Fréttablaðið


Fréttablaðið - 04.06.2003, Qupperneq 12

Fréttablaðið - 04.06.2003, Qupperneq 12
12 4. júní 2003 MIÐVIKUDAGUR hvað?hvar?hvenær? 1 2 3 4 5 6 7 JÚNÍ Miðvikudagur Hlí›asmára 15 • Sími 535 2100 Be ni do rm Hva› ertu a› hugsa? 4. , 11 . og 1 8. j ún í o g 27 . ág ús t. V er › kr. á mann 36 .2 40 36 .2 40 *Innifalið: Flug, gisting, akstur til og frá flugvelli erlendis og íslensk fararstjórn. Miðað við 2 fullorðna og 2 börn 2ja-11 ára. **Innifalið: Flug, gisting, akstur til og frá flugvelli erlendis og íslensk fararstjórn. Miðað við 2 fullorðna. Takmarkað sætaframboð Sólarplús fiú velur dagsetningu, bókar og grei›ir sta›festingargjald. Gistista›urinn er sta›festur viku fyrir brottför. * 47 .6 30 k r. ** Sama sólin, sama fríi› bara a›eins ód‡rara Be ni do rm FÓTBOLTI Það hefur vakið athygli hversu margir leikmenn KR-inga hafa meiðst undanfarið en nú eru sex leikmenn frá vegna meiðsla. Samkvæmt lækni liðsins er ástandið langt frá því að vera verra nú en fyrri ár. „Nei, ef eitthvað er þá er ástandið betra núna en oft áður,“ sagði Bogi Jónsson, læknir KR til margra ára. „Annars er þetta al- gengt vandamál á vorin. Ástæðan er yfirleitt sú sama, það er að segja árstíðabreyting, mismund- andi undirlag og hitastig. Mikið um tognanir og þess konar meiðsl. Þetta er algengt hér á norðurhveli en síður í heitari löndunum.“ ■  16.30 RÚV Smáþjóðaleikarnir á Möltu (e).  16.45 RÚV Fótboltakvöld (e).  18.30 Sýn Olíssport. Fjallað er um helstu íþróttaviðburði heima og erlendis.  19.00 Sýn Íslensku mörkin.  19.30 Sýn Fastrax 2002 (Véla- sport) Hraðskreiður þáttur þar sem ökutæki af öllum stærðum og gerðum koma við sögu.  20.00 Sýn Trans World Sport. Íþróttir um allan heim.  22.20 RÚV Smáþjóðaleikarnir á Möltu. Samantekt af keppni dags- ins.  22.30 Sýn Olíssport. Fjallað er um helstu íþróttaviðburði heima og erlendis.  23.45 RÚV Vélhjólasport 2003. Þáttur um keppni vélhjólakappa sem fram fór fyrir skömmu. KR Margs konar meiðsl hrjá leikmenn KR en engin mjög alvarleg. Talsverð meiðsl í herbúðum KR: Ekkert óvenjulegt FÓTBOLTI „Ég hef nokkrum sinnum skorað tvö mörk í leik en aldrei áður þrjú,“ sagði Sinisa Kekic, leikmaður Grindavíkur, sem skor- aði þrennu í fyrsta sinn í síðustu viku. „Ég veit ekki af hverju, en ég hef alltaf skorað á móti Fram og Breiðabliki.“ Kekic hefur skor- að átta mörk í ellefu deildarleikj- um gegn Fram og sjö mörk í sex leikjum gegn Breiðabliki. „Ég kom hingað árið 1996 þeg- ar Guðmundur Torfason var þjálf- ari Grindavíkur. Ég þurfti nokkra leiki til að komast inn í íslenska boltann því við spiluðum öðruvísi fótbolta í Júgóslavíu. Ég hef alltaf verið sóknarmaður en í fyrra bað Bjarni Jóhannsson mig að fara í vörnina með Ólafi Bjarnasyni. Ég var dálítið stressaður því ég hafði aldrei leikið í vörn og var ekki 100% viss um að það myndi ganga vel. Ég lék síðustu átta leikina í vörninni og það gekk mjög vel. Það var besti kafli Grindavíkur og við komumst í UEFA-keppnina.“ „Núna fór ég í sóknina í fyrsta sinn í heilt ár og skora þrjú mörk. Kannski setur Bjarni mig aftur í vörnina þegar Grétar kemur aftur eftir meiðslin. Við sjáum til en Grétar er frá- bær leikmaður og var marka- kóngur í fyrra.