Fréttablaðið - 10.05.2003, Page 38
Það er ekkert þras um pólitíkþarna efra og stjórnmálamenn
fyrir handan eru ekki að velta fyr-
ir sér hvernig þessar kosningar
fara núna,“ fullyrðir Þórhallur
Guðmundsson miðill þegar hann
er spurður hvort þeir Bjarni
Benediktsson, Ólafur Thors eða
nafni hans Jóhannesson hafi
nokkuð hvíslað að honum hver úr-
slit kosninganna verði.
Hann segir þá hafa um annað
að hugsa en dægurþras og pólitík
og þótt þeir væru að velta því fyr-
ir sér myndu þeir tæpast fara að
minnast á það.
Þórhallur hefur verið í höfuð-
borginni að undanförnu við vinnu
en hann býr á Akureyri og hefur
gert það undanfarin ár. „Ég kann
vel við mig á Akureyri og mér
finnst gott að búa þar. Ég flutti
fyrst á Svalbarðseyri og bjó þar
um skeið en færði mig inn á Akur-
eyri fyrir nokkru. Í hverjum mán-
uði kem ég til Reykjavíkur og
vinn hér í tólf daga í senn.“
Gefandi starf
Þórhallur segist hafa þurft á
breytingu að halda fyrir nokkrum
árum og tekið þá ákvörðun um að
flytja. „Ég á ættir mínar að rekja
norður og það lá beinast við að
flytja þangað,“ segir hann.
Er ekki erfitt að vera í sam-
bandi við fólk á æðri stigum og
miðla því áfram til fólks?
„Jú, það getur verið það. Fólkið
sem heimsækir mig kemur í mis-
munandi tilgangi. Flestir koma til
að komast í samband við einhvern
ákveðinn sem þá langar að heyra
frá. Það er ekkert sjálfgefið að
það takist og þá verður fólk eðli-
lega leitt.“ Þórhallur segir að
starf hans felist í því að sýna fólki
fram á að það sé líf eftir þetta líf.
Oft fari langur tími í að hlúa að
fólki því sorgin leggist misjafn-
lega á hvern og einn. „En þetta er
óskaplega gefandi og fleiri fara
þakklátir og ánægðir frá mér en
ekki.“
Lokar sig af á milli
Geturðu sagt fólki hvað bíður
þess í framtíðinni?
„Sko, ef ég orða þetta rétt þá er
ég miðill sem miðla því sem þeir
sem koma í gegn vilja koma frá
sér til þeirra sem eftir lifa. Það
sem oft gerist er að þeir fram-
liðnu segja mér ýmislegt sem hef-
ur enga merkingu fyrir mig en
skiptir fólk sem er hjá mér á
fundi miklu máli. En ég er ekki
spákona sem spái í spil og strekki
dúka eins og auglýst er í smáaug-
lýsingum dagblaðanna,“ segir
Þórhallur og brosir. Hann segir
koma fyrir að fólk misskilji þetta
og haldi að hann geti sagt því hvað
sé framundan. „Það er allt undir
því komið hvað þeir framliðnu
vilja koma frá sér. Ég hef ekkert
með það að gera sjálfur.“
Þórhallur segir að þegar hann
sé ekki í vinnu þá loki hann sig af
því það þýði ekki að vera alltaf op-
inn og taka við öllu. „Auðvitað
læðist eitt og annað inn,“ segir
hann.
Heyrði raddir allt
í kringum mig
Manstu hvenær þú fórst að sjá
fyrst?
Ég man að þegar ég var lítill þá
heyrði ég raddir allt um kringum
mig. Móðuramma mín sem ég var
mjög hændur að vissi það hins
vegar mjög snemma að ég hafði
þessa gáfu. Hún sagði frá því, að
þegar ég var um það bil sjö ár,
hafi komið til hennar kona sem
sagði henni draum um gamla konu
sem amma þekkti. Á meðan konan
dvaldi hjá henni kallaði amma á
mig og bað konuna að segja mér
þennan sama draum. Þá á ég að
hafa bent á magann á henni og
sagt: „hún vill þetta hérna“. Hún
var ófrísk og konan í draumnum
var að vitja nafns.
Þórhallur segist ekki muna eft-
ir þessu atviki og það var ekki
fyrr en löngu síðar sem hann
gerði sér ljóst að hann byggi yfir
gáfu sem afar fáir hafa. „Ég var
rúmlega tvítugur þegar ég hóf að
sitja í bænahring hjá Sálarrann-
sóknarfélagi Íslands. Ekki löngu
síðar leigði ég bílskúr inni í Vog-
um og þar hélt ég fyrstu miðils-
fundina mína.“
Menn koma til að
fá sönnun
Þórhallur segir að fólk komi til
sín með miklar væntingar. Það sé
fyrirfram ákveðið í að hitta þenn-
an eða hinn og finnst allt ónýtt ef
það gengur ekki eftir. „Að sama
skapi verða menn óskaplega
ánægðir ef þeir heyra frá þeim
sem þeir vænta þó ekki sé það
annað en skilaboð um að allt verði
í lagi með Jón frænda eða að
Gunna frænka komist í gegnum
það sem hún sé að fást við. Það
þarf ekki að vera mikið til að gleð-
ja fólk,“ segir Þórhallur og leggur
áherslu á að fólk verði að vita
hvað það sé að gera á miðilsfund.
Hverjar séu væntingarnar.
„Margir leita eftir einhverri innri
ró en fyrst og síðast er kemur fólk
til mín til að fá sönnun þess að það
sé líf á eftir þessu lífi. Að gengnir
ástvinir fylgist með þeim og þeim
líði vel,“ segir Þórhallur.
Hann er þeirrar skoðunar að
fólk sé misjafnlega næmt en ekki
síður greini á milli þeirra sem
leggi sig fram um að vera mót-
tækilegir og hinna lokuðu. „Taktu
eftir, að þú ferð ósjálfrátt að velta
þessum málum fyrir þér þegar
einhver þér tengdur, deyr. En
hvers vegna verða menn alltaf
svona hissa þegar einhver deyr?
Við vitum að þetta er leiðin okkar
allra og það er eins víst og sólin
kemur upp að morgni að við eig-
um eftir að deyja. Við vitum bara
ekki hvenær. Auðvitað er erfitt að
taka því en ég get staðfest að fólki
líður vel efra. Þeir sem hafa
þjáðst á jörðu niðri og verið illa
haldnir fyrir dauðann fá lausn og
skilja öll líkamleg mein eftir. Þau
tilheyra líkamanum.“
40 10. maí 2003 LAUGARDAGUR
Þórhallur Guðmundsson miðill segir gamla refi í pólitík, sem búi fyrir handan, ekki velta pólitíkinni mikið fyrir sér þar. Sjálfur hefur
hann hins vegar tilfinningu fyrir úrslitum kosninga og er ekki frá því að það verði einhverjar breytingar.
Strekki hvorki dúka
né spái í spil
Fólkið sem heimsækir
mig kemur í mismunandi
tilgangi. Flestir koma til
komast í samband við ein-
hvern ákveðin sem þá lang-
ar að heyra frá. Það er ekk-
ert sjálfgefið að það takist
og þá verður fólk eðlilega
leitt.“
,,
ÞÓRHALLUR GUÐMUNDSSON MIÐILL
Starf mitt felst í því að sýna fólki fram á að það sé líf á eftir þessu lífi. Flestir fara ánægðir
frá mér en það kemur einnig fyrir að fólk skilur ekkert um hvað ég er að tala. Ég segi
mönnum að bíða því það komi að því að skilningurinn vakni.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
IL
H
EL
M