Fréttablaðið


Fréttablaðið - 04.06.2003, Qupperneq 6

Fréttablaðið - 04.06.2003, Qupperneq 6
6 4. júní 2003 MIÐVIKUDAGUR ■ Bráðalungnabólga Veistusvarið? 1Forstjóri Samherja segir hátt gengikrónunnar skaða íslenskan iðnað og kallar eftir aðgerðum. Hvað heitir maður- inn? 2Leiðtogafundi átta helstu iðnríkjaheims lauk í gær. Hvar var fundurinn haldinn? 3Kristín Steinsdóttir hlýtur barnabóka-verðlaun Norðurlandaráðs á þessu ári. Fyrir hvaða bók fær hún verðlaunin? Svörin eru á bls. 26 OLÍUMENGUN Olíuflekki rekur að ströndum Svíþjóðar á um tíu kílómetra breiðu belti í nágrenni Borrby á Skáni. Mengunarslys í Eystrasalti: Olía að strönd Svíþjóðar SVÍÞJÓÐ Olían úr kínverska flutn- ingaskipinu Fu Shan Hai, sem sökk skammt norður af Borgund- arhólmi um síðustu helgi, er kom- in upp að ströndum Svíþjóðar. Björgunarmenn og sjálfboðaliðar vinna að því hörðum höndum að hreinsa olíuna upp til að koma í veg fyrir alvarlegt umhverfistjón af hennar völdum. Að sögn talsmanns sænsku strandgæslunnar hafa lekið hátt í 83.700 lítrar af olíu úr skipinu. Olían berst upp að ströndinni skammt frá bænum Borrby á Skáni. Gert er ráð fyrir því að talsvert meiri olía eigi eftir að berast í sjóinn þar sem enn eru tvær milljónir lítra í skipinu. ■ EFNAHAGSMÁL Már Guðmundsson, aðalhagfræðingur Seðlabankans, segir það ekki lengur hlutverk Seðlabankans að stýra genginu. Forsvarsmenn útflutningsfyrir- tækja hafa gagnrýnt mjög sterka stöðu krónunnar, þar sem hún valdi fyrirtækj- um miklum erfið- leikum í rekstri. Þorsteinn Már Baldvinsson, for- stjóri Samherja, hefur kallað eftir aðgerðum frá Seðlabankanum vegna þessa. „Menn verða bara að sætta sig við að við stýrum þessu ekki leng- ur,“ segir Már. „Ef einhver vill ákveðið gengi þá getum við ekki lagt það þeim í hendur.“ Már segir Seðlabankann hafa látið í ljós áhyggjur af sterkri stöðu krónunnar og aðgerðir hans að und- anförnu hafi stuðlað að lægra gengi en ella. Í því sambandi nefnir hann lækkun vaxta, lækkun bindiskyldu og aukin gjaldeyriskaup. Þá hafi vaxtamunur gagnvart útlöndum einnig verið að lækka mikið. „Það má hins vegar ekki gleyma því að við erum ekki lengur með markmið varðandi gengið. Við erum með verðbólgumarkmið og það er sett sameiginlega af ríkis- stjórn og Seðlabanka. Ástæðan fyr- ir því er að reynslan hefur sýnt að við það kerfi sem við búum við, þar sem eru frjálsar hreyfingar fjár- magns til og frá landinu, þá getur Seðlabankinn ekki stýrt genginu. Það er svo einfalt.“ Már segir að til þess að sporna gegn háu gengi vegna stóriðju- framkvæmda þurfi stjórnvöld að koma með stefnu um aðhalds- aðgerðir í opinberum fjármálum. Þorsteinn Már gagnrýndi Má harðlega í Fréttablaðinu í gær. „Þegar ég heyri í Má Guðmunds- syni, aðalhagfræðingi Seðlabank- ans, spyr ég sjálfan mig hvort við búum í sama landi. Ég óttast að stjórnendur Seðlabankans hafi ekki skilning á atvinnulífinu, því þeir hafa ekki reynslu af því að starfa innan þess,“ sagði Þorsteinn Már. Már segir erfitt að svara þessari gagnrýni þar sem ekki sé ljóst í hvaða ummæli Þorsteinn sé að vitna. „Það að þeir sem hafa stjórnað fyrirtækjum séu hæfari til að stýra efnahagsmálum þjóða en aðrir er gömul lumma sem reynslan hefur alls ekki staðfest.“ trausti@frettabladid.is TÍUNDA TILFELLIÐ Í ÞÝSKALANDI Talið er að sex- tugur þýskur karlmaður sem starfaði í Taí- van hafi greinst með bráðalungna- bólgu. Þetta er tíunda tilfelli sjúkdómsins í Þýskalandi. Hinir níu sem hafa greinst hafa allir náð heilsu á ný. BATNANDI ÁSTAND Í TAÍVAN Til- kynnt var um eitt nýtt tilfelli í Taívan í gær. Hafa þau aldrei verið jafn fá á einum degi í land- inu. TÍU GREINDUST Í TORONTO Tíu manns greindust með bráðalungnabólgu í Toronto í Kanada á mánudag. Einn lést af völdum sjúkdómsins. Alls hafa 32 látið lífið í landinu, sem er það mesta utan Asíu. ENGIN DAUÐS- FÖLL Í KÍNA Greint var frá þremur nýjum tilfelllum í Kína en þar í landi voru eng- in dauðsföll. 