Fréttablaðið - 17.04.2003, Page 34

Fréttablaðið - 17.04.2003, Page 34
Á FÖSTUDAGINN LANGA Kristin kirkja reynir hvað hún getur að halda lífi í föstudeginum langa í ljóshraða- samfélagi nútímans. Stemningin lifir enn Föstudagurinn langi hefurlöngum haft yfir sér drunga- legan blæ sem margir vilja ólmir vera lausir við. Sérstaklega þeir yngri vilja geta notað þennan frí- dag til þess að skemmta sér. Aðr- ir forða sér úr bænum. Margir skemmtistaðir eru hins vegar farnir að notfæra sér óspart rýmkaðar reglur um opn- unartíma á páskum og bjóða gestum í djammið strax eftir miðnætti á föstudaginn langa. Á hinn bóginn hefur dregið verulega úr tónleikahaldi yfir páskana. Ekki er langt síðan tölu- vert var um flutning á stórum kórverkum, óratoríum og passí- um, sem mikið var lagt í. En tón- leikahaldarar virðast margir vera að gefast upp á því. Fólk vill frekar hvíla sig og fara út úr bænum frekar en að fara á tón- leika, og það á ekki síður við um tónlistarfólkið. „Þrátt fyrir alla nútímavæð- ingu heldur föstudagurinn langi samt ákveðinni sérstöðu og hef- ur yfir sér vissa stemningu. Þessi mikli áhugi sem er fyrir lestri Passíusálmanna bendir eindregið til þess,“ segir Hörður Áskelsson, organisti í Hallgríms- kirkju. „Okkur sem lifum og hrærumst í kirkjutónlist þætti líka agalegt ef ekki gæfist lengur tækifæri til að flytja þau ógrynni af tónlist sem er samin sérstak- lega fyrir þennan dag.“ ■ 34 17. apríl 2003 FIMMTUDAGUR Þetta er orðin löng hefð hjá okk-ur að lesa Passíusálmana á föstudaginn langa,“ segir Hörður Áskelsson, organisti í Hallgríms- kirkju. „Ég hef ekki tölu á því hvað það eru mörg ár síðan þetta byrjaði. Það var Eyvindur Er- lendsson leikari sem byrjaði á þessu. Þá var þetta mikil nýjung, en hann hafði reyndar byrjað á þessu á Selfossi áður. En það hafa ýmis form verið á lestrinum. Eitt árið sáu til dæmis eingöngu af- komendur Hallgríms Péturssonar um lesturinn. Í annað skiptið voru það bara prestar.“ Þetta árið var ákveðið að láta bæði fyrrverandi og núverandi meðlimi Mótettukórs Hallgríms- kirkju sjá um lesturinn. Ástæðan er sú að kórinn á tuttugu ára starfsafmæli. „Ég fæ meira að segja að lesa núna. Mér finnst það alveg gríðar- lega spennandi og mjög ábyrgðar- fullt. Maður vonar bara að maður standi undir því.“ Um kvöldið verða svo tónleikar í kirkjunni, sem einnig er orðin löng hefð fyrir. „Við höfum stundum flutt stór verk með kórunum okkar og stórri hljómsveit. En núna er það litli kórinn okkar sem verður með tónleika hér í kirkjunni. Þetta er miklu hljóðlátari framkvæmd.“ Flutt verður tónlist eftir barokktónskáldin Scarlatti og Lotti. Einnig verða flutt tvö róm- antísk verk eftir Bruckner og Brahms. „Eftir Scarlatti flytjum við Stabat mater, sem er mjög gríp- andi verk og fallegt. Textinn er mjög sorglegur og fjallar um Mar- íu sem grætur örlög sonar síns við krossinn. Túlkunin á textanum er mjög andrík og víða eru mjög áhrifamiklir hápunktar í verkinu.