Fréttablaðið - 26.04.2003, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 26.04.2003, Blaðsíða 1
Suðurgötu 10, 101 Reykjavík — sími 515 7500 Laugardagurinn 26. apríl 2003 Tónlist 34 Leikhús 34 Myndlist 34 Bíó 36 Íþróttir 12 Sjónvarp 38 KVÖLDIÐ Í KVÖLD TRÚMÁL Baráttan um brauðið TÓNLIST Hætt í tónlist LAUGARDAGUR 95. tölublað – 3. árgangur bls. 36 FÓLK Stjórnmálamenn í kosningaham bls. 24 TÓNLEIKAR Í Norræna húsinu flytur djasssöngkonan Kristjana Stefáns- dóttir lög úr söngbók Ellu Fitzger- ald, Söruh Vaughan og Nancy Wil- son. Tónleikarnir hefjast klukkan 15.30. Djass í Norræna húsinu NÁMSKEIÐ Sjálfboðaliðasamtök um náttúruvernd gangast fyrir vörðu- hleðslunámskeiði fyrir alla sem vilja. Farið verður frá Mjóddinni við biðstöð Strætó klukkan 11 á einkabílum. Námskeiðið verður haldið við grjótnámið ofan Hafra- vatns. Námskeið í vörðuhleðslu GLÍMA Íslandsglíman fer fram í Vík- inni. Keppni hefst klukkan 13 og hafa átta keppendur skráð sig til leiks. Íslandsglíman SÝNING Samsýning gullsmiða sem nefnist 101Gull verður opnuð í Sýn- ingarsal Hönnunarsafns Íslands við Garðatorg klukkan 15. Á sýning- unni er að finna nýja muni eftir ell- efu íslenska gullsmiði sem allir eiga það sammerkt að reka vinnu- stofur við Laugaveginn í Reykja- vík. Gullsýning bls. 26 ÍRAK, AP - CNN Tariq Aziz, aðstoðar- forsætisráðherra Íraks, gaf sig á fimmtudag fram við bandaríska innrásarliðið í Írak. Sama kvöld náðist einnig að handsama Farouk Hijazisem, sem áður var aðgerða- stjóri leyniþjónustu Íraka. Hi- jazisem er talinn hafa skipulagt morðtilræði við George Bush eldri, þáverandi forseta, árið 1993. Aziz er númer 43 á lista Banda- ríkjamanna yfir þá 55 lykilmenn í Írak sem þeir vilja koma höndum yfir. Hijazisem er ekki á listanum. Hann er hins vegar talinn hafa ver- ið þriðji valdamesti maður Íraks á þeim tíma sem banatilræðið við Bush eldri var skipulagt. Hann var seinna sendiherra, meðal annars í Tyrklandi og Túnis. Talið er að hann hafi hitt Osama bin Laden árið 1998. „Hijazisem tengdist ýmsum samböndum við al Kaída, þannig að þetta er athyglisverð þróun, að mínu mati stærsti fengurinn fram til þessa af því fólki sem við höfum náð,“ segir James Woolsey, fyrr- verandi yfirmaður leyniþjónustu Bandaríkjanna, CIA. Ættingjar Aziz sögðu hann hafa undirbúið í marga daga að gefa sig fram við Bandaríkjamenn til þess að tryggja sómasamlega meðferð. Bandarísk stjórnvöld segja laga- lega stöðu enn Aziz óráðna. ■ Fyrrum yfirmaður CIA segir stærsta fenginn hafa náðst á fimmtudagskvöld: Skipulagði tilræði við George Bush ALLIR Á SUMARDEKK Mikið hefur verið að gera á Gúmmívinnustofunni á Ártúnshöfða undanfarna daga eins og á öðrum dekkjaverk- stæðum. Fólk átti að vera komið á sumardekk 15. apríl. Sektin fyrir að aka um á nagladekkjum eftir þann tíma er 5.000 krónur á dekk. Valgerður Sverrisdóttir skipar 1. sæti á lista Framsóknarflokksins í Norð-austur kjördæmi Kjósum uppbyggingu í atvinnumálum FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M Sjálfstæðisflokkurinn mælist enn stærstur Stjórnarflokkarnir missa