773 HAFA LÁTIST 773 hafa látist og rúmlega 8.300 hafa smitast víðs vegar um heiminn síðan bráðalungabólga greindist fyrst í Kína í nóvember í fyrra. Flest fórnarlambanna koma frá Hong Kong og meginlandi Kína. Landhelgisgæslan: Sótti þýskan sjómann LANDHELGISGÆSLAN Þyrla Land- helgisgæslunnar sótti fótbrotinn sjómann í fyrrinótt um borð í þýska togarann Kiel, sem var á karfaveiðum á Reykjaneshrygg um 250 sjómílur frá landi. Maður- inn fékk hlerann í fótinn þegar verið var að hífa trollið inn. Var um opið beinbrot að ræða. Til að gæta fyllsta öryggis var ákveðið að senda bæði þyrluna TF-LÍF og flugvélina TF-SYN til fylgdar. Maðurinn var hífður um borð í þyrluna í börum og lenti þyrlan á Reykjavíkurflugvelli klukkan hálfsex. ■ STYRKIR „Sjötta rannsóknaáætlun- in felur í sér stóraukin tækifæri fyrir vísindamenn á sviði samfé- lagsvísinda. Fræðimenn á Íslandi geta fengið mun hærri fjármuni úr sjóðum ESB en eru í boði á Ís- landi til að vinna að rannsóknum á sviði félagsvísinda, hugvísinda og hagvísinda,“ segir Eiríkur Berg- mann Einarsson, stjórnmálafræð- ingur hjá Háskóla Íslands, um breytingar á styrkjum til rann- sókna í samfélagsvísindum. Evrópusambandið hefur aukið vægi samfélagsvísinda í rann- sóknaáætlunum sínum. 20 millj- örðum króna verður úthlutað til vísindamanna á sviði félagsvís- inda, hagvísinda og hugvísinda. Íslendingar hafa verið dugleg- ir að sækja styrki í fyrri rann- sóknaáætlanir Evrópusambands- ins. Rúmlega hundrað verkefni sem Íslendingar tóku þátt í innan fimmtu rannsóknaáætlunarinnar, sem lauk um síðustu áramót, fengu um tvo milljarða króna í styrki. ■ EIRÍKUR BERGMANN EINARSSON Segir nánast óþrjótandi möguleika opnast á samstarfi við starfsfélaga annars staðar í Evrópu. Auknir styrkir Evrópusambandsins til samfélagsrannsókna: 20 milljarðar í pottinum MÁR GUÐMUNDSSON, AÐALHAGFRÆÐINGUR SEÐLABANKANS Már segir að til þess að sporna gegn háu gengi vegna stóriðjuframkvæmda þurfi stjórn- völd að koma með stefnu um aðhaldsaðgerðir í opinberum fjármálum. „Ef einhver vill ákveðið gengi þá get- um við ekki lagt það þeim í hendur. Seðlabanki Íslands stýrir ekki genginu Aðalhagfræðingur Seðlabankans segir menn verða að sætta sig við að bankinn stýri ekki lengur genginu. Hann hafi þó áhyggjur af sterkri stöðu krónunnar. Að stjórnendur fyrirtækja séu hæfari til að stjórna efnahagsmálum þjóða er gömul lumma. SAMNINGAR „Þetta þokast í rétta átt,“ segir Grétar Már Sigurðsson, skrifstofustjóri viðskiptaskrif- stofu utanríkisráðuneytisins, um hvernig gengur að ljúka við stækkun samningsins um Evr- ópska efnahagssvæðið. Hann seg- ist eiga von á að mál muni skýrast í næstu viku. Það sem hefur hamlað frágangi samninganna eru deilur Pólverja við Evrópusambandið um kvóta fyrir makrílinnflutning. Eftir því sem næst verður komist telja við- semjendur Pólverja og aðrir sem málið snertir að deilan um makríl- kvótann leysist fljótlega eftir að Pólverjar greiða atkvæði um aðild sína að Evrópusambandinu. Þær kosningar fara fram um næstu helgi. Annar viðmælandi blaðsins sagði Pólverja nota deilurnar um makrílkvóta til að minna á sig í að- draganda þess að þeir ganga í Evr- ópusambandið. Pólland verður eitt af stóru ríkjum Evrópusambands- ins með 38 milljónir íbúa og er sagt nota makríldeilurnar til að sýna að það láti ekki vaða yfir sig. ■ BARIST FYRIR AÐILD Pólverjar kjósa um aðild að Evrópusambandinu um næstu helgi. Pólverjar sýna klærnar í EES-viðræðunum: Leysist innan skamms • Gallabuxum • Hermannabuxum • Kakí kvartbuxum 50% afsláttur af

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.