“ gudsteinn@frettabladid.is ■ FÖSTUDAGURINN LANGI■ FÖSTUDAGURINN LANGI Rótgrónar hefðir í Hallgrímskirkju Við prestarnir erum stöðugt aðglíma við þann vanda að finna tengingarmöguleika við samtím- ann. Við þurfum alltaf að reyna að finna hinn lifandi boðskap í trúnni, þannig að hann felist ekki bara í því að tala um eitthvað sem er löngu liðið,“ segir séra Örn Bárður Jónsson, prestur í Nes- kirkju. Séra Örn Bárður ætlar að gera nýstárlega tilraun í kirkju sinni á föstudaginn langa. Þar verður efnt til fjölbreyttrar dagskrár um þjáningu og lausn. Meðal annars verður kynnt starfsemi Hjálpar- starfs kirkjunnar og Amnesty International. Sýnd verða stutt skeið úr kvikmynd um ævi Jesú Krists og lesið verður úr Passíu- sálmum séra Hallgríms Péturs- sonar. „Föstudagurinn langi er sá dag- ur þegar maður íhugar þjáningu Jesú Krists. Um leið bendum við á að enn er hér í heimi fólk sem býr við þjáningar. Þessi dagskrá er til- raun til að brjóta upp þessa hefð- bundnu nálgun kirkjunnar á föstu- daginn langa sem er að hafa guðs- þjónustu með passíusálmalestri.“ Að lokinni þessari dagskrá flytja þeir Martin Frewer fiðlu- leikari, Dean Ferrell bassaleikari og Steingrímur Þórhallsson orgel- leikari sónötur eftir Biber, sem var tónskáld á 17. öld. Í kirkjunni verður einnig kom- ið upp íhugunarstöðvum þar sem verða tól og tæki sem minna á þjáningu og valdbeitingu. Einnig verður í kirkjunni verk eftir Har- ald Jónsson myndlistarmann sem varpar sérstæðum blæ á alla at- höfnina. „Þegar fólk gengur inn í kirkj- una lendir á því rauður ljósgeisli úr slidesmyndavél með myndum sem teknar eru af blóði í smásjá. Þannig að fólk gengur bókstaflega inn í blóðið.“ ■ ■ FÖSTUDAGURINN LANGI Nýstárleg dagskrá í Neskirkju SCHOLA CANTORUM MEÐ HERÐI ÁSKELSSYNI ORGANISTA Lestur Passíusálma Hallgríms Péturssonar hefst í Hallgrímskirkju klukkan ellefu að morgni og stendur fram undir klukkan sjö. Um kvöldið verður svo flutt tónlist frá barokktímanum og rómantíska tímanum. SÉRA ÖRN BÁRÐUR JÓNSSON Bryddar upp á nýjungum í kirkju sinni á föstudaginn langa. Kvöldtónleikar í Reykjahlíðarkirkju Þetta er í sjötta sinn sem viðhöldum tónleika þarna í kring- um páskana“, segir Laufey Sig- urðardóttir fiðluleikari, en hún ætlar að leggja land undir fót ásamt þeim Sigrúnu Hjálmtýs- dóttur, Þórunni Ósk Marinósdótt- ur, Bryndísi Björgvinsdóttur, Há- vari Tryggvasyni, Kjartani Óskar- syni, Brjáni Ingasyni og Þorkatli Jóelssyni og leika á tvennum tón- leikum í Mývatnssveit á föstudag og laugardag. „Við spilum í Reykjahlíðar- kirkju klukkan níu að kvöldi föstudagsins langa og í Skjól- brekku klukkan tvö á laugardeg- inum. Við erum með tvær ólíkar efnisskrár. Kirkjuleg tónlist verð- ur vitaskuld ráðandi á föstudegin- um en á laugardeginum verðum við með hefðbundna kammertón- leika. Við leikum líka margar þekktar aríur og íslensk sönglög sem Kjartan Óskarsson hefur út- sett.“ Laufey segir heimamenn hafa sótt tónleikana afskaplega vel í gegnum árin. „Við lítum líka á þessa tónleikahefð sem lið í menn- ingartengdri ferðaþjónustu og gerum þetta í samstarfi við Skútu- staðahrepp og njótum stuðning Hótels Reynihlíðar.