Fréttablaðið - 28.03.2003, Síða 30

Fréttablaðið - 28.03.2003, Síða 30
Anna Sigurbjörg Sigurðardótt-ir, sálfræðingur, segir ákaf- lega mikilvægt að fólk geri sér grein fyrir því hvers vegna ferm- ingin skiptir svona miklu máli fyrir fermingarbarnið, fyrir utan hina trúarlegu merkingu. „Á þessum aldri byrjar barnið að fjarlægjast foreldra sína og upplifir sig oft mjög einangrað,“ segir Anna. „Það getur jafnvel gengið svo langt að fjandskapur ríki milli barns og foreldris og börn á þessum aldri eru oft alls ekki viss um að foreldrarnir elski þau í raun og veru. Þau skilja ekki foreldrana og foreldrarnir ekki þau og á þessum tímapunkti er einmitt svo mikilvægt að fá þessa veislu, þennan atburð, þar sem allir í kringum þau sameinast um að gera daginn sérstakan og merkilegan. Allir eru tilbúnir að leggja fram vinnu, erfiði peninga og ekki síst umhyggju og það skiptir óskaplega miklu máli fyrir barnið, sem finnur fyrir mikill gleði yfir því að vera svona mikils virði.“ Mamman á ekki að bjóða fólki úr pabba fjölskyldu – eða öfugt Anna segir að fermingarbörn í samsettum fjölskyldum voni í lengstu lög að foreldrarnir geti yfirstigið sárar og erfiðar tilfinn- ingar gagnvart hvort öðru og lát- ið hlutina snúast um barnið sjálft. „Það er það sem þessi börn óska sér helst af öllu,“ segir Anna. „Þá skiptir máli að foreldr- ar sýni skynsemi og aðgreini þá hluti við undirbúninginn sem barnið á að koma að, og hina sem það á ekki að koma nálægt, eins og til dæmis hverjum er boðið og hverjum ekki. Ef einhver mögu- leiki er að leysa þau mál án þess að blanda barninu í þau, er það best. Krakkar eru svo nokkuð duglegir við að koma sínu á fram- færi á einhvern hátt. Ef þau eru hrædd um að eigi að útiloka ein- hvern koma þau því að með sak- lausum spurningum á borð við: „Kemur ekki örugglega Villa frænka og Siggi frændi? Vita þau ekki örugglega að ég er að ferm- ast?“ Ef ætti að setja upp einhvers konar uppskrift að því hverjum á bjóða og hverjum ekki, þá væri uppskriftin einfaldlega sú að hugsa það út frá þörfum barns- ins. Best er að foreldrar skipti með sér verkum og að hvort for- eldri fyrir sig ákveði hverjum þeir bjóða úr sínum núverandi fjölskyldum. Mamman á ekki að ákveða hver kemur úr pabba fjöl- skyldu og öfugt.“ Anna segir það valda barni mikilli vanlíðan ef mamma er til dæmis ósátt við að konan hans pabba komi. „Barnið umgengst þessa konu á pabbahelgum, þekk- ir hana og metur – eða metur ekki, en þetta er þó konan hans pabba. Og barnið veit að pabba liði illa ef henni yrði ekki boðið. Ef um fleiri er að ræða í nýju fjölskyldunni, eins og börn kon- unnar, þá á pabbinn að ákveða hvort þeim er boðið. Barnið ræð- ur alveg við að vera fúlt út í pab- bann af því að þessir leiðinlegu krakkar konunnar hans koma í veisluna. Því finnst hins vegar miklu erfiðara að takast á við togstreitu og rifrildi foreldra sinna.“ Fyrrverandi fósturmæður og -feður „Ef fyrri fósturfeður eða - mæður eru inni í myndinni fer það hreinlega eftir tengslum barnsins við þau hvort þeim er boðið í veisluna,“ segir Anna. „Sumir stjúpforeldrar, sem hafa verið hluti af lífi barnsins í mörg ár, hverfa barninu gjörsamlega við skilnað og engin ástæða til að eltast við það. Ef hins vegar barn er í nánum og góðum tengslum við fyrrverandi stjúpforeldri, þá er eðlilegt að því sé boðið og það njóti góðs af góðum tengslum sín- um við barnið. En þarna reynir sannarlega á foreldra, svo og nýja maka og sambýlinga, að leggja sínar tilfinningar til hliðar.