“ „Við fengum ekki mörg færi í fyrstu tveimur l e i k j u n u m . Miðjumennirnir fengu boltann og reyndu að fara í sókn en töpuðum honum strax aft- ur. Þegar Grétar er í liðinu getur hann haldið boltanum með aðrir koma upp völlinn.“ „Það er alltaf gaman að skora. Ef allir spila vel þá skiptir ekki máli hver skorar, ég, Grétar, Lee Sharpe eða Óli Stefán. Lee Sharpe er stór karakter, stór maður og stór fótboltamaður. Hann getur allt. Í leiknum á móti Fram var hann úti um allan völl. Ég leit kannski til vinstri og sá hann þar og svo tveimur sekúndum síðar leit ég til hægri og hann var þar líka. Hann er kannski ekki í 100% formi en hann æfir tvisvar á dag.“ obh@frettabladid.is Kekic skoraði fimmtu þrennu Grindvíkinga Tómas Ingi Tómasson skoraði fyrstu þrennu félagsins í efstu deild árið 1995 en Grétar Ólafur Hjartarson hefur þrisvar sett þrjú mörk í sama leiknum. KNATTSPYRNA Úrslit eru að mestu orðin ljós í keppni knattspyrnu- manna um Gullskóinn sem veittur er af sambandi evrópskra íþrótta- tímarita, ESM. Ekki er nóg að skora flest mörk heldur er einnig tekinn inn í myndina styrkleiki þeirrar deild- ar sem spilað er í. Það þýðir að ef leikmaður í Belgíu og annar á Spáni skora jafn mikið vinnur sá spænski vegna þess hve deildin þar er sterkari en sú belgíska. Roy Makaay er vinningshafinn þetta árið og sá eini á toppnum sem enn á eftir að spila tvo leiki. ■ ÞRENNUR GRINDVÍKINGA Tómas Ingi Tómasson Grindavík-Breiðablik 6-3, 23. sept. 1995 Grétar Ólafur Hjartarson Grindavík-ÍA 3-0, 8. sept. 2001 ÍA-Grindavík1-3, 29. maí 2002 Þór-Grindavík1-5, 15. sept. 2002 Sinisa Kekic Grindavík-Fram 3-2, 30. maí 2003 KEKIC Sinisa Kekic hefur leikið með Grinda- vík frá árinu 1996. Línur skýrast hjá markahæstu mönnum: Roy Makaay vinnur gullskóinn Lið Stig 1. R. Makaay Deportivo 56 2. M. Kezman PSV 52,5 3. S. Nonda Monaco 52 4. R. Nistelrooy Man. Utd 50 5. T. Henry Arsenal 48 5. C. Vieri Inter 48 FILIPPO INZAGHI Náði aðeins 22. sæti. Skagamenn.com: Pálmi bestur í maí Pálmi Haraldsson var valinn leik- maður ÍA í maí af kviðdómi sem stuðningsmannasíðan Skaga- menn.com skipaði. „Þetta er leikmaður sem fer ekki mikið fyrir, en hann er með réttar staðsetningar og mjög drjúgur fyrir liðið,“ sagði einn stuðningsmannanna. „Hann er ör- uggur og staðfastur,“ sagði annar og sá þriðji sagði „það er löngu kominn tími til að menn geri sér grein fyrir því hversu mikilvægur Pálmi er fyrir liðið“. Þórður Þórðarson veitti Pálma harða keppni í valinu en fyrirliðinn Gunnlaugur Jónsson varð þriðji. ■ LEE SHARPE Í LEIK GEGN FYLKI Sharpe lagði upp þriðja mark Kekic í leiknum gegn Fram og er Kekic ánægður með framgöngu Englendingsins með Grindavík í sumar. Finninn Joonas Kolkka hefurgengið til liðs við þýska félagið Borussia Mönchengladbach. Kolk- ka hóf feril sinn hjá Reipas Lahti árið 1991, lék með Willem II frá Tilburg og PSV Eindhoven í Hollandi og loks með Panathin- aikos í Grikklandi. Corinne Diacre varð fyrstfranskra kvenna til að leika 100 landsleiki í knattspyrnu. Kristine Lilly, Bandaríkjunum, er leikja- hæst allra með 251 landsleik en 54 knattspyrnukonur hafa leikið 100 leiki eða fleiri. Á morgun verður dregið í 32 liðaúrslit VISA-bikarkeppni karla. Félögin í efstu deild hefja keppni á þessu stigi mótsins og munu öll leika á útivelli gegn félögum úr neðri deildunum. ■ Molar

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.