Fréttablaðið - 28.03.2003, Side 35

Fréttablaðið - 28.03.2003, Side 35
væri horfinn að eilífu yfir móð- una miklu. Fyrir vikið urðu eftir- lifandi liðsmenn meira en þyngd- ar sinnar virði í gulli, sem sýndi sig í gífurlegri aðsókn tónleika McCartneys á rúntinum um Bandaríkin í fyrra. Hann lék á 58 tónleikum í Bandaríkjunum, Mexíkó og Japan fyrir rúmlega eina milljón áhorfenda, sló öll fyrri met sín og varð tekjuhæsti listamaður síðasta árs fyrir vik- ið. Aftur í heiminum Fyrir skemmstu gaf Paul McCartney út tónleikaplötuna „Back in the World“ til þess að kynna væntanlega tónleikaferð sína um heiminn. Platan fór beint í fimmta sæti breska sölulistans í fyrstu viku sinni. Í raun er um áframhald tón- leikaferðarinnar um Bandaríkin í fyrra að ræða. Hljómsveitin er sú sama og lék á síðustu breiðskífu hans og í Bandaríkjaferðinni og því ættu liðsmenn að vera orðnir vel samstilltir. McCartney mun koma fram á rúmlega 30 tónleik- um um Evrópu, Ástralíu og Asíu á næstu mánuðum. Ferðin hófst í París á þriðjudag- inn og voru tónleikarnir vel heppn- aðir. McCartney er nú staddur á Spáni og eftir það fer hann á heimaslóðir og ferðast um Bret- landseyjar fram undir lok apríl. Þar á meðal leikur hann á fernum tónleikum í Earl’s Court í London á einni viku. Eftir Bretlandsferðalagið fer hann aftur á meginland Evrópu og heldur tónleika í Þýskalandi og Skandinavíu. McCartney mun leika á stærstu tónleikum ferils síns í Róm í maí sem haldnir verða fyrir utan Colosseum-hringleika- húsið. Tónleikarnir eru gjöf borg- arstjórnarinnar til íbúa sinna og búist er við því að 500 þúsund manns mæti til þess að heyra Bítil- inn syngja. Því næst fer hann aftur til Bret- landseyja og heldur meðal annars sína fyrstu tónleika í Skotlandi í 13 ár. Það verða stærstu tónleikar sem haldnir hafa verið í landinu því McCartney er búinn að selja 60 þúsund miða á Celtic Park-leik- vanginn í Glasgow. Það telst svo til tíðinda að McCartney heldur tónleika í heimabæ sínum Liverpool 1. júní næstkomandi. Tónleikarnir fara fram í King’s Dock, sem er við miðju borgarinnar. Hann hefur ekki haldið tónleika í Bítlabænum síðan árið 1999. Þá kom hann ein- nig óvænt fram í hinum fræga Cavern Club þar sem Bítlarnir stigu sín fyrstu spor og íslenska rokksveitin Mínus sprengdi hljóð- kerfið í tónleikaferð sinni um Bret- land. Á tónleikadagskránni eru lög af síðustu plötum McCartneys, Wings-lög, vinsælustu lög sólófer- ilsins og glás af Bítlalögum enda segist hann gera sér fulla grein fyrir því að skarinn mæti til þess að heyra þau. McCartney hefur ekki blandað sér í hóp stríðsand- stæðinga og segir það ekki vera hlutverk sitt. „Þetta eru erfiðir tímar og erfitt að átta sig á því hvað sé best í stöðunni,“ sagði hann nýlega í viðtali við BBC. „Ég er bara eins og hver annar og fylgist grannt með þróun mála. Það sem ég von- ast til að geta gert í augnablikinu er að ná að búa til gleði á þessum dökku tímum, ekkert annað. Ég er ekki stjórnmálamaður.“ Hann virðist því lifa eftir sín- um gömlu fræðum, „allt sem við þörfnumst er ást“. biggi@frettabladid.is 35FÖSTUDAGUR 28. mars 2003 N O N N I O G M A N N I I Y D D A • N M 0 9 0 6 2 / S IA .IS PAUL MCCARTNEY Paul McCartney er 60 ára. „Ég hef oft sagt að ég ætli að halda þessu áfram þó að þeir þurfi að renna mér inn á sviðið í hjólastól, níutíu ára gömlum,“ segir McCartney í viðtali á heimasíðu sinni. „Þetta verða kannski hálfsorgleg örlög ef þetta rætist, en ég geri það samt.“

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.