Fréttablaðið - 01.02.2003, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 01.02.2003, Blaðsíða 4
4 1. febrúar 2003 LAUGARDAGUR DÓMSMÁL KJÖRKASSINN Farðu inn á frett.is og segðu þína skoðun frétt.is Skiptir það þig máli hversu langt íslenska landsliðið nær í HM í handbolta? Spurning dagsins í dag: Ferðu í kirkju? Niðurstöður gærdagsins á www.frett.is 33,2% 23,4%Nei 43,4% HANDBOLTI Rúmlega 40% þátttakenda telja gengi hand- boltalandsliðsins á HM skipta máli. Veit ekki Já AFGANISTAN, AP Öflug sprenging eyðilagði brú skammt frá borg- inni Kandahar í suðurhluta Afganistans í gær. Rúta með tutt- ugu manns innanborðs var á leið yfir brúna þegar sprengingin varð og létust 18 farþegar sam- stundis. Enginn hefur lýst ábyrgð á sprengingunni á hendur sér en yfirvöld í Kandahar telja að flóttamenn úr röðum Talibana og al Kaída standi á bak við ódæðið. Bandaríski herinn álítur aftur á móti að fylgismenn uppreisnar- leiðtogans Gulbuddin Hek- matyar hafi átt hlut að máli. Líklegt þykir að sprengju hafi verið komið fyrir á brúnni og hafi hún verið ætluð afgönskum hermönnum. Bílstjórinn sem lifði spreng- inguna af telur aftur á móti að rútan hafi ekið yfir jarðsprengju sem komið hafi upp á yfirborðið í kjölfar mikilla rigninga. Auk þess hefur hann bent á að atvikið hafi átt sér stað á fáfarinni leið sem sjaldan sé notuð af her- mönnum. Bandaríski herinn staðfesti enn fremur í gær að fjórir her- menn hefðu látist þegar herþyrla hrapaði í æfingaflugi nálægt höf- uðborginni Kabúl á fimmtudag- inn. ■ SKÓLAMÁL Líklegt er að nýr skóli í Staðahverfi verði byggður á til- settum tíma eða árið 2006 að sögn Stefáns Jóns Hafstein, formanns fræðsluráðs Reykjavíkurborgar. „Ég vil samt ekkert vera að lofa eða gefa fyrirheit um hluti sem ég er að láta meta fyrir mig hlutlægt og er ekki komin niður- staða í,“ sagði Stefán Jón. „Það er ljóst að í upphafi, árið 1999, var Korpuskóli hugsaður til bráða- birgða til sex til sjö ára. Þegar við höfum náð einingu um það hvern- ig við sjáum fyrir okkur þróunina í hverfinu á næstu árum er hægt að taka upplýsta ákvörðun um ný- byggingu og hversu fljótt hún verður byggð.“ Stefán Jón segir að fjöldi barna í hverfinu muni ná hámarki í kringum 2006 til 2007 og þá þurfi að koma til móts við þann fjölda með nýju skólahúsnæði. „Það er líkleg niðurstaða að nýr skóli mun ekki hýsa allan þann fjölda nemenda sem verður í hverfinu á árunum frá 2006 til 2010. Þá munum við hugsanlega reyna að nýta Korpuskóla fyrir elstu bekkina. Þegar hverfið er komið í jafnvægi munu um 120 börn vera þar og því mun nýi skól- inn verða mjög lítill.“ Stefán Jón segir það rétt að að- gengi fyrir fatlaða sé ekki gott í Korpuskóla, en börnin fái ekki neitt verri menntun þar en gengur og gerist í öðrum skólum í borg- inni. „Þetta er ekki fullkominn skóli en það er mjög margt gott við hann. Þarna er verið að þróa náms- aðferðir og nýjar kennsluleiðir sem hafa getið sér mjög góðan orðstí. Væri vandamálið ekki hús- næðið heldur allt hitt þá væri ég verulega áhyggjufullur.