Fréttablaðið - 26.04.2003, Side 22

Fréttablaðið - 26.04.2003, Side 22
Fréttablaðið hefur gert vikuleg-ar skoðanakannanir um nokk- urra mánaða skeið og grennslast fyrir um afstöðu þjóðarinnar í hinum fjölbreytilegustu málum. Þegar niðurstöður þessara kann- ana eru skoðaðar í heild sinni kemur margt athyglisvert í ljós. Í veigamiklum atriðum virðist þjóðin ekki vera sátt, eins og til dæmis þegar kemur að fjárhags- legri stöðu, viðhorfum til stjórn- valda og ýmissa stjórnvalds- aðgerða. Stjórnmálamenn virðast umdeildir og ákvarðanir þeirra sömuleiðis. Sumar njóta stuðn- ings, aðrar ekki. Berum okkur illa fjárhagslega Nokkur fjöldi Íslendinga telur sig beinlínis búa við fátækt. Í könnun í byrjun janúar svöruðu 6,6% aðspurðra því játandi þegar þeir voru spurðir hvort þeir teldu sig vera fátæka, en 93,4% neit- andi. Sú tala sem oft hefur verið nefnd í umræðunni yfir fjölda þeirra Íslendinga sem búa undir fátæktarmörkum er 10 þúsund manns. Samkvæmt þessari niður- stöðu eru þeir mun fleiri sem telja sig vera fátæka, eða hátt upp und- ir 20 þúsund manns, lauslega áætlað. Talsvert fleiri konur en karlar sögðust búa við fátækt, eða 8,1% kvenna og 5,1% karla. Almennt virðist þjóðin bera sig fremur illa þegar kemur að stöð- unni í buddunni. Kannanir blaðs- ins benda ekki til að það sé ríkj- andi skilningur á meðal lands- manna að á Íslandi hafi ríkt góð- æri undanfarin ár. Tæp 32% að- spurðra töldu í könnun blaðsins um miðjan janúar að kjör sín hefðu batnað frá því fyrir fjórum árum, en 48% sögðu þau vera svipuð. Um fimmtungur sagði kjör sín hafa versnað. Innan við helmingur sjálfstæðismanna, samkvæmt könnunni, taldi kjör sín hafa batnað. Þjóðin virðist heldur ekkert sérstaklega bjartsýn á betri kjör. Í könnun um miðjan janúar sagð- ist einungis fjórðungur kjósenda búast við því að kjör sín verði betri að afloknu næsta kjörtíma- bili. Um 62% sögðust búast við því að þau yrðu svipuð og 12,4% að- spurðra voru svartsýn og töldu kjörin mundu versna. Kvartað undan skattbyrði, og þó Yfirgnæfandi meirihluti, eða 74%, telur sig borga stærri hluta í skatta og opinber gjöld nú en fyr- ir 10 árum. Þetta kom fram í könnun blaðsins 22. mars. Um fjórðungur, eða 26%, telur sig borga minna í skatta nú en fyrir áratug. Í könnun í lok janúar töldu 63% aðspurðra sig borga of mikið í skatta, en aðeins 1% taldi sig greiða of lítið. Um 36% töldu sig greiða hæfilega mikið í skatta. Það er fróðlegt að bera þessar niðurstöður saman við niðurstöð- ur annarra kannana um skatta- mál. Þjóðin virðist til dæmis ekki vilja fella niður hátekjuskatt. Í könnun í lok mars sögðust 64% vilja hafa hann áfram, en 36% vildu fella hann niður. Jafnframt virðast einhver áhöld vera um það hvort þjóðin ætlar að láta tillögur stjórnmálaflokkanna í skattamál- um ráða atkvæði sínu. Í könnun í byrjun apríl sögðu 46% að tillögur flokkanna myndu ráða miklu um það hvert atkvæðið færi, en 54% sögðu tillögurnar litlu eða engu máli skipta. Óánægja með velferðarkerfið Það er vandséð af hverju þetta skeytingarleysi gagnvart tillögum í skattamálum stafar, sérstaklega þegar svo virðist sem þjóðin telji sig borga of mikla skatta. Hún ætti því samkvæmt því að fagna skattalækkunarumræðu og kjósa þann flokk sem býður best. Hugs- anlegt er að fólk hafi ekki trú á efndum eða geri lítinn greinar- mun á milli tillagnanna. Það kann líka að vera að viðhorf fólks til stöðu velferðarkerfisins hafi ein- hver áhrif. Í byrjun apríl spurði blaðið hvort