Fréttablaðið - 04.06.2003, Síða 4
4 4. júní 2003 MIÐVIKUDAGUR
Ætlarðu á landsleik Íslands og
Færeyja á laugardag?
Spurning dagsins í dag:
Hver er framtíð varnarliðsins?
Niðurstöður gærdagsins
á www.frett.is
38,9%
46,3%
Nei
14,8%Veit ekki
Já
Kjörkassinn
Farðu inn á frett.is og segðu þína skoðun
frétt.is
HEILBRIGÐISMÁL Magnús Pétursson,
forstjóri Landspítala – Háskóla-
sjúkrahúss, segist ekki vilja
leggja mat á hvernig tekist hafi til
með sameiningu Borgarspítala og
Landspítala í ársbyrjun 2000.
Magnús stakk upp á því við
stjórnarnefnd Landspítala – Há-
skólasjúkrahúss í ágúst í fyrra að
biðja Ríkisendurskoðun um að
meta árangur af samruna spítal-
anna.
„Það var óhjákvæmilegt að
gera breytingu á rekstrinum eins
og hann var fyrir árið 2000. Hvort
vel eða illa hafi tekist til ætla ég
ekki að dæma um,“ segir Magnús.
Að sögn Magnúsar þarf Ríkis-
endurskoðun meðal annars að
skoða hvort markmið sameining-
arinnar hafi náðst.
„Það var ætlast til að sérgrein-
ar sem voru smáar fyrir myndu
styrkjast. Í annan stað var talið að
betri nýting fengist í þeirri miklu
fjárfestingu sem liggur í búnaði,
tækjum og húsnæði. Í þriðja lagi
væntu menn þess að tilkostnaður
við spítalana myndi annað hvort
lækka eða að minnsta kosti draga
úr þeim mikla vexti sem hafði
verið í útgjöldunum. Fjórða málið
var að margir væntu þess að held-
ur meiri friður myndi færast yfir
starfsemina en var á árunum 1994
til 1999,“ segir Magnús. ■
LANDSPÍTALI
„Það var óhjákvæmilegt að gera breytingu
á rekstrinum eins og hann var fyrir árið
2000. Hvort vel eða illa hafi tekist til ætla
ég ekki að dæma um,“ segir Magnús Pét-
ursson, forstjóri Landspítala – Háskóla-
sjúkrahúss.
Forstjóri Landspítala – Háskólasjúkrahúss:
Dæmir ekki um spítalasamruna
Vísindamenn þróa
nýtt lím:
Lói má
vara sig
VÍSINDI Vísindamenn við háskólann í
Manchester á Englandi segjast hafa
afhjúpað leyndardóminn á bak við
sérstæða hæfileika eins mesta klif-
urdýrs heimsins; gekkóa. Þeim hef-
ur tekist að útbúa klístrað lím sem
svipar mjög til þess gífurlega grips
sem klifurdýrið býr yfir. Telja vís-
indamennirnir að ekki líði á löngu
þar til sérstakir köngulóarmanns-
hanskar verði settir á markað. Auk
þess að nýta uppfinninguna til að
klífa veggi gæti hún einnig komið
mannfólkinu að notum við þróun
tölvukubba og í læknavísindum. ■
BLÓÐPRUFA
Málshöfðendur halda því fram að þeir hafi
smitast af alnæmi og lifrarbólgu C vegna
kæruleysislegra vinnubragða lyfjafyrirtækja.
HIV-smitaðir blæðarar:
Lyfjafyrir-
tæki saksótt
SAN FRANSISCO, AP Þúsundir blæð-
ara hafa tekið sig saman og höfð-
að mál á hendur fjölda lyfjafyrir-
tækja á þeim forsendum að þau
hafi unnið lyf úr blóði sem sýkt
var af HIV-veirunni eða lifra-
bólgu C.
Sækjendurnir halda því fram
að fyrirtækin hafi á fyrri hluta
9.áratugarins vísvitandi selt blóð-
storknunarlyf unnin úr blóði smit-
aðra einstaklinga. Á þessum tíma
var ekki byrjað að framkvæma al-
næmispróf en blæðararnir halda
því fram að lyfjafyrirtækin hefðu
getað beitt öðrum aðferðum til
þess að draga úr smithættunni.