“ ■ MANNRÉTTINDABROTUM MÓTMÆLT Mannréttindabrotum stjórnvalda í Myan- mar, sem áður hét Burma, hefur verið mótmælt víða um heim. Amnesty International: Söguleg för MYANMAR, AP Tveir fulltrúar Am- nesty International eru komnir til Myanmar, lands sem samtökin hafa gagnrýnt harkalega fyrir mannréttindabrot en verið mein- að að koma til, þar til nú. Hvorki Amnesty International né stjórnvöld í Myanmar hafa viljað staðfesta neitt um för sendimannanna. Þeir áttu þó fund með Aung San Suu Kyi, leiðtoga stjórnarandstöðunnar, sem hefur löngum verið haldið í stofufang- elsi. Talið er að 1.200 manns séu samviskufangar í Myanmar. ■ BEÐIÐ EFTIR ÁFYLLINGU Það tekur allt langan tíma í Venesúela þessa dagana. Strákurinn á myndinni þurfti að bíða lengi eftir gasi á eldavélina heima. Venesúela: Verkfallið að fjara út CARACAS, AP Stuðningur við verk- fallið sem átti að koma Hugo Chavez, forseta Venesúela, frá völdum hefur minnkað verulega heima við. Stjórnarandstæðingar hafa í kjölfarið leitað stuðnings út fyrir landsteinana. Verslanir, bankar og skólar opna flest eftir helgi og olíufram- leiðsla eykst jafnt og þétt þó enn sé hún lagt undir því sem hún var áður en verkfallið hófst. Stjórnar- andstæðingar reyndu því að hafa áhrif á erlenda sendimenn sem eru staddir í landinu til að stilla til friðar. ■ ÍRAKSDEILAN Nelson Mandela réðist harkalega að Bretum og Banda- ríkjamönnum fyrir afstöðu þeirra gagnvart Írak og fyrirsjáanlega innrás þeirra. Mandela sagði rík- in tvö grafa undan stöðu Sameinuðu þjóðanna og gaf í skyn að framferði þeirra réðist að nokkru leyti af kynþáttafordóm- um. „Það sem ég for- dæmi er að eitt stórveldi, með fyr- irhyggjulausan for- seta sem getur ekki hugsað almenni- lega, skuli vilja steypa heiminum í nýja helför,“ sagði Mandela á ráð- stefnu í Jóhannesarborg. Hann sagði Bandaríkin aðeins vera á eftir olíunni í Írak og George W. Bush Bandaríkjaforseta vera að gera stærstu mistök lífs síns með því að eiga upphaf að miklum blóðsúthellingum. Þess vegna ætti bandarískur almenningur að kjósa Bush burt við fyrsta tæki- færi. „Hvers vegna haga Bandarík- in sér á svona hrokafullan hátt? Vinir þeirra, Ísraelar, búa yfir gjöreyðingarvopnum. En vegna þess að þeir eru bandamenn þeirra biðja Bandaríkjamenn Sameinuðu þjóðirnar ekki um að losa heiminn við þau.“ Hann rifjaði upp að Bandaríkin væru eina ríkið sem hefði beitt kjarn- orkuvopnum. „Þeir ákváðu að drepa saklaust fólk í Japan. Hverjir eru þeir að þykjast vera lögreglumenn heimsins?“ sagði hann og bætti við: „Ef það er til ríki sem hefur gert sig sekt um ólýsanleg ódæðisverk er það Bandaríkin.“ Mandela velti því fyrir sér hvort framkoma Bandaríkjanna og Bretlands gagnvart Samein- uðu þjóðunum réðist af því að aðalritarinn, Kofi Annan, væri svartur maður. „Bæði Bush og Tony Blair eru að grafa undan hugmynd sem forverar þeirra studdu. Er þetta vegna þess að aðalritarinn er nú svartur mað- ur? Þeir gerðu þetta aldrei með- an aðalritarinn var hvítur.“ Reiði Mandela beindist ekki að- eins að Bandaríkjunum. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, fékk einnig að kenna á því. „Hann er utanríkisráðherra Bandaríkj- anna, hann er ekki lengur forsætis- ráðherra Bretlands.“ Ari Fleischer, talsmanni Banda- ríkjaforseta, þótti lítið til orða for- setans fyrrverandi koma. „Forset- inn skilur að það verður alltaf fólk sem finnst þægilegra að gera ekk- ert þegar vaxandi ógn getur breyst í helför.