þingmeirihlutann. Framsóknarflokkurinn er aftur orðinn þriðji stærsti flokkurinn. Vinstri grænir eru í niðursveiflu. Samfylkingin fær 32,9%. SKOÐANAKÖNNUN Sjálfstæðisflokk- urinn mælist stærsti flokkur lands- ins með 34,6% fylgi og 23 þing- menn samkvæmt niðurstöðum könnunar Fréttablaðsins sem gerð var á fimmtudaginn. Samkvæmt könnuninni fá nú- verandi stjórnarflokkar 31 þing- mann en stjórnarandstaðan 32. Þetta er þriðja könnunin í röð þar sem Sjálfstæðisflokkurinn mælist stærstur. Það hefur ekki gerst áður í skoðanakönnunum blaðsins, sem hófust 6. janúar. Alls hefur blaðið gert 17 kannanir á þessum tíma og hefur Sjálfstæðisflokkurinn mælst stærstur sjö sinnum en Samfylk- ingin 10 sinnum. Fylgi Samfylkingarinnar hefur farið dalandi síðustu vikur. Í könn- uninni á fimmtudaginn mældist flokkurinn með 32,9% fylgi, 21 þingmann, sem er þó töluvert meira en í könnuninni á laugardag- inn fyrir viku, þegar flokkurinn mældist með 29,1%. Báðir stærstu flokkarnir sækja fylgi sitt áberandi meira til fólks í þéttbýli en til fólks á landsbyggðinni. Þegar niðurstöð- urnar eru skoðaðar með tilliti til kynja er munurinn skýr. Sjálf- stæðisflokkurinn sækir fylgi sitt frekar til karla og Samfylkingin til kvenna. Framsóknarflokkurinn er að sækja á. Hann mælist nú með 12,8% fylgi og er aftur orðinn þriðji stærsti flokkur landsins með 8 þingmenn. Flokkurinn hefur hægt og bítandi verið að bæta við sig á síðustu vikum, en fyrir viku mældist hann með 11,8%. Frjáls- lyndi flokkurinn, sem hefur verið í mikilli uppsveiflu undanfarnar vik- ur og mælst þriðji stærsti flokkur- inn, er með 11,1% fylgi samkvæmt könnuninni á fimmtudaginn og 7 þingmenn. Fyrir viku síðan mæld- ist hann með 12,8%. Vinstri grænir mælast með 7% fylgi og hafa aðeins einu sinni áður mælst með minna fylgi, en það var í janúar. Samkvæmt könnuninni nú fengi flokkurinn 4 þingmenn. T- listi Kristjáns Pálssonar, sem býð- ur aðeins fram í Suðurkjördæmi, mælist með 1% fylgi á landsvísu og nær ekki manni inn í sínu kjör- dæmi. Nýtt afl mælist með 0,5%. Úrtakið í könnuninni í fyrradag var 1.200 manns og tóku 76% að- spurðra afstöðu, sem er töluvert meira en í könnunum blaðsins fram að þessu. Skýrist það af því að óákveðnir voru spurðir hvað þeir myndu líklega kjósa. REYKJAVÍK Norðaustan 8-13 m/s og skýjað með köflum. Hiti 3 til 9 stig. VEÐRIÐ Í DAG + + + + VINDUR ÚRKOMA HITI Ísafjörður 13-20 Skýjað 3 Akureyri 8-13 Rigning 3 Egilsstaðir 10-15 Rigning 3 Vestmannaeyjar 8-13 Skýjað 9 ➜ ➜ ➜ ➜ NOKKRAR STAÐREYNDIR UM MEÐALLESTUR FÓLKS Á ALDRINUM 12 TIL 80 ÁRA Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU ER 73% SAMKVÆMT FJÖLMIÐLAKÖNNUN GALLUP Í FEBRÚAR 2003. Fr é tt a b la ð ið M o rg u n b la ð ið Meðallestur 25 til 49 ára samkvæmt fjölmiðlakönnun Gallup frá febrúar 2003 21% D V 90.000 eintök 73% fólks lesa blaðið Hvaða blöð lesa 25 til 49 ára íbúar á höfuðborgar- svæðinu á laugardögum? 63% 69% trausti@frettabladid.is Nánar bls. 2 Lífsglöð og sjálfstæð SÍÐA 28 FÓLK Arsenal í efsta sætið? SÍÐA 12 ÍÞRÓTTIR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.