Fréttablaðið - 26.04.2003, Side 34
■ ■ VIKA BÓKARINNAR
15.00 Í tilefni bókavikunnar verður
sögustund í barnadeildinni í Aðalsafni
Borgarbókasafns Reykjavíkur í Grófar-
húsi, Tryggvagötu 15.
15.00 Töframaðurinn Jón Víðis
sýnir töfrabrögð í Foldasafni í Grafar-
vogi og vakin verður athygli á bókum
um töframenn og galdra. Aðgangur
ókeypis og öllum heimill.
15.00 Samtökin ´78 boða til
stjórnmálafundar á Laugavegi 3 þar sem
allra þeirra flokka sem í framboði eru til
Alþingis mæta og tjá sig um málefni
samkynhneigðra.
Stjórnmálamenn segja frá uppá-
haldsbókum sínum í Bókabúð Máls og
Menningar við Laugaveginn. Spákona
kemur einnig í heimsókn.
■ ■ NÁMSKEIÐ
11.00 Sjálfboðaliðasamtök um
náttúruvernd, SJÁ, eru með ókeypis
vörðuhleðslunámskeið í Grjótnámi
Reykjavíkur fyrir ofan Hafravatn. Guðjón
Kristinsson verður aðalleiðbeinandi.
Mæting í Mjóddinni klukkan ellefu. Allir
velkomnir.
■ ■ OPNUN
15.00 Samsýning gullsmiða sem
nefnist 101Gull verður opnuð í Sýning-
arsal Hönnunarsafns Íslands við
Garðatorg. Á sýningunni er að finna nýja
muni eftir ellefu íslenska gullsmiði sem
allir eiga það sammerkt að reka vinnu-
stofur við Laugaveginn í Reykjavík.
■ ■ TÓNLIST
15.30 Í Norræna Húsinu flytur
djasssöngkonan Kristjana Stefánsdóttir
ásamt þeim Agnari Má Magnússyni pí-
anóleikara, Gunnari Hrafnssyni bassa-
leikara og Erik Qvick trommuleikara
dagskrá af lögum úr söngbók Ellu Fitz-
gerald, Söruh Vaughan og Nancy Wil-
son.
16.00 Nemendur Tónlistarskóla
Kópavogs flytja óperuna Orfeo eftir
Claudio Monteverdi í Salnum, Kópa-
vogi undir stjórn Gunnsteins Ólafssonar.
Leikstjóri og söngkennari er Anna Júlí-
ana Sveinsdóttir.
17.00 Ragnheiður Linnet mezzos-
ópran og Árni Arinbjarnarson orgelleik-
ari flytja kirkjulega tónlist á tónleikum í
Laugarneskirkju.
17.00 Einn af hápunktum listahá-
tíðar Seltjarnarneskirkju verður þegar
kammerkór kirkjunnar og sinfóníuhljóm-
sveit áhugamanna halda tónleika undir
stjórn hjónanna Vieru Manasek og Pa-
vels Manasek. Flutt verða tvö af stór-
vikjum tónlistarsögunnar, Magnificat,
BWV 243 eftir Bach og sinfonía no. 8 í
G-dúr, Op. 88 eftir Dvorák.
20.00 Íslenska óperan sýnir Frá
Nagasakí til Alsír á 90 mínútum, út-
drætti úr óperunum Madama Butterfly
og Ítalska stúlkan í Alsír, í tónlistarhúsinu
Laugarborg, Eyjafirði.
20.00 Karlakór Reykjavíkur heldur
fjórðu styrktarfélagstónleika sína þetta
árið í kvöld í tónlistarhúsinu Ými við
Skógarhlíð.
■ ■ KVIKMYNDASÝNING
16.00 Kvikmyndasafn Íslands sýnir
Le Locataire eða Leigjandann eftir póls-
ka kvikmyndaleikstjórann Roman Pol-
anski í Bæjarbíói, Strandgötu 6, Hafnar-
firði.
■ ■ LEIKLIST
14.00 Hafnarfjarðarleikhúsið sýnir
Gaggalagú eftir Ólaf Hauk Símonarson.
14.00 Stígvélaði kötturinn fyrir
yngstu krakkana á Litla sviði Borgar-
leikhússins í samstarfi við Sjónleikhús-
ið. Allir fá ís á eftir.
14.00 Lab Loki sýnir barnaleiksýn-
inguna “Baulaðu nú...“ Dagur í lífi
Kristínar Jósefínu Páls á Kjarvalsstöð-
um.
20.00 Söngleikurinn Með fullri
reisn eftir Terrence McNally og Davit
Yazbek á Stóra sviði Þjóðleikhússins.
20.00 Rakstur eftir Ólaf Jóhann
Ólafsson á Litla sviði Þjóðleikhússins.
20.00 Hin smyrjandi jómfrú, ein-
leikur eftir Charlotte Bøving, sýnt í Iðnó.
20.00 Hugleikur sýnir “Þetta mán-
aðarlega“ í Kaffileikhúsinu í Hlaðvarp-
anum.
20.00 Púntila og Matti eftir Bertolt
Brecht er sýnt á Stóra sviði Borgarleik-
hússins.