fólk teldi velferðar- kerfið vera betra, álíka eða verra en það var fyrir 10 árum. Um 30% sögðu það vera betra. Um 70% töldu það hins vegar vera álíka eða verra. Af þeim töldu 43% að- spurðra velferðarkerfið beinlínis vera verra. Óánægja virðist því vera til staðar með þetta tvennt: skatt- byrði og velferðarkerfið. Spurn- ingin er sú hvort skeytingarleysið gagnvart skattalækkunartillögum stafi af því að fólk telji velferðar- kerfið mikilvægara en skatta- lækkanir og sé reiðubúið að taka á sig byrðar. Þetta er þó aðeins til- gáta. Tortryggni gagnvart meðferð valds Stór hluti landsmanna virðist á þeirri skoðun að meðferð valds sé ábótavant hér á landi. Í könnun blaðsins þann 15. febrúar var spurt hvort fólk teldi að stjórn- völd beiti ríkisvaldinu gegn ákveðnum fyrirtækjum en styðji önnur eftir áliti ráðherra á þess- um fyrirtækjum eða stjórnendum þeirra. Meirihlutinn, eða 54% að- spurðra, taldi að ríkisvaldinu væri beitt með þessum hætti, en 46% töldu að svo væri ekki. Jafn- framt tóku 48% aðspurðra undir gagnrýni Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, frambjóðanda Sam- fylkingar, á sitjandi stjórnvöld í könnun blaðsins um síðustu helgi og töldu hana annað hvort mjög réttmæta eða frekar réttmæta. Umdeild ummæli Ingibjargar voru þau að forysta Sjálfstæðis- flokksins beitti valdi sínu gegn einstaklingum og stofnunum sem væru henni ósammála. Fleiri niðurstöður benda til að verulegur fjöldi Íslendinga hafi eitthvað við stjórnvöld og stjórn- málaflokka að athuga hvað varðar stjórnunarhætti. Í byrjun mars var spurt hvort fólk væri sátt eða ósátt við það hvernig stjórnvöld tækju á spillingu hjá opinberum fyrirtækjum og stofnunum. Yfir- gnæfandi meirihluti, eða 80%, var ósáttur við stjórnvöld að þessu leyti, en einungis 20% voru sátt. Þá má einnig benda á í þessu sam- hengi að í könnun 22. mars töldu 83% aðspurðra að gera ætti fjár- mál flokkana opinber, en einungis 17% voru andvíg. Lítið traust til lífeyrissjóða, en sátt við lögguna Svo virðist sem aðrir aðilar í þjóðfélaginu búi einnig við nokkra tortryggni almennings. Þann 12. apríl spurði Fréttablaðið hvort fólk bæri mikið eða lítið traust til lífeyrissjóða. Einungis 4% aðspurða sögðust bera mikið traust til þeirra og 19% sögðu það vera frekar mikið. Fjórðungur var hlutlaus og sagði traustið vera hvorki mikið né lítið. Ríflega helmingur, eða um 51%, sagðist hins vegar bera frekar lítið eða mjög lítið traust til lífeyrissjóða. Þar af sögðust 26,3% aðspurða beinlínis bera mjög lítið traust til þeirra. Fróðlegt er að bera þessar nið- urstöður saman við traust fólks á öðrum grunnstofnunum samfé- lagins. Í sömu könnun var spurt hversu mikið traust fólk bæri til lögreglu annars vegar og dóm- stóla hins vegar. Þar virðast landsmenn nokkuð sáttir. Um 80% aðspurðra sögðust bera mjög mik- ið eða frekar mikið traust til lög- reglunnar, og um 60% báru slíkt traust til dómstólanna. Fylgi ríkisstjórnarinnar Þjóðin skiptist í tvær álíka stórar fylkingar, að því er virðist, þegar kemur að stuðningi við rík- isstjórnina. Þann 11. janúar var 51% fylgjandi henni og 49% and- víg. Í byrjun febrúar jók ríkis- stjórnin lítillega fylgi sitt, og mældust fylgjendur hennar 54% á móti 46% andvígum. Um miðjan mars fóru fylgismenn í minni- hluta. Um 48% sögðust fylgjandi ríkisstjórninni en 52% á móti. Fylgi við ríkisstjórnina hefur síðan farið enn minnkandi. Þann 5. apríl var spurt hvort fólk vildi að núverandi ríkisstjórn héldi