Fréttablaðið - 28.03.2003, Blaðsíða 10
10 27. febrúar 2003 FIMMTUDAGUR
■ Asía
■ Afríka
Svona erum við
VELFERÐARKERFIÐ „Lægstu mánað-
arlaun fyrir fulla vinnu eru 93
þúsund. Ég tel það ekki ganga upp
að menn ræði um atvinnuleysis-
bætur sem séu hærri
en eitthvert hlutfall af
þeirri tölu,“ segir Ari
Edwald, framkvæmda-
stjóri Samtaka atvinnu-
lífsins, aðspurður um
álit sitt á umræðu, sem meðal ann-
ars hefur farið fram að frum-
kvæði Alþýðusambands Íslands,
þess efnis að atvinnuleysisbætur
séu orðnar of lágar miðað við
launaþróun í landinu. ASÍ hefur
lýst áhyggjum sínum af því und-
anfarið að atvinnulausir leiti í
meiri mæli en áður til hjálparsam-
taka vegna fátæktar. Sambandið
gerir tillögu um að bæturnar verði
nú þegar hækkaðar í
93 þúsund krónur á
mánuði svo þau verði
til jafns við lægstu
laun. Atvinnuleysis-
bætur eru nú 77 þús-
und krónur á mánuði.
„Ég held að það sé alveg ljóst
að það gengur ekki að atvinnuleys-
isbætur séu jafn háar launum,“
segir Ari. „Þá væru þær í raun
hærri, því það gera sér allir grein
fyrir því að það fylgir því ýmis
kostnaður að stunda atvinnu.“
Ari fagnar þó tillögugerð ASÍ
um alhliða úrbætur í velferðar-
kerfinu. „Ég held að það sé mjög
margt athyglisvert í þessum um-
ræðum hjá ASÍ,“ segir Ari. „Það er
alveg ljóst að allt þetta svið er
gríðarlega aðkallandi til yfirferð-
ar. Ég held að það sé vel til fundið
hjá þeim að velta þessum stein-
um.“ ■
Morðingi:
Myrti föður
sinn og nunnu
BANDARÍKIN, AP Lögreglumenn í
Virginíufylki í Bandaríkjunum
hafa handtekið mann sem er grun-
aður um að hafa myrt föður sinn
og nunnu sem hann tók í gíslingu.
Maðurinn er sagður hafa myrt
föður sinn á sameiginlegu heimili
þeirra á sunnudag. Hann mun
hafa sakað föður sinn um að beita
sig kynferðislegu ofbeldi. Maður-
inn flýði af vettvangi, rændi bíl
tveggja nunna í nágrenninu og
hafi þær með sér. Önnur nunnan
losnaði úr haldi mannsins. Lík
hinnar fannst illa leikið. ■
SPRENGT Í MYANMAR Einn lést
og þrír særðust þegar sprengja
sprakk við fjarskiptamiðstöð í
Yangon, höfuðborg Myanmar.
Önnur sprengja fannst ósprungin
skammt frá. Þetta gerðist daginn
sem 58 ára afmæli hersins var
fagnað.
MANNSKÆÐ FLÓÐ Mikil rigning
og flóð hafa kostað ellefu manns
hið minnsta lífið í Afganistan.
Hundruð heimila hafa skemmst,
stór hluti þeirra eyðilagst.
SKÆRULIÐAR DREPA SKÓLABÖRN
Tvö börn og einn kennari létust í
árás Hutu-skæruliða á eftirlits-
stöð búrúndíska hersins skammt
frá grunnskóla í austurhluta
landsins. Að sögn talsmanns upp-
reisnarmannanna var um mistök
að ræða. Nokkrir hermenn létust
einnig í átökum við skæruliðana
en fjöldi þeirra er á reiki.
VELFERÐARMÁL „Almannatrygg-
ingakerfið átti að tryggja öryggi
okkar frá vöggu til
grafar. Það gerir það
alls ekki. Fólk býr við
óviðunandi húsnæðis-
aðstöðu og fram-
færslueyri. Stór hluti
af lágtekjufólki þarf að láta æ
meira af tekjum sínum í húsaleigu
og á ekki til hnífs né skeiðar frá
degi til dags,“ segir Jóhanna Sig-
u r ð a r d ó t t i r ,
þingmaður og
fyrrverandi fé-
l a g s m á l a r á ð -
herra.
Hún segir
hrikalega stöðu
komna upp og
kerfið hafi verið
látið drabbast
niður undanfar-
in átta til tíu ár:
Það sé hriplekt
og fólk lendi í fá-
tæktargildrum í kerfi sem er
vinnuletjandi sökum mikillar
tekjutengingar í bótakerfinu.
„Öryggiskerfið byrjar raun-
verulega að bresta þegar skorið-
var á tengsl lífeyris og launa bæði
í skattakerfinu og bótakerfinu
árið 1996. Þá voru fluttir milljarð-
ar frá lágtekjufólki til hinna betur
settu. Þetta er velferðarkerfi fyr-
irtækja og hátekjufólks.“
Að sögn Jóhönnu er velferðar-
kerfið brostið og ofan á kemur að
matvælaverð er hér með því
hæsta sem þekkist. „Og ég þori að
fullyrða að húsnæðiskostnaður
láglaunafólks er hvergi hærri en
hér plús að kostnaðar-
þátttaka í heilbrigðis-
kerfinu hefur vaxið
gífurlega. Fólk getur
ekki leyst út lyfin sín
og öryrkjar þurfa oft
að eyða sem samsvarar mánaðar-
lífeyri bara í lyf. Fátækt og mis-
skipting vaxa. Og nýtt í umræð-
unni: Lágtekjufólk, sem þarf að
lifa af hungurlús við fátæktar-
mörk, greiðir sem samsvarar
mánaðartekjum í skatta.“
Ein sorglegasta afleiðingin af
öllu þessu er mismunum milli
barna, sem mörg hver geta ekki
tekið þátt í tómstundastarfi á veg-
um skólakerfisins. „Rannsóknir
sýna að andlegt og líkamlegt
heilsufar barna fátækra er miklu
verra en þeirra sem búa við betri
tekjur – þau finna illyrmislega
fyrir misskiptingu og óréttlæti í
þjóðfélaginu.“
Íslenska velferðarkerfið fær-
ist stöðugt í átt til þess sem þekk-
ist í Bandaríkjunum, að mati Jó-
hönnu. „Hlutfallslega er miklu
minna varið til velferðarmála hér
en í öðrum Norðurlöndum. Barna-
bótakerfið er láglaunabætur. Ís-
land er eitt þriggja landa innan
OECD sem tekjutengir barnabæt-
ur. Bæturnar byrja að skerðast
við 58 þúsund hjá einstæðu for-
eldri og 116 þúsund hjá hjónum.
