Fréttablaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurfebrúar 2003næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2627282930311
    2345678
    9101112131415
    16171819202122
    2324252627281
    2345678

Fréttablaðið - 01.02.2003, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 01.02.2003, Blaðsíða 40
40 1. febrúar 2003 LAUGARDAGUR LEIÐRÉTTING HVAÐA BÓK ERT ÞÚ AÐ LESA? Hlín Agnarsdóttir. Leikstjóri. „Ég er að lesa Ísrael eftir Stefán Mána. Hann er með svolítið sérstakan stíl og leggst mjög vel í mig. Þá hef ég verið að lesa Steinunni Sigurðardóttur og Áform, eft- ir Michel Houllebecq, sem mér fannst mjög athyglisverð.“ HIMNESK STUND V e l k o m i n í s u n d ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S I TR 1 91 78 01 /2 00 3 Ármann ver Stað í nýjum heimi: Málsvörn Morkinskinnu DOKTORSVÖRN „Nei, lengra er ekki hægt að komast í prófnámi, en svo lærir sem lifir,“ segir Ár- mann Jakobsson. Hann mun í dag verja doktorsritgerð sína við heimspekideild, nánar tiltekið klukkan tvö í Hátíðarsal aðal- byggingar Háskóla Íslands. Rit- gerð hans, sem gefin hefur verið út á bók, heitir Staður í nýjum heimi - konungasagan Morkin- skinna. Doktorsvörn er talsverð leik- sýning, ef svo má að orði komast. Á þremur klukkustundum mun Ármann standa fyrir máli sínu en tveir andmælendur eru til að leiða fram kost og löst á ritgerð- inni: Sverrir Tómasson frá Stofn- un Árna Magnússonar á Íslandi og Bergljót Kristjánsdóttir, dós- ent við íslenskuskor. Doktorsvörn er opin öllum og Ármann hefur verið viðstaddur þær nokkrar og hafa þær verið vel sóttar á stund- um. „Þær geta verið skemmtilegar en það er eðlilega misjafnt eftir efni og hverjir eru þar staddir. Áhorfendur hafa sig lítt í frammi en þeim er leyfilegt að koma með andmæli úr sal. Slíkt ber þó að til- kynna fyrir fram og er sjaldgæft þó það hafi komið fyrir.“ Aðspurður segist Ármann ekki svo stressaður enda þaulvanur að halda fyrirlestra. „En þetta er náttúrlega próf og eru ekki allir stressaðir í prófum? Misjafnlega þó eftir því hversu vel menn eru undirbúnir. Minn undirbúningur felst í að hafa skrifað bókina þannig að ég ætti að þekkja veik- leikana. Prófið felst í því að geta svarað á staðnum þeim gagnrýnu spurningum sem andmælendurn- ir setja fram.“ ■ ÁRMANN JAKOBSSON Mun í dag standa fyrir máli sínu en að honum þjarma þau Sverrir Tómasson og Bergljót Kristjánsdóttir. FRÁ ÍSAFIRÐI Gamla apótekið er félagsmiðstöð ungs fólks á Ísafirði. Þrjú ráðuneyti samþykkja styrk: Gamla apó- tekið lifir FÉLAGSSTARF Jón Kristjánsson, heil- brigðis- og tryggingamálaráð- herra, undirritaði í dag samkomu- lag um áframhaldandi starfsemi Gamla apóteksins á Ísafirði fyrir hönd ráðuneytisins. Dómsmála- ráðherra og félagsmálaráðherra undirrituðu samkomulagið fyrir hönd ráðuneyta sinna. Bæjar- stjórinn á Ísafirði gerði sam- komulagið fyrir hönd Ísafjarðar- bæjar. Gamla apótekið er menningar- miðstöð þar sem áhersla er lögð á metnaðarfullt starf, sérsniðið að þörfum ungs fólks. Framlag hvers og eins er 1.5 milljónir í tvö ár og verður árang- ur verkefnisins metinn og frekari stuðningur ofangreindra aðila ákvarðaður í ljósi þess mats. ■ SKORTUR Á UMBURÐARLYNDI Brasilíski listamaðurinn Siron Franco held- ur sýningu í Gasometro-safninu í Porto Al- egre. Safnið einsetur sér að halda sýningar til að mótmæla heimsráðsstefnu um efna- hag. Verkið kallar Franco „Intolerance“. Í frétt blaðsins um afhendingu viðurkenningar Hagþenkis, fé- lags höfunda fræðirita og kennslugagna, misritaðist nafn verðlaunahafans og höfundar hugtakaorðabókarinnar Orða- heims. Hann heitir Jón Hilmar Jónsson en ekki Jón Hilmir eins og sagt var í fréttinni. Fréttablað- ið biður hlutaðeigandi afsökunar á mistökunum.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað: 27. tölublað (01.02.2003)
https://timarit.is/issue/263554

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

27. tölublað (01.02.2003)

Aðgerðir: