún um hríð varaformaður Kennara- sambandsins. Þeim kafla er lokið, segir hún, en þó skaust hún í það núna að leysa af í Ölduselsskóla þar sem hún hóf sinn kennsluferil fyrir tuttugu árum. „Ég hef ekki kennt frá því 1994 og það er ærinn starfi að vera borgarfulltrúi en það er gefandi að rifja upp kennara- hlutverkið.“ Afmælisdagurinn verður annasamur framan af. Borgar- stjórnarflokkur Sjálfstæðis- manna heldur vinnufund á Hót- el Geysi í dag þannig að ekki gefst ráðrúm til að undirbúa neina veislu. „En ég er svo heppin að um kvöldið fer ég í þorramat til systur minnar og hlakka mikið til. Stórfjölskyld- an er dugleg að hafa eitthvað við að vera - mikil stemnings- fjölskylda. Þannig er að dag- setningin er þess eðlis að marg- ir muna afmælisdag minn. Þeim finnst öllum að ég eigi að gera eitthvað í tilefni dagsins og ef ég geri ekkert sjálf þá fæ ég hjálp. Til dæmis buðu for- eldrar mínir mér í Perluna fyr- ir tveimur árum.“ Foreldrar Guðrúnar Ebbu eru þau Ólafur Skúlason biskup og Ebba Guðrún Brynhildur Sigurðardóttir. Þau hafa reynd- ar þegar gefið dóttur sinni af- mælisgjöf, kjól sem hún fór í á árshátíð borgarstjórnar 4. janú- ar. „Já, þau eru alltaf voðalega góð við frumburðinn sinn og vegleg í gjöfum sínum. Mig grunar hvað dætur mínar tvær gefa mér, en ég veit þó ekki hvort rétt er að segja Frétta- blaði það? Það er ein gjöf sem ég hafði óskað mér í jólagjöf sem ekki skilaði sér...“ Þegar Guðrún Ebba varð fertug hélt hún minnisstæða veislu í sal Kennarahússins. „Þetta var ofsalega gaman, al- vöru stórveisla og þá fékk ég margar fallegar gjafir sem ég held mikið upp á.“ jakob@frettabladid.is AFMÆLI Ámyndlistarskólaárunum, uppúr 1970, var brotist inn í Cortínu móðurbróður míns og hún skemmd. Vonlítið þótti að gera við nema með ærnum kostnaði svo hann frændi minn gaf mér hana. Ég kom bílnum á götuna aftur. Þetta reyndist háskagripur. Ég man okkur frændur í Cortínunni, dregna af jeppabrjálæðingi á 130 km hraða vestur allt sunnanvert Snæfellsnes til að komast tíman- lega á ball á Arnarstapa - mesti hraði sem Cortínan komst á. Sjaldnast voru nothæf dekk undir bílnum, pústkerfið samantjaslað og viðgert með asbestborðum, blikkrenningum og asfalti. En eitt hafði þessi bifreið fram yfir aðra bíla. Pardusáklæði af bestu gerð skreytti öll sæti sem maður strauk ósjaldan yfir með aðdáun er sest var í bílinn - jafnvel þótt að treglega gengi að starta. Eitt sinn ákvað ég að skutla elstu systur minni í foreldragarð í Keflavík. Í Stapanum kom í ljós að pústkerfið hafði brennt gat í gegnum gólfið og kveikt í gúmmí- mottu undir fótum mér. Logaði glatt, bifreiðin stöðvuð í snarhasti og við út. Ég öskraði á systur mína: Ertu með gos eða vatn? „Nei“ heyrðist handan brennandi bílsins. Þá eins og fyrir kraftaverk verður mér mál, hleyp hugsunar- laust að opnum bílnum, renni nið- ur og slekk eldinn á innan við mín- útu. Þegar systir mín komst að hvað ég hafðist að greip hana slík- ur hlátur að ég varð að hjálpa henni inn í bifreiðina eftir að hafa komið fyrir málningardósarloki yfir brunagatið. Stuttu seinna fékk frændi minn Cortínuna að láni, týndi af henni öllu bensíninu uppi í Árbæ og skildi þar eftir utan vegar. Enginn gerði tilkall til hennar nema að Guðbergur nokkur Auðunsson vildi gjarnan eignast gripinn og skrifa grein um þetta í DV. Hann hætti við eftir að