Fréttablaðið - 28.03.2003, Side 27

Fréttablaðið - 28.03.2003, Side 27
27FÖSTUDAGUR 28. mars 2003 Ólafsfjörður – Fimmtudagur 27. mars: Fundur í Húsi félags eldri borgara, kl. 20.00. FImmtudagur 27. mars Akureyri – Föstudagur 28. mars: Fundur á Fiðlaranum, kl. 20.00. Föstudagur 28. mars Kristján Örlygur Hnefill Lára Fundir á Ólafsfirði og Akureyri um pólitísk aðalatriði Fundir Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur og Össurar Skarphé›inssonar um landi› hafa veri› fjölsóttir og líflegir. Á fimmtudaginn ver›ur fundur í Ólafsfir›i í Húsi félags eldri borgara og á föstudaginn á Fi›laranum á Akureyri. Á fundunum ver›ur hlusta› eftir sjónarmi›um nor›lenskra kjósenda og fjalla› um flau pólitísku a›alatri›i sem kosi› ver›ur um í vor. Norska knattspyrnan: Riddarinn Nils Arne Eggen FÓTBOLTI Nils Arne Eggen, þjálfari Rosenborgar til margra ára, verður útnefndur riddari af reglu Ólafs helga um miðjan maí. Eggen verður útnefndur fyrir afrek sín hjá Ros- enborg en undir stjórn hans sigraði félagið ellefu sinnum í norsku deildinni og fjórum sinnum í bikar- keppninni og lék í Meistaradeild Evrópu átta ár í röð. Eggen fær orð- una afhenta í fæðingarbæ sínum Orkdal á 100 ára afmæli íþróttafé- lags bæjarins, Orkdal IL, sem hann lék með í upphafi ferils síns. ■ HANDBOLTI Átta liða úrslit Esso- deildar kvenna í handbolta hefjast á morgun. Ragnar Hermannsson, fyrrverandi þjálfari kvennaliðs Hauka, spáir í spilin fyrir Frétta- blaðið. ÍBV-Fylkir/ÍR:„Þetta fer 2:0 fyrir Vestmannaeyjar. Þetta verður mjög létt fyrir ÍBV og ekki mikil viðureign, ekki nema bara reynsla fyrir stelpurnar í Fylki/ÍR.“ Haukar-Grótta KR: „Þetta fer 2:0 fyrir Hauka. Það verða meiri slagsmál í þessum viðureignum en getumunurinn á liðunum er mikill. Haukarnir hafa verið vaxandi á meðan Gróttu KR-liðið hefur verið á niðurleið seinni partinn í vetur.“ Stjarnan-FH:„ Það er mjög erfitt að spá um þessa viðureign. Til að fylgja hefðinni þá spái ég Stjörn- unni sigri 2:1 en það kæmi mér ekkert á óvart ef FH ynni. Stjarn- an hefur gríðarlega reynslu í þess- ari keppni og mikla hefð en FH- stelpurnar eiga enn eftir að standa sig í svona keppni.“ Valur-Víkingur: „Valsmenn eru heldur sigurstranglegri. Það fer svolítið eftir því hvernig meiðslaformið og dagsformið er á þessum liðum. Þetta getur farið á hvorn veginn sem er en ég spái 2:1 fyrir Val.“ Ragnar segir að Íslandsmótið í vetur hafi verið þrískipt. Í efsta þrepi hafi Haukar, ÍBV og Stjarn- an verið, í öðru þrepi Valur, Vík- ingur, FH og Grótta/KR, og síðustu þrjú liðin í því neðsta. „Deildin í ár hefur verið í meðallagi.Vest- mannaeyjaliðið hefur sett ákveð- inn klassa, sérstaklega framan af. Það er virkilega gott lið en hefur frekar verið að gefa eftir.“ Ragnar telur að Haukar og ÍBV mætist í úrslitum Íslandsmótsins ef ekkert óvænt kemur upp á. „Það verður ofboðslegt einvígi. Það er rosaleg reynsla og styrkur í þessu Haukaliði og ÍBV þarf að spila bet- ur en það hefur verið að gera eftir jól til að landa því einvígi.“ ■  18.00 Sýn Sportið með Olís. Fjallað er um helstu íþróttaviðburði heima og erlendis.  18.30 Egilshöll Fram mætir KR í deildarbikarkeppni karla í fótbolta.  18.30 Sýn Football Week UK. Nýjustu fréttirnar úr enska boltanum.  19.00 Sýn Trans World Sport. Íþróttir um allan heim.  19.15 Keflavík Keflavík tekur á móti Njarðvík í úrslit- keppni Intersport-deildar karla í körfu- bolta.  19.30 Skotland 21 árs lið Skotlands og Íslands eigast við í undankeppni EM í fótbolta.  20.30 Egilshöll Þróttur R. og Fylkir eigast við í deildar- bikarkeppni karla í fótbolta. CARLOS Roberto Carlos, leikmaður Real Madrid, er góður vinur David Beckham. Vicente del Bosque, þjálfari Real, segir Beckham vera leikmann sem hvaða lið sem er myndi vilja hafa innan sinna raða. „Ef Beckham semur við okkur veit ég í hvaða stöðu ég mun nota hann.“ Roberto Carlos: Vill Beck- ham til Real FÓTBOLTI Brasilíumaðurinn Roberto Carlos hefur hvatt David Beckham, leikmann Manchester United, til að ganga í raðir Real Madrid. „Beckham er þegar orðinn landsliðsfyrirliði Englands en hann yrði ennþá betur metinn hérna,“ sagði Carlos í viðtali við enska blaðið The Sun. „Mér er al- veg sama hvar á vellinum Beck- ham myndi leika í liði okkar. Allt sem ég veit er að hann er vinur minn og jafnframt einn af fimm bestu knattspyrnumönnum heimsins í dag.“ ■ hvað?hvar?hvenær? 25 26 27 28 29 30 31 MARS Föstudagur Átta liða úrslit Esso-deildar kvenna hefjast á morgun: ÍBV og Haukar fara í úrslitin LEIKIR Í 8 LIÐA ÚRSLITUM ÍBV-Fylkir/ÍR Haukar-Grótta/KR Stjarnan-FH Valur-Víkingur

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.