Fréttablaðið - 17.04.2003, Page 31

Fréttablaðið - 17.04.2003, Page 31
FIMMTUDAGUR 17. apríl 2003 31 Málshátturinn Margur erknár þótt hann sé smár er mér mjög minnisstæður,“ segir Sigurbjörg Þrastardóttir, rithöf- undur og blaðamaður. „Ég var svo lítil eftir aldri þegar ég var yngri að það var huggun harmi gegn að fá staðfestingu á því að maður gæti hugsanlega gert eitthvað annað en að etja kappi eftir líkamsburðum.“ Sigur- björg hafði mikinn áhuga á málsháttum í æsku og safnaði málsháttum úr páskaeggjum fjölskyldunnar, flokkaði eftir framleiðendum og geymdi þá árum saman. „Þetta var einhver söfnunarárátta í mér. Ég fletti svo upp merkingunni og þannig lærði ég sífellt nýja málshætti. Þetta voru líka litrík og falleg miðabúnt.“ Fleiri málshættir eru Sigurbjörgu minnisstæðir. „Ég man að mér fannst mjög glatað að fá málsháttinn „Auð- þekktur er asninn á eyrunum“. Asni er skammaryrði og ég tók þetta mjög persónulega. „Marg- ur sefur af sér mikla lukku“ kom hins vegar vel á vondan. Ég hef nefnilega lengi átt erfitt með að vakna snemma.“ Þrátt fyrir dálæti á málshátt- um voru páskaeggin sjálf í litlu uppáhaldi hjá Sigurbjörgu þeg- ar hún var lítil. „Ég borðaði helst ekki nammi og geymdi súkkulaðið von úr viti. Það end- aði því yfirleitt með því að ein- hver annar borðaði það.“ Sigurbjörgu líkar betur við eggin í dag en síður við innihald- ið. „Ég er ekki hrifin af þessum nýju spakmælum sem nú orðið eru í mörgum eggjum, þessum sem ríma hvorki né stuðla. Þar er skarð fyrir skildi og marg- sannað að enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur.“ ■ Safnaði málsháttum í æsku: Margur er knár þótt hann sé smár SIGURBJÖRG ÞRASTARDÓTTIR Málshættir voru og eru í uppáhaldi hjá Sigurbjörgu en hún var ekki hrifin af súkkulaðinu í æsku.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.