20.00 Sumarævintýri eftir William
Shakespeare og leikhópinn verður sýnt
á Nýja sviði Borgarleikhússins.
20.00 Rómeó og Júlía eftir William
Shakespeare er sýnd á Litla sviði Borg-
arleikhússins í uppfærslu Vesturports.
21.00 Einleikurinn Sellófón eftir
Björk Jakobsdóttur sýnt í NASA við Aust-
urvöll.
■ ■ FYRIRLESTUR
15.00 Halldór Björn Runólfsson
listfræðingur flytur erindi í Listasafni Ís-
lands um videolist Steinu Vasulka þar
sem ferill hennar er rakinn í máli og
myndum í tilefni sýningar Listasafns Ís-
lands á verki hennar Mosi og hraun.
■ ■ SAMKOMA
15.00 Sagnastund verður í Gamla
kaupfélaginu í Búðardal með Friðjóni
Þórðarsyni, Hirti Einarssyni, Jóel
Jónassyni, Kristmundi Jóhannessyni, Lilju
Sveinsdóttur og Halla Reynis trúbador.
Jörvagleði Dalamanna verður formlega
slitið.
■ ■ OPNUN
14.00 Sýning helguð Sigurði Guð-
mundssyni málara og frumherja í ýms-
um menningarmálum verður opnuð í
Safnahúsinu á Sauðárkróki í tilefni
stofnunar Leikminjasafns Íslands.
34 26. apríl 2003 LAUGARDAGURhvað?hvar?hvenær?
23 24 25 26 27 28 29
APRÍL
Laugardagur
Ég fæ hrosshárið í sláturhúsumog þarf að vinna það sjálf alveg
frá grunni,“ segir Auður Vésteins-
dóttir veflistamaður. „Þeir skera
stertinn af skepnunni og henda í
hrúgu. Svo kem ég og tek þetta
beint úr hrúgunni eins og það
kemur fyrir, blóðugt og volgt. Ég
þarf síðan að hreinsa þetta, flokka
og lita.“
Úr hrosshárinu vinnur Auður
síðan hin fegurstu veflistaverk,
sem hún sýnir í Hafnarborg um
þessar mundir undir yfirskrift-
inni Farvegir.
„Þá er ég að hugsa um árfar-
vegi, fjallalæki. Náttúran er alltaf
mjög nálægt mér og ég nálægt
henni. Hins vegar er þetta nýmæli
hjá mér að nota hrosshár, þótt ég
hafi átt þetta efni í mörg ár. Ég
hef aldrei fundið mér leið til að
nýta það á þann hátt sem mér hef-
ur líkað.“
Auk tveggja sýninga Auðar eru
einnig sýningar í Hafnarborg á
verkum Bjargar Þorsteinsdóttur
og Sigríðar Ágústsdóttur. Sigríð-
ur sýnir handmótuð og reyk-
brennd leirlistaverk, en Björg
akrýlmálverk og vatnslitamyndir.
Kveikjan að mörgum mynda
Bjargar eru trjástofnar og þau
munstur sem lesa má úr berki
trjánna.
„Fyrir nokkrum árum fór ég
svo til Kína með félögum úr Ís-
lenskri grafík sem setti þar upp
sýningu, sennilega fyrstu ís-
lensku myndlistarsýninguna sem
sett hafði verið upp í Beijing,“
segir Björg.
Í Kína vöktu athygli hennar
þessir stóru borðar með kínversk-
um skriftáknum, sem oft má sjá
utan á verslunum eða öðrum
byggingum.
„Þá fóru að koma svona skrift-
areinkenni í verkin mín. Ég fór að
leika mér að þessum formum, en
geri það alveg eftir mínu höfði.“
Í huga Bjargar eru þessi kín-
versku skriftartákn hluti af um-
hverfinu, sem hún vinnur list sína
úr, rétt eins og munstrin í berki
trjánna.
Allar listakonurnar þrjár eiga
það sameiginlegt að leggja
rækt við hefðbundin handverk,
sem gjarnan kostar þær gríðar-
lega mikla vinnu. Þær
segjast undr-
andi á því að
þjálfun í
handverki
í grafík,
textíl og
leir hafi
að mestu
lagst af í
mynd-
listarkennslu, ekki bara hér á
landi heldur víðast hvar á Vestur-
löndum.
„Þetta þykir víst of tímafrekt
fyrir nútímann. En þetta gengur í
bylgjum. Þótt handverkið sé í
lægð núna hlýtur það að koma aft-
ur.“
gudsteinn@frettabladid.is
■ MYNDLIST
Íslenskir fjallalækir
og kínversk tákn
FELIX BERGSSON
Ég ætla að reyna að sjá þrjáleikhústengda viðburði um
helgina“, segir Felix Bergsson
leikari. „Ég er mjög spenntur fyr-
ir Sumarævintýrinu á Nýja sviði
Borgarleikhússins og svo ætla ég
absolútt að sjá Hina smyrjandi
jómfrú hjá Charlotte. Það er búið
að standa til langa lengi og nú fer
hver að verða síðastur. Svo líst
mér rosalega vel á Rosalega uppi-
standið sem er brilljant framtak.
