Fréttablaðið - 01.02.2003, Blaðsíða 29
29LAUGARDAGUR 1. febrúar 2003
Ég býð oft fólki í mat. Fátt gefurmér meira en að sjá fólk njóta
matar sem ég hef galdrað fram. Það
er óhætt að segja að sumir vina
minna hafi á mér matarást sem
reyndar getur verið óþolandi á
stundum,“ segir Guðrún Kristjáns-
dóttir framkvæmdastjóri en hún
hefur verið starfandi að undan-
förnu hjá Hafnarfjarðarleikhúsinu
og lagt drög að landvinningum Sell-
ófon-sýningar Bjarkar Jakobsdótt-
ur. Guðrún gerði reyndar garðinn
frægan á árum áður, meðal annars
sem harðsnúinn blaðamaður á
Pressunni sálugu og seinna ritstjóri
Mannlífs.
Guðrún hefur í skrifum sínum
fjallað um matargerð enda leggur
hún mikið upp úr matargerðarlist-
inni. „Ég kemst ekki hjá því að elda
nánast daglega því ég á ungling
sem er að stækka en það er allt í
lagi því eldamennska er mitt jóga.
Þegar ég hef verið að vinna mikið
veit ég fátt betra en að róa mig nið-
ur með því að elda flókna indverska
rétti.“
En hvernig eldhús aðhyllist Guð-
rún?
„Ég hef ferðast mun meira um
matarheiminn en hinn raunveru-
lega. Það er kannski mitt tækifæri
til að ferðast um heiminn í bili.
Minn mesti skóli í eldamennsku er
að hafa ung eignast nokkrar mat-
reiðslubækur eftir Madhur Jaffrey.
Af þeim lærði ég skref fyrir skref
að elda mjög flókna rétti og fór
seinna að leika meira af fingrum
fram.“
Ljóst er að matreiðslubækur eru
bókmenntir sem Guðrún hefur í
miklum metum og er alltaf ein slík
á náttborði hennar. Hún nefnir mat-
reiðslubók Fridu Khalo. „Hún er
mjög litrík eins og karakterinn og
svo á ég auðvitað trílógíu Jamie Oli-
ver sem er ómissandi á hverju
heimili. Frábær fiskibók er bókin A
Feast of Fish eftir Ian McAndrew
sem færir mér heim sanninn um að
það er ótrúlega auðvelt að elda sæl-
kerafiskrétti. Ég ætla einmitt að
elda þorsk með heimatilbúinni
karríolíu og spínati um helgina.“
Matarsagnfræði er einnig nokk-
uð sem Guðrún leggur stund á og
nefnir hún bókina Pomp and
Sustenance eftir Mary Taylor Si-
meti í því sambandi. Sú ferðast 25
aldir aftur í tímann í sikileyskri
matreiðslu. Á Sikiley er að finna
undirstöðu evrópskrar matarmenn-
ingar eins og hún er í dag. Þessa
gjöfula eyja í Miðjarðarhafinu er
enda mitt á milli austurs og vesturs
og Evrópu og Afríku.
Uppáhaldsveitingastaður Guð-
rúnar þessa dagana er hinn ítalski
Galíleó í Hafnarstrætinu.
„Þá get ég ekki beðið eftir að
komast aftur á Sommelier í Dan-
mörku sem er alveg dásamlegur
veitingastaður. Hann býður upp á
besta eftirrétt sem ég hef nokkru
sinni smakkað. Þar sem ég verð far-
arstjóri í kvennaferð sem farin
verður til Kaupmannahafnar í vor
hef ég ákveðið að hópurinn muni
eiga eftirminnilega kvöldstund á
þessum danska Sommelier – sem er
alls óskyldur þeim íslenska.“
jakob@frettabladid.is
Matargerð:
Eldamennska
er mitt jóga
GUÐRÚN KRIST-
JÁNSDÓTTIR
Hún hefur stúder-
að matargerðarlist
lengi og frá ýmsum
sjónarhornum.
Enda er svo komið
að ýmsir vinir
hennar hafa lagt á
hana matarást.
Indversk matargerð
er henni hugleikin.
Engiferkjúlli
að hætti Guðrúnar
„Mér líkar afar vel bragðmikill matur,
sérstaklega þegar ég er að taka mig
á í mataræðinu eins og núna. Það er
ekkert leiðinlegra en megrun og
vondur matur. Þessi kryddlögur er
sérstaklega góður, svona einkennileg
blanda af sterku, súru og sætu sem
maður verður aldrei leiður á.“
Hráefni
8 kjúklingaupplæri, eða 4 bringur
safi úr heilli sítrónu
góður biti engifer
2 stór hvítlauksrif
2 rauð chili, þurrkuð
1 tsk. maldon salt
1 tsk. hrásykur, eða púðursykur
2 msk. hunang
1 hnefi ferskur kóríander
1 grænn chili, ferskur
1/2 bolli góð jómfrúarolía
ferskur kóríander til skrauts
Aðferð
„Mér finnst best að taka skinnið af
kjúklingnum, þá marinerast hann
betur í gegn. Blandið öllu hráefninu
saman í skál og setjið kjúklinginn út
í. Geymið í minnst klukkustund. Mér
finnst raunar best að gleyma þessu
inni í ísskáp í tvo sólarhringa. Þá
verður næstum hægt að tyggja
kjúklinginn með augnlokunum, svo
mjúkur verður hann.
Hita þarf grillið í ofninum og setja
kjúklinginn í eldfast mót og láta all-
an kryddlöginn fljóta með. Grillið í
ca. 15 til 20 mínútur, alls ekki lengur.
Þetta er líka frábært á útigrillið. Hitið
kjúklinginn uns hann verður brún-
leitur og fagur. Ef þið notist við
bringur þá er líka hægt að skera þær
í bita og snöggsteikja á pönnu. Mér
finnst best að notast við rifflaðar
pönnur og mála kryddleginum reglu-
lega yfir. Svoleiðis kjúklingur er frá-
bær með miklu magni af rúkóla sal-
ati, marineruðum lauk og kannski
smá mangóávexti með. Svona mat
er rosa fínt að taka með sér í vinn-
una.“
Marineraður laukur
1 laukur
safi úr 1/2 sítrónu
1 hnefi fersk myntublöð
Kælið í ísskáp í minnst klukkustund
„Ég þreytist aldrei að bera út boð-
skapinn með þessa samsetningu.
Hún kemur á óvart. Ég hef þennan
lauk með öllum indverskum mat
sem ég býð upp á.“
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/R
Ó
B
ER
T