Fréttablaðið - 01.02.2003, Blaðsíða 33
Eftir á að hyggja segir Einar MárGuðmundsson rithöfundur tón-
leikana með Led Zeppelin í Laugar-
dalshöllinni vera þann menningar-
viðburð sem helst stendur upp úr í
minningunni. Hann var fjórtán ára
þá.
„Ég gæti svo sem nefnt ýmislegt,
eins og til dæmis þegar maður sá
Hamlet með Derek Jacobi í Kron-
borg-kastala. En það var svo margt
sem gerði Zeppelin-tónleikana eftir-
minnilega,“ segir Einar Már.
„Allt umstangið við að fá miða til
dæmis. Svo leit lengi út fyrir að
verkfall yrði til þess að koma í veg
fyrir tónleikana. Þá fylktum við liði
niður á Dagsbrún. Ég man eftir því
að Guðmundur Jaki sagði á endan-
um: Þið fáið Chaplin-grúppuna ykk-
ar“
„Þetta voru gríðarlegir tónleikar,
þótt ég hafi kannski ekki áttað mig á
því fyrr en seinna. Þetta var svo
mikil upplifun. Ekki bara vegna tón-
listarinnar, heldur ekki síður vegna
þess að maður var á stöðugu vappi
um Höllina að hitta fólk.“
Einar Már segist hins vegar hafa
verið mjög upptekinn af því á þess-
um tíma að reyna að vera öðru vísi
en aðrir.
„Ég man að það voru útvarps-
menn á tónleikunum. Þeir tóku mig
tali, en ég gaf lítið út á þetta allt
saman. Þess í stað nefndi ég alls
konar aðrar hljómsveitir sem mér
fannst merkilegri en Led Zeppelin.
Það var nú meira út af því að ég
vildi spila mig stóran karl.“
Einar Már segir samt að Led
Zeppelin hafi elst betur en flest
annað sem hann nefndi þá. „Þeir
hafa náð að skapa klassík á sínu
sviði.“ ■
33LAUGARDAGUR 1. febrúar 2003
General Electric
Helluborð 30% afsl.
GE sýningarísskápar 20% afsl.
Uppþvottavélar 20% afsl.
Ofnar 30% afsl. Háfar 30% afsl.
R Ý M U M
FYRIR NÝJUM VÖRUM
Sýningartæki á 15% - 50% afslætti!
Bara á laugardag og sunnudag
Þvottavélar og þurrkarar
á 15-25% afsl.
Opið:
Laugardag 11:00 - 16:00
Sunnudag 13:00 - 16:00
Ýmis smátæki á
STÓRlækkuðu verði
Panasonic þráðlausir símar frá kr. 8.900.-
Kenwood hrærivélar frá kr. 23.900.-
Kenwood brauðristar frá kr. 1.990.-
Kenwood töfrasproti kr. 1.890.-
Kenwood djúpsteikingarpottar kr. 5.200.-
Kenwood straujárn frá kr. 1.950.-
ll l l l
HALLDÓR GYLFASON
Man eftir því þegar vinur hans kenndi hon-
um að reima skó á vegasalti við leikskól-
ann Holtaborg.
Halldór Gylfason lærði
að reima í leiksóla:
Óljós minn-
ingarbrot
leikskólaár-
anna
Einar Már Guðmundsson segir svo ótalmargt
hafa gert Zeppelin-tónleikana árið 1970 eftirminnilega.
Fjórtán ára í Höllinni
Fyrsta
bernskuminningin
Eftirminnilegasti
menningarviðburðurinn
Ég á nú lítið annað en minn-ingarbrot frá æskuárunum,“
segir Halldór Gylfason leikari,
sem leikur í Manninum sem hélt
að konan sín væri hattur sem
Borgarleikhúsið frumsýnir í
kvöld. „Ég man að þegar ég var
þriggja eða fjögurra ára fór ég
niður í þvottahús til að spyrja
mömmu hvort ég mætti heim-
sækja vin minn í næsta húsi.
Svo minnist ég þess að þegar ég
var sex ára rak ég vin minn úr
afmælinu mínu. Við vorum að
spila fótbolta úti í garði og mér
fannst hann ekki nógu góður og
ekki gefa nógu mikið á mig
þannig að ég rak hann heim og
lét það fylgja með að ég væri
ekkert mjög ánægður með gjöf-
ina frá honum heldur.“
Það er helst að Halldór geti
rifjað upp atvik úr leikskóla.
„Ég var á deild með tvíburunum
Ármanni og Sverri Jakobsson-
um en við vorum miklir vinir í
leikskóla. Einhvern tíma vorum
við að lita og annar þeirra kvart-
aði yfir því að ég litaði of fast og
sagði að ég ætti að venja mig á
að teikna lausar. Þá man ég eftir
því þegar Pálmi vinur minn
kenndi mér að reima skó í leik-
skólanum. Hann kunni að reima
og mér fannst hann voða flottur.
Við sátum á svona vegasalti í
Holtaborg. Það tók hann smá
tíma að kenna mér þetta og þeg-
ar hann var nýbúinn kom pabbi
hans að sækja hann.“ ■
EINAR MÁR GUÐMUNDSSON
RITHÖFUNDUR
Led Zeppelin eru klassískir.