Það er að vísu sýnt á Akureyri í
kvöld en mig langar mikið að
fara. Hvað myndlistina varðar
hefur mig lengi langað að sjá sýn-
ingar Georgs Guðna og Helga
Þorgils og svo held ég að sýningin
á rússnesku plaggötunum sé
ógeðslega spennandi.
Voces Thules koma alltaf með
sérstaka nálgun á viðfangsefni
sín og eru öðruvísi en aðrir og það
gæti verið gaman að kíkja í Hall-
grímskirkju. Samtökin ‘78 eru
með stjórnmálafund í dag sem ég
ætla pottþétt á. Það verður eina
pólitíkin hjá mér í bili en mig
langar að heyra hvað frambjóð-
endur hyggjast gera í málefnum
samkynhneigðra. Annars er af
nógu að taka fyrir utan þetta.
Borgin iðar af lífi og það ætti eng-
um að leiðast um helgina ef þeir á
annað borð fylgjast vel með því
sem er í gangi.“
Val Felix
Þetta lístmér á!
hvað?hvar?hvenær?
24 25 26 27 28 29 30
APRÍL
Sunnudagur
AUÐUR VÉSTEINSDÓTTIR OG
BJÖRG ÞORSTEINSDÓTTIR
Þær sýna verk sín í Hafnarborg
um þessar mundir. Einnig er þar
sýning á verkum Sigríðar Ágústs-
dóttur leirlistakonu.
Rómeó og Júlíaer afskaplega
skemmtileg og
lifandi sýning“,
segir Ágúst Ólaf-
ur Ágústsson, há-
skólanemi og
frambjóðandi. „Ég hef nú séð
nokkrar útgáfur af þessu verki og
þessi er ein sú eftirminnilegasta.
Loftfimleikasýning sem stendur
undir öllum væntingum.“
Mittmat
✓
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
I/
VI
LH
EL
M
✓
✓
✓
STÓRA SVIÐ
ÖFUGU MEGIN UPPÍ
e. Derek Benfield
FRUMSÝNING su 27/4 - UPPSELT
Mi 30/4 kl 20 - UPPSELT
Fi 1/5 kl 20 - 1. maí tilboð kr. 1.800
Fö 2/5 kl 20
Lau 10/5 kl 20
PÚNTILA OG MATTI
e. Bertolt Brecht
Í kvöld kl 20
Su 4/5 kl 20
Su 11/5 kl 20
Fi 22/5 kl 20
SÖNGLEIKURINN SÓL & MÁNI
eftir Sálina og Karl Ágúst Úlfsson
Lau 3/5 kl 20
Fö 9/5 kl 20
Fö 16/5 kl 20
Fö 23/5 kl 20
Fö 30/5 kl 20
Lau 31/5 kl 20
ATH: SÍÐUSTU SÝNINGAR
NÝJA SVIÐ
SUMARÆVINTÝRI
e. Shakespeare og leikhópinn
Í kvöld kl 20
Su 27/4 kl 20
Fö 2/5 kl 20
Su 4/5 kl 20
MAÐURINN SEM HÉLT
AÐ KONAN HANS VÆRI HATTUR
eftir Peter Brook og Marie-Hélène Estienne
Fi 1/5 kl 20
Fö 9/5 kl 20
Fö 16/5 kl 20
KVETCH
eftir Steven Berkoff
í samstarfi við Á SENUNNI
Lau 3/5 kl 20
ATH: SÍÐASTA SÝNING
GESTURINN
e. Eric-Emmanuel Schmitt
Su 11/5 kl 20
Su 18/11 kl 20
Örfáar sýningar vegna fjölda áskorana
„MANSTU EKKI EFTIR MÉR“
dagskrá Kringlusafns í lok bókaviku
ætluð börnum 10-12 ára
Rithöfundar koma í heimsókn, spilað og sungið
Þri 29/4 kl 11
SJÖ BRÆÐUR
e. Aleksis Kivi
Gestaleiksýning Mars frá Finnlandi
Fi 8/5 kl 20 - AÐEINS EIN SÝNING
ÞRIÐJA HÆÐIN
PÍKUSÖGUR
eftir Eve Ensler
Lau 3/5 kl 20
Su 11/5 kl 20
Takmarkaður sýningafjöldi
LITLA SVIÐ
STÍGVÉLAÐI KÖTTURINN
í samstarfi við SJÓNLEIKHÚSIÐ
Leikrit með söngvum - og ís á eftir!
Í dag kl 14,
Lau 3/5 kl 14
Lau 10/5 kl 14
RÓMEÓ OG JÚLÍA
e. Shakespeare
í samstarfi við VESTURPORT
Su 27/4 kl 20
Fö 2/5 kl 11 - UPPSELT
Fö 2/5 kl 20
Mi 7/5 kl 20 - UPPSELT
Miðasalan,
sími 568 8000
Miðasalan er opin kl. 13-18 alla virka daga og fram að sýningu sýningardaga.
Sími miðasölu opnar kl. 10 virka daga. Fax 568 0383
midasala@borgarleikhus.is www.borgarleikhus.is