Fréttablaðið - 04.06.2003, Page 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Suðurgötu 10, 101 Reykjavík — sími 515 7500
Tónlist 18
Leikhús 18
Myndlist 18
Bíó 20
Íþróttir 14
Sjónvarp 22
KVÖLDIÐ Í KVÖLD
DANSKEPPNI
Þingmaður dansar
í Borgarleikhúsi
RANNSÓKN
Erindum er
stungið undan
MIÐVIKUDAGUR
4. júní 2003 – 126. tölublað – 3. árgangur
bls. 26
EFNAHAGSMÁL
Stýrum genginu
ekki lengur
bls. 6
Réttað í máli Móa
og Reykjagarðs
DÓMSTÓLAR Héraðsdómur Reykja-
víkur fjallar um skuldamál Móa
gegn Reykjagarði í dag. Móar
krefjast greiðslu 20 milljóna króna
skuldar. Reykjagarður hefur stefnt
Móum á móti.
Breytt form borga
FYRIRLESTUR Prófessor Jeremy W.R.
Whitehand heldur fyrirlestur um
breytt form borga á tuttugustu öld
á vegum Borgarfræðaseturs. Fyrir-
lesturinn er haldinn í Lögbergi í
Háskóla Íslands og hefst klukkan
12.15
Kór Lindakirkju
í ham
TÓNLEIKAR Kór Lindakirkju í Kópa-
vogi heldur tónleika í Hjallakirkju
í Kópavogi. Kórinn flytur fjöl-
breytta dagskrá innlendra og er-
lendra laga. Stjórnandi kórsins er
Hannes Baldursson og undirleikari
Zsuzsanne Budai. Einsöngvarar eru
Heiða Margrét Guðmundsdóttir og
Svanhildur Sveinbjörnsdóttir. Tón-
leikarnir hefjast klukkan 20 og er
aðgangur ókeypis.
STA Ð R EY N D UM
MEST
LESNA DAGBLAÐIÐ
Samkvæmt fjölmiðlakönnun Gallup í mars/apríl 2003
22,1%
52,3%
61,7%
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
M
O
R
G
U
N
B
LA
Ð
IÐ
D
V
VARNARMÁL Elisabeth Jones, að-
stoðarutanríkisráðherra Banda-
ríkjanna, kemur hingað til lands
í dag á leið sinni heim frá fundi
ráðherraráðs Atlantshafsbanda-
lagsins á Spáni.
Á morgun ræðir hún við Dav-
íð Oddsson forsætisráðherra og
Halldór Ásgrímsson um hvernig
stjórnvöld landanna tveggja sjá
fyrir sér framtíð varnarsamn-
ings landanna.
Gunnar Snorri Gunnarsson,
ráðuneytisstjóri í utanríkisráðu-
neytinu, segir að það hafi staðið
til í nokkurn tíma að Elisabeth Jo-
nes kæmi hingað til lands. Hann
segir að ekki sé um eiginlegar
viðræður um viðauka við varnar-
samninginn að ræða heldur frek-
ar undanfara að þeim á hærra
stjórnsýslustigi. Jones muni
væntanlega færa Davíð og Hall-
dóri boð um framtíðarsýn
Bandaríkjastjórnar. Einnig megi
gera ráð fyrir að tímasetning við-
ræðnanna verði ákveðin.
Þegar sjálfar viðræðurnar um
viðaukann hefjast verða þær í
höndum embættismanna. ■
Aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna fundar með Davíð og Halldóri:
Ræða viðauka við varnarsamning
bls. 19
KVIKMYNDIR
Mann og
Cruise
saman
bls. 13
FORMÚLA 1
Bridgestone
að kenna
REYKJAVÍK Norðaustan 5-10
m/s og rigning síðdegis. Hiti
8 til 14 stig.
VEÐRIÐ Í DAG
+
+
VINDUR ÚRKOMA HITI
Ísafjörður 8-13 Skúrir 6
Akureyri 3-8 Skúrir 7
Egilsstaðir 8-13 Rigning 7
Vestmannaeyjar 8-13 Rigning 12
➜
➜
➜
➜
+
+
EFNAHAGSMÁL Ómögulegt er að
bregðast við vandanum sem skap-
ast hefur vegna hás gengis krón-
unnar án þess að leggja út í skipu-
lagsbreytingu á umhverfi sjávar-
útvegsins, að sögn
Þorvalds Gylfason-
ar, prófessors í
hagfræði við Há-
skóla Íslands.