11% af einstæðum foreldrum fá
óskertar barnabætur og 3 prósent
hjóna. Og hinar snautlegu at-
vinnuleysisbætur undir fátæktar-
mörkum eru svartur blettur á
þjóðfélaginu. Þetta er nú velferð-
arríkið Ísland sem við erum að
spjalla um. Við verðum að fá fram
þjóðarsátt um endurreisn velferð-
arkerfisins.“
jakob@frettabladid.is
BAGDAD, AP Á sama tíma og sand-
stormur stöðvaði framsókn
bandarískra hersveita sem sóttu
að Bagdad voru varnir borgarinn-
ar styrktar, meðal annars með því
að grafa skurði í kringum hana.
Lögreglumenn voru víða á ferli og
sá orðrómur gekk meðal íbúa
borgarinnar að leyniþjónusta
Saddams Husseins, sem lengi hef-
ur valdið ótta landsmanna, héldi
uppi njósnum á strætum borgar-
innar til að berja niður allt andóf.
Þrátt fyrir að bandarískar her-
sveitir væru að sögn aðeins 80
kílómetra frá borginni var um-
ferð meiri en undanfarna daga. Þá
voru fleiri búðir opnar en nokkru
sinni frá því árásir á Írak hófust í
síðustu viku. Rusl safnaðist þó
fyrir en almenningssamgöngur
gengu með eðlilegum hætti.
Sandstormur breytti ásýnd
borgarinnar. Myrkur lagðist yfir
borgina, að hluta vegna stormsins
sem byrgði mönnum sýn, að hluta
vegna reyks frá olíueldunum sem
kveiktir hafa verið umhverfis
borgina. ■
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf
2. „Hvað þýðir hugsanleg ESB aðild fyrir
einstakar atvinnugreinar í landinu“
Pallborðsumræður
með þátttöku hagsmunaaðila
Eftirtaldir tala:
Bændasamtökin: Erna Bjarnadóttir hagfræðingur
LÍÚ: Sveinn Hjörtur Hjartarson hagfræðingur
Samtök iðnaðarins: Sveinn Hannesson framkv.stjóri
Samtök verslunar og þjónustu: Sigurður Jónsson framkv.stjóri
Pallborðsumræðum stýrir
G. Pétur Matthíasson fréttamaður
Fundarstjóri: Margrét S. Björnsdóttir
Á fundinum verður opnuð ný
vefsíða Evrópusamtakanna
http://www.evropa.is
Nánari upplýsingar evropa@evropa.is
laugardaginn 29. mars 2003
í Kornhlöðunni, (Lækjarbrekku)
kl. 1100 - 1300
Aðalfundur
Evrópusamtakanna
Evrópusamtökin boða til aðalfundar
Evrópusamtökin
EINMANA LEIÐTOGI Í SANDSTORMI
Skyggni í Bagdad var mun minna en venjulega vegna sandstorms og reyks frá olíueldum.
Sandstormur og reykur byrgja sýn:
Varnir styrktar fyrir árásina
JÓHANNA SIGURÐARDÓTTIR
Ein sorglegasta afleiðing bágborins
ástands velferðarkerfisins er sú að fjöl-
mörg börn eru farin að finna verulega fyrir
fátækt foreldra sinna.
Stór hópur á ekki
til hnífs og skeiðar
Velferðarkerfið er hriplekt og elur á misrétti. Fólk hefur ekki jafnan
aðgang að heilbrigðiskerfinu og stór hópur barna er farinn að líða
verulega fyrir fátækt foreldra sinna. Þetta segir Jóhanna Sigurðardóttir,
fyrrum félagsmálaráðherra.
„Hinar
snautlegu at-
vinnuleysis-
bætur undir
fátæktar-
mörkum eru
svartur blettur
á þjóðfélag-
inu.
ARI EDWALD
Telur ekki rétt að hækka atvinnu-
leysisbætur upp í lægstu laun.
Fagnar þó tillögugerð ASÍ um al-
hliða úrbætur í velferðarkerfinu.
Ari Edwald er efins um tillögur ASÍ um hærri atvinnuleysisbætur:
Bætur eiga að vera lægri en laun
■ Afríka
SAMNINGAMAÐUR MYRTUR
Samningamaður stjórnvalda í Úg-
anda var myrtur af uppreisnar-
mönnum í norðurhluta landsins.
Maðurinn var sendur til upp-
reisnarmannanna til þess að
hefja við þá friðarviðræður.
TÓBAKSKAUP ÍSLENDINGA
Milljónir króna
1997 4.592
1998 4.496
1999 4.659
2000 4.569
2001 4.367
2002 4.196
Heimild: Hagstofa Íslands
Verðlag 1990.
2001: Bráðabirgðatölur
2002: Áætlun