Þúsundir blæðara hafa látist af
völdum alnæmis. ■
Þýska óeirðalögreglan:
Slökkti í
alelda bíl
SVISS, AP Þýskir lögreglumenn sem
voru á leið heim frá Sviss með há-
þrýstislöngur í fórum sínum
komu svissneskum ökumanni til
bjargar þegar eldur blossaði upp í
bifreið á hraðbraut skammt norð-
ur af Genf.
Lögreglumennirnir höfðu ver-
ið sendir til Sviss í tilefni af fundi
átta helstu iðnríkja heims til að
aðstoða þarlenda kollega sína við
að hafa hemil á mótmælendum.
Háþrýstislöngunum, sem þeir
notuðu til að slökkva eldinn í bif-
reið Svisslendingsins, hafði verið
beitt gegn mótmælendum í Genf
síðastliðinn mánudag. ■
KARLAR
L U J T Mörk Stig
Fylkir 4 3 0 1 8:2 9
KA 4 2 1 1 7:5 7
KR 4 2 1 1 4:5 7
Þróttur 4 2 0 2 6:6 6
Valur 4 2 0 2 6:7 6
ÍBV 4 2 0 2 6:7 6
FH 4 1 2 1 5:4 5
ÍA 4 1 2 1 4:3 5
Grindavík 4 1 0 3 4:8 3
Fram 4 0 2 2 4:7 2
Fram - ÍA 0:0
Grindavík - ÍBV 0:2
KA - KR 3:0
KÖNNUNARFAR
Könnunarfarið Beagle 2 mun ferðast
eftir yfirborði Mars og leita að ummerkj-
um um líf.
Ómannað geimfar
til Mars:
Leitað að
lífsmarki
MOSKVA, AP Ómönnuðu geimfari
sem var smíðað af Evrópsku geim-
ferðastofnuninni var skotið á loft í
Kasakstan í fyrradag. Geimfarinu
er ætlað að kortleggja plánetuna
Mars með því að sveima umhverf-
is hana. Þann 25. desember verður
breska könnunartækinu Beagle 2
síðan varpað til jarðar úr geimfar-
inu. Tækið mun ferðast til Isidis
Planitia þar sem leitað verður að
ummerkjum um líf. ■
SPRENGJUHÓTUN OLLI SKELF-
INGU Bandarískur karlmaður
sem var orðinn of seinn í flug til
Phoenix í gær hringdi á flugvöll-
inn og sagði að sprengja væri í
vélinni. Atvikið, sem átti sér stað
í Oregon, vakti mikla skelfingu
áhafnarmeðlima. Ekki fylgir sög-
unni hvaða refsingu hrekkjalóm-
urinn á yfir höfði sér.
■ Bandaríkin
■ Tölvur
AP
/M
YN
D
EGYPTALAND, AP George W. Bush
Bandaríkjaforseti sagði á fundi
með leiðtogum arabaríkja í Eg-
yptalandi í gær að ekki mætti
leyfa „nokkrum morðingjum og
hryðjuverkamönnum“ að koma í
veg fyrir friðarsamning á milli
Ísraela og Palestínumanna.
„Heimurinn þarf á frjálsu og
friðsömu palestínsku ríki að halda
og þess vegna mun Bandaríkja-
stjórn starfa með öllum aðilum
sem málið varða til að ná því
markmiði,“ sagði Bush á fundin-
um.
Leiðtogar frá Egyptalandi,
Jórdaníu, Barein, Sádi-Arabíu og
Palestínu voru viðstaddir fund-
inn. Þeir hétu því að berjast gegn
hryðjuverkum og ofbeldi í heim-
inum. Hvöttu þeir jafnframt Ísra-
ela til að sýna að þeir séu trausts-
ins verðir með því að sýna vilja til
að koma á eðlilegu lífi í Palestínu
á ný.
Bush kom til Egyptalands eftir
að hafa dvalið í Evian í Frakklandi
á fundi átta helstu iðnríkja heims.
Forsetinn ferðast til Jórdaníu í
dag þar sem hann mun ræða við
Ariel Sharon, forsætisráðherra
Ísraels, og og Mahmoud Abbas,
forsætisráðherra Palestínu, um
frið fyrir botni Miðjarðarhafs. ■
Bush fundar með leiðtogum arabaríkja:
Morðingjar mega ekki
koma í veg fyrir frið
VIÐ SAMNINGABORÐIÐ
George W. Bush situr við samn-
ingaborðið í Egyptalandi. Hann
mun funda í Jórdaníu í dag
með forsætisráðherrum Ísraels
og Palestínu.