„Það að biðja
stjórnvöld að
bregðast við þessum vanda án
þess að gera breytingu á fiskveiði-
stjórnunarkerfinu er eins og að
biðja mann um að berjast með
báðar hendur bundnar fyrir aftan
bak,“ segir Þorvaldur. „Þessi há-
gengisvandi er innbyggður í okk-
ar efnahagslíf eins og hagstjórn-
inni hefur verið háttað. Ein höfuð-
rökin með því að taka upp veiði-
gjald í tæka tíð var að skapa skil-
yrði til þess að gengið væri lægra
og úr því það hefur ekki verið gert
kallar þessi framkvæmdahrina
fyrir austan á enn hærra gengi en
ella hefði verið.“
Þorvaldur segir að það sem
geri vandann enn erfiðari sé sú
staðreynd að ríkisstjórnin hyggist
efna kosningaloforð sín um
skattalækkanir og aðgerðir í hús-
næðismálum. Hann segir að það
ásamt fyrirhuguðum virkjana- og
álversframkvæmum fyrir austan
muni spenna gengið upp.
Þorvaldur segir að þeir sem
standi utan við þær framkvæmdir
og standi í útflutningi eða séu í
samkeppni við innfluttar vörur
sjái ekkert nema svartnætti.
Hann skilji vel áhyggjur þessara
aðila og tekur undir þau orð Hann-
esar G. Sigurðssonar, aðstoðar-
framkvæmdastjóra Samtaka at-
vinnulífsins, að Raufarhöfn sé að-
eins toppurinn á ísjakanum.
„Þessi hágengisvandi núna er
frábrugðinn hágengisvanda fyrri
ára að því leytinu til að nú kemur
þessi viðbótarinnspýting, sem er
þessi framkvæmd fyrir austan.
Menn sjá ekki fyrir endann á þessu
og þá grípur um sig örvænting, því
þessi framkvæmdahrina mun vara í
mörg ár.“
Þorvaldur segir að lykilatriðið í
þessu máli öllu sé að veiðigjaldi hafi
ekki verið komið á. Farið hafi verið
illa með fiskveiðirentuna, því nota
hefði átt hana til að sætta byggðirn-
ar við breytta atvinnuhætti.
„En það var ekki gert, heldur
voru menn bara látnir stinga
þessu á sig og sóa því. Núverandi
skipan sjávarútvegsstefnunnar
jafngildir gríðarlegum niður-
greiðslum úr almannasjóðum til
útgerðarinnar og slævir þróttinn í
greininni alveg eins og óeðlileg og
of mikil ríkisafskipti slæva þrótt í
atvinnulífi og lama það.“
trausti@frettabladid.is
Hágengisvandinn
innbyggður í kerfið
Þorvaldur Gylfason, prófessor í hagfræði, segir að breyta þurfi fiskveiðistjórnunarkerfinu. Öðru-
vísi sé ekki hægt að bregðast við hágengisvandanum. Óttast kosningaloforð stjórnarflokkanna.
VORHÁTÍÐ Á LEIKSKÓLANUM NÚPI Börnin á leikskólanum Núpi í Kópavogi voru ekki að láta það flækjast fyrir sér þó það rigndi á
vorhátíð þeirra. Þau klæddu sig eftir veðri og fóru út að leika sér í vætunni.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
IL
H
EL
M
bls. 8
ÁHRIF HÁS GENGIS
Á ALMENNING
Komið hefur fram að of sterk staða
krónunnar hefur áhrif á útflutnings-
greinar og innlend fyrirtæki sem eru
í samkeppni við innfluttar vörur. Þor-
valdur Gylfason segir að almenningur
hagnist á háu gengi krónunnar að
því leyti að verð á innfluttum vörum
sé lægra en ella. Það sé hins vegar
ekkert sérstakt fagnaðarefni því þetta
hágengistímabil sé til marks um
bjögun sem valdi alls konar öðrum
skaða, sem sé mun alvarlegri heldur
en sú hagsbót sem almenningur hafi
af lægra innflutningsverði.
■
„Menn sjá ekki
fyrir endann á
þessu og þá
grípur um sig
örvænting.“
ÞORVALDUR GYLFASON PRÓFESSOR
Þorvaldur segir að það sem geri vandann
enn erfiðari sé sú staðreynd að ríkisstjórn-
in hyggist efna kosningaloforð sín um
skattalækkanir og aðgerðir í húsnæðismál-
um. Hann segir að það ásamt fyrirhuguð-
um virkjana- og álvarsframkvæmum fyrir
austan muni spenna gengið upp.
100. ferð páfa:
Ferðast enn
VATÍKANIÐ, AP Jóhannes Páll páfi II
er fyrir löngu orðinn víðförlasti
páfi sögunnar. Á morgun heldur
hann af stað í hundraðasta ferða-
lag sitt til útlanda. Leið hans ligg-
ur til Króatíu þar sem hann dvel-
ur í fimm daga.
Á 99 ferðum Jóhannesar Páls II
páfa hefur hann ferðast til 129
landa og verið utan Vatíkansins í
575 daga. Páfi hefur flogið meira en
flestir aðrir. Vegalengdin sem hann
hefur ferðast er 1,6 milljón kíló-
metrar. Til samanburðar má geta
þess að hringvegurinn íslenski er
1.381 kílómetri að lengd. ■