“ ■ STEINGRÍMUR HERMANNSSON Sá sem rekur lestina ber vissa ábyrgð. Framsóknarflokkurinn: Steingrímur vill ekki heiðurssæti STJÓRNMÁL Steingrím Hermanns- son, fyrrum formann Framsókn- arflokksins og forsætisráðherra, er hvergi að finna á framboðslist- um síns gamla flokks og skipar þar hvergi heiðurssæti: „Ég ákvað að hætta í stjórn- málum og ber ekki lengur nokkra ábyrgð. Sá sem skipar heiðurs- sæti á lista rekur lestina og ber á þann hátt vissa ábyrgð. Það vil ég ekki lengur,“ segir Steingrímur, sem er mjög ánægður með úr- skurð Jóns Kristjánssonar varð- andi Norðlingaöldu: „Þarna sýndi Jón skynsemi og framsýni eins og ég reyndar bjóst við af honum. Ef Jón hefði haldið þessu óbreyttu hefði ég hins vegar aldrei tekið í mál að skipa heiðurssæti á nokkrum lista Framsóknar,“ segir Steingrímur. ■ Sprenging í Kandahar: Rúta sprakk í loft upp Fyrirhyggjulaus forseti ræður för Nelson Mandela fór harkalegum orðum um Breta og Bandaríkjamenn vegna afstöðu þeirra gagnvart Írak. Hann sakaði þá um hroka, sérhags- munagæslu og óvirðingu fyrir mannslífum. NELSON MANDELA Í HAM Forsetinn fyrrverandi sagðist styðja þær aðgerðir sem Sameinuðu þjóðirnar samþykktu. Það kæmi alls ekki til greina að einstök ríki kæmust upp með að fara í stríð í óþökk Sameinuðu þjóðanna. „Það sem ég fordæmi er að eitt stórveldi, með fyrir- hyggjulausan forseta sem getur ekki hugsað al- mennilega, skuli vilja steypa heim- inum í nýja helför.“ Deilur foreldra og borgaryfirvalda í Staðahverfi: Nýr skóli rís líklega árið 2006 STEFÁN JÓN HAFSTEIN Formaður fræðsluráðs Reykjavíkurborgar segir að fjöldi barna í Staðahverfi muni ná há- marki í kringum 2006 til 2007 og að bregðast þurfi við því með byggingu nýs skóla. Piltur í Keflavík: Fangelsi fyrir sms-hótanir DÓMSMÁL Rúmlega tvítugur piltur í Keflavík hefur verið dæmdur í 75 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að senda þrítugum manni líflátshót- anir með sms-skilaboðum. Hann hefur áður hlotið skilorðs- bundinn dóm fyrir líkamsárás. Héraðsdómur Reykjaness segir piltinn hafa framið „brotin í geðs- hræringu eða reiði vegna þess að unnusta hans kann að hafa komist í mikið uppnám skömmu fyrir brotið eftir samskipti við kæranda máls- ins, sem hún hafði grunað um kyn- ferðislegt ofbeldi gagnvart sér, þó að það réttlæti ekki verknað ákærða.“ ■ ÚRSKURÐUR UM HALLSVEG STENDUR Héraðsdómur Reykja- víkur hefur hafnað kröfum nokk- urra íbúa í Grafarvogi um að felldur verði úr gildi úrskurður umhverfisráðuneytisins um að staðfesta úrskurð Skipulagsstofn- unar um mat á umhverfisáhrifum Hallsvegar í Reykjavík, sem er tveggja akreina vegur frá Fjall- konuvegi að Víkurvegi. GÁLEYSI Í RÆKJUVINNSLU Fisk- vinnslufyrirtæki hefur verið sýknað af bótakröfum konu sem lærbrotnaði þegar hún féll úr stiga við rækjufæruiband. Hér- aðsdómur Reykjavíkur telur kon- una sjálfa ábyrga fyrir slysinu með gáleysi. DÓMSMÁL DAPURLEG AÐKOMA Fólk hjálpaðist að við að safna saman lík- amshlutum þeirra sem fórust í sprenging- unni. Líkin voru flest afar illa farin og því erfitt að bera kennsl á hina látnu. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.