AP
/M
YN
D
VEIKINDI „Ég hef það bara fínt, er
öll að skána,“ segir Manúela Ósk
Harðardóttir, ungfrú Ísland 2002,
sem er stödd í Panama þar sem
keppnin Ungfrú alheimur var
haldin í gærkvöldi. Ekkert varð af
þátttöku Manúelu, sem varð að
hætta keppni vegna veikinda og lá
á sjúkrahúsi í þrjá sólarhringa.
Manúela Ósk er komin á fætur
og laus af sjúkrahúsinu. Hún seg-
ir heilsuna koma
til baka hægt og
rólega, enda sé
hún búin að sofa
mikið og hvílast.
Andlega líður
henni alls ekki
vel. Hún segir
þetta mjög erfitt
og kveðst bæði
svekkt og sár.
Keppnin hefur
vakið mikla at-
hygli í Panama, er á allra vörum
og ummerki um hana úti um allt.
Manúela segir sárt að fylgjast
með keppninni úr fjarlægð og
geta ekki tekið þátt. „Vinir mínir
úti um allan heim ætluðu að fylgj-
ast með keppninni. Mér finnst
eins og ég sé að bregðast fólki.“
„Ég hef fórnað miklu fyrir að
vera hérna,“ segir Manúela. „Ég
átti að vera að taka stúdentspróf
og væri væntanlega búin ef ég
hefði ekki farið. Ég ákvað að fara
og svo gerist þetta. Mér finnst
eins og ég hafi komið hingað til
einskis.“ Hún segir þetta þó að
mestu hafa verið skemmtilega
reynslu og mjög gaman. Landið sé
fínt. Aðalatriðið hafi þó verið að
fara til að keppa.
Þegar blaðamaður ræddi við
Manúelu í gær sagðist hún eiga
miða á keppnina um kvöldið og
hafði hug á því að fara á hana.
Hún sagðist ekki vera alveg út-
undan þar sem hún fengi að fara
baksviðs til stúlknanna sem taka
þátt. „Ég ætla að reyna að gera
gott úr þessu,“ sagði Manúela.
Manúela sagðist hafa sína
skoðun á því hverjar væru sigur-
stranglegastar þó hún gæfi það
ekki upp. Hún segist hafa myndað
sér þessa skoðun áður en hún varð
sjálf að hætta keppni. „Sumar
stelpurnar eru ofsalega fallegar
og tignarlegar en eru ekki með
persónuleikann í lagi. Ég vona að
sú sem vinnur keppnina hafi innri
fegurð.“
hrs@frettabladid.is
MANÚELA ÓSK HARÐARDÓTTIR
Manúela leggur af stað heim frá Panama í dag.
Svekkt og sár
Manúela Ósk Harðardóttir fegurðardrottning hefur náð sér að mestu eftir
veikindi sem urðu til þess að hún varð að hætta keppni í Ungfrú alheimi.
Hún hefur fórnað miklu og seinkaði meðal annars stúdentsprófinu um ár.
„Ég átti að
vera að taka
stúdentspróf
og væri vænt-
anlega búin
ef ég hefði
ekki farið.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
IL
H
EL
M
BILL GATES Í TÖLVUVÍRUS Tölvu-
sérfræðingar hafa varað við nýj-
um tölvuvírus þar sem nafn Bill
Gates, forstjóra Microsoft, kem-
ur fyrir. Vírusinn, sem hefur náð
töluverðri útbreiðslu, birtist oft á
tíðum í formi tölvupósts frá
Gates sjálfum. Þetta er í annað
sinn á örfáum vikum sem tölvu-
þrjótar dulbúa vírusa sína sem
póst frá Microsoft.
Lögreglan í Keflavík:
Bann við
yfirvinnu
LÖGGÆSLA Færri lögreglumenn
verða á vakt hjá Lögreglunni í
Keflavík um helgar og á kvöldin
heldur en vant hefur verið.
Ástæðan er yfirvinnubann sem
tók gildi í gær.
Meðan yfirvinnubannið er í
gildi verða fimm lögreglumenn á
vakt um helgar en þeir hafa verið
sjö hingað til. Tveir lögreglubílar
verða til taks til að sinna útköllum
í umdæmi Lögreglunnar í Kefla-
vík. ■