“ Anna segir flókin fjölskyldu- bönd fermingarbarnsins oft teyg- ja sig til ömmu og afa, sem líka eru fráskilin og með nýjan maka. „Það er algjörlega fyrir utan okkar valdsvið hvern fólk velur sér sem maka og ekki viðeigandi að við höfum yfirhöfuð eitthvað um það að segja. Þegar ósættið er þannig að einhver vill ekki koma í veisluna ef þessum eða hinum er boðið líka, þá er tímabært að spyr- na við fótum. Enginn ætti að taka þátt í þess konar vitleysu. Sendið öllum boðskort og ef einhver er með fáránleg skilyrði verður við- komandi að eiga það við sjálfan sig hvort hann kemur eða kemur ekki. Sá sem velur að hafna boðiðnu ætti að passa að ferming- arbarnið verði sem minnst vart við það. Ef barnið hefur einhverja tilfinningu fyrir því að leiðindi séu í gangi verða foreldrarnir að tala við barnið og fullvissa það um að meiningar fólks úti í bæ skipti engu máli. Veislan verði góð og skemmtileg fyrir því.“ Engan meting um gjafirnar! Af framangreindu má sjá að mikilvægt er að fráskildir for- eldrar vandi sig vel við undirbún- inginn. „Þeir ættu að hittast án barnsins og skipuleggja praktísk atriði í sambandi við veisluna,“ segir Anna. „Ef þeir treysta sér á engan hátt til að fara ekki í hár saman og rífa upp gömul sár, er sniðugt að fá aðstoð og hittast með þriðja aðila, félagsráðgjafa eða sálfræðingi. Þriðji aðili getur sett leikreglurnar, en þá verða líka foreldrarnir að halda sig við þær og fara eftir þeim.“ Varðandi meting um gjafirnar, segir Anna aðeins eina leið til: Að byrja aldrei að taka þátt í kapp- hlaupi og metingi. „Krakkar eru mjög skynsamt fólk,“ segir hún. „Þau skilja yfirleitt mjög vel þótt gjöf annars foreldris sé ekki jafnstór í peningum talið og hins. Ef gjöfin er í samræmi við raun- verulega getu foreldrisins eru þau ánægð, og rísa reið upp á aft- urfæturna ef einhver ætlar að gagnrýna það. Ef hins vegar svona keppni hefur staðið yfir í mörg ár, á afmælum, jólum og við önnur tækifæri, taka börnin náttúrlega að lokum þátt í rugl- inu. Ef foreldrar hins vegar falla ekki í þessa gryfju læra börnin að gleðjast yfir mismunandi gjöf- um og fara ekki út í að meta þær til fjár. Það er kannski frekar að foreldrarnir sjálfir séu að met- ast,“ segir Anna. Frekar fleiri hamingjuóskir en færri En hverjum á að óska til ham- ingju með barnið? Foreldrum, stjúpforeldrum, stjúpömmum og -öfum? Anna segir góða reglu að hafa hamingjuóskirnar frekar fleiri en færri. Stjúpömmur og -afar eru til dæmis oft stór hluti af lífi barnsins og samgleðjast því inni- lega þennan dag. Svo þarf ekki alltaf að segja til hamingju,“ seg- ir Anna. „Það má líka segja: Þetta er mikill hamingjudagur.“ Hvað altarisgönguna varðar segist Anna ekki hafa sérstaka skoðun á því. „Mér finnst þó aldrei að beri að líta á þá sem fara til altaris með barninu sem einhvern sérstakan stuðnings- hóp. Ef einhverjar vöflur eru á fólki varðandi þetta er eðlilegast að eingöngu foreldrarnir fari.“ Anna er á því að prestar ættu að ræða málefni samsettra fjöl- skyldna í fermingarfræðslunni. „Þetta varðar öll börn. Þau sem ekki eru í samsettum fjölskyld- um þekkja örugglega einhverja sem eru það. En fyrst og fremst verða foreldrar að sameinast um að gera undirbúning þessa stóra dags sem fallegastan, þannig að fermingarbarnið varðveiti minn- inguna og gleðjist yfir henni allt sitt líf.“ edda@frettabladid.is 30 28. mars 2003 FÖSTUDAGUR BT Skeifunni • BT Hafnarfirði • BT Kringlunni BT Smáralind • BT Akureyri • BT Egilsstöðum Áskrift að Sýn til 7. apríl Bíómiði á Final Destination 4.999 Pizza frá Domino´s 2 lítrar af kók og 6 kókglös fylgja 500 fyrstu leikjunum Kaupauki #3 Ótrúlegirkaupaukarfylgja! #2 #4 #1 2 lítrar og 6 kókglös fylgja Óhætt er að segja að þjóðfélagið sem við lifum í hafi tekið miklum breyt- ingum undanfarna tvo til þrjá áratugi. Hjónaskiln- aðir og sambúðarslit eru nánast daglegt brauð og nýjar samsettar fjölskyld- ur verða til. Veislur í þess- konar fjölskyldum valda oft taugatitringi. Hverjum á til dæmis að bjóða og hverjum ekki? Fermingarbarnið í fyrirrúmi ANNA SIGURBJÖRG SIGURÐARDÓTTIR SÁLFRÆÐINGUR „Fermingarbarnið á ekki að hafa áhyggjur af gömlum vær- ingum í fermingarveislunni sinni. Þetta er dagur barnsins og barnið á að vera í fyrirrúmi,“ segir Anna. FR ÉT TA B LÐ IÐ / VI LH EL M

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.