Fréttablaðið - 28.03.2003, Page 47

Fréttablaðið - 28.03.2003, Page 47
Micra? Frumsýning um helgina BÖRNIN LÆRA LEIKI Margir leikir sem allir kunnu fyrir tuttugu árum eru nú alveg fallnir í gleymsku. Styrk til að kenna börnum gamla leiki er því vel varið. HILARY SWANK Mætir á frumsýningu hasarmyndarinnar The Core í Los Angeles fyrr í vikunni. Myndin segir frá æsilegum leiðangri inn í iður jarðar til að afstýra heimsendi. Swank leikur í myndinni ásamt Stanley Tucci, Del- roy Lindo og fleira góðu fólki. FÖSTUDAGUR 28. mars 2003 Styrkur til að kenna börnum leiki: Brennó, fallin spýta og snú snú LEIKIR „Við ætlum okkur að fara í skóla á höfuðborgarsvæðinu og kenna alla þá gömlu leiki sem börn hafa löngu týnt niður eða aldrei lært,“ segir Valdimar Gunnarsson, fræðslustjóri Ungmennafélags Ís- lands sem fékk styrk frá Fræðslu- ráð Reykjavíkur til þessa verkefnis. Valdimar nefnir leiki eins og brennibolta og fallna spýtu auk boltaleiks sem sumir kalla tíu og aðrir danskan. Auk þess má nefna snú snú og alla þá leiki sem tengjast sippubandinu. „Við ætlum að útbúa tösku með öllu sem þarf til þessara leikja og heimsækja skólana með það að markmiði að börnunum verði kenndir þessir leikir. Margir þeirra eru kjörnir í frímínútum og halda börnum við það að leika sér,“ segir Valdimar. Valdimar segir að margir þess- ara leikja spretti upp annað kastið og síðan gleymist þeir. Ef hins veg- ar skólarnir eigi það sem til þarf til að halda börnunum við efnið læri nýjar kynslóðir og þau eldri kenni þeim yngri. Þannig falli þessir leik- ir ekki í gleymskunnar dá. ■

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.