“ ■ HÓPURINN Á ÆFINGU Laufey Sigurðardóttir fiðluleikari segist líta á tónleikana sem ákveðinn valkost til hliðar við útivistarafþreyingu sem fólk sækist eftir um páskana. ■ TÓNLIST FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M Borgarskjalasafn Reykjavíkur www.rvk.is/borgarskjalasafn Sími: 563 1770 LESSTOFA OG AFGREIÐSLA opin alla virka daga kl. 10-16. www.ljosmyndasafnreykjavikur.is • 563 1790 Ljósmyndasafn Reykjavíkur er lokað yfir páskana. Gleðilega páska! www.listasafnreykjavikur.is Sími 590 1200 OPIÐ ALLA PÁSKANA HAFNARHÚS Sovésk veggspjöld, Penetration, Erró Leiðsögn annan í páskum kl. 15.00 KJARVALSSTAÐIR 10-17- Helgi Þorgils, Mobiler, Kjarval Leiðsögn annan í páskum kl. 15.00 ÁSMUNDARSAFN 13-16 Eygló Harðardóttir, Ásmundur Sveinsson Minjasafn Reykjavíkur Árbæjarsafn - Viðey www.arbaejarsafn.is Safnhús Árbæjarsafns eru lokuð en boðið er upp á leiðsögn alla mánud., miðvikud. og föstudaga kl. 13. Einnig er tekið á móti hóp- um eftir samkomulagi. Nánari upplýsingar í síma 577 1111. Upplýsingar um leiðsögn í Viðey í síma 568 0535. Menningarmiðstöðin Gerðuberg www.gerduberg.is • sími 575 7700. Þetta vil ég sjá! Ingibjörg Sólrún velur verk á sýninguna. Ríkarður Long Ingibergsson sýnir tréskurð í Félagsstarfi Gerðubergs. Leiðsögn um sýningu Ríkarðs um helgar. Ath. síðasta sýningarhelgi. Tónleikar með Gunnari Kvaran og Elsu Waage sumardaginn fyrsta. s. 563 1717 Upplýsingar um afgreiðslutíma: s. 552 7545 og á heimasíðu www.bokasafn.is BORGARBÓKASAFN 80 ÁRA Afmælishátíð í Grófarhúsi á sumardaginn fyrsta Minjasafn Orkuveitunnar Minjasafn Orkuveitunnar í Elliðaárdal er opið sun. 15-17 og eftir samkomulagi í s. 567 9009 STÓRA SVIÐ ÖFUGU MEGIN UPPÍ e. Derek Benfield Forsýning fi 24/4 kl 20 - Kr. 1.000 FRUMSÝNING su 27/4 - UPPSELT Mi 30/4 kl 20 - UPPSELT Fi 1/5 kl 20 - 1. maí tilboð kr. 1.800 Fö 2/5 kl 20 Lau 10/5 kl 20 PUNTILA OG MATTI e. Bertolt Brecht Lau 26/4 kl 20 Su 4/5 kl 20 Su 11/5 kl 20 SÖNGLEIKURINN SÓL & MÁNI eftir Sálina og Karl Ágúst Úlfsson Fö 25/4 kl 20 Lau 3/5 kl 20 Fö 9/5 kl 20 ATH: Sýningum lýkur í vor DÚNDURFRÉTTIR - TÓNLEIKAR Dark side of the Moon Mi 23/4 kl 20 Mi 23/4 kl 22:30 NÝJA SVIÐ SUMARÆVINTÝRI e. Shakespeare og leikhópinn Mi 23/4 kl 20 Lau 26/4 kl 20 Su 27/4 kl 20 MAÐURINN SEM HÉLT AÐ KONAN HANS VÆRI HATTUR eftir Peter Brook og Marie-Hélène Estienne Fö 25/4 kl 20 Fi 1/5 kl 20 KVETCH eftir Steven Berkoff í samstarfi við Á SENUNNI Fi 24/4 kl 20 Lau 3/5 kl 20 ATH: SÍÐUSTU SÝNINGAR 15:15 TÓNLEIKAR - BERGMÁL FINNLANDS I Ferðalög - Poulenc-hópurinn Lau 26/4 kl 15:15 GESTURINN e. Eric-Emmanuel Schmitt Su 11/5 kl 20 Su 18/11 kl 20 Örfáar sýningar vegna fjölda áskorana ÞRIÐJA HÆÐIN PÍKUSÖGUR eftir Eve Ensler Lau 3/5 kl 20 Su 11/5 kl 20 Takmarkaður sýningafjöldi LITLA SVIÐ STÍGVÉLAÐI KÖTTURINN í samstarfi við SJÓNLEIKHÚSIÐ Leikrit með söngvum - og ís á eftir! Lau 26/4 kl 14 RÓMEÓ OG JÚLÍA e. Shakespeare í samstarfi við VESTURPORT Fö 25/4 kl 20 Lau 27/4 kl 20 Fö 2/5 kl 11 - UPPSELT Fö 2/5 kl 20 Miðasalan, sími 568 8000 Miðasalan er opin kl. 13-18 alla virka daga og fram að sýningu sýningardaga. Sími miðasölu opnar kl. 10 virka daga. Fax 568 0383 midasala@borgarleikhus.is www.borgarleikhus.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.