áfram. Um 41% sagði já, en 59% nei. Um síðustu helgi voru þessar tölur nokkuð svipaðar. Um 42% vildu áframhaldandi ríkisstjórn, en 58% ekki. En það er ekki þar með sagt að meirihluti sé fyrir því að stjórnar- andstöðuflokkarnir myndi ríkis- stjórn. Málið er ekki svo einfalt. Minnihluti lýsti sig fylgjandi þannig stjórnarmynstri í könnun um síðustu helgi, eða 47% á móti 53% sem voru því andvíg. Ingibjörg og Davíð Hinar tvær stóru fylkingar fylgjenda og andstæðinga ríkis- stjórnarinnar eiga sér samsvörun í tveimur stórum fylkingum sem vilja annað hvort að Ingibjörg Sól- rún eða Davíð Oddsson sitji í stóli forsætisráðherra. Ingibjörg og Davíð hafa þar haft algjöra yfir- burðastöðu. Framan af ári hafa fleiri viljað Ingibjörgu. Í könnun 18. janúar mældist hún með tæp- lega 50% fylgi og Davíð með 43%. Í könnun 1. mars fór fylgi Ingi- bjargar niður í 46% en Davíð stóð enn í 43%. Þann 12. apríl tók Dav- íð hins vegar forskotið og mældist með 46% fylgi í embætti forsætis- ráðherra, en Ingibjörg með 44%. Kannanir blaðsins á því hvaða stjórnmálamenn njóta mest og minnst trausts á meðal kjósenda hafa gefið ótvírætt til kynna að Davíð sé þeirra umdeildastur. Hann hefur ítrekað notið bæði mesta traustsins og minnsta traustsins. Í könnun í upphafi árs kváðust 33% svarenda bera mest traust til Davíðs. Að sama skapi báru 30% minnst traust til hans í sömu könnun. Þann 15. febrúar naut hann enn mesta traustsins, eða 36%, og jafnframt þess minnsta, eða 33,3%. Þann 29. mars skaust Ingibjörg hins vegar upp fyrir Davíð í trausti, með 38% fylgi, en Davíð bætti við sig í minnstu trausti og sat þar enn á toppnum með 43% fylgi. Aðrir stjórnmálamenn hafa ekki náð svipuðum hæðum og þau tvö hvað varðar mikið og lítið traust. Hvað varðar minnsta traustið hafa þó yfirleitt um helmingi færri nefnt Ingibjörgu en Davíð. Flokksbróð- ir Ingibjargar, Össur Skarphéð- insson, hefur hins vegar fengið talsvert fylgi sem sá sem nýtur minnsts trausts á meðal kjósenda. Um 16-20% aðspurðra í könnun- um hafa nefnt hann sem þann stjórnmálamann sem þeir bera minnst traust til. Allir geta þessir stjórnmála- menn þó huggað sig við það, ef svo ber undir, að samkvæmt könnun blaðsins 18. janúar ætla aðeins um 27% kjósenda að kjósa um menn í næstu kosningum. Um 73% ætla að kjósa um málefni. 22 26. apríl 2003 LAUGARDAGUR Niðurstöður skoðanakannana Fréttablaðsins undanfarna mánuði leiða ýmislegt forvitnilegt í ljós um þankagang þjóðarinnar. Er þjóðin ósátt? STRÍÐIÐ Landsmenn hafa ekki verið á eitt sáttir með stuðning ríkisstjórnarinnar við stríðið í Írak. Andstaðan hefur jafnan mælst á bilinu 70-80%. KVÓTAKERFIÐ Um 80% landsmanna eru á móti núverandi kvótakerfi. Skoðaðu alla söluskrána á heimasíðunni www.fyrirtaekjasala.is Síðumúla 15 Sími: 588 5160 Gunnar Jón Yngvason Löggiltur fasteigna- og fyrirtækjasali. 3 góð framleiðslufyrirtæki/ búnaður til sölu 200 mót 8 teg- undir , hellu- mót, traust og góð mót, mjög lítið notuð. Getur veri starfrækt hvar sem er á landinu, verð aðeins kr 2.000.000,- Kleinugerð (ekki í rekstri) með öllum búnaði , umbúðum og tækjum, hentugt leiguhúsnæði getur fylgt, verð aðeins kr 600 þús Hellusteypa Kleinugerð Bátamót Vönduð mót fyrir framleiðsu úr trefja- plasti á þessum vatnabát. Góðir tekjumöguleikar Hentugt sem aukavinna , getur verið hvar sem er á landinu verð aðeins kr 600 þús + 2 bátar úr mótunum Eigandi gefur upplýsingar í 897 0044 -Jón

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.