hafa opnað pard- usdrossíuna - svo stæk var lyktin. Systir mín hefur gjarnan haft að orði eftir þetta: Svo mikils ör- yggis er gætt í Skjaldartraðarætt- inni að sumir skilja slökkvitækið aldrei við sig. ■ Valdimar Jörgensen byggingafræðingur segir æsispennandi sögu af því þegar kviknaði í Cortínu sem hann átti og sér- stæðum slökkviaðgerðum. Hann skorar á félaga sinn Jón (mínus) Þórisson leik- myndateiknara að gera næstu frásögn skil. Sagan Brunavarnir á Keflavíkurveginum GUÐRÚN EBBA ÓLAFSDÓTTIR Ef hún sjálf hefur ekkert við í tilefni dagsins kemur stórfjölskylda hennar til skjalanna. Í kvöld er það systir hennar sem heldur þorrablót. MEÐ SÚRMJÓLKINNI VALDIMAR JÖRGENSEN Móðurbróðir hans gaf honum ævintýra- lega Cortínu sem kom sögumanni vorum oft í hann krappann.Hafnfirðingur var nýbúinn aðfá sér hund þegar Garðbæ- ingur kemur labbandi framhjá. „Viltu leika við nýja hundinn minn fyrir mig?“ spurði Hafnfirð- ingurinn nágranna sinn. „Æ, ég veit ekki, bítur hann?“ spurði Garðbæingurinn. Hafnfirðingurinn svaraði að bragði: „Það er það sem ég vill finna út.“ FRÉTTIR AF FÓLKI TÍMAMÓT 566 metrar yfir sjávarmáli. Kaffi Reykjavík. Claudia Schiffer. 1. 2. Veistu svarið? Svör við spurningum á bls. 6 3. Að gefnu tilefni skal tekið fram að Þjórsárver er ekki verslunar- miðstöð á Suðurlandi. Leiðrétting Húsið opnað stundvíslega klukkan 21.00. Þórscafe • Brautarholti 20 • Sími 511 0909 American Graffiti ball laugardaginn 1. feb. kl. 21.00. Fram koma: Berta Biering, Einar Júlíusson, Garðar Guðmundsson, Skapti Ólafsson og Þorsteinn Eggertsson, sem er einnig kynnir kvöldsins. Hljómsveitin „Heiðursmenn og Kolbrún“ leika fyrir dansi fram á rauða nótt. Heiðursmenn eru Guðmar Marelsson trommur, Gunnar Bernburg bassi, Baldur Már Arngrímsson gítar, Ólafur Már Ásgeirsson hljómborð og Kolbrún Sveinbjörnsdóttir söngkona. Miðaverð 1.800 kr. við dyrnar en 1.400 kr. í forsölu á milli kl. 12 og 18 laugardaginn 25. janúar í Þórscafé. Þórscafé kynnir með stolti: JARÐARFARIR 13.30 Guðrún Sveinfríður Jakobsdóttir, Smáragrund 12, Sauðárkróki, verður jarðsungin frá Sauðár- krókskirkju. 14.00 Bjarney Ingibjörg Ólafsdóttir, Hlíf II, Ísafirði, verður jarðsungin frá Ísafjarðarkirkju. 14.00 Elín Þórðardóttir, Sæviðarsundi 35, Reykjavík, verður jarðsungin frá Hvalsneskirkju. 14.00 Guðmundur Kristján Sigurðsson verður jarðsunginn frá Hafnar- kirkju. 14.00 Hildur Árnason frá Vestur-Sams- stöðum í Fljótshlíð, til heimilis á Kirkjuhvoli, Hvolsvelli, verður jarð- sungin frá Breiðabólsstaðarkirkju í Fljótshlíð. 14.00 Óskar Andrésson frá Saurum, Borgarbraut 70, Borgarnesi, verð- ur jarðsunginn frá Borgarnes- kirkju. 14.00 Róbert Birkir Viggósson, Heima- haga 9, Selfossi, verður jarðsung- inn frá Reyniskirkju. 14.00 Þórdís Pálína Einarsdóttir verður jarðsungin frá Eskifjarðarkirkju. 14.00 Þórhildur Björg Kristjánsdóttir, Ketilsbraut 5, Húsavík, verður jarðsungin frá Húsavíkurkirkju. Að hugsa. Og af því að það kost-ar ekki neitt þá er eins gott að hugsa nógu stórt. Ekki um baðflís- ar eða annan hégóma. Heldur frekar um Suðurhafseyjar eða jafnvel heimsyfirráð. Teygja sig inn í leyndustu afkima sálarinnar og draga þar fram skrautútgáfur af því geggjaðasta. Gætið þess bara að hugsa ekki upphátt. Það gæti orðið dýrkeypt. Í hljóði er þetta ókeypis. ■ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.